Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 46
Vígstöðvarnar í stríði sjón-varpsstöðvanna hafa fært til. Íslenska sjónvarpsfélagið hefur stefnt Stöð 3 gegn Skjá einum og býður skemmtiþætti í óruglaðri dagskrá fram til 13. október. Að því loknu verður rukkað fyrir áskrift; 990 krónur á mánuði ef menn eru áskrifendur að ein- hverri annarri stöð Íslenska út- varpsfélagsins, annars er verðið 1.990 krónur: „Það er engin launung að Stöð 3 er stefnt gegn Skjá einum,“ segja dagskrárstjórarnir hjá íslenska útvarpsfélaginu og telja sig vera með fjögur tromp á hendi: Fri- ends, Simpson, Seinfeld og David Letterman í svo til beinni útsend- ingu frá New York. Fyrrnefndu þættirnir eru eldri: „Skjár 3 verður á Fjölvarpinu og hægt að ná stöðinni þar sem Mancester United var með rás áður. Útsendingartími verður frá klukkan 19 á kvöldin og fram til klukkan þrjú að nóttu,“ segir Pálmi Guðmundsson, markaðs- stjóri Íslenska útvarpsfélagsins, en Stöð 3 hefur auglýst dagskrá sína grimmt á Skjá einum að und- anförnu. Hjá Skjá einum bera menn sig hins vegar vel: „Að sjálfsögðu er þetta sam- keppni en ég bjóst við að þetta yrði betra,“ segir Helgi Her- mannsson, dagskrárstjóri á Skjá einum. „Þetta eru bara gamlar endursýningar sem eiga fátt sam- eiginlegt með Skjá einum. Og ef menn ætla að fara að bera saman Jay Leno og David Letterman get ég upplýst að í nýjustu skoðana- könnunum í Bandaríkjunum er Leno kominn með 70 prósent meira áhorf en Letterman og hef- ur munurinn á milli þeirra aldrei verið meiri.“ Helgi viðurkennir þó að hann hafi áhuga á einum þætti sem Stöð 3 ætlar að bjóða upp á: „Það er Oliver Bean. Hitt er allt gamalt og sem dæmi má taka að af Friends eru aðeins 18 þættir eftir. Það sem á að sýna á Stöð 3 er fólk þegar búið að sjá á Stöð 2.“ ■ Hrósið 46 10. október 2003 FÖSTUDAGUR Þetta er í fimmta sinn sem þettaá að vera síðasti veturinn okk- ar. En ekkert er ákveðið. Fyrst er að sjá hvernig við komum undan vetri,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari um framtíð Spaugstofunn- ar sem hefur göngu sína í Ríkis- sjónvarpinu annað kvöld. „Þessi hópur hefur starfað saman í 18 ár og ef mér telst rétt til er þetta tí- undi veturinn okkar hér í sjón- varpinu. Við verðum sjálfum okk- ur líkir: Fylgjumst með fréttunum og reynum að útskýra þær fyrir sjálfum okkur og öðrum“ segir Karl Ágúst. Telja má víst að þetta verði síð- asti vetur Spaugstofunnar í Ríkis- sjónvarpinu. Langt samstarf þeir- ra félaga hefur borið ríkulegan ávöxt og síðasta vetur slógu þeir öll áhorfsmet þvert ofan í spár gagnrýnenda. Þeir vonast til að leika þann leik aftur og hafa alla burði til. Innan hóps munu þó vera raddir þess efnis að nú sé tími til að hætta og snúa sér að öðrum verkefnum. Allir eru Spaugstofu- menn að vinna við sitt en fádæma vinsældir í sjónvarpi hafa bundið þá saman - og sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpið á laugar- dagskvöldum. ■ Grín SPAUGSTOFAN ■ byrjar á morgun í tíunda sinn í Ríkis- sjónvarpinu. En blikur eru á lofti. Imbakassinn ...fær sálfræðingurinn dr. Phil McGraw fyrir sjónvarpsþætti sína á Skjá einum. Þegar sál- fræðin fer í sjónvarpið verður úr heit blanda. Spaugstofan í síðasta... Stöð 3 gegn Skjá einum Það er eins og ég segi! Það er allt um seinan! Því miður! Í FYRRA ...var ég sundkappi Skagafjarðar og heilbrigðisfulltrúi á Sauðárkróki. NÚNA ...hef ég misst titilinn og er orðinn alþingismaður. Sigurjón Þórðarson er nýr alþingismaður fyrir Frjálslynda flokkinn. ■ Breyttir tímar BART SIMPSON Snjall drengur - og fjölskyldan hans. Sjónvarp ■ Vígstöðvarnar hafa færst til í stríði sjónvarpsstöðvanna. Nú er slegist um léttmetið. HEIMIR JÓNASSON Stöð 3 HELGI HERMANNSSON Skjár einn FRIENDS Eldri þættir - sama fjörið. LETTERMAN Hér með Clinton - nú á Stöð 3. SPAUGSTOFAN Sameinar þjóðina enn og aftur fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldum - líklega í síðasta sinn. Það er allt um seinan, Lúðvík! Þú nærð ekki að halda upp á fertugsaf- mælið! En ég verð 45 ára á fimmtudaginn!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.