Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 18
SJÁVARÚTVEGSMÁL Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
hefur þeyst um heiminn að undan-
förnu til að sannfæra fólk um rétt-
mæti þess að hefja vísindaveiðar
á hvölum.
Andstaðan hefur samt verið
mun minni en búist var við. Hann
segir að ekkert sérstakt mat hafi
verið lagt á hver viðbrögðin
myndu verða. „Ég er samt sann-
færður um að ef við hefðum lagt í
svoleiðis mat, þá hefðum við gert
ráð fyrir meiri viðbrögðum en
raunin varð á,“ segir hann.
Í ár voru veiddar 36 hrefnur
samkvæmt vísindaáætlun Haf-
rannsóknarstofnunarinnar en nú
er verið að móta framhaldið.
„Þetta verður áfram viðkvæmt
mál,“ segir Árni. „Hins vegar
varð fjölmiðlaumræða að miklu
leyti til á forsendum þeirra gagna
sem við lögðum fram og svör við
því sem við vorum að segja. Mér
fannst ég sjá skilning í umræð-
unni sem ég hef
ekki séð áður að
við þyrftum að
rannsaka vist-
kerfið og hval-
urinn væri hluti
af því.“
Það má lesa
út úr orðum ráð-
herrans að hval-
veiðum verður
haldið áfram á
næsta ári. Sam-
kvæmt honum
eru þrjátíu og
sex hrefnur ekki
nóg til að afla nauðsynlegrar
þekkingar en meta þurfi hversu
mikið verði gert á næsta ári, og þá
hvort ákveðið verði að veiða líka
stórhveli. Hann segir þó að stór-
hvelarannsóknir séu ekki eins
knýjandi og hrefnurannsóknirnar
og að þeim fylgi ýmis praktísk
vandamál.
Ætlar ekki að
svara Greenpeace
Árni ætlar ekki að svara tilboði
Greenpeace um að hætta hval-
veiðum. „Tilboð Greenpeace
gengur út á að við breytum stefn-
unni. Sjávarútvegsráðuneytið er
kannski ekki rétta heimilisfangið
fyrir tillöguna, það er Alþingi sem
hafði frumkvæði að hvalveiðum
og ef breyta ætti stefnunni, þá
ætti það að gerast á þinginu.“
En ætlar ráðherrann að segja
fulltrúum Greenpeace þetta? „Ja,
ég hafði nú ekki tækifæri til að
hitta þá á sínum tíma og ekki haft
tækifæri til að fjalla um þetta op-
inberlega fyrr en núna, en þeir
munu væntanlega lesa þetta,“
segir hann brosandi.
Honum þykir ekki mikið um
þær undirskriftir sem Green-
peace hefur safnað fyrir þá sem
ætla til Íslands ef Íslendingar
hætta hvalveiðum. „Ég hélt að það
væru fleiri milljónir meðlima í
Greenpeace.“
Línuívilnun næsta haust
Mikið hefur verið þrýst á ráð-
herrann að standa við fyrirheit
sem gefin voru í kosningabarátt-
unni í vor um að taka upp línuí-
vilnun fyrir dagróðrarbáta. Árni
segist ætla að leggja fram frum-
varp í vetur og að einhverskonar
línuívilnun verði komið á 1. sept-
ember á næsta ári að því gefnu að
ríkisstjórn og þingflokkar stjórn-
arflokkanna séu því samþykkir.
„Hvernig og hversu mikil línu-
ívilnunin verður, er of snemmt að
segja til um enda hefur hvergi
18 10. október 2003 FÖSTUDAGUR
BURTREIÐAR Á VATNABUFFLI
Ónefndur knapi hvetur buffalinn óspart í
132. vatnabufflaburtreiðunum í Chonburi
héraði skammt frá í Bangkok. Burtreiðarn-
ar má rekja til hátíðahalda sem Tælenskir
bændur efndu til skömmu áður en hrís-
grjónauppskeran var tekin í hús.
Ísafjarðarbær og villikattadeilan:
Bæjarráð Ísafjarðar
leggur til kattaskatt
GÆLUDÝR Bæjarráð Ísafjarðarbæj-
ar vill banna kattahald í bænum.
