Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 19
19FÖSTUDAGUR 10. október 2003
neinu verið lofað um það hvenær,
hversu mikið eða hvernig hún á
að verða. Það hafa engin loforð
verið gefin um það,“ segir hann.
„Davíð Oddsson sagði að hann
sæi ekkert því til fyrirstöðu að
það gæti orðið í haust en það
komu upp vandamál sem gerðu
það að verkum að ég treysti mér
ekki til að gera hluti á þeim for-
sendum og nota þær lagaheim-
ildir sem ég hef án þess að þing-
ið hefði tök á því að fjalla um
málið.“
Hann segist ekki verða var
við mikinn þrýsting innan úr
stjórnarflokkunum fyrir að taka
upp línuívilnunina. „Þótt það séu
einhverjir þrír menn sem leggja
áherslu á það, þá segi ég ekki að
það sé einhver óþolandi þrýst-
ingur. Við erum líka að fá mikla
andstöðu við að taka upp línu-
ívilnun.“
En er það ekki enn erfiðara
þar sem Árni var sjálfur á móti
því á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins að taka upp línuíviln-
un. „Ég er svo oft búinn að lenda
í þeirri stöðu að mál séu umdeild
og að engin leið sé út úr því sem
allir verða ánægðir með, þannig
að ég verð bara að finna skyn-
samlega lausn á þessu máli.“
Árna þykir línuívilnun miklu
geðfelldari leið til þess að styrk-
ja byggðir en byggðakvóti.
„Byggðakvótarnir sem ég hef
verið að úthluta, það má færa
mjög góð rök fyrir því að þeir
hafi gagnast mjög lítið fyrir utan
að þeir skaffa mönnum vinnu á
meðan byggðakvótans nýtur við,
en að þeir hafi skapað eitthvað
upp á framtíðina, það held ég
ekki.“
Finnur ekki
áhuga útlendinga
Nokkuð hefur verið rætt um
það að undanförnu að heimila beri
útlendingum að fjárfesta í ís-
lenskum sjávarútvegi. Árni bend-
ir á að möguleikar erlendra aðila
til að eiga í íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum séu mjög miklir
og sambærilegir við önnur lönd.
Útlendingum er heimilt að
fjárfesta óbeint í sjávarútvegs-
fyrirtækjum upp á 25% í gegnum
eitt félag en upp allt að 49,9% í
gegnum tvö félög en þó ekki hafa
raunveruleg yfirráð.
„Ég verð bara alls ekki var við
neinn þrýsting erlendis frá um að
víkka þetta og það eru ekki menn
að koma hingað og banka upp á og
segja að þá langi að fjárfesta í ís-
lenskum sjávarútvegi og geti það
ekki vegna þess hvernig reglurn-
ar séu,“ segir Árni.
Hann segir ástæðuna fyrir því
að eftirspurnin sé ekki meiri, sé
fyrst og fremst að sjávarútvegur-
inn sé ekki grein sem almennt er
talið spennandi að fjárfesta í, þeir
sem reki fyrirtækin hafi gert það
lengi eða séu á öðrum sviðum
matvælageirans. Í öðru lagi séu
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
frekar dýr og þess vegna sé ekki
sérstaklega aðlaðandi að fjárfesta
í þeim. Í þriðja lagi nefnir hann
gjaldmiðilinn.
Hann segir að það sé ekki skort-
ur á fjármagni í íslenskum sjávar-
útvegi. „Við höfum enga sérstaka
þörf að fá útlendinga inn í þessa
grunn- og höfuðatvinnugrein. Það
er alveg nægt fjármagn í þessari
grein hér á landi.“ ■
Sjálfsmorðsárás í Írak:
Tíu
létust
BAGDAD, AP Tíu létust og að minns-
ta kosti 28 særðust í sjálfs-
morðsárás á lögreglustöð í
Bagdad í gærmorgun.
