Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 20
Það er ekki gefið að atvinnustjórn-málamenn séu hæfastir til að stjórna þjóðríkjum, fylkjum eða sveitarstjórnum. Það er vissulega al- gengast – en alls ekki eini kosturinn. Og enn síður að það sé almenn og órofin samstaða um þessa tilhögun. Kjör Arnolds Schwartzenegger sem fylkisstjóra í Kaliforníu er aðeins eitt dæmi af mörgum um hvernig kjósendur hafna atvinnustjórnmála- mönnum – ekki aðeins einum tiltekn- um atvinnustjórnmálamanni heldur stéttinni eins og hún leggur sig. Það gerist reglulega víða um heim að frambjóðandi, sem er utan flokka og án tengsla við þau valdaöfl sem vanalega ráða öllu, vinnur kosninga- sigur og kemst til valda. Enn algeng- ara er að þeir sem sannarlega til- heyra þessum valdaöflum reyna að hylma yfir það og höfða til löngunar kjósenda til að hafna atvinnustjórn- málamönnum. Það er því rangt að telja að stjórn atvinnustjórnmála- manna sé það rétta og aðrir kostir séu frávik. Reynslan af kosningum út um allan heim sýnir hið gagn- stæða. Þótt stjórn atvinnustjórn- málamanna sé algengust hefur enn ekki skapast víðtæk sátt um hana. Efasemdir um þessa tilhögun eru svo algengar og rótgrónar að þær geta steypt hvaða ríkisstjórn sem er – hvenær sem er. Það er því ekkert eðlilegra en að setja spurningar- merki við þá öru þróun sem orðið hefur hérlendis í átt til stjórnar at- vinnustjórnmálamanna. Það er ekki svo langt síðan laun þingmanna voru raunverulegt þingfararkaup – ekki venjulegar launagreiðslur heldur einskonar uppbót vegna tekjumissis manna í öðrum störfum sem tóku að sér þingmennsku. Svo til allir þing- manna gengdu öðrum störfum sam- hliða þingstörfum. Í dag hafa flestir þingmenn allt sitt lifibrauð af störf- um sínum í þinginu. Laun þing- manna hafa verið hækkuð reglulega langt umfram almenna launaþróun til að mæta þessu og eru nú orðin svipuð og fyrir ágæta yfirmanns- stöðu hjá ríkinu. Eftir situr frá gam- alli tíð ógnarlangt sumarfrí og rúm- lega heilt sumarfrí um miðjan vetur. Hvor leiðin hefur náttúrlega kosti og galla – hvort sem þingmenn eru atvinnustjórnmálamenn eða gegna jafnframt öðrum störfum. At- vinnustjórnmálamenn ættu að geta einbeitt sér að þingstörfum – þótt launakjörin ein tryggi það ekki. Ef þingmenn gegna öðrum störfum ættu þeir að hafa sterkari tengsl við þjóðlífið en jafnframt minni orku til þingstarfa. Niðurstaða kosninganna í Kaliforníu sýna að það er ansi út- breidd skoðun að atvinnustjórnmála- menn fjarlægist samfélagið og renni í raun saman við stjórnsýsluna. Við ættum ef til vill að taka mark á hver- su útbreidd þessi skoðun er og sníða okkur kerfi sem tryggir tengsl þing- manna við þjóðlífið og hvetur ekki til þess að gjá myndist milli þings og þjóðar. Það getur verið hættulegt að láta stóran hóp manna sitja árið um kring í fullu starfi við að setja lög. Við gætum setið uppi með of mikið af lögum sem ná yfir of stórt svið mannlífsins. ■ Haraldur Ólafsson veðurfræð-ingur gagnrýndi stærðfræði- kennslu í íslenskum grunnskólum í Kastljósinu á miðvikudagskvöld og fann helst að því að kennslan byggðist á svokölluðum þrauta- lausnum sem ganga frekar út á persónulega upplifun hvers og eins og leið hans að rétta svarinu frekar en æfingu í hefðbundnum aðferðum stærðfræðinnar. Har- aldur rakti mikið fall í samræmd- um stærðfræðiprófum til þessar- ar áherslubreytingar og talaði um að fjöldi nemenda lyki grunn- skólanámi með fallstimpil á rass- inum. Umræða um málið spratt upp á