Þessi samþykkt, sem verður borin
undir bæjarstjórn, er gerð í fram-
haldi af illvígum átökum þar sem
tekist hafa á kattaeigandi, katta-
bani og nágrannar. Samkvæmt til-
lögu bæjarráðs verður kattahald
bannað í þéttbýli og sumarbú-
staðahverfum bæjarins. Þeir sem
vilja halda ketti geta sótt um und-
anþágu og fengið gegn ákveðnum
skilyrðum. Í framhaldi þess að
meindýraeyðir bæjarins skaut í
gegnum kjallarahurð hjá katta-
vini sem haldið hefur tugi villi-
katta í kjallara sínum var gert hlé
á herför sem stóð mánuðum sam-
an á hendur villiköttum. Verði
kattabann að veruleika vill bæjar-
ráð hefja að nýju herferð gegn
villiköttum.
Fréttavefurinn bb.is segir frá
því að bæjarfélagið muni inn-
heimta leyfisgjald af hverjum
ketti og gera eigendum skylt að
hreinsa dýrin árlega af spóluorm-
um. Þá skulu allir kettir hafa hál-
sól með bjöllu ásamt skráningar-
númeri og símanúmeri eiganda.
Ekki verður heimilt að hafa
fleiri en tvo ketti eldri en þriggja
mánaða á sama heimilinu. Leyfis-
hafa ber einnig samkvæmt regl-
unum að taka tillit til fuglalífs á
varptíma.
Bæjarstjórn mun fjalla um til-
lögurnar á fundi í dag. ■
Stenst þrýsting
þriggja þingmanna
Frumvarp um línuívilnun verður lagt fram í vetur. Hvalveiðum mjög líklega haldið áfram á
næsta ári. Næg tækifæri fyrir útlendinga að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi.
Stríðsherrar berjast:
Tugir fallnir
í valinn
AFGANISTAN, AP Allt að 80 manns
hafa fallið eða særst í hörðum
bardögum tveggja stríðsherra í
norðurhluta Afganistan. Tals-
maður utanríkisráðuneytisins
segir að átökin séu þau blóðug-
ustu sem blossað hafa upp í
marga mánuði.
Að sögn talsmanns Sameinuðu
þjóðanna beita bæði liðin skrið-
drekum og sprengjuvörpum.
Innanríkisráðherra Afganist-
an, Ali Ahmad Jalali, hélt til Maz-
ar-e-Sharif til þess að funda með
stríðsherrunum sem báðir eru yf-
irlýstir stuðningsmenn Hamid
Karzai forseta. ■
SKYLDA AÐ SKRÁ
Ísfirðingar hyggjast taka upp skráningu á
köttum og hyggjast takmarka kattaeign
íbúa.
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
Segir gamanmál ekki eiga við í umræðu
um vanda bænda.
Vandi sauðfjárbænda:
Lifa ekki á
bröndurum
ALÞINGI „Bændur lifa ekki á brönd-
urum einum saman,“ sagði Björg-
vin G. Sigurðsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, í utandag-
skrárumræðum um vanda sauð-
fjárbænda á Alþingi í gær.
Sagðist Björgvin vera að vísa
til þeirrar léttúðar og gamanmáls
sem Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra gripi oft til þegar ver-
ið væri að ræða landbúnaðarmál.
Guðni svaraði og sagði leiðin-
legt ef jafn ungur og góður maður
af Suðurlandi og Björgvin ætlaði
að taka það að sér að vera leiðin-
legur. ■
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRANN
Ég verð bara alls ekki var við neinn þrýsting erlendis frá um að víkka þetta og það eru
ekki menn að koma hingað og banka upp á og segja að þá langi að fjárfesta í íslenskum
sjávarútvegi og geti það ekki vegna þess hvernig reglurnar séu.
ÁRNI M. MATHIESEN
Mér fannst ég sjá skilning í umræðunni
sem ég hef ekki séð áður að við þyrftum
að rannsaka vistkerfið og hvalurinn væri
hluti af því.
Fréttaviðtal
KRISTJÁN GUY BURGESS
■ ræðir við Árna M. Mathiesen sjá-
varútvegsráðherra.
„Þótt það
séu einhverjir
þrír menn
sem leggja
áherslu á
það, þá segi
ég ekki að
það sé ein-
hver óþolandi
þrýstingur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T