Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 16
Ríkisstofnanir:
Reglur um
laun óskýrar
EFNAHAGSMÁL Mikið vantar upp á
að forstöðumenn stofnana ríkisins
hafi skjalfest þá áhættuþætti sem
þeir telja helst ógna starfseminni
að mati Ríkisendurskoðunar.
Vegna þessa er erfitt að sann-
reyna hvort forstöðumennirnir
beini sjónum sínum í raun og veru
að þeim þáttum þar sem áhættan
er mest. Á sama hátt eru reglur
um ákvörðun viðbótarlauna
óskýrar hjá mörgum stofnunum
og einungis tæp 50% stofnana við-
hafa starfsmannaviðtöl sem verð-
ur að teljast nokkuð lágt hlutfall.
Eftirlit með aðkeyptri þjónustu er
viðunandi en má bæta. ■
16 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR
BYLTINGARINNAR MINNST
Gennadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista í
Rússlandi, gekk ásamt nokkur hundruð
kommúnistum um Rauða torgið í gær.
Voru þeir að minnast þess að 86 ár eru
liðin síðan bolsévíkar steyptu rússneska
keisaranum af stóli árið 1917.
Formaður Samtaka atvinnulífsins:
Fagnar útspili Samfylkingarinnar
HEILBRIGÐISMÁL Ari Edwald, for-
maður Samtaka atvinnulífsins,
fagnar útspili Samfylkingarinnar
í umræðu um heilbrigðismál. Í
pistli á vef samtakanna skorar Ari
á Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra að leiða það brýna verkefni
að láta fara fram gagngera endur-
skoðun á fjármögnunarleiðum og
rekstrarformum heilbrigðisþjón-
ustunnar. „Útspil Samfylkingar-
innar verður vonandi innlegg í að
skapa breiða pólitíska samstöðu
um slíka endurskoðun. Gríðarleg-
ir hagsmunir eru í húfi, hvað
varðar hagkvæmni í rekstri,
skattbyrði og þar með lífskjör
þjóðarinnar,“ segir Ari.
Hann segir mögulegt að nýta
kosti samkeppni og einkarekstrar
til að lækka kostnað án þess að
hlutdeild hins opinbera í kostnaði
við hvern sjúkling minnki né held-
ur gæði þjónustunnar. Ennfremur
að aukið vægi þjónustusamninga
og greiðslur á grundvelli kostnað-
argreiningar sjúkdómstilvika hafi
skilað góðum árangri víða í ná-
grannalöndunum. „Núverandi
kerfi fastra fjárlaga með eilífum
framúrkeyrslum og ósveigjanlegu
stjórnunarumhverfi yrði hins veg-
ar hvergi talið líklegt til fram-
leiðniaukningar. Þvert á móti
rammar það inn óhagkvæmni,“
segir formaður SA. ■
Barátta um auð og völd
Fámennur hópur kaupsýslumanna komst yfir stóran hluta af eignum rússneska ríkisins við fall
Sovétríkjanna og naut til þess stuðnings þáverandi forseta. Síðan Vladimir Pútín komst til valda
hafa þessir auðjöfrar átt undir högg að sækja og hafa margir þeirra verið hraktir úr landi.
Handtaka Mikhails Khodorov-skís, ríkasta manns Rússlands,
hefur vakið upp spurningar um fyr-
irætlanir og stefnu Vladimirs
Pútíns Rússlandsforseta. Tveir aðr-
ir hlutahafar í olíufyrirtækinu Yu-
kos hafa verið ákærðir fyrir efna-
hagsbrot og halda margir því fram
að pólitískir hagsmunir forsetans
liggi þar að baki. Á Vesturlöndum
hafa aðgerðir rússneskra stjórn-
valda mælst illa fyrir og varla er
hægt að segja að einhugur ríki um
málið meðal ráðamanna í Rússlandi.
Enn á ný beinist athyglin að rúss-
nesku fjármálafurstunum, eða
„ólígörkunum“ svokölluðu, sem
komust til áhrifa í valdatíð Boris
Jeltsín og auðguðust á einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækja eftir fall Sovét-
ríkjanna. Þegar Vladimir Pútín
komst til valda í byrjun árs 2000 tók
að harðna í ári hjá þessum umdeildu
auðkýfingum. Ítök þeirra í rúss-
nesku efnahagslífi virtust vera
Pútín þyrnir í augum og hann gat
ekki sætt sig við afskipti þeirra af
stjórnmálum. Upp hófst valdatafl
sem enn sér ekki fyrir endann á.
Uppgangur ólígarkanna
Segja má að uppgangur fjár-
málafurstanna hefjist árið 1992
þegar umbótasinnaðir ráðamenn
fengu þá hugmynd að gefa út ávís-
anir á hluti í ríkisfyrirtækjum sem
framseldar voru þegnum landsins
fyrir málamyndaupphæð. Milljónir
fátækra Rússa sátu uppi með ávís-
anir sem komu þeim að engu gagni
og því notuðu snjallir kaupsýslu-
menn tækifærið og keyptu þær upp
fyrir lítið fé.
