Fréttablaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 29
25MÁNUDAGUR 29. desember 2003 ÚTSALAN ER HAFIN SMÁRALIND Bandaríska Óskarsakademíanhefur ákveðið að sniðganga Matrix-framhaldsmyndirnar tvær í flokknum um bestu brellurnar. Hafa tíðindin vakið mikla undran í Bandaríkjunum. Þær sjö myndir sem munu keppa um lokasætin þrjú á Óskarsverðlaununum á næsta ári eru: Hringadróttinssaga, Hulk, X-men 2, Master and Comm- ander, Peter Pan, Pirates of the Caribbean og Terminator 3. Fyrsta Matrix-myndin hlaut á sínum tíma fern Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu brellur. Vonuðust Wachowski-bræður eft- ir því að endurtaka leikinn á næsta ári en svo verður ekki þrátt fyrir að gífurlegum fjárhæðum hafi verið varið í myndirnar. ■ GEIMSTÖÐIN Nokkurs konar geimstöð hefur verið opnuð í Bremen í Þýskalandi og una gestir og gangandi sér vel við herlegheitin. LeikarinnRussell Crowe og eigin- kona hans Dani- elle Spencer hafa eignast heilbrigðan lít- inn dreng. Crowe, sem er 39 ára og þekkt- ur fyrir hlut- verk sitt í myndinni Gladiator, kvæntist Spencer þann 7. apríl á þessu ári. Söngvararnir Michael Andrewsog Gary Jules komust á topp breska jólavin- sældalistans með lagið Mad World After eftir Tears For Fears. Hljóm- sveitin The Darkness var skammt undan í öðru sæti með jólalag sitt og feðginin Ozzy og Kelly Osbourne náðu þriðja sæti með lagið Changes. Hljómsveitin The Cure erbyrjuð að taka upp sína tólftu plötu í hljóðveri í Lundúnum. Platan, sem á að koma út næsta sum- ar, verður víst í þyngri kantinum. Þegar hafa 27 lög verið samin sem á eftir að velja úr. Upptökustjóri er Ross Robinson, sem er þekktast- ur fyrir samstarf sitt með rokksveitunum Korn, Limp Bizkit og Slipknot. Leikkonan suður-afrískaCharlize Theron lenti í skær- um við ljósmyndara á dög- unum ásamt vini sínum. Atvikið átti sér stað eft- ir frumsýningu á myndinni Monster þar sem Theron fer með aðalhlutverk- ið. Ljósmyndarinn ætlaði að taka mynd af stjörn- unni en vinur hennar var ekki á þeim buxunum. Hann segir að ljós- myndarinn hafi hrækt í andlitið á Theron þegar hann fékk ekki að taka myndirnar en ljósmyndarinn segir að vinur hennar hafi sparkaði í fótinn á sér. Theron mun vera í öngum sínum vegna atviksins. Rokkfjölskyldan The Os-bournes bauð stórstjörnum á borð við Britney Spears og Mike Myers í jólaþátt sinn sem var tekinn upp skömmu áður en Ozzy lenti í slysinu lífs- hættulega. Í þættinum syngur rokk- arinn m.a. dúett með söng- konunni Jessica Simpson auk þess sem 20 tonn af gervisnjó koma við sögu. Fréttiraf fólki Enginn Óskar handa Matrix TRINITY Tilþrifin í Matrix-framhalds- myndunum vöktu ekki hrifningu hjá Óskarsakademíunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.