Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2003 43
4. - 9. nóvember 2003
Í kvöld
Útgáfutónleikar Ómars Guðjónssonar
Varma land nefnist
diskurinn sem kemur
út í dag. Þar eru á
ferðinni undurfagrar
tónaperlur er Ómar
gítarleikari hefur samið á síðustu árum. Óskar bróðir hans
leikur með á saxófón, Helgi Svavar á trommur og svo einn
helsti bassaleikari Íslandsjazzins, Þórður Högnason, en alltof
sjaldan hefur heyrist í honum undanfarin ár.
Nasa kl. 20:30 - kr. 1.500
Rödd frá Kanada
Kandíska söng-
konan Martha
Brooks, David
Restivo píanó,
Mike Downes bassi og Ted Warren trommur. Marta Brooks
kemur með triói skipuðu hljóðfæraleikurum úr fremstu röð
kanadískra jazzleikara.
Nasa kl. 22:00 - kr. 1.800
Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og Uppplýsingmiðstöð
Ferðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/
■ TÓNLIST
SÆNSKUR GÆÐADJASS
Jonas Kullhammer er sænskur saxófónleikari sem verður með tónleika í Norræna húsinu í
kvöld ásamt hljómsveit sinni. Með honum eru Torbjörn Gulz á píanó, Torbjörn Zetterberg á
bassa og Daniel Fredriksson á trommur. Kullhammer var valinn djasstónlistarmaður ársins í
Svíþjóð í fyrra og hljómsveitin hans var jafnframt valin djasshljómsveit ársins. Þótt nú standi
yfir Jazzhátíð í Reykjavík þá eru þessir tónleikar á vegum sænsku menningarvikunnar.
Ásama tíma og aðdáendur Cold-play verða ánægðir að heyra
að sveitin sé byrjuð að semja og
hljóðrita næstu plötu verða þeir
líklegast frekar svekktir yfir
þeirri tilkynningu söngvarans
Chris Martin að þeir félagar hafi
hent um 40 lögum í ruslið.
„Okkar stærsta afrek í þessu
verkefni fram til þessa hefur
verið að henda lögum sem voru
ekki nægilega góð,“ sagðir Mart-
in í viðtali við NME. „Við erum
þegar búnir að henda 42 lögum.
Ég lít á það sem uppbyggilega
eyðileggingu. En tölur eru
ómarktækar. Þú getur sagst hafa
samið 12 lög og svo eru þau öll
rusl, eða þú getur sagst hafa
samið bara eitt lag og það er
Bohemian Rhapsody.“
Martin lýsir fyrstu dögunum í
hjóðverinu sem erilsömum og til-
finningaþrungum og að sveitin sé
enn að reyna nálgast æðri gæði.
„Ég er að átta mig á því að því
frægari sem þú verður, og því
meiri velgengni þú nýtur, þá áttar
maður sig á því að það eina sem er
einhvers virði í raun og veru er
það sem maður vildi upphaflega
verða frægur fyrir. Og það er að
semja lög. Svarið er að klára nýja
uppáhaldslagið sitt og vera í
kringum fólk sem maður elskar.“
Þriðja plata Coldplay kemur
ekki út fyrr en seint á næsta ári
og er hennar beðið með mikilli
eftirvæntingu. ■
Búnir að henda
rúmlega 40 lögum
COLDPLAY
Henda flestum þeim lögum sem
þeir semja.
Bobby Hatfield, annar söngvar-inn í hljómsveitinni Righteous
Brothers, fannst látinn á hótelher-
bergi í Bandaríkjunum. Hann og
Bill Medley mönnuðu sveitina og
áttu slagara á borð við Unchained
Melody og You’ve Lost That
Lovin’ Feelin’.
Lík söngvarans fannst hálftíma
áður en þeir söngbræður áttu að
koma fram á tónleikum í Michig-
an háskóla. Lík Hatfield fannst í
rúminu og er dánarorsök ekki
kunn. Hann var 63 ára. Hatfield
og Medley höfðu starfað saman í
sveitinni í 42 ár.
Tónleikunum var frestað og
vegna „ótiltekins persónulegs
neyðartilviks“. Fyrr á þessu ári
voru The Righteous Brothers
vígðir inn í Rock ‘n’ Roll Hall of
Fame. Lagið You’ve Lost That
Lovin’ Feelin’ er talið eitt mest
spilaða lag í bandarísku útvarpi
frá upphafi. ■
Annar
Righteous
bróðirinn
látinn
THE RIGHTEOUS BROTHERS
Bobby Hatfield (hægra megin) fannst lát-
inn á hótelherbergi sínu hálftíma áður en
hann átti að mæta upp á svið.
PERLUSÝNING VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG
Í gullsmíðaversluninni Mariellu við Skólavörðustíginn hefur verði sett upp perlusýning. Þar
eru sýndar fjórar grunntegundir af ræktuðum perlum og jafnframt er hægt að fræðast þar
um perlur og perlurækt. Tegundirnar fjórar eru Tahítíperlur, Suðurhafsperlur, Akoyaperlur
og ferskvatnsperlur. Á sýningunni er hægt að skoða bæði perlurnar og skeljarnar sem þær
eru ræktaðar í.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
FM957 VIKA 45
BLACK EYED PEAS
Shut Up
THE RASMUS
In the Shadow
DIDO WHITE
Flag
OUTLANDISH
Aicha
OUTKAST
Hey Ya
RACHEL STEVENS
Sweet Dreams My L.A. Ex
ÍRAFÁR
Fáum aldrei nóg
NICKELBACK
Someday
SKÍTAMÓRALL
Ég opna augun
ATOMIC KITTEN
If You Come Back to Me
Í SVÖRTUM FÖTUM
Þrá
SUGARBABES
Hole in the Head
STACIE ORRICO
There’s Gotta be More...
BEYONCÉ
Baby Boy
BRITNEY & MADONNA
Me Against the Music
STAIND
So Far Away
CLAY AIKEN
Invisible
MATCHBOX TWENTY
Bright Lights
3 DOORS DOWN
Here Without You
KYLIE MINOGUE
Slow
BLACK EYED PEAS
Black Eyed Peas og söngkonan Fergie eru
komin á topp Íslenska listans.
Topp 20Íslenski listinn