Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Hvaða hvaða Netsalan ehf. Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík. Sími 517 0220, Gsm: 693 0225. Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan Stórlækkað verð á 2 síðustu Viking fellihýsunum RÝMINGARSALA Knaus Sport hjólhýsi á tilboðsverði Síðasti Sport traveller húsbílinn - stórlækkað verð Missið ekki af einstöku tækifæri! g p g ý Takma Verð n Verð áð Hvaða æsingur er þetta út afþessum verkamönnum þarna uppi á hálendinu eiginlega? Ég meina... eins og þeir geti ekki unnið í blautum skóm og blautum göllum og sætt sig við að ganga nokkra kíló- metra til þess að komast í mat? Ég steig nú sjálfur í lítinn poll um dag- inn á leið í vinnuna og varð holdvot- ur í fæturna allan daginn. Kippti mér ekkert upp við það. OG HVAÐ með það þótt menn fái ekki að horfa á sjónvarpið eftir klukkan níu? Það er ekkert í sjón- varpinu hvort sem er. Ég horfi sárasjaldan á það. Svo þýðir ekkert að vera að glápa á sjónvarpið þegar menn eiga að vakna snemma og fara út í hríðina að byggja stóra virkjun. Ha! Þýðir ekki að slá slöku við! Upp með virkjunina! Þýðir ekki að sitja á rassinum og glápa á geimskipið Enterprise alla daga. EINANGRUN í húsum er líka stór- lega ofmetin. Í margar aldir bjuggu Íslendingar í húsum án einangrunar. Steinullin er bara tískubóla. Ef ég mætti ráða myndi ég rífa einangrun- ina úr minni íbúð eins og skot. Kuld- inn herðir mann. Menn lifðu þetta af hér áður fyrr. Þessir verkamenn á hálendinu verða bara að ganga í gegnum þetta líka. Fátt er betra fyr- ir karlmenn, sérstaklega ef þeir eru aldir upp í mikilli sól, en að skjálfa úr kulda uppi á íslensku hálendi sex daga vikunnar og þurfa svo að leita sér að einhverju að gera á Egilsstöð- um þann sjöunda. SVO ER ÞAÐ auðvitað bara pjúra vælukjóaháttur að vera að kvarta yfir því að það sé engin kaffiaðstaða á vinnusvæðinu. Er fólk búið að gleyma því að hér fyrr á öldum var ekki hægt að fá kaffi yfir höfuð. Punktur. Sjálfur drekk ég sárasjald- an kaffi. Þeir verða bara að drekka vatn, þessir menn. Það ætti að vera nóg af því þarna uppfrá, he he. Nei, ég segi svona. OG LAUNIN. Það er talið vera til- tökumál að launin séu minni en samið var um. Ég skal segja ykkur það! Ég minni á það, að hér áður fyrr var fullt af fólki á Íslandi sem fékk engin laun. Peningar skiptu það engu máli. Þetta fólk var bara úti, sem er ómetanlegt. Eða varð það úti? Ég man það ekki. ■ Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.