Árið 1995 átti ríkið við mikinn
fjárskort að etja og neyddist því til
að taka lán hjá fjármálafyrirtækj-
um og veðsetja fjölda stórfyrir-
tækja sem enn voru ríkisrekin.
Fljótlega varð ljóst að ríkissjóður
gat ekki með nokkru móti staðið í
skilum og féllu fyrirtækin því í
hendur fjármálafyrirtækja í eigu
fyrrgreindra auðkýfinga. Þegar
þarna var komið sögu hafði fámenn-
ur hópur kaupsýslumanna komist
yfir stóran hluta af eigum rúss-
neska ríkisins.
Segja má að stefna Boris Jeltsín
í efnahagsmálum hafi verið for-
sendan fyrir uppgangi fjármálaf-
urstanna. Það kom því varla á óvart
þegar þeir styrktu kosningabaráttu
Boris Jeltsín árið 1996 til þess að
tryggja að hann sæti áfram í emb-
ætti forseta. Auðkýfingarnir Boris
Berezovskí og Vladimir Gusinskí
höfðu komið á fót fjölmiðlaveldum
og beittu þeir dagblöðum sínum og
sjónvarpsstöðum óhikað í þágu
Jeltsín. Þar sem nær allir helstu
fjölmiðlar landsins voru í höndum
þessara tveggja manna þurfti varla
að spyrja að leikslokum.
Þegar Jeltsín lét óvænt af störf-
um árið 1999 áttu ólígarkarnir ekki
von á öðru en að við tæki maður
þeim hliðhollur. En sú reyndist ekki
raunin. Vladimir Pútín virtist
ákveðinn í því að brjóta þessa um-
deildu valdaklíku á bak aftur og
binda endi á afskipti þeirra af
stjórnmálum. Berezovskí og Gusin-
skí voru hraktir úr landi og ríkið tók
fjölmiðlafyrirtæki þeirra eignar-
námi. Aðrir auðkýfingar fengu að
starfa í friði með því skilyrði að þeir
héldu sig frá stjórnmálum.
Margir telja að Pútín hafi litið
svo á að þetta þegjandi samkomulag
hafi verið brotið í byrjun þessa árs
þegar í ljós kom að Mikhail Khodor-
kovskí, forstjóri olíufyrirtækisins
Yukos, hafði lagt stjórnarandstöðu-
flokkum til fé. Rússneskir saksókn-
arar hófu að rannsaka meint fjár-
svik æðstu yfirmanna fyrirtækisins
og fyrir fáeinum dögum var
Khodorkovskí handtekinn og
ákærður fyrir skattsvik og skjala-
fals.
Flest bendir til þess að rússnesk
stjórnvöld ætli næst að láta til skar-
ar skríða gegn milljarðamæringn-
um Roman Abromovich. Farið hef-
ur verið fram á það við ríkissak-
sóknarann í Moskvu að hann rann-
saki kaup hans á olíufyrirtækinu
Sibneft árið 1995. Abromovich, sem
keypti enska úrvalsdeildarliðið
Chelsea fyrr á þessu ári, hefur að
undanförnu dregið mjög úr umsvif-
um sínum í Rússlandi. Margir telja
að hann hafi fallið í ónáð hjá Pútín
og félögum fyrir að fara með fjár-
magn úr landi. Fjöldi rússneskra
iðnjöfra og kaupsýslumanna hefur
lagt á flótta frá Rússlandi og sótt
um hæli í öðrum löndum til að forð-
ast málsóknir.
Hvað gengur Pútín til?
Hagfræðingar hafa varað Pútín
við því að skipta sér um of af stór-
fyrirtækjum þar sem það geti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag
landsins. Jafnvel nánir samstarfs-
menn Pútíns hafa dregið sig í hlé af
þessum sökum og neitað að taka
þátt í því að koma fjármálafurstun-
um á kné.
Margir telja að Pútín sé að reyna
að afla sér vinsælda hjá kjósendum
fyrir þingkosningarnar í desember
og forsetakosningarnar í mars á
næsta ári. Ólígarkarnir eru ekki í
náðinni hjá almenningi í Rússlandi
enda sú skoðun ríkjandi að þeir hafi
hagnast með vafasömum hætti á
kostnað þjóðarinnar. Sumir krefjast
þess að ríkisfyrirtækin sem voru
einkavædd eftir fall Sovétríkjanna
verði gerð aftur að þjóðareign.
Flestir líta þó svo á að það sé orðið
of seint að bæta fyrir syndir feðr-
anna, Rússar verði að sætta sig við
orðinn hlut og leita nýrra leiða til að
vinna sig út úr þeirri efnahag-
skreppu sem landið stendur frammi
fyrir. ■
FÉKK STYRK FRÁ FS
Andri Óttarsson, stjórnarformaður FS, af-
henti Ingibjörgu Gunnarsdóttur styrkinn
fyrir hönd FS.
