Fréttablaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR Útsalan hefst í dag!
30-50%
afsláttur af öllum vörum
Smáralind
Kópavogi
2003
www.gunnimagg . i s
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma
Burtséð frá þeim fréttum semdynja á manni daglega af inn-
lendum vettvangi hefur maður ærna
ástæðu til þess að hafa áhyggjur af
gangi mála í víðara samhengi, því að
öll erum við jú ein fjölskylda sem
byggjum þessa plánetu. Hvað eftir
annað hefur manni svelgst á
morgunkaffinu yfir þeim ósköpum
sem ganga á í útlandinu. Reyndar
byrjaði árið nokkuð friðsamlega og á
nýársdag tók Lula da Silva (Lúlli frá
Skógum) við forsetaembætti í Bras-
ilíu, en hann er sagður vera „maður
fólksins“, og miðað við hvað Banda-
ríkjamenn eru uppteknir í Írak og
Afganistan er ekki víst að þeir gefi
sér tíma til að myrða hann eins og
Allende forðum og aðra suður-
ameríska leiðtoga sem vilja vera
alvöru sjálfstæðismenn.
FYRSTA STÓRSLYS ársins var
þegar geimferjan Kólumbía fórst
með 7 manns innanborðs 1. febrúar.
Hinn 14. febrúar var svo Zoran
Djindjic forsætisráðherra Serbíu
myrtur. Og 20. mars byrjaði hið
margauglýsta innrásarstríð í Írak,
en því lauk að nafninu til 9. apríl
þegar Bagdad féll og Saddam
Hússein faldi sig í jarðhýsi.
FYRIR þá sem ekki kippa sér upp
við fregnir af manndrápum, styrj-
öldum og hungursneyðum utan ís-
lenskrar landhelgi kom þó sem
reiðarslag sú fregn að David Beck-
ham væri hættur í Manchester
United og genginn til liðs við Real
Madrid, það var 18. júní. Údæ og
Kúsæ, synir Saddams, voru drepnir í
Bagdad 22. júlí og enn eitt illmenni
kvaddi veröldina 16. ágúst þegar Ídí
Amín, fyrrum harðstjóri í Úganda,
andaðist á sóttarsæng í Arabíu.
SORGARFREGN barst frá Svíþjóð
11. september, en þá myrti geðveik-
ur maður Önnu Lindh utanríkisráð-
herra á förnum vegi. 8. október var
vaxtarræktarmaðurinn Arnold
Schwarzenegger kosinn ríkisstjóri í
Kaliforníu. Og 14. desember fundu
Bandaríkjamenn loksins Saddam
Hússein, og töldu þá mest aðkallandi
að láta það verða sitt fyrsta verk að
leita honum lúsa.
ÞETTA SKELFILEGA registur yfir
minnisstæðar hörmungar á liðnu ári
sýnir með hvílíkum harmkvælum
mannkynið fetar sína þróunarbraut
og með það í huga verða þau vanda-
mál sem við eigum við að etja hérna
á eyjunni tiltölulega viðráðanleg.
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna!