Tíminn - 18.07.1971, Síða 3

Tíminn - 18.07.1971, Síða 3
SCNNUnáÆCR 18. júlí 1971 TIMINN 15 Kaflar úr ræðu Guðmundar G. Þórarinssonar um reikninga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1970 og hluti umræðna: GREIDSLUSTAÐA BORGAR- SJÓDS ER BLEKKING - Greiðsluhalli borgarsjóðs 32,3 milljónir króna EB-Reykjavík, laugardag. Þegar fjallaS var um reikn- inga Reykjavíkurborgar fyrir árið 1970 á borgarstjórnar- fundi s.l. fimmtudagskvöld, gagnrýndi Giðmundur G. Þórarinsson (F) þá harSlega. Fara hér á eftir kaflar úr ræSu hans, og ennfremur orðaskipti milli hans og Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Guðmundur G. Þórarinsson sagði m.a-: „Það scm fyrst vekur athygli við reikninga borgarinnar fyrir árið 1070 er hinn mikli greiðslu- halli, sem nemur 32,3 milljónum kr. Allt geymslufé, vegna óeyddra fjárveitinga hefur verið notað, og þar myndast skuld að upphæð 14,3 millj. kr. Lántökur hafa farið veru lega fram úr áætlun og orðið 115,8 millj. kr. í stað 37 millj. í áætlun, en jafnframt hafa skuldir borgarsjóðs við hinar ýmsu stofn- anir borgarinnar aukizt mjög, t.d. hafa skuldir við Malbikunarstöð aukizt um ca. 10 millj. kr., við húsatryggingar um ca. 24 millj. kr. við hitaveitu ca. 10 millj. kr., við rafmagnsveitu ca. 14 millj. kr. o.s.frv. Oft hefur verið deilt um þá tekjuöflun borgarsjóðs, að • taka 4% arð af hreinni eign hinna ýmsu stofnana. Sá tekjustofn nam nú um 32 millj. kr., en að þessu sinni hefur borgarsjóður auk þess orðið að ganga verulega á sjóði fyrirtækjanna. Greiðslustaða borg- arsjóðs hefur versnað og virðist mér þó að mat veltufjármuna í reikningum, sé vægast sagt vafa- samt og jafnvel hrein blekking, og er greiðslustaða mun lakari en látið er í veðri vaka. Vert er að geta þess, að reikn- ingur liggur nú seint fyrir — og alltof seint, og skýrsla endurskoð- enda barst borgarfulltrúum ekki í hendur fyrr en á þriðjudag. Tíminn frá þriðjudégi til fimmtu- dags, þegar f jallað er nú um reikn- ingana, er ekki til stórræða, þeg- ar tekið er tillit til þess að borg- arfulltrúar vinna borgarstjórnar- störf sín í aukavinnu. Á síðasta ári, þegar reikningar voru til um- ræðu, var mjög gagnrýnt hversu seint endurskoðunarskýrsla og reikningar lágu fyrir og hafði borg arstjóri þá orð á, að nauðsynlegt væri að bæta úr í því efni, en efndir hafa engar orðið. Endur- skoðendur hafa enn ekki fjallað um svör forstöðumanna stofnana við athugasemdum sínum og er það afleitt. Jafnframt er reikning- urinn ófullkominn, bókhald Iðn- skólans og Borgarspítalans hefur ekki verið endurskoðað o^ fyrir slíku eru engar afsakanir. Uppsetningin er hrein blekking í skýrslu endurskoðenda segir, að greiðslustaða borgarsjóðs hafi versnað, greiðslustaða er þar skýr greind sem brotið: veltufjármunir deilt með skuld til skamms tíma. 1969 var greiðslustaðan 2,23 en 1970 1,77. Segir þar, að uppsetn- ing þessara liða sé ekki óaðfinn- anleg. Að mínu viti er uppsetn- ingin hrein blekking. Veltufjár- munir eru venjulega skýrgreindir sem það fé, sem unnt er að ná inn ■í reksturinn innan eins árs. Stór hluti þeirra fjármuna sem færðir eru sem veltufjármunir, eru þess eðlis að óhugsandi er að ná þeim inn í reksturinn innan eins árs, en jafnframt er stór hluti, millj- óna tugir veltufjármuna, þess