Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 38
38 10. október 2003 FÖSTUDAGUR
Í MÖRG HORN AÐ LÍTA
Það verður nóg að gera hjá Ásgeiri
Sigurvinssyni á næstu dögum.
Fótbolti
Íslenska A-landsliðið:
Hermann, Pétur og
Rúnar æfðu í gær
FÓTBOLTI „Hermann Hreiðarsson,
Pétur Marteinsson og Rúnar
Kristinsson voru allir með á fyrri
æfingunni og sluppu í gegnum
hana,“ sagði Logi Ólafsson, annar
þjálfara A-landsliðs karla. „En
síðan ákváðum við í samráði við
lækni og sjúkraþjálfara að hvíla
Pétur og Rúnar á seinni æfing-
unni. Hermann var með og það
gekk mjög vel.“
„Í dag höldum við áfram þeirri
venju að kalla hvern liðshluta,
vörn, miðju og sókn, á minni
fundi,“ sagði Logi. „Þar förum við
yfir hlutverk hvers og eins innan
hvers liðshluta. Síðan verður há-
degismatur, hvíld og æfing á aðal-
vellinum klukkan fimm.“
Eftir morgunmat í fyrramálið
fara leikmennirnir í stutta göngu-
ferð og eftir hvíld verður fundur
með hópnum. „Við munum vænt-
anlega ekki ná að tilkynna hóp eða
lið fyrr en þá,“ sagði Logi. „Það
telur hver sólarhringur, dagur og
klukkutími í endurhæfingu þeirra
sem eru meiddir og það hefur
ekki verið lokað á neitt ennþá.“
Þjóðverjar léku gegn Skotum
fjórum dögum eftir leikinn á Ís-
landi. „Við Ásgeir sáum leikinn og
við höfum trú á því að uppstilling
Þjóðverja verði svipuð og hún var
í þeim leik. Þá hurfu þeir aftur til
fortíðarinnar og léku púra 3-5-2
leikkerfi. Það eru líkur á því að
svo verði áfram. Við höfum séð
tvær útgáfur af þýska liðinu og
erum viðbúnir þó það komi ein-
hver taktísk breyting. En við ger-
um ráð fyrir að þeir muni spila
leikkerfið 3-5-2,“ sagði Logi Ólafs-
son landsliðsþjálfari. ■
Vonast eftir jafn-
tefli gegn Skotum
FÓTBOLTI Skotar fá Litháa í heim-
sókn á laugardaginn kemur í 5.
riðli undankeppni Evrópumóts-
ins í knattspyrnu. Leikurinn
skiptir Íslendinga miklu máli því
fari Skotar ekki með sigur af
hólmi er sæti okkar í umspili um
laust sæti á Evrópumótinu í
Portúgal tryggt. Skotar þurfa að
sigra í leiknum til að komast í
umspilið en einnig treysta á að
Ísland tapi fyrir Þýskalandi á
laugardag.
„Þetta er afar mikilvægur
leikur fyrir Skota því þeir eru að
berjast um að komast í und-
ankeppnina,“ sagði Algimatas
Liubinskas, landsliðsþjálfari Lit-
háen, í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta verður erfiður leikur fyrir
okkur því við erum án sjö fasta-
manna sem eru í leikbanni. Við
munum samt reyna okkar besta.“
Liubinskas býst ekki við að Ís-
lendingar fari með sigur af hólmi
í Hamborg á laugardag en segir
þó að allt geti gerst. „Þjóðverjar
eru með gríðarlega sterkt lið og
eru vanir því að leika mikilvæga
leiki. Ég tel því ekki líklegt að Ís-
land vinni en vonandi náum við
jafntefli gegn Skotum og þá
kemst Ísland í umspilið,“ segir
Liubinskas.
Litháíski landsliðsþjálfarinn
segist eiga úr vöndu að ráða í
leiknum gegn Skotum á Hamp-
den Park þar sem sjö leikmenn
liðsins eru fjarri góðu gamni.
Hann segir fáa Litháa vera vana
því að leika jafn mikilvæga leiki.
„Ólíkt öðrum þjóðum í álfunni
eru ekki margir leikmenn hjá
okkur sem leika með liðum ann-
ars staðar í Evrópu,“ segir lands-
liðsþjálfarinn.
Liubinskas segir leikinn þó
sérstaklega mikilvægan fyrir
Berti Vogts, landsliðsþjálfara
Skota. Takist Skotum ekki að
sigra í leiknum býst hann við að
Vogts verði sagt upp störfum.
„Það er erfitt að vera í þeirri
stöðu sem Vogts er í. Hann er
vanur því að vinna stóra titla í
fótbolta en nú er hann að berjast
fyrir lífi sínu,“ segir Algimatas
Liubinskas, landsliðsþjálfari Lit-
háen.
kristjan@frettabladid.is
Pétur Hafliði:
Höfum trú
á okkur
FÓTBOLTI Pétur Hafliði Marteins-
son gat tekið þátt í æfingu með ís-
lenska landsliðinu í gær fyrir leik-
inn gegn Þjóðverj-
um á morgun.
Þetta var fyrsta
æfingin sem allir
leikmenn íslenska
liðsins tóku þátt í
en þrír þeirra
hafa átt við meiðs-
li að stríða; Pétur,
Rúnar Kristinsson
og Hermann
Hreiðarsson og
óvíst hvort þeir
verði klárir í slag-
inn á laugardag.
„Þetta verður strögl en við höf-
um trú á okkur,“ sagði Pétur
Hafliði í samtali við Fréttablaðið
þar sem verið var að hlúa að hon-
um eftir æfinguna. „Ég vil samt
ekki spá fyrir um úrslitin. Ég er
lélegur spámaður og spái alltaf
með hjartanu. En ég hef fulla trú
á því að við komum ánægðir af
velli.“
Pétur Hafliði segir íslensku
landsliðsmennina ekki hræðast
neitt. „Þjóðverjar eru náttúrlega
sterkir og eru silfurhafar úr síð-
ustu heimsmeistarakeppni, þan-
nig að við vitum alveg út í hvað
við erum að fara. En við hræð-
umst ekki neitt og komum fullir
sjálftrausts í leikinn.“ ■
M
ál
þ
in
g
-
Í
þ
ró
tt
al
ö
g
fr
æ
ð
i
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samvinnu við Lagastofnun Háskóla Íslands
heldur málþing um
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Föstudaginn 17. október 2003
kl. 14:00 - 17:00
Dagskrá
Setning
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ
Why Sports Law? - Because there are Sports Law Problems!
Jens Evald, dr.jur. prófessor við Lagadeild Háskólans í Árósum
Sports Law
Krister Malmsten, yfirlögfræðingur Sænska knattspyrnusambandsins
Samningar knattspyrnumanna við íslensk og erlend félagslið
Álitamál og helstu ágreiningsefni
Ólafur Garðarsson, hrl.
UmræðurTekið er við skráningum í síma 514-4000 og á netfangið andri@isisport.is
Málþingið er öllum opið
og aðgangur er ókeypis
Íþróttalögfræði
BERTI VOGTS
Skotar þurfa að sigra Litháa á Hampden
Park á laugardaginn kemur til að tryggja
sér sæti í umspili en verða um leið að
treysta á að Ísland tapi fyrir Þýskalandi í
Hamborg.
Skoska landsliðið:
Vogts vill
halda áfram
FÓTBOLTI Skotar hafa endurheimt
þrjá sterka leikmenn, þá Christi-
an Dailly, Steven Pressley og fyr-
irliðann Barry Ferguson, fyrir
leikinn gegn Litháum á morgun.
Pressley og Ferguson eru báðir
búnir að jafna sig af veikindum
sem þeir áttu í. Kona Dailly átti
hins vegar von á fjórða barni þeir-
ra og óvíst var hvort hann yrði
með. Hann ákvað þó að láta slag
standa.
Þetta er mikill léttir fyrir
landsliðsþjálfarann Berti Vogts
en Skotar berjast um að komast í
umspil um laust sæti á EM við Ís-
land og Þýskaland.
Vogts segist tilbúinn að halda
áfram með landsliðið þó svo það
komist ekki í umspilið. „Ég er með
langtímasamning og vildi gjarnan
halda áfram með liðið. Við þurf-
um að huga að yngri leikmönnum
og undirbúa þá fyrir að leika með
landsliðinu,“ sagði Vogts. ■
Þýskaland - Ísland:
Ivanov
dæmir
FÓTBOLTI Rússinn Valentin Ivanov
dæmir leik Þjóðverja og Íslend-
inga í undankeppni Evrópumeist-
arakeppninnar á laugardag.
Ivanov hefur verið FIFA-dómari
frá 1997 og hefur meðal annars
dæmt tuttugu landsleiki í ýmsum
aldursflokkum og þrettán leiki í
Meistaradeildinni, síðast leik
Juventus og Galatasararay fyrir
þremur vikum.
Ivanov dæmdi úrslitaleik
Frakka og Kamerúna í Álfukeppn-
inni í sumar og hefur dæmt leiki
Rúmena og Norðmanna og Ítala
og Finna í undankeppni Evrópu-
meistarakeppninnar. ■
■ ■ LEIKIR
19.15 Afturelding keppir við
Gróttu/KR að Varmá í norðurriðli
RE/MAX-deildar í handbolta.
19.15 Grindavík fær Njarðvík í
heimsókn í INTERSPORT-deildinni í
körfubolta.
19.15 Keflavík og Hamar keppa í
Keflavík í INTERSPORT-deildinni í körfu-
bolta.
20.00 KA leikur við Víking í KA-
heimilinu í norðurriðli RE/MAX-deildar
karla í handbolta.
20.00 Valur mætir Fram í Vals-
heimilinu í norðurriðli RE/MAX-deildar
karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er
um helstu íþróttaviðburði heima og er-
lendis.
18.30 Trans World Sport (Íþróttir
um allan heim) á Sýn.
19.30 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum) á Sýn.
20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
20.30 Western World Soccer
Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.
21.00 Fréttaþáttur um Meistara-
deild Evrópu á Sýn.
21.30 Fastrax 2002 (Vélasport) á
Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem öku-
tæki af öllum stærðum og gerðum
koma við sögu.
22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítar-
leg umfjöllun um íslenskar akstursíþrótt-
ir.
04.50 Formúla 1 á RÚV. Bein út-
sending frá tímatöku fyrir kappaksturinn
í Japan.
PÉTUR HAFLIÐI
MARTEINSSON
Verður vonandi
með í leiknum
gegn Þjóðverjum
á laugardag.
Algimatas Liubinskas landsliðsþjálfari Litháen vonast eftir jafntefli gegn
Skotum á laugardag. Segir skoska landsliðsþjálfarann vera að róa lífróður.
ÍSLAND - LITHÁEN
Liubinskas þjálfaði litháíska landsliðið á árunum 1991-1995. Hann var um tíma þjálfari U-
21 árs landsliðs Litháen en tók aftur við A-liðinu í byrjun þess árs. Hann segist ekki vita
hvort hann verði með landsliðið áfram eftir að riðlakeppni EM lýkur.
hvað?hvar?hvenær?
7 8 9 10 11 12 13
OKTÓBER
Föstudagur
HERMANN HREIÐARSSON
Hermann tók þátt í báðum æfingum landsliðsins í gær.