Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 6
6 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75.76 0.17% Sterlingspund 128.27 0.31% Dönsk króna 11.98 -0.32% Evra 89.09 -0.32% Gengisvístala krónu 125,59 0,06% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 304 Velta 6.521 milljónir ICEX-15 1.972 0,33% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 733.921.650 Íslandsbanki hf. 662.676.191 Kaupþing Búnaðarb. hf. 602.827.160 Mesta hækkun Kögun hf. 3,09% Bakkavör Group hf. 1,63% AFL fjárfestingarfélag hf. 1,09% Mesta lækkun Síldarvinnslan hf. -2,56% Grandi hf. -2,03% Vátryggingafélag Íslands hf. -1,61% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.707,6 -0,0% Nasdaq* 1.909,3 -0,0% FTSE 4.354,7 0,4% DAX 3.666,3 -0,2% NK50 1.273,8 -0,1% S&P* 1.042,2 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hversu oft hefur vopnað rán veriðframið í Búnaðarbankanum, Vestur- götu? 2Hjá hvaða fyrirtækjum gerði Skatt-rannsóknarstjóri húsleit á mánudag? 3Hver tók við embætti ríkisstjóra íKaliforníu í fyrrakvöld? Svörin eru á bls. 31 Íslandsbanki og bílainnflytjendur: Banki með bíladellu VIÐSKIPTI Unnið er að breytingu á skuldum bílainnflytjandans Ingvars Helgasonar og Bílheima í hlutafé hjá Íslandsbanka. Gangi það eftir verður Íslandsbanki með sterka stöðu á bílamarkaði. Bankinn mun eignast við við- skiptin um þriðjung í Bílheimum og Ingvari Helgasyni. Við kaup Íslandsbanka á Sjóvá-Almennum eignaðist bankinn hátt í þriðj- ungs hlut í Toyota-umboðinu, P. Samúelsson. Þessi fyrirtæki hafa um 45% markaðshlutdeild á bíla- markaði. „Bankinn er greinilega með bíladellu,“ sagði Helgi Ingv- arsson, einn eigenda Ingvars Helgasonar og Bílheima. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Innan eigendahópsins eru samkvæmt heimildum ekki allir á eitt sáttir um aðkomu bankans. Helgi ásamt hópi fjárfesta gerði tilboð í fyrirtækið og var það samkvæmt heimildum 60 milljón krónum hærra en það verð sem gert er ráð fyrir í viðskiptunum við Íslandsbanka, auk þess sem greiðslukjör voru hagstæðari. Áhugi hefur verið á því um skeið að leita leiða til þess að ná fram hagræðingu í greininni og miðað við stöðu Íslandsbanka er líklegt að bankinn leiði breyting- ar innan greinarinnar. ■ Skipulagsstofnun svipt úrskurðarvaldi Samkvæmt frumvarpi umhverfisráðherra um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum fellir Skipulagsstofnun ekki úrskurð vegna framkvæmda heldur gefur álit sem ekki verður hægt að kæra. UMHVERFISMÁL „Markmiðið með nýjum lögum er að gera ríkari kröfu til framkvæmdaraðila um að umhverfismatsskýrsla sé heild- stæðari en hún eru í dag og það er verið að færa ferlið að því sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Ennfremur að draga eins og kost- ur er úr umhverfisáhrifum fram- kvæmdar og stuðla að samvinnu þeirra sem hafa hagsmuni að gæta eða láta sig málið varða,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra. Alþingi bað umhverfisráðu- neytið að skoða hvort bæri að end- urskoða lögin með tilliti til þess að umhverfismatsferli yrði gert að stærri þætti þegar framkvæmdar- leyfi væri veitt og lagði ráðherra fram frumvarp þessa efnis til fyrstu umræðu á þinginu í gær. Hingað til hefur Skipulags- stofnun fellt úrskurð þar sem ann- aðhvort er fallist á framkvæmd eða lagst gegn henni, með eða án skilyrða, en verði frumvarp um- hverfisráðherra að lögum mun Skipulagsstofnun ekki fella slíka úrskurði í framtíðinni, heldur gefa álit sitt á niðurstöðu skýrslu á mati á umhverfisáhrifum. Sú skýrsla verður að lýsa sem best og draga fram öll veigamikil umhverfisá- hrif framkvæmdarinnar. „Með þessu fá framkvæmdar- aðilar, til dæmis sveitarfélögin, meiri ábyrgð þar sem þau þurfa að fjalla um álit Skipulagsstofnunar og taka afstöðu til þess og taka mið af athugasemdum almennings og annarra áður en framkvæmdar- leyfi er veitt, en álitið er þó ekki bindandi,“ segir Siv. Það verður ekki hægt að kæra álit Skipulagsstofnunar til um- hverfisráðherra en það verður hægt að kæra framkvæmdarleyf- ið til úrskurðar skipulagsnefndar. Það þýðir að málsskotsréttur til æðra stjórnvalds verður bundinn við leyfi til framkvæmda á sveit- arstjórnarstigi og takmarkast við þá aðila sem eiga lögvarinna hags- muna að gæta, svo sem umhverf- issamtök og önnur hagsmunasam- tök. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, óttast afleiðing- ar frumvarps umhverfisráðherra. „Það er verið að bjóða hættunni heim. Mér sýnist að í frumvarpinu eigi að taka út skilgreininguna á umtalsverðum umhverfisáhrifum og það er alvarlegt og gæti leitt til þess að lögin yrðu óljósari. Það er verið að svipta Skipulagsstofnun úrskurðarvaldi sínu og koma því yfir á þá sem veita framkvæmdar- leyfið og það er hæpið hvort þeir séu í stakk búnir til þess. Með þessari lagabreytingu yrði að styrkja verulega ákvæði náttúru- verndar,“ segir Kolbrún. bryndis@frettabladid.is SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Heilbrigðisráðherra og borgarstjóri undir- rita samkomulagið um samtvinnaða heim- ilisþjónustu og heimahjúkrun. Hjúkrun og þjónusta við aldraða: Undir einn hatt ÞJÓNUSTA Heimaþjónusta og heimahjúkrun aldraðra í Reykja- vík verða að minnsta kosti næstu tvö árin undir einum hatti. Samkomulag þessa efnis var undirritað af Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra og Þórólfi Árnasyni borgarstjóra í gær. Ein- staklingar sem njóta þessara þjónustuliða hjá heilsugæslu leita til heilsugæslu sinnar, Félags- þjónustunnar í Reykjavík eða Miðgarðs í Grafarvogi eftir að- stoð, eftir að samræmingin hefur tekið gildi, 1. febrúar næstkom- andi. ■ Ökuníðingur: Flúði á ofsahraða LÖGREGLUFRÉTTIR Ökumaður keyrði á ofsahraða um götur höfuðborg- arsvæðisins í fyrrinótt eftir að lög- regla reyndi að stöðva hann við Kringlumýrarbraut. Eftir það keyrði hann á ofsahraða niður Sæ- braut og þaðan eftir Reykjanes- braut í gegnum Kópavog og inn á Vífilsstaðaveg. Þar tókst lögreglu loks að stöðva hann. Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi. ■ Landspítalinn: Sýknaður í héraði DÓMUR Landspítalinn var sýknað- ur af dómkröfum fyrrverandi starfsmanns í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Kröfurnar voru aðallega þær að viðurkennt yrði með dómi að ákvörðun Landspítalans um nið- urlagningu á stöðu starfsmanns- ins væri ógild. Starfsmaðurinn krafðist þess að Landspítalinn greiddi honum tæpar tvær millj- ónir með dráttarvöxtum. ■ Kröfugerð: Kynnt á þriðjudag KJARASAMNINGAR Efling stéttarfé- lag, Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafn- arfirði, Verkalýðs- og sjómannafé- lag Keflavíkur og nágrennis, sem mynda Flóabandalagið og Starfs- greinasamband Íslands, fyrir hönd aðildarfélaga sambandsins á landsbyggðinni, kynna atvinnurek- endum á þriðjudag, kröfugerð sína fyrir komandi kjarasaminga. Gildandi kjarasamningar runnu út 15. september síðastliðinn en voru framlengdir til áramóta. Áherslan verður meðal annars lögð á aukningu kaupmáttar án þess að stöðugleika verði stefnt í voða og hækkun lægstu launa. ■ BÍLABANKI Við kaup á Sjóvá-Almennum eignaðist Ís- landsbanki stóran hlut í Toyota-umboðinu. Nú stefnir í að bankinn verði stór hluthafi í Ingvari Helgasyni og Bílheimum. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra segir ný lög um mat á umhverfisáhrifum auka ábyrgð þeirra sem veita framkvæmdaleyfi og í takt við það sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Ýsuflök 449kr./kg Sími 562 1070 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.