Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 27
Þessi uppskrift fæddist, eins ogallar bestu uppskriftirnar, út
frá spekúlasjón um hvaða hráefni
fara vel saman og kalla það besta
fram hvert í öðru. Ég er yfir mig
ánægð með útkomuna sem er
sannkallaður drottninga og kónga
matur, án fjárlagahalla.
350 g lambanýru 80 kr.
2 msk. ólífuolía
1 msk. þurrkað rósmarín
2 msk. þurrkað sage
1 karlottulaukur
1 hvítlauksgeiri
salt og pipar um 40 kr.
1 sellerístilkur
1/2 rauð paprika
1/2 rauður laukur um 40 kr.
Hreinsið himnu af lambanýr-
unum, losið frá æðar og skerið
hvert nýra í fernt. Setjið saman í
skál: nýrun, saxaðan lauk og hvít-
lauk, ólífuolíu og krydd.
Sneiðið sellerí, rauðlauk og
papriku og setjið saman við
nýrnablönduna sem er svo sett
í ofnfast fat og bökuð á 200 ˚C
í ofni í 20 til 30 mínútur.
Sósan
4 msk. smjörvi
safi úr 1/2 sítrónu
2 msk. sojasósa
3 skvettur af tabaskó
1 tsk. hveiti
1/2 glas vatn
1/4 tsk. rifinn engifer um 100 kr.
Bræðið smjör og bætið engifer,
sítrónusafa, sojasósu, og tabaskó
útí. Leysið hveitið upp í vatninu
og hellið blöndunni hægt útí og
hrærið stöðugt þar til sósan hefur
þykknað nokkuð, þynnið með
mjólk eftir þörfum. Hellið sós-
unni því næst yfir nýrnaréttinn og
bakið áfram í 10 mín. Berið rétt-
inn fram með kartöflustöppu af
himneska taginu. Það er úr nýupp-
teknum kartöflum með hýði,
smjörva, rifnum parmesan-
osti og nýmöluðum svörtum
pipar. ca 100 kr
Kostnaður með kartöflu-
stöppu samtals um 400 kr.
29FÖSTUDAGUR 19. september 2003
Gómsæt
nýrnakássa
með kartöflu-
stöppu
Til hnífsog skeiðar
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
■
Eldar handa minnst
fjórum fyrir 1.000 kr.
eða minna.
Nýjung frá Ora:
Jólasíld á markaðinn
Síld er herramannsmatur og aðdönskum sið er hún nú orðin
fastur liður í jólahlaðborðum þeg-
ar líða tekur á haustið. Um miðjan
nóvember kemur á markað sér-
stök jólasíld frá Ora, en fyrirtæk-
ið vill með þessu efla stemmning-
una sem skapast kringum þessar
síldarveislur.
Jólasíldin verður árgangssíld,
sem þýðir að fyrir hver jól verður
valin ný síld með nýju bragði og
verður hún eingöngu í sölu í
kringum jólahátíðarnar. Í ár að-
stoðuðu kokkarnir á Perlunni við
að velja síldina, sem er maríneruð
með léttu madeira-bragði. Síldin
verður fáanleg í takmörkuðu
magni fram yfir jól.
Síldin hefur ekki notið sann-
mælis á Íslandi, að mati forsvars-
manna Ora, en þeir vilja gera síld-
ina að föstum sið á íslenskum
heimilum, ekki bara fyrir jólin.
Því gefa þeir upp tvær síldarupp-
skriftir sem hægt er að nota allt
árið.
VEISLUSÍLD
6 flök maríneruð Ora-síld
1 laukur
1 dl sýrður rjómi
2-3 græn epli
soðin egg til skreytingar
Skerið síldina í hæfilega bita
og laukinn í jafna strimla og rað-
ið á disk. Skerið eplin í teninga,
blandið saman við sýrða rjómann
og setjið á diskinn. Berið fram
með brauði og soðnum kartöfl-
um. ■
Villibráð er ómissan-di hluti haustsins á
íslenskum heimilum og
veitingastöðum og við-
eigandi að fá sér öfl-
ugt rauðvín með villi-
bráðinni. Fáar þrúgur
henta betur með ís-
lensku villibráðinni en
shiraz-þrúgan. Ís-
lenska kjötið er frem-
ur sætt og kryddað
þar sem að dýrin lifa
mikið á berjum og
grösum. Shiraz-þrúg-
an býður uppá gott
mótvægi, vín úr henni
eru allajafna berjarík
og krydduð í senn og
henta íslensku villi-
bráðinni mjög vel.
J. Lohr Shiraz er enn
eitt gæðavínið frá þess-
um kunna framleið-
anda í Paso Robles í
Kaliforníu sem kem-
ur á markað hér á
landi. Gott samræmi
er milli þéttleika,
sýru og fyllingu en
á sama tíma er
þægileg sæta og
mild eik sem kemur
fram í eftirkeim.
Þetta er vínið bæði
með hreindýrinu og
villigæsinni en ekki
síður með lamba-
kjötinu sem er auð-
vitað ekkert annað
en villibráð!
Fæst í Heiðrúnu
og Kringlunni og
kostar 1.790 kr.
J. Lohr Shiraz
með villibráðinni
Nýtt í vínbúðum
Bon Courage Shiraz erbragðmikið shiraz-vín frá
Suður-Afríku (shiraz hentar
sérlega vel með villibráðinni).
Vínið hefur verið í stöðugri
þróun og nýjasti árgangurinn
hefur hlotið mikið lof undan-
farið. Á vínsýningunni SA
Young Wine Show hlaut vínið
aðalverðlaunin, General
Smuts Trophy, fyrir besta vín-
ið á sýningunni. Þetta er gríð-
arlegur heiður fyrir feðgana
André og Jacques Bruwer
sem standa á bak við Bon
Courage og staðfestir stöðu
Bon Courage sem einnar af
leiðandi víngerðum Suð-
ur-Afríku. Einnig fékk
vínið 4 stjörnur í einu hel-
sta vínblaði landsins, SA
Wine Magazine. Ein-
kunnargjöfin er unnin
af Deloitte & Touche,
sem lýsir víninu svo:
Rautt, með fjólulit-
aðri umgjörð. Vanilla
og ávaxtaangan.
Krydduð eik, pipar og
svartir ávextir í safa-
ríku bragði. Gott jafn-
vægi, ásamt löngu
ljúfu eftirbragði.
Safaríkt og ljúffengt
vín. Drekkist núna
eða innan þriggja ára.
Verð í Vínbúðum
1.150 kr. ■
4 stjörnu vín
frá S-Afríku
Vín vikunnar
JÓLASÍLD FRÁ ORA
Tilvalin á jólahlaðborðið.
Glæsilegt hádegisver›a hla›bor›
Heitur réttur, salatbar, súpa, brau›, kaffi og te
á a›eins 9 8 0 k r .
Hla›bor›i› er opi› frá kl: 11.30-14.00 alla virka daga
Listhúsinu í Laugardal
Engjateig 17-19, sími 568 4255
www.veislugallery.is
Auk fless bjó›um vi› upp
á veislufljónustu og
glæsilegan veislusal.
Kaffihúsi›
opi› virka daga
frá kl: 9.00 -18.00
og laugardaga
frá kl: 10.00-15.00
Alltaf næg frí bílastæ›i