Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 24
24 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Walesmenn vonast eftir fullu húsi á Millennium Stadium í Cardiff þegar þeir mæta Rússum í kvöld. Heimamenn eygja mögu- leika á að komast í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan 1958 en þá komust þeir í heimsmeist- arakeppnina í Svíþjóð eftir króka- leiðum. Þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í Moskvu á laugardag og gekk það ekki átakalaust fyrir sig. Upp úr sauð seint í leiknum þegar bakvörðurinn Vadim Ev- seev taklaði Ryan Giggs. Rúss- arnir halda því fram að Giggs hafi gefið Evseev olnbogaskot en Giggs sagði að taklingin hafi ver- ið ein sú ljótasta sem hann hefði mátt þola og hann hefði einungis ýtt við Rússanum en ekki slegið hann. Walesmennirnir Gary Speed og Robbie Savage voru bókaðir í kjölfar taklingarinnar sem og Rússinn Alexander Mostovoi og missir hann af leikn- um í kvöld vegna leikbanns. Markvörður Rússanna, Sergei Ovchinnikov, tekur einnig út leik- bann. Rússar kærðu Giggs til UEFA en knattspyrnusambandið til- kynnti í gær að Giggs mætti leika með Walesmönnum í kvöld en hann verðu kærður vegna atviks- ins. Mark Hughes, þjálfari Wales, sagði að framganga Rússanna hefði miðað að því að eyðileggja það besta í velska liðinu með góðu eða illu. Giggs hefur lítið æft með Wa- lesmönnum vegna meiðsla sem hann hlaut í taklingunni en hann verður leikfær í kvöld. Mark Pembridge er hins vegar meidd- ur og leikur ekki með Wales. ■ Vantaði ástríðuna Ruud van Nistelrooy vill að Hollendingar leggi sig alla fram gegn Skot- um í kvöld. Leikmennirnir fóru ekki eftir leiðbeiningum mínum, sagði Advocaat, þjálfari Hollendinga, eftir fyrri leikinn. FÓTBOLTI „Ég er óánægðastur með að við sýndum enga ástríðu í leiknum gegn Skotum,“ sagði sóknarmaðurinn Ruud van Nistel- rooy. „Ég hef alltaf sagt að Skot- um sé eðlilegt að leika af ástríðu og það sýndi sig á Hampden Park. En það vantar ástríðuna í hol- lenska liðið. Í okkar liði eru of margir sem eru ekki tilbúnir að leggja harðar að sér - leikmenn sem vilja vinna hvað sem það kostar.“ „Þetta gæti orðið martröð. Ég verð þrítugur þegar næsta heims- meistarakeppni fer fram og ég hef enn ekki tekið þátt í loka- keppni á stórmóti,“ sagði Van Ni- stelrooy. „Hvað segir það um mig sem leikmann eða einstakling ef við vinnum ekki á laugardag.“ Jimmy Calderwood, þjálfari Dunfermline Athletic, starfaði lengi í Hollandi. „Þetta er síðasta tækifæri margra leikmanna og þeirra stolt er sært,“ sagði hann um hollenska liðið. „Þeir verða í ham frá byrjun og munu skæja en þannig eru þeir bestir.“ „Ef Skotar halda út til leikhlés snúast áhorfendur gegn Hollend- ingum,“ sagði Calderwood. „En ég held að Skotarnir verði að leika enn betur í Amsterdam en þeir gerðu á Hampden Park.“ Dick Advocaat hefur kallað á Arjen Robben og Wilfred Bouma, leikmenn PSV Eindhoven, inn í leikmannahópinn. Andy van der Meyde, leikmaður AC Milan, verður líklega með en hann féll í yfirlið í sjónvarpsviðtali á mánu- dag. „Við eru fullir sjálfstrausts vegna þess að við sköpuðum fjölda færa í fyrri leiknum og vonandi náum við að nýta þá,“ sagði Pierre van Hooijdonk. „En það verður erfiðara vegna þess að Skotarnir fengu ekki á sig mark í Glasgow og ef þeir skora þurfum við að skora þrisvar.