Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 30
30 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR Systir mín vinnur á hár-greiðslustofunni Skala og vinnufélagarnir afhentu mér þessa mynd af henni,“ segir Svava Hrafnkelsdóttir. „Það hef- ur oft verið talað um að hún sé lík Elínu Hirst og þessi mynd ætti að sanna að hér eru á ferðinni ósviknir tvífarar,“ segir Svava og hlær. „Er þetta einhver grikkur?“ segir Helena Kristbjörg Hrafn- kelsdóttir þegar blaðamaður inn- ir hana eftir líkingunni. „Við erum kannski ekkert svo ósvip- aðar en ég var á sínum tíma talin lík fréttakonunni Sigrúnu Stef- ánsdóttur. Ég held að það hafi verið út af því að við áttum eins gleraugu,“ segir Helena sem tel- ur spaugið vera í anda móralsins á hárgreiðslustofunni. „Við erum að gera heimasíðu fyrir hár- greiðslustofuna og þess vegna var þessi myndataka. Vinnufé- lagarnir eru mikið búnir að hlæja að þessu.“ Svava, systir Helenu, segir fólkið á hárgreiðslustofunni vinna einstaklega gott starf: „Þau hafa til dæmis tekið upp þann sið að gefa andvirði eins dags vinnu til góðgerðamála fyr- ir jólin. Um daginn gáfu þær heitan pott á Barðastæði en það er sambýli fyrir þroskahefta. Þeim var boðið í opnunarpartí og þegar þau mættu höfðu þau keypt sérmerkt handklæði handa öllum íbúum sambýlisins.“ ■ Íhaust hefur viðrað vel á gestiUmhverfisfræðsluseturs Land- verndar í Alviðru. Lokið er haust- dagskrá Alviðru, Náttúran í haustskrúða, sem stóð frá 25. ágúst til 31. október. Dagskráin var fullbókuð í ár eins og undan- farin ár og hafa grunnskólabörn víðsvegar af landinu hafa heim- sótt Alviðru í ár. Í desember verður í Alviðru dagskrá með þjóðlegu ívafi sem ber yfirskriftina „Bráðum koma jólin“ og stefnt er að því að söng- ur, leikir og gleði muni ráða ríkj- um í Alviðru á jólaföstu. Dagskrá- in er einkum ætluð börnum á yngsta og miðstigi grunnskóla og er hugsuð sem nýtt innlegg í jóla- undirbúninginn. ■ Gott haust í Alviðru ...fær Steingrímur Sævarr Ólafs- son fyrir skúbb og góðar fréttir á vef sínum frettir.com. Hrósið TVÍFARAR Vinnufélagar Helenar Kristbjargar á hárgreiðslustofunni Skala telja Helenu vera ósvikinn tvífara Elínar Hirst Alveg eins og Elín Rafmengun og krabba- mein í dag Bankarnir græða 25 milljarða Jón Ólafsson í bíó með Karli Bretaprins Óku út í sjó Leikararnir Stefán Jónsson ogJón Gnarr lentu um helgina í lífsháska þegar bíll þeirra flaug niður grjóturð í Eyjafirðinum og hafnaði tugi metra út í sjó. „Það er guðs mildi að við sluppum lifandi úr þessu,“ sagði Stefán þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Stefán og Jón voru á heimleið úr Freyvangsleikhúsinu þar sem þeir sýndu norska leikritið Elling. Óhappið var þegar þeir nálguðust brúna til Akureyrar. „Ég hafði skipst á að setja háu og lágu ljósin á, enda umferð að koma á móti,“ segir Stefán sem sat við stýrið. „Ég vissi ekki fyrr en það koma vegamót og það eina sem ég gat gert var að bremsa. Ef ég hefði beygt hefði bíllinn oltið.“ Bílaleigubíll þeirra félaga þaut áfram upp háa grjóturð án þess að Stefán fengi nokkuð við ráðið. „Við endasentumst niður í fjöru og end- uðum eina 20 metra út í sjó,“ segir Stefán. „Það er guðs mildi að við sluppum lifandi úr þessu. Við stig- um út úr bifreiðinni og óðum í land.“ Það vildi þeim félögum til happs að ung stúlka áttileið hjá. Hún hleypti þeim inn í bíl á meðan beðið var eftir lögreglunni, sem kom ekki fyrr en hálftíma seinna vegna mistaka. Á með- an á biðinni stóð óð Stefán aft- ur út í sjó til að sækja búninga sem voru enn í bílnum. „Það hafði myndast svona lítið Halló Akureyri þarna því fólk vildi sjá hvað væri um að vera. Þegar ég sá að það var byrjað að flæða inn í bílinn óð ég aftur út í og náði í búning- inn og töskuna mína,“ segir Stefán. Þeim félögum varð ekki meint af volkinu og þurftu ekki að fara í skoðun á eftir. „Þetta var svona stund þar sem maður horfir inn í eilífð- ina. Þarna vorum við á þess- um þröskuldi og það er eigin- lega kraftaverk að við skyld- um lifa þetta af og vera heilir á húfi,“ sagði Stefán. ■ Í FLUGI Ryanair býður ókeypis flug til fjölmargra borga og borga að auki smávegis af flug- vallarsköttum. Borga með flugi FLUG Breska lággjaldaflugfélagið Ryanair bíður nú eina milljón ókeypis sæta og greiðir jafnframt eina evru eða eitt pund af flug- vallargjöldum farþega, hvora leið. Ryanair er með framhaldsflug til fjölmargra borga í Evrópu, svo sem Brüssel, Barcelona og Milan. Íslendingar ættu því að geta kom- ist út í heim fyrir lítinn pening. Tilboðið gildir til miðnættis 20. nóvember og aðeins er hægt að bóka á Netinu, á slóðinni www.ryanair.com ■ VÍDALÍN Staðurinn hefur verið endurnýjaður og verður opnaður í lok nóvember. Vídalín end- urnýjaður SKEMMTANALÍF Vídalín gengur nú í endurnýjun lífdaga. Að sögn Ragnars Halldórssonar, sem keypti reksturinn í sumar, verður staðurinn opnaður með nýju sniði í lok nóvember. „Við ætlum að reka kaffihús í elsta hluta hússins á virkum dögum. Á kvöldin verð- ur menningarstarfsemi sinnt. Um helgar verður svo barinn opinn fram á nótt,“ segir Ragnar sem ætlar þó að breyta markhópi stað- arins aðeins. „Við ætlum að höfða til eldra fólks, þeirra sem nú sitja á Næsta bar til dæmis,“ segir Ragnar. Á Næsta bar er engin tón- list leikin en tónlistin mun samt óma á Vídalín - bara ekki of hátt stillt. Staðurinn verður opinn um helgar þar til hann opnar með breyttri ásjónu. ■ Í ALVIÐRU Vel hefur viðrað á gesti Alviðru í haust. STEFÁN JÓNSSON Eftir atvikið ræddu þeir Stefán og Jón um eilífðina til tvö um nóttina. Þeir voru heppnir að sleppa lifandi úr lífsháska. Kraftaverk STEFÁN JÓNSSON OG JÓN GNARR ■ Sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra endasentist tugi metra út í sjó. Kraftaverk að þeir skyldu lifa af. BÍLLINN Rífa þurfti innan úr bílnum til að laga hann eftir óhappið. M YN D S . S AL VA R SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M M YN D /O D D S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.