Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 22
22 10. október 2003 FÖSTUDAGUR
■ Andlát
Auðvitað gengu Kanadabúar ígegnum ýmsar hremmingar í
kringum 1970 rétt eins og flestar
aðrar þjóðir. Í Kanada gerðist það
að aðskilnaðarsinnar í Quebec
rændu vinnumálaráðherranum á
þessum degi fyrir 33 árum. Þeir
kröfðust þess að félagar þeirra úr
FLQ (Frelsisher Quebec) yrðu
látnir lausir úr fangelsi. En áður
höfðu þeir rænt viðskiptafulltrúa
Bretlands og sögðu að þessir
menn myndu deyja yrði ekki orð-
ið við óskum þeirra.
Sem og gerðist því viðskipta-
fulltrúi Breta var drepinn en
Pierre Laporte vinnumálaráð-
herrann lifði einhvers staðar í
haldi og stjórn Quebec sendi út
beiðni um aðstoð frá ríkisstjórn
Kanada. Hún kom í formi her-
deilda og á örfáum dögum var lýst
yfir neyðarástandi, herlög sett, og
hundruðir aðskilnaðarsinna settir
í hald lögreglu án þess að mál
þeirra færi fyrir dómstóla.
Svo var það loksins í desember
að yfirvöld komust í samband við
mannræningja Laporte og sömdu
við þá um að þeir slepptu honum
og fengju í staðinn að fara í útlegð
til Kúbu. Það gerðist en síðar voru
mannræningjarnir handteknir og
dæmdir sekir fyrir morð og
mannrán. ■
Björgvin Janus Eiríksson, Hraunbæ
103, Reykjavík, lést mánudaginn 29.
september. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Brynjar Þór Leifsson, Blásölum 17, lést
mánudaginn 6. október.
Haukur Gíslason, Holti, Breiðdalsvík,
lést fimmtudaginn 2. október.
Helga Þorkelsdóttir, Borgarbraut 43,
Borgarnesi, lést þriðjudaginn 7. október.
Kristbjörg Jónsdóttir lést laugardaginn
27. september. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Stefanía Kristín Árnadóttir frá Gegnis-
hólaparti í Gaulverjabæjarhreppi lést
mánudaginn 6. október.
■ Jarðarfarir
13.30 Erika Vilhelmsdóttir verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju.
13.30 Hafsteinn Eðvarð Oddsson, dval-
arheimilinu Grund, áður til heimil-
is að Lynghaga 6, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju.
Hundaræktarfélag Íslands stóðfyrir því að heiðra í fyrsta
sinn afrekshund ársins á haustsýn-
ingu félagsins um helgina.
Fyrir valinu urðu fjórir hundar
sem höfðu það hlutverk að taka
þátt í tilraun á öldrunardeild
Landakotsspítala. „Við fórum með
hundana tvisvar í mánuði á deildir
fyrir heilabilað gamalt fólk sem
margt hvert var alveg farið út úr
heiminum,“ segir Halldóra Frið-
riksdóttir sem á Cavalerhundinn
Nettu. Halldóra segir alveg ótví-
rætt að koma þeirra með hundana
hafi haft mjög góð áhrif og margir
sem áttu mjög erfitt með að tjá sig
og gerðu það sjaldan brugðust við
með gleði og vildu klappa og halda
á hundunum. „Þetta var óskaplega
gefandi og skemmtilegt og ég
hlakkaði alltaf til að koma með
Nettu. Gamla fólkið sagði frá lífinu
í sveitinni og hundunum sínum og
greinilegt var að það lifnaði allt
við,“ segir Halldóra en ásamt
Nettu voru þrír aðrir hunda, tveir
íslenskir og einn Pommerian. Hall-
dóra segir að það hafi komið í ljós
að smáhundarnir hafi reynst betur
því þeir eru mannblendnari og
sjúklingarnir gátu haldið á þeim í
kjöltu sinni en íslensku hundarnir
lágu frekar á gólfinu. „Það fór hins
vegar ekki á milli mála að karl-
mennirnir voru hrifnari af þeim ís-
lensku, þóttu þeir meiri hundar en
minni hundarnir,“ segir Halldóra
sem hefur haldið áfram að fara
með hundana sína í heimsókn á
öldrunarheimilin þrátt fyrir að til-
rauninni sé formlega lokið. „Mig
langar mjög mikið til að fara með
þá í heimsókn á barnadeildir og þá
sérstaklega þar sem liggja lang-
veik börn,“ segir Halldóra sem
vonar að það verði næsta skrefið
og er viss um að hundar hafi ekki
síður góð áhrif á börn en gamal-
menni. ■
Afrekshundar
■ Þeir voru heiðraðir sérstaklega á
haustsýningu Hundaræktarfélagsins fyrir
að gleðja gamla fólkið á öldrunardeild
Landakots. Yfir gamla fólkinu lifnaði og
margir sem ekki höfðu tjáð sig lengi töl-
uðu um hundana sína og sveitina í
gamla daga.
Hundar gleðja gamla fólkið
Ég hef verið í Frakklandi að und-anförnu þar sem vínmenning á
sér langa sögu og fór að velta fyrir
mér hvort það sem vantaði heima
væri ekki einmitt fræðsla um allt
sem tengist víni,“ svarar Dúi Land-
mark kvikmyndagerðarmaður
sem hefur svipt sér úr gervi kvik-
myndagerðarmannsins um stund
og klæðst kápu bókaútgefandans
með því að gefa út bók um vín.