Málefnunum.com í kjölfarið. Þar spyr Gudbjörg hvernig á því stan- di að stöðugt þurfi „að fara fram tilraunakennsla í stærðfræði, en ekki bara hægt að kenna reikning eins og í flestum öðrum löndum“. Rík, löt og hyskin Max tekur undir þetta og vill sjá breytingar. „Það er eins og við Íslendingar þurfum alltaf að finna upp okkar eigin hjól, það er ekki nógu gott að nota það sem aðrir eru að nota. Held að kennarar og skólastjórnir ættu að einbeita sér að því að fá nemendur til þess að skilja það sem þeim er kennt í stað þess að komast í gegnum eitt- hvað x mikið námsefni á skömm- um tíma. Einnig tel ég að það sé of lítið kennt í hagnýtri stærðfræði, það er farið of mikið í rökhugsun- arstærðfræði, þ.e. djúpan al- gebrureikning og fleira þess hátt- ar.“ HAZEL tekur dýpra í árinni og segir þjóðfélagið dýrka aumingja- skap þar sem allt snúist um með- almennsku. „Námsefni og kröfur er að þynnast út. Agi er á undan- haldi og ekki má taka á neinum málum. Afleiðingin verður, að enginn getur neitt. Þetta sjáum við vel í skólakerfinu. Við erum orðin rík, löt og hyskin. Flytjum inn útlendinga til að vinna störf, sem okkar letingjar nenna ekki að vinna en borgum letingjunum bætur. Næst flytjum við inn gáf- aða Indverja til að reikna.“ Æskan í g-streng Íslensk ungmenni eru málverj- um einnig ofarlega í huga þegar umræðan beinist að Æskunni. „Æskan hið gamalgróna blað sem gefið hefur verið út síðan 18 hund- ruð og eitthvað kemur á óvart í nýjasta tölublaði svo ekki sé meira sagt,“ skrifar visir. „Þar eru myndir af stúlkum á aldrinum frá 6-12 ára í g strengs nærbuxum og stúlkur á þessum aldri hvattar til að ganga í svona buxum!!! Það var viðtal við ritstjóra Æskunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og þar bað hún afsökunar að þessi grein hefði verið mistök. Hún virkaði frekar ótrúverðug þegar hún var að afsaka sig. Þetta er virkilega ósmekklegt.“ Stebbifr. tekur undir með visi, „Þetta er svo sannarlega ósmekk- legt hjá Æskunni, ótrúleg vinnu- brögð“, og Pallas Aþenu er mikið niðri fyrir: „Dóttir mín kom heim með Æskuna í gær og ég varð svo steinhissa þegar ég sá nærbuxna- síðuna að ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Hvað varð um Bjössa bollu? Ekki hélt ég að ég þyrfti að ritskoða Æskuna áður en barnið fær blaðið í hendur.“ Benny49 reynir að horfa á björtu hliðarnar og spyr hvort Æskan sé bara ekki í endursköp- un: „Ekki veitir blaðinu af athygl- inni, ég hélt alla vega að útgáfan væri löngu hætt. Æskan talar bara við börnin á máli sem þau skilja og tekur undir óskir smástelpa um að fá að klæða sig í takt við þær sem eldri eru. Þetta er ný og miklu betri stefna en áður þegar Æskan var með eilífar og upp- skrúfaðar umvandanir og lak af blaðinu helgislepjan.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Swartzenegger fylkisstjóra. Hlerað á netinu ■ Reikningskennsla í grunnskólum -og umfjöllun Æskunnar um g-strengsnærbuxur velgir fólki á Málefnin.com undir uggum. 20 10. október 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Fíllinn er sívalur og mjór, dálít-ið hrjúfur og minnir á slön- gu.