Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 10. október 2003 41 Fréttiraf fólki Ég er að fjalla um hið örsmáa ínáttúrunni sem er okkur oft hulið,“ segir Guðrún Gunnarsdótt- ir myndlistarmaður, sem í dag opnar sýningu á efri hæðinni í Gerðarsafni í Kópavogi. „Um leið er ég kannski að fjalla svolítið um það hvernig jörðin okkar gæti litið út ef við höldum áfram að fara illa með hana. Kannski gætu orðið bara einhverjar svartar tægjur eftir.“ Sýning Guðrúnar nefnist Þræð- ir. Hún sýnir þar þrívíddarteikn- ingar á vegg. Guðrún tekur fram að þótt heil- mikil alvara búi að baki verkum hennar, þá sé sýningin frekar írónísk frekar en að hún sé með pólitískar predikanir. „Ég er hérna til dæmis með foss, sem heitir Ekki-foss. Þegar við erum búin að virkja öll fall- vötnin þá verða kannski engir fossar eftir. Þá fáum við okkur bara ekki-fossa í staðinn.“ Á neðri hæð safnsins verður einnig opnuð sýning á ljósmynd- um og málverkum eftir Huldu Stefánsdóttur. „Sýningin heitir Leiftur vegna þess að ljósmyndir eru alltaf leift- urmyndir,“ segir Hulda. Hún segir málverkin á sýningunni unnin með mjög svipuðum hætti og ljós- myndirnar. „Þau eru unnin mjög hratt, næstum því eins og þeim sé smellt af. Hugmyndin er kannski sú að líf okkar sé ekki sett saman af stór- viðburðum heldur þessum litlu hversdagslegu augnablikum.“ Enn fremur verður opnuð í Gerðarsafni sýning á völdum lista- verkum úr einkasafni þeirra Þor- valdar Guðmundssonar og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, sem hefur að geyma margar perlur ís- lenskrar málaralistar eftir alla helstu málara þjóðarinnar á síð- ustu öld. ■ OLIVER KHAN Kemur við sögu þegar Sportbarinn á Hótel Valaskjálf verður opnaður. Sportbar á Egilsstöðum AFÞREYING Erlendum starfsmönnum við Kárahnjúka býðst nú aukin af- þreying á Austurlandi þegar nýr Sportbar verður opnaður á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Sport- barinn verður opnaður á laugar- daginn með útsendingu á lands- leik Íslendinga og Þjóðverja. Klukkustund fyrir leikinn verður gestum boðið upp á veitingar og nýi barinn kynntur. Auk beinnar útsendingar frá íþróttaviðburðum verður billiardborð á staðnum og að sjálfsögðu gott úrval af evr- ópskum bjór. Vonast aðstandend- ur staðarins eftir góðum viðtök- um frá heimafólki jafnt sem að- komufólki sem sífellt fer fjölg- andi vegna virkjunarfram- kvæmdanna á hálendinu fyrir austan. ■ Ekki-fossar eru það sem koma skal ÞRÆÐIR GUÐRÚNAR „Það sem eftir er“ nefnist þetta verk Guðrúnar Gunnarsdóttur. LEIFTUR HULDU „Janúar“ nefnist þessi ljósmynd Huldu Stefánsdóttur. ■ Leiðrétting Athygli er vakin á því að í blað-inu í gær var talað um Spora- messu Al-Anon-samtakanna, Það er ekki rétt því félagar í samtök- unum standa fyrir sporaveislu á sunnudag. Al-Anon er óháð hvers kyns trúarhópum, stjórnmála- skoðunum eða stofnunum. Nánari upplýsingar má finna á vef Al- Anon-samtakanna, aðstandenda alkóhólista: www.al-anon.is Radiohead ætla að gefa út aðrarútgáfur af lögum nýjustu breiðskífu sinnar, Hail to the Thief, sem aukaefni á næstu smá- skífu sveitarinnar. Næsta smá- skífulag verður 2+2=5 og kemur í búðir 10. nóvember. Um er að ræða bæði endurhljóðblandanir frá Four Tet og Myxomatosis og útgáfur sem urðu að víkja fyrir þeim sem komust á endan- lega út- gáfu plöt- unnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.