Eftir að hann áttaði sig á að okk-
ur Íslendingum væri nauðsynlegt
að eiga þannig bók, fór hann á stúf-
ana og velti um nokkrum steinum í
Frakklandi og hringdi síðan í Þorra
Hringsson. „Mér fannst Þorri hafa
skrifað skemmtilega um þessa
hluti og hann gerir það á manna-
máli en ekki eins og rigni upp í
nefnið á honum. Því tókum við þá
ákvörðun eftir okkar fyrsta fund
að koma þessari bók út. Þorri sett-
ist niður í vor og hóf skriftir með-
fram því að mála norður í Aðaldal
og lauk bókinni í sumar,“ segir Dúi
sem leitaði eftir samstarfi við vín-
innflutningsaðila en tekur skýrt
fram að það séu ekki nein vín aug-
lýst umfram önnur.
Í bókinni er leitast við að svara
algengum spurningum sem fólk er
alltaf að spyrja sig. „Menn eru
ekki alltaf með það á hreinu hvort
hvítvín passi við kjúkling eða
hvort hægt sé að hafa rósavín með
einhverju öðru. Margir vilja vita
meira um vín og eiginleika þeirra
eftir því hvaðan þau koma. Hvaða
stærð á glösum nota á eru mönnum
ekki alltaf ljóst,“ segir Dúi og bæt-
ir við að það hafi verið eins og að
tappa vatni af krana að fá Þorra til
að skrifa bókina. „Hann er vínsér-
fræðingur og veit allt um vín. Hef-
ur lengi safnað að sér upplýsing-
um og átti ekki í neinum vanda
með að skrifa bókina,“ segir hann
og bætir við að í bókinni séu einnig
nokkrar mataruppskriftir.
Bókin er skemmtilega mynd-
skreytt af Halldóri Baldurssyni en
engar ljósmyndir eru í bókinni.
„Það er ekki endilega nauðsynlegt
að lesa bókina frá upphafi til enda,
hún er ekki síður gott uppflettirit
ef einhverjar spurningar vakna
þegar von er á gestum. Allt sem
menn þurfa að fá að vita finnst í
bókinni sem er mjög aðgengileg og
þægileg í uppsetningu,“ segir Dúi
Landmark sem nú dvelur í Frakk-
landi og starfar með franskri sjón-
varpsstöð við þáttagerð. ■
Tímamót
DÚI LANDMARK
KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR
■ Hann er í Frakklandi og vinnur að
þáttagerð með franskri sjónvarpsstöð.
Meðfram þeirri vinnu var hann að gefa út
bók sem svarar öllu því sem menn þurfa
að vita um vín.
HAROLD PINTER
Skáldið er 73 ára í dag.
10. október
■ Þetta gerðist
732 Charles Martel, kristinn Frakki,
verst fimlega innrás herliðs Mára
í Frakklandi.
1865 John Wesley Hyatt fær einkaleyfi
fyrir Billíard-kúlunni.
1911 Sun Yat-sen tekst að koma
Manchus frá völdum í Taívan.
Þjóðhátíðardagur þeirra.
1973 Varaforseti Bandaríkjanna, Spiro
Agnew, segir af sér.
1974 I Honestly Love You með Oliviu
Newton-John er á toppi listans.
1985 Orson Welles deyr, 70 ára.
1985 Palestínumennirnir sem rændu
ítalska skemmtiferðaskipinu
Achille Lauro neyðast til að gef-
ast upp.
1999 Árþúsundahjólið í Lundúnum
opnað.
KANADÍSKIR HERMENN
Fyrir 33 árum voru sett herlög Quebec
vegna mannránsins á Pierre Laporte
vinnumálaráðherra.
Rændu ráðherra
MANNRÁN
■ Aðskilnaðarsinnar í Kanada rændu
vinnumálaráðherranum í Quebec á þessum
degi fyrir 33 árum. Þeir kröfðust þess að fé-
lagar þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsi.
10. október
2001
Frakkarnir komu
honum á bragðið
HAUSTDAGAR
Í HÓLAGARÐI
9. 10. og 11. október.
Tilboð, vörukynningar og uppákomur.
HÓLAGARÐUR
Lóuhólum 2-6
■ Afmæli
Sigurlaug Rósinkranz óperusöngkona,
68 ára.
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir, 55 ára.
Ragnhildur Guðrún Richter, túlkur og
sálfræðinemi, 33 ára.
DÚI LANDMARK
Hann er í Frakklandi að vinna að sjónvarpsþáttum fyrir franska sjónvarpsstöð. Hér er hann
við vinnu sína hjá frönskum vínbónda.
AFREKSHUNDAR ÁRSINS MEÐ EIGENDUM SÍNUM
Frá vinstri: Kristín Sveinbjörnsdóttir með mynd af Kröku, sem var orðin fimmtán ára og lést
á árinu, Ágústa Berg með Pommerian-tíkina Skoppu, Helga Andrésdóttir með Stjörnu og
Halldóra Friðriksdóttir með Nettu. Lengst til hægri er Þórhildur Bjartmarz formaður HRFÍ.
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán-
arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.