Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 40

Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 40
Regína Diljá Jónsdóttir heldurtil Kína í dag til að vera full- trúi Íslands í keppninni um Ung- frú heim, eða Miss World: „Ég hef aldrei komið til Kína og hlakka rosalega til að komast þangað. Þetta er svo fjarlægt land að ég hugsa að ég hefði ekki drifið mig þangað nema af því að ég tek þátt í þessari keppni,“ segir Regína. Regína var í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ísland: „Ragnhildur Steinunn, núverandi Ungfrú Ísland, var úti í Finnlandi að keppa í Ungfrú Skandinavíu þegar tekin var ákvörðun um hver keppti í Ungfrú heim. Það var mikið að gera hjá Ragnhildi og margar keppnir í gangi þannig að ég var því valin til að keppa að þessu sinni.“ Ungfrú heimur verður haldin í Sanya í Kína: „Fyrstu tvær vik- urnar ferðumst við um Kína og þetta verður þvílíkt ævintýri. Seinni tvær vikurnar fara svo í undirbúning og æfingar fyrir keppnina sem verður haldin 6. desember. Þetta er rosalega stór keppni og yfir 100 keppendur taka þátt en ég geri náttúrlega bara mitt besta.“ Sem kunnugt er hafa tvær ís- lenskar konur, þær Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir, hreppt titilinn Ungfrú heimur: „Ég vinn á leikskóla alveg eins og Hófí og það eru margir sem setja þá kröfu á mig að ég verði Hófí númer tvö. Þetta er þó meira sagt í gríni en alvöru og ég tel mig höndla pressuna ágætlega,“ segir Regína sem kláraði stúdentspróf frá félagsfræðideild Menntaskól- ans í Kópavogi í vor og stefnir á leiklistarnám í framtíðinni. ■ 40 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Fegurð REGÍNA DILJÁ JÓNSDÓTTIR ■ Er fulltrúi Íslands í Miss World sem verður haldin í Sanya í Kína 6. desember. Regína dvelur í mánuð í Kína og eyðir fyrstu tveimur vikunum í að ferðast um gjörvallt landið. Frumsýndarum helgina DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM THE MATRIX REVOLUTIONS Rottentomatoes.com - 37% = Rotin Entertainment Weekly - C- Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) UPTOWN GIRLS Internet Movie Database - 5.0 /10 Rottentomatoes.com - 15% = Rotin Entertainment Weekly - D Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm) Hópur kvenna í indverska bæn-um Goalpara tóku upp á því að ráðast á ölvaða karlmenn með kústum. Þessu tóku þær upp á þegar stjórnvöld hunsuðu beiðni þeirra um að loka ólöglegum drykkjugrenum þangað sem mennirnir sækja. Samtök kvennanna heita Bis- hnunagar Jankalyan Mahila Samity og ákváðu þær eftir mar- gra mánaða pirring að taka lögin í eigin hendur. Indverska dagblaðið Hindustan Times greinir frá því að þær ráfi um göturnar vopnaðar kústum og bambuslengjum. Þær hafa líka ruðst inn í grenin og hreinlega barið menninna út. Samkvæmt talsmönnum konu- hópsins hefur þessi aðferð skilað góðum árangri. „Við erum að reyna að gera karlmönnum grein fyrir skaðsemi drykkjunnar,“ sagði ein konan í viðtali við dagblaðið. „En alkó- hólistar skilja bara eitt tungumál, og það er högg spýtunnar. Til- raunir okkar virðast vera að takast.“ ■ Skrýtnafréttin ÁFENGI ■ Hópur indverskra kvenna hefur tekið upp á heldur nýstárlegri aðferð til þess að halda mönnum bæjarins frá áfengi. KONUR MEÐ SPÝTUR Þær vita hvernig er best að stjórna karl- peningnum, konurnar í bænum Goalpara. Berja karlmenn frá sopanum Keppir í Miss World í Kína FEGURÐARDROTTNING Á LEIKSKÓLA Regína, sem heldur til Kína í dag til að keppa í Miss World, vinnur á leikskóla eins og Hófí forðum. Roy Longwide skoraði 58 mörk fyrir Burnley! 46! 58! 46! 58! 46! 58! 46! Þið eruð alltaf sömu nátthrafn- arnir...Longwide skoraði 52 mörk fyrir Burnley! Takk, Arnar! Þú ert kóngur- inn, Arnar! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.