Fréttablaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 4
4 29. desember 2003 MÁNUDAGUR
Fórst þú í messu um jólin?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig verður nýja árið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
60,8%
39,2%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Evrópa
■ Asía
Opnað fyrir fleirum
en vélstjórum einum
Vélstjórar lýsa þungum áhyggjum vegna stöðugrar fækkunar í far-
mannastétt. Þeir kalla eftir utanaðkomandi aðgerðum sem tryggi bæði
íslenskt eignarhald á kaupskipum og íslenska mönnun.
VÉLSTJÓRAFÉLGIÐ „Við gerum tillög-
ur um að félagið verði opnað,
þannig að við getum tekið inn
fleiri en þá sem uppfylla skilyrði
um vélstjórnarmenntun. Það hef-
ur þegar orðið geysilega mikil
fækkun á sjón-
um og við sjáum
fyrir okkur að
það muni fækka
enn frekar, verði
ekkert að gert.
Við rekum ekki
öflugt hags-
munafélag nema
vera með ákveð-
inn félaga-
fjölda,“ sagði
Helgi Laxdal,
formaður Vélstjórafélags Íslands.
Á aðalfundi félagsins í gær var
samþykkt lagabreyting sem gerir
kleift að taka inn í Vélstjórafélag-
ið tæknimenntaða menn og konur
sem vinna á svipuðum forsendum
og félagsmenn Vélstjórafélagsins
gera í dag. Helgi segist alls ekki
útiloka samvinnu eða sameiningu
við önnur hagsmunasamtök.
„Það á auðvitað að skoða alla
kosti og ég hafna ekki fyrir fram
slíkum hlutum. Við viljum fyrst
og fremst vera í góðri samvinnu
við önnur félög og ef það stæði til
boða að sameinast öðrum félög-
um, til sjós eða lands, þá hafna ég
því ekki,“ sagði Helgi.
Í ályktun sem aðalfundur vél-
stjóra samþykkti er þungum
áhyggjum lýst vegna stöðugrar
fækkunar í farmannastétt. Aðal-
fundur vélstjóra telur einsýnt að
án utanaðkomandi aðgerða muni
sama þróun halda áfram og valda
ómældu tjóni, bæði fyrir íslenska
farmenn og íslenskt samfélag. Þá
segir að störf farmanna séu ekki
bara þeirra einkamál, störf far-
manna snerti þjóðarheildina og séu
óumdeilanlega hluti af okkar
menningarsamfélagi og sjálfstæði.
„Fyrir eyþjóð sem verður, legu
sinnar vegna, að nýta hafið að
stærstum hluta til flutninga til og
frá landinu, er öflug farmanna-
stétt ein forsenda sjálfstæðis,“
segir í ályktun aðalfundar Vél-
stjórafélagsins.
Lagt er til að stjórnvöld og
hagsmunaaðilar móti sameigin-
lega stefnu sem tryggi bæði ís-
lenskt eignarhald og íslenska
mönnun skipanna. Í þeim efnum
verði horft til aðgerða nágranna-
þjóðanna, einkum Dana. Enn
fremur er lagt til að stjórnvöld
létti umframálögum af eigendum
kaupskipa.
the@frettabladid.is
VOPNAÐIR VERÐIR Vopnaðir lög-
reglumenn verða um borð í
sumum breskum farþegaflug-
vélum. Breska ríkisstjórnin
greindi frá þessu í gær og tiltók
aukinn viðbúnað Bandaríkja-
manna vegna hryðjuverkaógna
sem ástæðuna fyrir þessu. Ekki
verður gefið upp í hvaða flug-
vélum vopnaðir lögreglumenn
verða um borð.
SKAUT KONU OG SON 74 ára
gamall grískur karlmaður skaut
eiginkonu sína til bana og særði
sjálfan sig og lamaðan son sinn
lífshættulega. Kona mannsins
hafði verið rúmliggjandi eftir
hjartaslag. Maðurinn skildi eftir
skilaboð og fé til að standa
straum af útfararkostnaði.
Einar K. Guðfinnsson:
Veikir spari-
sjóðakerfið
STJÓRNMÁL Einar K. Guðfinnsson,
þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokks, segir brotthvarf SPRON
úr samstarfi sparisjóða skilja eft-
ir mikið skarð og vandfyllt þannig
að sparisjóðakerfið veikist. Það sé
þvert á það sem þörf sé á.
