Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 45

Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 45
Fréttiraf fólki 45FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2003 Nú hefur myndband sem sýnirfyrirsætuna Paris Hilton í villtum ást- arleikjum með eigin- manni Shannen Doherty lek- ið til fjöl- miðla. Hver kom því þangað er ekki vitað. Paris er þekkt fyrir partístand sitt í Hollywood og er víst ekkert að spara það á myndbandinu. Þar horfir hún oft í myndavélina og nýtur þess greinilega að vita af myndbandsupptökuvélinni. Ljósmyndarinn, sem CameronDiaz hefur átt í persónulegu stríði við í réttarsalnum, hefur sig allan við til þess að reyna að berjast á móti henni. Maðurinn reyndi að fjárkúga hana fyrr á árinu og hótaði að nota myndir sem hann tók af henni þegar hún var 21 árs. Þar var stúlkan ekki í neinu að ofan og sagðist maður- inn ætla að selja tímariti mynd- irnar nema að hún borgaði honum 3,3 milljónir dollara. Ljós- myndarinn var hand- tekinn og fangelsaður í ágúst en er nú laus gegn tryggingar- gjaldi. Nú heldur hann því fram að hann hafi gert munnlegan samn- ing við fyrirsætuna og að hún hafi brotið á sér. Hobbitinn Fróði, eða öllu heldurleikarinn Elijah Wood, segist ætla að hella sér út í tónlistar- bransann og koma á fót plötufyr- irtæki. Hann langar til þess að gera það að lifibrauði sínu í framtíðinni að þefa upp góðar hljómsveitir og framleiða og gera plötur með þeim. Þeg- ar er talað um það að mótleikari hans í Hringa- dróttinssögumyndunum, Íslands- vinurinn Viggo Mortensen, gefi út hjá honum. Hljómsveitin ArrestedDevelopment hefur kært Fox sjónvarpsstöðina fyrir að nota nafn sitt á sjónvarpsþátt. Sveitin hefur einkarétt á nafninu og seg- ir að ef þátturinn heiti þetta áfram þá muni það gera lítið úr þýðingu nafnsins í hugum aðdá- enda. Þeir benda á að þátturinn hafi ekkert meiri rétt til að stela nafni sveitarinnar en poppsveit að stela nafni sjónvarpsþáttar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.