“ Þannig á blindi maðurinn að hafa skilgreint fíl eftir að hafa þreifað á honum, samkvæmt sög- unni sem við öll heyrðum þegar verið var að kenna okkur að hugsa um samhengi hlutanna. Það er ekki nóg að þreifa á ranan- anum til að lýsa allri skepnunni. Ætla mætti út frá málflutn- ingnum sem uppi hefur verið vegna hækkunar bensíngjalda og þungaskattsins að fjárlagafrum- varp Geirs H. Haarde og ríkis- stjórnarinnar samanstæði af sí- völum fílum. Sú ákvörðun að auka útgjöld bensínbíls fjölskyldunnar (einn bíll) um 8-12 þúsund krónur á ári og leggja auk þess til 400 milljóna hækkun á þungaskatti „til samræmis við þróun neyslu- vísitölunnar sl. 4 ár“ er óneitan- lega nokkuð sérkennileg þegar menn eru nýlega stignir upp úr kosningabaráttu, þar sem nær all- ar yfirlýsingar snerust um skatta- lækkanir! Ákvörðunin er því aug- ljóslega pólitískt hæpin, enda er það helst í þessu sem stjórnarand- stæðingar ná sér þokkalega á strik í gagnrýni sinni á frumvarp- ið og spyrja í sífellu hvort þetta eigi ekki líka við um vísitöluteng- ingar persónuafsláttar! Í pólitísku samhengi er þetta því sívalur fíll. Et tu, Brute? Það er alltaf fróðlegt að fylgjast með því þegar gengur fram af Morgunblaðinu í leiðara. Í leiðara- höfundum þess blaðs eiga sjálf- stæðisráðherrar yfirleitt tryggan stuðning og ef ráðherrar eru í svo óafsakanlegum skógarferðum að stuðningur kemur ekki til greina – þá fá þeir föðurlega og uppbyggi- lega gagnrýni. Í leiðara blaðsins í gær kveður hins vegar við óvenju beittan tón þegar Geir H. Haarde er sakaður um að bera fyrir sig hringavitleysu í bensín- og þunga- skattsmálinu. Moggi bendir ein- faldlega á að það sé alls ekki sjálf- sagt mál að gjöld af þessu tagi hækki í samræmi við vísitöluna. Og blaðið gengur enn lengra og bendir á að einmitt þessi tiltekna hækkun muni að öllum líkindum hækka neysluvísitöluna um 0,12% og spyr í framhaldinu: „Er þá ekki ríkis- valdið þar með búið að gefa sjálfu sér a.m.k. að hluta til nýja afsökun fyrir að hækka skatt eða gjald fljót- lega?“ Bragð er að þá barnið finnur. Í efnahags- og verðbólgusamhengi sýnist þessi fíll því líka sívalur. Byggðaútspil Það vakti athygli að um svip- að leyti og menn voru að átta sig á þessum miklu hækkunum á bifreiðasköttum kom fram nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Þetta útspil er hugsað sem viðbrögð við hávær- um umkvörtunum fyrirtækja á landsbyggðinni, sem þurfa að búa við há flutningsgjöld og standa illa í samkeppni við fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu. Lausnarorðið sem ríkisstjórnin ætlar nú að útfæra til bjargar hinum dreifðu byggðum er end- urgreiðsla þungaskatts. Já, end- urgreiðsla þungaskatts! Sam- kvæmt fyrstu tillögum er gert ráð fyrir að endurgreiða fyrir- tækjum ákveðið hlutfall af flutn- ingskostnaði og þetta hlutfall gæti farið hækkandi eftir því sem fjær dregur höfuðborginni. Eftir ákvörðun um 400 milljón króna viðbótarþungaskatt og til- svarandi hækkun flutnings- kostnaðar verður spennandi að sjá hvort nettóáhrifin verða ein- hver af þessari aðgerð fyrir fyr- irtækin á landsbyggðinni. Landsbyggðarskattur hefur ver- ið tískuorð um skeið – hér er við hæfi að nota það. Í byggðalegu samhengi virðist þessi „sann- gjarna uppfærsla á bílasköttum til samræmis við neysluvísi- tölu“, því ótvírætt vera sívalur fíll. Hoggið í hin helgu vé Raunar virðist þetta heilkenni sívalra fíla skjóta upp kollinum víðar í fjárlagaumræðunni, þar sem fjármálaráðherra og ríkis- stjórnin er að taka á afmörkuðum málum að því er virðist í tóma- rúmi og án þess að horfa til stær- ra samhengis. Við höfum nefnt skattahækkanir í kjölfar kosn- ingabaráttu um skattalækkanir sem nú eiga að koma síðar. Skatta- lækkanirnar eiga nefnilega að koma í tengslum við kjarasamn- inga m.a. vegna þess hve mikil- vægir þeir eru fyrir stöðugleik- ann. Samt ákveður ríkisstjórnin án nokkurs samráðs