Karlmaður ók bíl, fullum af
sprengiefni, í átt að lögreglustöð-
inni í Sard-borg en þegar lögregla
hugðist stöðva manninn, sprengdi
hann bílinn í loft upp. Sprengingin
var svo öflug að metra djúpur gíg-
ur myndaðist undir bílnum. Meðal
þeirra sem létust voru þrír lög-
regluþjónar og fimm óbreyttir
borgarar. Árásin var gerð þegar
um það bil 50 lögreglumenn voru
að safnast saman framan við lög-
reglustöðina til liðskönnunar. ■
GREIÐSLUSTÖÐVUN Heildarskuldir
Útgáfufélags DV ehf. námu 1,1
milljarði króna í lok júní en eign-
ir félagsins voru þá metnar á 786
milljónir. Af þeirri upphæð telur
félagið viðskiptavild upp á rúm-
lega 500 milljónir króna.
Félagið hefur verið rekið með
tapi síðustu tvö ár og eins á fyrri
helmingi þessa árs. Það hefur
verið í greiðslustöðvun í fjórar
vikur og stendur hún út mánuð-
inn.
Áætlanir útgáfufélagsins eru
að skera niður um 100 milljónir í
rekstri á ári, að færa niður allt
hlutafé og fá inn 400 milljóna
hlutafé í peningum og með að
skuldbreyta langtímalánum í
hlutafé.
Kröfuhöfum eru boðnar þrjár
leiðir við að ná fé til baka, að
sögn Jóhannesar Rúnars Jó-
hannssonar, aðstoðarmanns út-
gáfufélags DV, í greiðslustöðv-
uninni. Þeim er boðið að breyta
skuldum í hlutafé, birta auglýs-
ingar í blaðinu á móti skuldum
eða fá greidd 20% af kröfum.
Í beiðni sinni um greiðslu-
stöðvun er vísað til þess að
Framtíðarsýn hf. hafi samþykkt
að ganga til viðræðna um sam-
einingu félaganna en Framtíðar-
sýn hefur verið rekið með hagn-
aði á undanförnum árum. Halda
útgefendurnir því fram að sam-
einað félag muni auðveldlega
geta staðið undir skuldabyrði fé-
lagsins. ■
Óttar Sveinsson:
Útkall á
ensku
BÆKUR Bandaríska útgáfufyrirtæk-
ið Lions Press hefur keypt útgáfu-
réttinn að bókinni Útkall í djúpinu
eftir Óttar Sveinssonar í öllum
enskumælandi löndum. Gengið var
frá þessu á bókamessu sem stendur
yfir í Frankfurt. Óttar, sem sjálfur
er staddur í Frankfurt, segir áætlað
að Útkall í djúpinu verði gefin út í
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Kanada á næsta ári. Verið sé að
kynna þýðingu á bók hans um Geys-
is-slysið í Frankfurt núna. „Ég er
afar ánægður með þá miklu viður-
kenningu sem í þessu felst. Þetta er
sá markaður sem einna erfiðast er
að komast inn á,“ segir Óttar. ■
Viðskiptavild DV metin á hálfan milljarð:
Skulda 300 milljónir
umfram eignir
HÚSNÆÐI DV:
Viðskiptavild metin á 500 milljónir.
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
NIKE herraúlpa
Stærðir: S -XXL
Litir: Svartur, drapplitur
9.990 kr.
PUMA herradúnúlpa
Stærðir: S - XXL
Litir: Svartur
13.990 kr.
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
www.utilif.is
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
FIVE SEASON
dömuanorakkur
Stærðir: S - XL
Litir: Rauður, blár
8.990 kr.
MEXXSPORT dömuúlpa
með loðkraga sem hægt er að taka af
Stærðir: S - XXL
Litir: Drapplitur, svartur
12.990 kr.
MEXXSPORT
aðsniðin dömuúlpa
Stærðir: S - XXL
Litir: Rauður, svartur
14.900 kr.
Hlýtt í vetur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI