Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Menn eru á siglingu Ég hef tekið eftir því að í íslenskuviðskiptalífi taka menn skjótar ákvarðanir og hlutirnir gerast hratt. Maður er kannski bara að ganga út í sjoppu til þess að kaupa sér kók og prins og þá er Kolkrabbinn allt í einu dáinn. Hviss pang. Eins og ekk- ert sé. Björgúlfur orðinn eigandi Eimskips eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Maður stendur bara með súkkulaðið á sjopputröppunum með hárið út í loftið og segir: „Nú, hva? Ja, hérna.“ OG SVO er maður kannski bara að fara á klósettið til að kasta af sér vatni og rétt þegar maður sturtar niður kaupir Byko 11-11. Og maður kemur út og lokar á eftir sér hurð- inni og stendur bara með hárið út í loftið með opna buxnaklauf og segir: „Ha, nú? Ja, hérna.“ OG SVO er maður rétt að hella kaffi í kaffibollann sinn og er að kyngja fyrsta sopanum þegar Fréttablaðið kaupir DV. Og maður klárar að kyngja, hugsar sig aðeins um, stendur svo gleiðfættur og hugsandi með bollann og tuldrar: „Það held ég nú. Skjótt skipast veð- ur í lofti.“ Í LJÓSI TÍÐARANDANS er ég að spá í að ýta mínu hægfara fleyi úr vör og gerast fjárfestir af nokkuð öðru tagi. Það má ljóst vera að ég er mun seinni í svifum en þeir sem helst hafa látið að sér kveða á þessu sviði í íslensku samfélagi undanfar- ið. Ég er með plan. Ég ætla að rölta í rólegheitum upp í Góða hirðinn, þar sem nýtilegt drasl frá Sorpu er til sölu, og athuga hvort ég finni ekki nokkur gömul fyrirtæki sem menn hafa gleymt að kaupa og gera nokk- uð úr. Ég held að þetta sé plan sem ekki mega vanmeta. Ef ég er hepp- inn get ég kannski keypt Tímann, Þjóðviljann, Alþýðublaðið og Helg- arpóstinn fyrir slikk og verð blaða- kóngur án nokkurra teljanlegra fjár- útláta. Svo get ég fært út kvíarnar og keypt Sambandið fyrir hlægilega upphæð og ef ég róta nógu lengi finn ég kannski verslunina Víði, Gullfiskabúðina, Vörumarkaðinn, Velti, Sól, Arnarflug og Hafskip. Allt í einu verð ég viðskiptamógull og aðrir munu standa með kaffibollann sinn, hrista höfuðið í forundran og segja: „Ja, hérna. Þetta gat hann.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.