að höggva í hin helgu vé launþegahreyfingar- innar, breyta atvinnuleysisbóta- kerfi og skerða viðbótarlífeyris- greiðslur. Þar með er verið að gefa upp boltann til átaka ekki samstarfs. Þegar síðan bætast við krytur við hnattvædda kapítalista við Kárahnúka þar sem launþega- hreyfingin fær á tilfinninguna (trúlega þó ranglega) að ríkis- stjórnin dragi taum verktakanna, eru menn komnir á vafasama samskiptabraut. Það er kominn tími til að ríkis- stjórnin sleppi takinu á rananum, líti aðeins upp og skoði hlutina í víðara samhengi. Hún kemst ekki langt með marga sívala fíla í farteskinu. ■ Lokun apóteka Andrea Ævars skrifar: Ég hlýt að hafa misst af því þeg-ar greint var frá í fjölmiðlum að öll næturafgreiðsla apóteka væri hætt. Að minnsta kosti finnst mér ólíklegt að það hafi ekki talist fréttnæmt. Hvers eigum við að gjalda? Eigum við að kalla til vaktlækni á óguðlega háum taxta vegna þess eins að við erum með tannpínu, höfuðverk sem við getum ekki sofið fyrir, eyrnaveikt barn eða vantar einfaldlega hóstasaft? Mér persónulega finnst það ætti að halda áfram að hafa næturafgreiðslu í að minnsta kosti einu apóteki í borginni. Eða kannski að fara að leyfa, eins og mörg nágrannalönd okkar, að lyf sem eru ekki ávanabindandi eða lyfseðilsskyld séu seld í stór- mörkuðum. Væri ekki ágætt að geta gengið inn í 10-11 í Lágmúlanum eftir að Lyfju lokar og fengið parkódín eða hitalækkandi stíl fyrir litla barnið okkar sem getur ekki sofið fyrir eyrnaverk? Ég hef sjálf lent í því að vera andvaka hálfa nótt vegna hósta og átti hvorki verkjatöflur né hósta- saft, þá var nú yndislegt að geta sent manninn minn í apótek að kaupa það sem þurfti til að við fengjum góðan nætursvefn. Ég mælist til þess við eigendur apó- tekanna að stunda samkeppni og bjóða upp á þessa þjónustu. Það eru margir sem hugsa eins og ég, ef ég fæ góða þjónustu þegar ég þarf á henni að halda þá held ég tryggð við það fyrirtæki. Í leiðinni vil ég hvetja sam- borgara mína, að við látum aðeins í okkur heyra og krefjumst þess að fá þessu breytt í fyrra horf. Við þurfum stundum á apóteki að halda, jafnvel þótt það sé nótt. ■ ■ Bréf til blaðsins Æskan misreiknar sig Gegn atvinnustjórnmálamönnum Ömurlegt Idol Fyrrverandi Stöðvar 2 áhorfandi skrifar: Ég las aðsent lesendabréf umdaginn þar sem greinarhöf- undur var mjög sáttur við hina íslensku Idol-þætti. Ég einfald- lega get ekki staðið á mér að segja mína skoðun. Mér finnst þessir þættir gjörsamlega ömur- legir. Í byrjun horfði ég á þetta nokkuð hlutlausum augum, þó svo að mér stakk í augun hvað amerísk lágmenning er sleikt upp hér á landi. En mér brá nú allsvakalega þegar ég horfði á fyrsta þáttinn, þegar eina mann- eskjan sem gat virkilega sungið að mínum dómi, fékk ekki að komast áfram bara af því að hún var of ung; 16 ára. Afhverju var þá einfaldlega ekki sett aldurs- takmörk í keppnina?! Og svo eru þeir sem eru einfaldlega lélegir og sjálfum sér til skammar - sumum finnst þeir kannski ágæt- is skemmtun, en mér finnst þeir bara sorglegir. ■ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS „Það er kominn tími til að ríkisstjórnin sleppi takinu á rananum, líti aðeins upp og skoði hlutina í víðara samhengi.“ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um bílaskatta, fjárlög og pólitík. Sívalir fílar HARALDUR ÓLAFSSON Gagnrýni veðurfræðingsins á stærðfræðikennslu í grunnskólum hitti í mark hjá málverjum sem vilja sjá breytingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.