Fæðingarþyngd:
Áhrif á sjúk-
dóma
VÍSINDI Félagsstofnun stúdenta
hefur veitt Ingibjörgu Gunnars-
dóttur styrk fyrir doktorsverk-
efni sitt í næringarfræði. Í verk-
efninu rannsakar Ingibjörg tengsl
á milli fæðingarþyngdar og hættu
á hjarta- og æðasjúkdómum.
Niðurstöður rannsókna Ingi-
bjargar eru þær að lág fæðingar-
þyngd hefur neikvæð áhrif á
hjartaheilsu síðar á ævinni auk
þess sem fram hefur komið að
börn sem eru skemur á brjósti en
sex mánuði eru líklegri til þess að
glíma við offituvandamál síðar á
ævinni.
Á fundi með blaðamönnum
sagði Ingibjörg að setja megi
spurningarmerki við þá áherslu
sem lögð er á að börn vaxi mjög
hratt á fyrsta ári ævinnar, betra
sé að vöxtur barna sé hægari. ■
ARI EDWALD
Mikilvægt að ná breiðri pólitískri samstöðu
um endurskoðun á heilbrigðiskerfinu.
RÚSSLANDSFORSETI
Vladimir Pútín hóf aðför sína að rússnesku
fjármálafurstunum fljótlega eftir að hann
tók við embætti forseta.
Mikhail
Khodorkovskí
Aldur: 40 ára.
Starf: fyrrum
forstjóri olíufyr-
irtækisins Yu-
kos.
Eignir: um 610 milljarðar.
Uppruni: yfirgaf ungliðahreyf-
ingu sovéskra kommúnista til
stofna fjármálafyrirtæki rétt
fyrir fall
Sovétríkjanna. Keypti hlut í
Yukos 1995. Nú í fangelsi í
Rússlandi.
Áhugamál: styrkir frjálslynda
stjórnarandstöðuflokka.
Roman
Abramovich
Aldur: 37 ára.
Starf: iðnjöfur,
olíugreifi, eig-
andi fót-
boltaliðs, ríkis-
stjóri í Chukotka í Rússlandi.
Eignir: áætlaðar 450 til 530
milljarðar.
Uppruni: hætti í skóla. Hagn-
aðist á einkavæðingu rúss-
neskra olíufyrirtækja í byrjun
10. áratugarins. Á enska úr-
valsdeildarliðið Chelsea. Með
annan fótinn í Lundúnum.
Áhugamál: Chelsea.
Boris
Berezovskí
Aldur: 57 ára.
Starf: fjölmiðla-
mógúll, yfirlýst-
ur andstæðing-
ur Vladimir
Pútín Rússlandsforseta.
Eignir: um 230 milljarðar.
Uppruni: yfirgaf ungliðahreyf-
ingu kommúnista og keypti
bílaverksmiðjur. Kom á fót
fjölmiðlaveldi í byrjun tíunda
áratugarins sem ríkið svo yfir-
tók. Í útlegð í Lundúnum.
Áhugamál: Að komast hjá því
að verða framseldur til Rúss-
lands. Samsæriskenningar.
Vladimir Gusinskí
Aldur: 51 árs.
Starf: fyrrum fjölmiðlamógúll.
Eignir: ekki vitað.
Uppruni: yfirgaf
leikhúsið til að
stofna fjármála-
fyrirtæki þegar
Sovétríkin rið-
uðu til falls.
Kom á fót fjölmiðlaveldi í Rúss-
landi sem ríkið yfirtók. Í útlegð
á Spáni, í Grikklandi eða Ísrael.
Áhugamál: að láta fara lítið
fyrir sér og komast hjá því að
verða framseldur til Rúss-
lands.
Vladimir Potanin
Aldur: 42 ára.
Starf: iðnjöfur.
Á námafyrir-
tæki og verk-
smiðjur.
Eignir: um 75
milljarðar
Uppruni: embættismaður
sem sneri sér að viðskiptum í
byrjun tíunda áratugarins. Er
enn í Moskvu.
Áhugamál: að halda sig frá
stjórnmálum.
Mikhail
Fridman
Aldur: 39 ára.
Starf: olíugreifi
og fjármála-
maður.
Eignir: ekki vitað.
Uppruni: Verkfræðingur sem
gerðist kaupsýslumaður og
hagnaðist á einkavæðingu
rússneskra olíufyrirtækja. Býr í
Moskvu.
Áhugamál: að laða að er-
lenda fjárfesta.
Oleg
Deripaska
Aldur: 35 ára.
Starf: á álverk-
smiðjur og
bílaverksmiðjur.
Eignir: um 115
milljarðar.
Uppruni: verkfræðingur að
mennt. Barðist fyrir yfirráðum
yfir námum í Síberíu við hlið
Abromovich. Býr í Moskvu.
Áhugamál: að kaupa rússnesk
stórfyrirtæki í dauðaslitrunum.
Rússneskir fjármálafurstar
Fréttaskýring
BRYNHILDUR BIRGISDÓTTIR
■ skrifar um valdatafl Vladimirs Pútín og
rússneskra fjármálafursta.