“ Van Hooijdonk eygir mögu- leika á sæti í liðinu því Patrick Kluivert og Ruud van Nistel- rooy náðu ekki saman í leiknum í Glasgow of fengu á baukinn í hollenskum fjölmiðlum eftir leikinn. Kluivert er þess samt fullviss að þeir eigi eftir að ná saman og muni leggja sitt að mörkum svo Hollendingar vinni Skota og komist til Portúgals. Dick Advocaat var öskuillur út í fjölmiðlana. „Það var ekkert rangt við taktíkina, það voru leikmennirnir sem fóru ekki eft- ir leiðbeiningum mínum,“ sagði Advocaat. ■ NBA-deildin: Skipt í þrennt KÖRFUBOLTI Stjórn NBA-deildar- innar í körfubolta samþykkti í gær að þrískipta Vestur- og Aust- urdeildinni en þær hafa alltaf ver- ið spilaðar í tveimur riðlum til þessa. Nýtt lið mun auk þess bætast í hópinn á næsta tímabili þegar Charlotte Bobcats verður 30. liðið í NBA. Charlotte liðið spilar í Austur- deildinni og fyrir vikið er lið New Orleans Hornets fært yfir í Vest- urdeildina. Hornets léku áður í Charlotte áður en þeir fluttu til New Orleans fyrir tveimur árum. Liðin spila fjórum sinnum við lið- in í sínum riðli, þrisvar eða fjór- um sinnum við liðin í sömu deild og tvisvar við liðin í hinni deild- inni. Sigurvegarar hvers riðils fá sæti í úrslitakeppninni og hin fimm sætin fá liðin með besta sig- urhlutfallið á eftir þeim. ■ Evrópukeppni bikarhafa: Frakklandsferð í boði fyrir Hauka HANDBOLTI Haukar keppa nú að því að tryggja sér sæti í Evrópu- keppni bikarhafa í handboltanum en liðin sem hafna í þriðja sæti riðlanna í riðlakeppni meistara- deildar fá að spreyta sig í Evrópu- keppni bikarhafa. Haukar eru núna í 3. sætinu í B-riðli eftir eins marks sigur, 34-33, á Vardar Skopje á dögunum og haldi þeir sætinu mæta þeir franska liðinu US Creteil í Evrópukeppni bikar- hafa í desember. Creteil sló Bregenz, lið Dags Sigurðarsonar, út úr keppninni í síðustu umferð. Úrslitaleikurinn um þriðja sæt- ið í B-riðli verður út í Makedóníu 30. nóvember og nægir Haukum þar jafntefli en Vardar nægir að vinna með einu marki skori Hauk- ar minna en 33 mörk í leiknum. Drott sem sló út HK um helgina mætir liðinu í þriðja sæti í H-riðli en þar er sem stendur tékkneska liðið HC Banik Karvina. ■ Marcel Desailly: Endar á heimaslóð FÓTBOLTI Fyrirliði franska lands- liðsins í knattspyrnu, Marcel Des- ailly, sem hefur leikið í tíu ár utan heimalands síns, ætlar sér að enda ferillinn í frönsku úrvals- deildinni þegar samningur hans við Chelsea rennur út árið 2005. „Ég hef framlengt samning minn við Chelsea til 2005 en síðan ætla ég mér að spila heima og það er ekkert sem getur fengið mig til að spila áfram á Englandi eða snúa aftur til Ítalíu,“ sagði þessi 34 ára miðvörður við franska knattspyrnutímaritið France Football í gær. Desailly fór frá Olympique Marseille til AC Milan í nóvember 1993 og lék þar í fimm ár áður en hann gekk til liðs við Chelsea 1998. Desailly hefur leikið 111 lands- leiki fyrir Frakkland. ■ WALES - RÚSSLAND Gary Speed, fyrirliði Wales, í baráttu við Rússann Dmitry Bulykin í fyrri leik þjóðanna á laugardag. Evrópumeistarakeppnin 2004: Giggs leikfær HOLLAND - SKOTLAND Edgar Davids og Barry Ferguson börðust um yfirráð á miðjunni í leiknum á Hampden Park á laugardag. Ferguson segist hlakka til að mæta Davids í Amsterdam í kvöld. HAUKAR Keppa við US Creteil í Evrópukeppni bikarhafa nái þeir þriðja sæti í B-riðli Meistaradeildarinnar. NÝ RIÐLASKIPTING NBA Austurdeildin: Suður-austur riðill: Atlanta Hawks, Charlotte Bobcats, Miami Heat, Orlando Magic og Washington Wizards. Miðriðill: Chicago Bulls, Cleveland Cavaliers, Detroit Pistons, Indiana Pacers og Milwaukee Bucks. Atlantshafsriðill: Boston Celtics, New Jersey Nets, New York Knicks, Phila- delphia 76ers og Toronto Raptors. Vesturdeildin: Suð-vestur riðill: Dallas Mavericks, Hou- ston Rockets, Memphis Grizzlies, New Oreleans Hornets og San Antonio Spurs. Norð-vestur riðill: Denver Nuggets, Minnesota Timberwolves, Portland Trail- blazers, Seattle Supersonics og Utah Jazz. Kyrrahafsriðill: Golden State Warriors, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clipp- ers, Phoenix Suns og Sacramento Kings. ALLEN IVERSON Philadelphia 76ers munu leika í Atlantshafsriðli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.