„Þeir þurfa að verða fjórði val-
kosturinn í fjármála- og banka-
þjónustu einstaklinga og fyrir-
tækja. Til þess að standast snún-
ing í þeirri samkeppni sem er til
staðar á tilteknum sviðum þurfa
sparisjóðirnir að sameinast og
stækka,“ segir Einar í pistli á vef
sínum. „Það væri óhappaverk ef
sparisjóðirnir hyrfu úr flórunni.
Þeir hafa mikilvægu hlutverki að
gegna og í þessu nýja risasamfé-
lagi íslenska bankaheimsins þurfa
þeir að vera til staðar.“ ■
KVIKNAÐI Í ÍBÚÐ Eldur tók á móti
eldri konu þegar hún opnaði dyr
að íbúð sinni á Sauðárkróki á
laugardagskvöld. Eldur hafði
kviknað í íbúðinni meðan konan
var úti við. Eldurinn reyndist
hins vegar ekki mikill og gekk
slökkvistarf vel. Einhverjar
skemmdir urðu á innbúi og hús-
næði en engin meiðsl á fólki.
HANDTÖKUR Í PAKISTAN Lög-
reglan í Pakistan hefur handtek-
ið fjölda manns í tengslum við
misheppnað morðtilræði við
Musharraf forseta á jóladag, en
þá slapp hann naumlega þegar
tvær öflugar sprengjur sprungu
á leið hans um Rawalpindi.
Fimmtán manns fórust í spreng-
ingunum, þar á meðal þrír
sjálfsmorðsliðar.
HREINSUN HAFIN Hreinsun er nú
hafin á gasvinnslusvæðinu í
Chongqing í suðvesturhluta Kína
eftir gassprenginguna á þriðju-
dag sem varð 198 manns að bana
auk þess sem flytja þurfti nærri
tíu þúsund manns á sjúkrahús
vegna gaseitrunar og brunasára.
Steinsteypu var hellt í gaslindina
til að loka fyrir lekann.
HERT EFTIRLIT Yfirvöld í Kína,
Hong Kong og Taívan hafa hert
allt eftirlit með ferðamönnum
eftir HABL-tilfellið sem upp kom
í Guangdong-héraði í suðurhluta
Kína fyrr í mánuðinum. Að sögn
kínverskra stjórnvalda er maður-
inn í einangrun en á batavegi.
BÍLFLAKIÐ
Talið er að sjálfsmorðsliðinn hafi sprengt
sig í bíl sínum þegar lögreglan reyndi að
handtaka hann.
Sjálfsmorðsárás í Kabúl:
Sex manns
létu lífið
AFGANISTAN Að minnsta kosti fimm
liðsmenn afgönsku öryggissveit-
anna, þar á meðal yfirmaður þeirra,
fórust og margir aðrir slösuðust illa
þegar sjálfsmorðsárásarmaður
sprengdi sig upp í nágrenni flug-
vallarins í Kabúl í Afganistan í gær.
Að sögn talsmanns lögreglunnar
í Kabúl tókst sjálfsmorðsliðanum,
sem var útlendingur, að fela
sprengju innanklæða og sprengdi
hann hana inni í lögreglubíl eftir
handtöku.
Mikil öryggisgæsla er nú í Kabúl
vegna þings afganska þjóðarráðs-
ins, sem skipað er 500 trúar- og hér-
aðsleiðtogum, en þeir funda stíft í
höfuðborginni þessa dagana um
framtíð Afganistans.
Skæruliðahreyfing talíbana hef-
ur lýst ábyrgð á árásinni og hóta
þeir að halda sjálfsmorðsárásum
áfram. ■
■ Eldsvoði
SPÁ Davíð Oddsson lætur af emb-
ætti forsætisráðherra en heldur
áfram í pólitík í fjögur til sex ár
og Ólafur Ragnar Grímsson gefur
áfram kost á sér í embætti forseta
og verður endurkjörinn. Svo spáir
völva Vikunnar fyrir um atburði
næsta árs.
Um aðra stjórnmálamenn segir
völvan að Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna,
vaxi fremur en hitt, en því sé öfugt
farið með Össur Skarphéðinsson,
formann Samfylkingar.
Varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli verður áfram til staðar í árs-
lok, þó í minnkaðri mynd sé, en
verður líklega alveg horfið innan
tveggja ára. Varnir landsins munu
í framtíðinni frekar tengjast Evr-
ópu en Bandaríkjunum.
Völvan segir að tvö stór hneyksl-
ismál komi upp á árinu, annað teng-
ist banka en hitt stóru fyrirtæki á
vinnumarkaði. „Það hriktir í stoð-
um og þetta á eftir að koma við sið-
ferðisvitund þjóðarinnar.“
Íþróttamenn koma til með að
gera það gott á árinu og völvan er
ekki frá því að Ísland vinni að
minnsta kosti tvenn gullverðlaun
á ólympíuleikunum í Aþenu. ■
VÖLVUSPÁIN 2004
Sér fyrir tvo sjóskaða og þrjú snjóflóð, eitt
lítilsháttar en tvö stærri.
Völva Vikunnar spáir Íslandi gulli á ólympíuleikunum:
Ólafur Ragnar og Davíð áfram
Maður ársins:
Jón Helgi
verðlaunaður
ATHAFNALÍF Tímaritið Frjáls versl-
un hefur valið Jón Helga Guð-
mundsson mann ársins í íslensku
viðskiptalífi. Í grein um Jón
Helga í nýjasta tölublaði tímarits-
ins segir að félagið sem hann veit-
ir forystu, Byko, hafi vaxið gríð-
arlega á síðustu árum.
Það var Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra sem veitti Jóni
Helga viðurkenninguna við hátíð-
lega athöfn á Hótel Sögu í gær.
Þetta er í sextánda sinn sem
Frjáls verslun útnefnir mann árs-
ins en árið 2002 voru það aðstand-
endur Samsonar sem hlutu nafn-
bótina. ■
MAÐUR ÁRSINS
Jón Helgi í Byko er maður ársins að mati
Frjálsrar verslunar. Geir H. Haarde veitti
honum viðurkenningu af því tilefni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
„Við sjáum
fyrir okkur að
það muni
fækka enn
frekar, verði
ekkert að
gert.
VILJA OPNA FÉLAGIÐ
Aðalfundur Vélstjórafélags Íslands samþykkti í gær að taka inn í félagið fleiri en þá sem uppfylla skilyrði vélstjórnarmenntunar. Vélstjórar
hafa þungar áhyggjur af stöðugri fækkun félagsmanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SVEITARSTJÓRNARMÁL Kennarar í
Þykkvabæjarskóla fengu miklum
mun rausnalegri desemberuppbót
heldur en aðrir kennarar í sveitar-
félaginu. Þeir fengu 250 þúsund
krónur aukalega í desember en
starfsmenn hinna grunnskólanna
í Rangárþingi - ytra, Helluskóla
og Laugalandsskóla, fengu ein-
ungis 40 þúsund krónur.
Mismunurinn mun vera staðar-
uppbót sem samið hafði verið um
við kennara í Þykkvabæjarskóla
fyrir nokkrum árum, fyrir sam-
einingu sveitarfélaganna. Nokkur
óánægja er meðal kennara vegna
þessa máls og er vísað til þess að
sérstök nefnd hafa fjallað um
samræmingu á starfskjörum inn-
an bæjarfélagsins frá því í ágúst
árið 2002.
Guðmundur Ingi Guðmunds-
son, sveitarstjóri í Rangárþingi -
ytra, segir að nú sé unnið að
stefnumótunarvinnu á vegum
hreppsins þar sem meðal annars
sé til skoðunar samræming á
hlunnindum og starfsskilyrðum
starfsmanna sveitarfélagsins.
Hann gerir ráð fyrir að tillögur
þess efnis muni liggja fyrir á
fyrsta ársfjórðungi næsta ár.
Hann segir að ákveðið hafi ver-
ið að breyta ekki greiðslum til
kennarana núna fyrir jól. „Það var
í þeim anda að gera ekki breyting-
ar á kjörum eftir sameiningu
mjög bratt heldur taka það á ein-
hverjum tíma,“ segir hann. Hann
segir að ekki megi gleyma rétti
þeirra starfsmanna sem hafi
samið um þessi tilteknu kjör. ■
AF HELLU
Kennarar í Rangárþingi ytra búa við afar
misjöfn kjör en unnið er að samræmingu.
Mikill kjaramunar á milli kennara í sama sveitarfélagi:
Unnið að samræmingu starfskjara