Fréttablaðið - 10.10.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 40
Leikhús 40
Myndlist 40
Íþróttir 36
Sjónvarp 44
FÖSTUDAGUR
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03
Meðallestur fólks 25-49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
á föstudögum
80%
54%
20%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
D
V
SÖGULEGUR AÐ-
ALFUNDUR Fráfar-
andi stjórnarformaður
Eimskipafélags Íslands
brýndi fyrir nýrri stjórn
þess að slíta félagið
ekki í sundur. Í fyrsta
skipti í sögu Eimskipa
var allri stjórn félagsins
skipt út. Sjá síðu 2
ELDUR Í SLIPPNUM Allt tiltækt
slökkvilið var kallað að Daníelsslippi eftir
að elds varð vart. Í fyrstu var óttast að ein-
hverjir starfsmanna fyrirtækisins kynnu að
vera í hættu en fljótt kom í ljós að svo var
ekki. Tjón var nokkuð. Sjá síðu 4
BAUÐ AFSÖGN SÍNA Ahmed Qureia,
sem tók við forsæti í bráðabirgðastjórn
Palestínu, reiddist þegar Palestínuþing dró
fæturna við að staðfesta skipan hans sem
forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar og lagði
fram afsagnarbréf sitt. Sjá síðu 4
VERKFALL VIÐ KÁRAHNJÚKA
Portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka
lögðu niður störf sín í gærmorgun og neit-
uðu að vinna fyrr en þeir fengju hlífðarföt
til að verjast kuldanum á hálendinu. Þau
fengu þeir síðar um daginn. Sjá síðu 12
BÍLSKÚRSBÍÓ Stuttmyndahátíðin Bíl-
skúrsbíó fer fram í bíósal MÍR um helgina
og hefst með tónleikum klukkan 19.00 í
kvöld. Djasstríóið H.O.D. stígur á stokk
áður en tekið verður til við sýningar á
fjórum stuttmyndum Lorts. Að auki verð-
ur sýnd gestastuttmyndin Úr dagbók
slökkviliðsins.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
BLÍÐAN MEST Í BORGINNI Veðrið
er hrein hvatning til að skilja bílinn eftir
heima og njóta blíðunnar sem mest.
Veðrið er síðra á Norðurlandi. Sjá síðu 6
þitt
eintak
v iku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu
birta
10. OKTÓBER TIL 16. OKTÓBER 2003
NR 31
Ruth Reginalds
vill engu breyta
Sjónvarpsdagskrá
næstu7daga
Hvað finnst nýju
alþingismönnunum
mikilvægast?
Kvenfélagið Garpur
frumsýnir spuna
Hvenær dagsins
er best að æfa?spaugstofan ● stjörnuspáin
Ruth Reginalds:
▲
fylgir Fréttablaðinu dag
Stolt af gömlu
lögunum
birta
10. október 2003 – 247. tölublað – 3. árgangur
matur o.fl.
síld ● til hnífs og skeiðar
Solla á Grænum kosti:
▲
SÍÐUR 26 og 27
Sköpunarþörfin fær
útrás í matnum
ATVINNUMÁL Alfreð Þorsteinsson,
stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, segir að helstu at-
riði samnings um raforkusölu
OR og Hitaveitu Suðurnesja til
stækkaðs álvers Norðuráls séu
frágengin og að nú sé verið að
leggja lokahönd á viljayfirlýs-
ingu og skaðleysissamning.
Hann segir að ekkert standi í
vegi fyrir því að viljayfirlýsing
verði undirrituð í næstu eða
þarnæstu viku.
Í skaðleysissamningi felst að
orkufyrirtækin eigi kröfu á hend-
ur mótaðila, Norðuráli, ef af ein-
hverjum ástæðum ekki verður af
stækkun álversins. Ef Norðurál
undirritar slíkan samning má
telja það skýra vísbendingu um
að mjög einarðlega sé stefnt að
stækkun álversins.
„Það er unnið hörðum höndum
af hálfu lögfræðinga samnings-
aðila að frágangi ýmissa atriða
og ef því verður lokið innan fárra
daga, sem flest bendir til, þá má
búast við að skrifað verði undir
viljayfirlýsingu ásamt skaðleys-
issamningi, í næstu viku eða
þarnæstu viku,“ segir Alfreð Þor-
steinsson. Hann segir að endan-
legir samningar verði svo undir-
ritaðir í janúar á næsta ári.
„Það er verið að vinna í samn-
ingnum og verið að setja upp
viljayfirlýsingu með helstu efnis-
atriðum. Hvort það tekst í næstu
eða þarnæstu viku veit ég ekki.
Ég sé svo sem ekki af hverju það
ætti ekki að geta gengið,“ segir
Júlíus J. Jónsson, forstjóri Hita-
veitu Suðurnesja.
Búið er að semja um verð á
raforkunni en orkufyrirtækin
eiga enn eftir að ganga frá samn-
ingum við Landsvirkjun um raf-
orkuflutning og varaafl fyrir ál-
verið. Að sögn Júlíusar standa
samningaviðræður um flutning
orkunnar enn yfir. Það er í verka-
hring orkuveitnanna að tryggja
flutning orkunnar og því mun
Norðurál ekki koma beint að
þeim þætti heildarsamninga um
stækkunina.
Áætlað er að framkvæmdir
vegna stækkunarinnar hefjist á
næsta ári og ljúki áður en um-
svifin vegna álversins og virkj-
unar á Austurlandi ná hámarki.
Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar
mun stækkun Norðuráls, og
virkjunarframkvæmdir vegna
hennar, hafa í för með sér á milli
fjörtíu og fimmtíu milljarða inn-
spýtingu í efnahagslífið á suð-
vesturhorni landsins.
thkjart@frettabladid.is
MATURINN HITAÐUR Lífið gengur sinn vanagang í Kabúl, höfuðborg Afganistans, þrátt fyrir að hörðustu bardagar sem geisað hafa í
landinu um margra mánaða skeið hafi brotist út í norðurhluta landsins. Lal Mohammad og félagi hans ristuðu hnetur og hituðu sér dryk-
ki á viðarofni í verslun þeirra í miðborg Kabúl.
● Gefur líka út vínbók
Dúi Landmark:
▲
SÍÐA 38
Kvikmyndagerða-
maður í Frakklandi
AP
/M
YN
D
/R
IC
H
AR
D
V
O
G
EL
SMJÖRSKÓRNIR
Kínverski listamaðurinn Yu Xiuzhen
framkvæmdi gjörning árið 1996 en hann
fólst í því að dreifa smjörfylltum skóm
um Tíbetfjöll.
Sænskir fjallagarpar
fundu 70 skópör:
Skórnir fullir
af smjöri
STOKKHÓLMUR, AP „Ef við vissum
hver gerði þetta myndum við láta
þann eða þá hreinsa til eftir sig,“
sagði Alf Kjællström, talsmaður
Jæmtland-sýslu í Norður Svíþjóð.
Fjallagarpar gengu á dögunum
fram á 70 pör af skóm sem dreift
hafði verið á víðavangi. Þarna
voru strigaskór, spariskór og stíg-
vél. Í hverjum einasta skó var
hálft kíló af smjöri. Einhver hefur
haft fyrir því að drösla 70 kílóum
af smjöri á fjöll og koma því hag-
anlega fyrir í 140 skóm úti í nátt-
úrunni.
Fundinum þykir svipa mjög til
gjörnings sem kínverski listamað-
urinn Yu Xiuzhen framkvæmdi
fyrir sjö árum. Gjörningurinn bar
heitið „Shoes With Butter“ eða
smjörskórnir en þar dreifði lista-
maðurinn skópörum fylltum með
smjöri um Tíbetfjöll. ■
Íslendingar í Póllandi:
Vopnaðir
menn sátu
fyrir þeim
RÁN Fimm grímuklæddir og þung-
vopnaðir ræningjar sátu fyrir
tveimur Íslendingum þar sem
þeir komu út úr fyrirtæki sem
þeir reka skammt frá borginni
Poznan í Póllandi í fyrrakvöld.
Ræningjarnir voru vopnaðir
skammbyssum og sjálfvirkum
byssum auk táragass.
Ræningjarnir tóku peninga og
önnur verðmæti auk þess að nema
bifreið Íslendinganna á brott. Ís-
lendingarnir sögðust í samtali við
Fréttablaðið telja að tjónið næmi
mörgum milljónum króna.
Íslendingarnir fara reglulega
til Póllands til að fylgjast með
rekstri fyrirtækis síns. Þeir segja
að augljóst hafi verið að ræningj-
arnir hafi þekkt til og vitað af
ferðum þeirra fyrirfram. Ránið
tók mjög skamman tíma og vegna
táragassins áttu fórnarlömbin
erfitt með að sjá hvað var að ger-
ast í kringum þá.
Íslendingunum tókst að komast
frá Póllandi í gær þrátt fyrir að
vegabréf þeirra hefðu verið tekin
í ráninu. Þeir sögðust í gærkvöldi
hafa það ágætt og höfðu sloppið
ómeiddir frá hrakförunum sem
þeir lentu í. ■
Búið er að semja um raforkuverð og önnur helstu atriði í viðræðum um
orkumál vegna stækkunar Norðuráls. Forsvarsmenn OR og Hitaveitu
Suðurnesja gera ráð fyrir undirritun viljayfirlýsingar á næstu vikum.
SJÁVARÚTVEGSMÁL Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
segir ekkert út á það að setja ef
umhleypingar í íslensku við-
skiptalífi leiði til þess að Brim
hf. verði hlutað upp og útvegs-
fyrirtækin sem mynda það kom-
ist aftur í eigu heimamanna.
„Ég óttast ekki þróunina svo
mjög hvað varðar stærri fyrir-
tækin og stærri staði, þar held ég
að staðsetning fyrirtækjanna sé
þannig og þau eigi svo djúpar
rætur að það sé hreinlega óhag-
kvæmt að rífa þau upp með rót-
um,“ segir Árni. „Auðvitað geta
orðið einhverjar breytingar í
þessum fyrirtækjum en að rífa
þau upp með rótum og flytja þau
eitthvað annað held ég að sé ekki
skynsamlegt frá rekstrarlegu
sjónarmiði.“
Árni segist á hinn bóginn hafa
áhyggjur af smærri sjávar-
byggðum en nú starfa helmingi
færri við fiskvinnslu en fyrir
áratug.
Í viðtali í Fréttablaðinu í dag
segir Árni einnig frá því að hann
muni leggja fram frumvarp um
línuívilnun í vetur, að hvalveiðar
haldi að öllum líkindum áfram á
næsta ári og að hann ætli ekki að
svara tilboði Greenpeace um að
hætta hvalveiðum.
Sjá nánar bls. 18-19
Sjávarútvegsráðherra segir koma vel til greina að heimamenn kaupi útgerðir aftur:
Óttast ekki um stærri sjávarbyggðir
Orkusamningar
eru á lokastigi