Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 14
,SÝRLAND Flest bendir til þess að
bandarísk stjórnvöld ætli að gera
alvöru úr hótunum sínum um að
refsa Sýrlendingum fyrir meintan
stuðning þeirra við hryðjuverka-
menn.
Bandarísk þingnefnd sam-
þykkti frumvarp um frekari refsi-
aðgerðir gegn landinu með 33 at-
kvæðum gegn tveimur. „Það verð-
ur sífellt greinilegra í hvaða liði
ríkisstjórn Sýrlands er í stríðinu
gegn hryðjuverkum,“ sagði þing-
maðurinn Tom DeLay. Frumvarp-
ið verður að líkindum lagt fyrir
fulltrúadeild Bandaríkjaþings í
næstu viku en talið er nánast ör-
uggt að það verði samþykkt þar
sem og í öldungadeildinni.
Í frumvarpinu er Sýrlands-
stjórn sökuð um að fjármagna
hryðjuverkaárásir og skjóta
skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn.
Því er einnig haldið fram að Sýr-
lendingar aðstoði uppreisnar-
menn við að gera árásir á banda-
ríska hermenn í Írak. Sýrlending-
ar vísa þessum ásökunum á bug
og ítreka sem fyrr að þeir séu í
fullum rétti til að styðja baráttu
herskárra Palestínumanna þar
sem um sé að ræða andspyrnu
gegn hernámsliði.
Í frumvarpi bandarísku þing-
nefndarinnar er kveðið á um að
lagt verði bann við útflutningi á
vopnum og efni til vopnagerðar til
Sýrlands. Einnig er Bandaríkja-
forseta gefinn kostur á því að
beita landið frekari viðskipta- þvingunum og hefta ferðafrelsi
sýrlenskra sendifulltrúa í Banda-
ríkjunum.
Frumvarpið kemur í kjölfar
loftárásar ísraelska hersins á
meintar æfingabúðir herskárra
Palestínumanna í Sýrlandi. Nítján
manns féllu í sjálfsmorðsárás á
ísraelskan veitingastað í Haifa
degi fyrir loftárásina. George W.
Bush Bandaríkjaforseti hefur
neitað að fordæma loftárásirnar
og lagt áherslu á að Sýrlendingar
verði að gjalda fyrir stuðning sinn
í palestínsk hryðjuverkasamtök.
„Sýrland verður að breyta um
stefnu, breyta hegðun sinni og
hætta að skjóta skjólshúsi yfir
hryðjuverkamenn,“ sagði Scott
McClellan, talsmaður Hvíta húss-
ins.
Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna hefur enn ekki tekið endan-
lega afstöðu til kröfu Sýrlendinga
um að loftárás Ísraela verði for-
dæmd. Bretar og Bandaríkja-
menn vilja að sjálfsmorðsárás
Palestínumanna í Haifa verði ein-
nig fordæmd í ályktun Sýrlend-
inga en nokkur Evrópuríki hafa
gert athugasemdir við orðalag og
framsetningu. ■
14 10. október 2003 FÖSTUDAGUR
OSLÓ, AP Ríkissjóður Noregs verð-
ur rekinn með rúmlega ellefu
hundruð milljarða króna afgangi
á næsta ári samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi sem ríkisstjórn Kjells
Megnes Bondeviks lagði fram á
norska Stórþinginu í gær.
Per-Kristian Foss, fjármála-
ráðherra Noregs, segist vonast
til að með frumvarpinu takist að
halda vöxtum lágum og örva at-
vinnulíf.
Ríkisstjórn Noregs er minni-
hlutastjórn þriggja flokka sem
ræður 62 af 165 þingsætum. Hún
verður því að semja við stjórnar-
andstöðuna um afgreiðslu frum-
varpsins.
Útgjöld norska ríkisins aukast
um tæpa 350 milljarða króna á
næsta ári, miðað við fjárlög
þessa árs og verða alls 6.750
milljarðar króna. Skatttekjur
verða 7.580 milljarðar en að auki
áætlar ríkisstjórnin að vaxtatekj-
ur og aðrar tekjur af olíusjóði
Norðmanna nemi um 330 millj-
örðum. Í þeim sjóði eru nú 8.439
milljarðar króna.
Atvinnuleysi hefur verið um-
talsvert í Noregi, að hluta til
vegna hárra vaxta og sterkrar
stöðu norsku krónunnar. Sam-
keppnisstaða Norðmanna erlend-
is hefur því verið veik. Rík-
isstjórnin gerir ráð fyrir 1.25%
verðbólgu á næsta ári, borið sam-
an við 2.5% verðbólgu á þessu
ári. Atvinnuleysi verður nær
óbreytt eða í kringum 4,5%. ■
ÁSKORUN
Jinmao-turninn í Shanghai er þriðja hæsta
bygging í heimi.
Ofurhugi handtekinn:
Kleif 425
metra háan
turn
KÍNA, AP Kínverskur karlmaður
hefur verið úrskurðaður í fimmt-
án daga gæsluvarðhald fyrir að
klifra upp Jinmao-turn, hæstu
byggingu Kína. Turninn er 425
metra hár.
Fjöldi manna fylgdist með því
þegar hinn 27 ára gamli Wang
Huan klifraði upp eftir veggjum
byggingarinnar, í fjármálahverfi
Shanghai. Að sögn lögreglu var
hann klukkutíma að komast á
toppinn. Lögreglan kom fyrir
stórum púða við hlið byggingar-
innar til að bjarga Wang ef hann
félli til jarðar. En til allrar ham-
ingju komst ofurhuginn heilu og
höldnu upp á þak byggingarinnar
þar sem lögreglan beið hans.
Hann var handtekinn fyrir að
ógna öryggi almennings. ■
NORSKA STÓRÞINGIÐ
Minnihlutastjórn Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra hefur aðeins rúman þriðjung
þingsæta og þarf því að komast að samkomulagi við stjórnarandstöðuna á norska Stór-
þinginu um afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár.
Fjárlagafrumvarp norsku ríkisstjórnarinnar:
Yfir þúsund
milljarða afgangur
VERJANDINN
Lögmaðurinn Peter Althin svarar
spurningum fjölmiðla fyrir utan dómshúsið
í Stokkhólmi.
Morðrannsókn:
Gæslu-
varðhald
framlengt
SVÍÞJÓÐ Dómari í Stokkhólmi hefur
framlengt gæsluvarðhald yfir
Mijailo Mijailovic, sem grunaður
er um að hafa myrt utanríkisráð-
herrann Önnu Lindh, um tvær
vikur.
Dómarinn Annalise Setthoff
hafnaði kröfu verjandans, Peter
Althin, um að Mijailovic yrði lát-
inn laus úr haldi. Setthoff sagði að
enn væri rökstuddur grunur um
að hann hefði framið morðið.
Mijailovic má ekki hafa neitt sam-
neyti við fólk utan veggja fangels-
isins.
Mijailovic verður yfirheyrður
aftur í dag en gefa verður út
ákæru á hendur honum eigi síðar
en 24. október. ■
Á ÖLLUM FORSÍÐUM
Austurríkismenn glöddust mjög þegar
Arnold Alois Schwarzenegger var kjörinn
ríkisstjóri Kaliforníu. Fréttir af kosningun-
um voru á forsíðum allra austurrískra dag-
blaða í gær.
SKOTINN TIL BANA
José Antonio Bernal Gomez,
spánskur diplómat, var skotinn
til bana fyrir utan heimili sitt í
Bagdad í Írak í gær. Gomez var
starfsmaður leyniþjónustu Spán-
ar og hafði verið í Írak í rúm tvö
ár. Ekki er vitað hver var að
verki. Ríflega 1.300 spánskir her-
menn eru í Írak auk embættis-
manna.
■ Alþingi
You make it a Sony
Sony Center - það fyrsta á Íslandi
Nú getur þú verslað Sony hjá Sony því að við
opnum nýja verslun í Kringlunni í október.
Gæði, þekking og fagmennska alla leið.
Sony Center
Kringlan í október
SONY CENTER
Kringlunni 4 - 12
103 Reykjavík
Bandaríkjamenn hyggjast draga til baka Írakstillögu sína:
Uppgjöf vegna andstöðunnar
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Banda-
ríkjastjórn er sögð hugleiða hvort
eigi að bera Írakstillögu undir at-
kvæði í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Andstaðan við tillöguna
hefur vaxið svo að undanförnu að
Bandaríkjamenn eru sagðir efins
um að rétt sé að krefjast atkvæða-
greiðslu. Móttökur við tillöguna
hafa verið mjög neikvæðar, ekki
síst frá Kofi Annan, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna.
Frakkar, sem allt frá upphafi
voru á móti innrásarstríðinu gegn
Írak, hafa einnig lagst eindregið
gegn tilllögu Bandaríkjamanna,
meðal annars vegna þess að völdin
verði ekki færð nógu fljótt til Íraka.
Kofi Annan hefur margítrekað þá
afstöðu sína að Sameinuðu þjóðirn-
ar taki ekki að sér pólitískt hlutverk
í uppbyggingu og endurreisnar-
starfi í Írak meðan Bandaríkja-
menn og Bretar fari með yfirstjórn
heraflans þar. Þessi yfirlýsing varð
til þess að ríki sem voru tvístígandi
gagnvart tillögu Bandaríkjamanna,
lögðust á sveif með Frökkum.
Bandaríkjamönnum virðist nú
nauðugur sá kostur að draga Íraks-
tillögu sína til baka, enda hvort
tveggja afleitt að láta Öryggisráðið
fella hana í atkvæðagreiðslu eða fá
hana samþykkta með naumum
meirihluta og kljúfa þar með Ör-
yggisráðið opinberlega. ■
Sýrlendingum refsað
Bandarísk stjórnvöld íhuga að grípa til frekari refsiaðgerða gegn Sýrlandi.
Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir þingið í næstu viku. Bush Banda-
ríkjaforseti er ekki tilbúinn að fordæma loftárásir Ísraela á Sýrland.
BUSH BAKKAR
Bandaríkjastjórn íhugar nú að draga til
baka Írakstillögu sína vegna háværrar
gagnrýni á tillöguna. Andstaða Kofis Ann-
ans við innihald tillögunnar er sagt vega
þungt í ákvörðun Bandaríkjamanna.
STUÐNINGSYFIRLÝSING
Borgarstarfsmaður í Damaskus í Sýrlandi pússar skilti sem á stendur „Palestínumenn eru
hluti af okkar þjóð og málstaður þeirra er málstaður allra Araba“.