eðl- is að óhugsandi er yfir höfuð að þeir innheimtist. Veltufjármunir eru því taldir mörgum milljóna tugum meiri en þeir raunveru- lega eru, og með því móti, er greiðslustaða borgarsjóðs gefin upp miklu betri en hún í rauninni er. Dæmin eru rnörg og óhugsandi að xekja þau öll hér. Ég vil taka nokkur til að skýra málið. Pípugerðin: 25 millj. kr. ættu a3 dragast frá veltu- fjármunum borgarsjóðs Skuld Pípugerðar ReykjaVíkur við borgarsjóð er talin með lán- um til skamms tígia og því færð til veltufjármuna, en lán til skamms tíma eru lán sem væntan- lega innheimtast innan árs. Skuld- in nemur 26,5 millj. kr. Á síðasta ári greiddi Pípugerð borgarsjóði rúmlega hálfa milljón upp í skuld- ina. Mjöig ólíklegt er að mínu viti að Pípugerðinni sé fært að greiða borgarsjóði meira en eina til tvær milljónir á ári í bezta falli og því ættu um 25 milljónir að dragast frá veltufjármunum borgarsjóðs, en það rýrir greiðslustöðuna veru- lega. Raunar er Pípugerðin eitt dæmið um óarðbæra fjárfestingu þ.e. gífurlegt fjármagn er þar bundið sem skilar sáralitlum arði. Korpúlfsstaðir og Framkvæmdasjóður Þannig mætti telja upp mörg dæmi um skuldir borgarstofnana við borgarsjóð, sem taldar eru til skamms tíma, í því augnamiði einu að bæta greiðslustöðu borgar- sjóðs á pappírnum, en ættu að skiptast á fleiri ár. Hitt er þó alvarlegra þar sem fæi'ðar eru til skuldar hjá stofnunum fjárupp- hæðir, sem beinlínis eru rekstr- arfé, sem þegar hefur verið eytt og óhugsandi er að greiddar verði yfir höfuð. Þessar fjárhæðir eru síðan reiknaðar til veltufjármuna og greiðslustaðan þannig bætt. Frægasta dæmið er sennilega Fratnkvæmdasjóður, en þau eru fleiri. Ef litið er t.d. til reiknings fyrir Korpúlfsstaði, sem færð ur er sem sérstakur reikningur fyrir ut- an reikning borgarsjóðs sjálfs, sést að fé, sem þar tapast í rekst- urskostnaði og viðhaldi, er reiknað Korpúlfsstöðum til skuldar við borgarsjóð, en í reikningum borg- arsjóðs er fé þetta fært sem inn- eign borgarsjóðs hjá Korpúlfs- stöðum. Skuldin eykst síðan ár frá ári og er nú rúmlega 10 millj. kr. Það verkar ákaflega hagstætt fyrir borgarsjóð, að reikna fé sem er raunverulega rrkstrarkostnaður til skuldar á hliðarreikningum ákveðinnar stofnunar, en færa það síðan sem eign í reikningum borg- arsjóðs sjálfs. Þessi eyddi rekstrar kostnaður er síðan metinn sem lán til skamms tíma, færður inn sem veltufjármunir og bætir þannig greiðslustöðuna. Óhugsandi er að Korpúlfsstaðir geti greitt þessa skuld. Vextir af þessu fé sem jafnframt eru reiknaðir sem tekjur borgarsjóðs nema nú 870 Guðmundur G. Þórarinsson þúsundum á ári, eða eru nær jafn liáir og heildartekjur Korpúlfs- staða. Það er því hrein blekking að færa 10 millj. kr. skuld Korp- úlfsstaða, sem lán til skamms tíma í borgarreikningum. Nákvæmlega sömu sögu er að segja um skuld Framkvæmdasjóðs við borgarsjóð, en hún nemur rúmlega 93 millj. kr. Sú fjárhæð er færð í reikn- ingum borgarsjóðs til veltufjár- muna, þrátt fyrir staðhæfingar endurskoðenda um, að sjóðurinn muni alls ekki geta greitt þessa fjárhæð. Vextir af skuld Fram- kvæmdasjóðs nema nú um 10 millj. kr. á ári og eru færðir sem tekj- ur borgarsjóðs. Hlýtur að valda borgar- sjóði greiðsluerfiðleikum Rétt er að geta þess, að þessar vaxtatekjur af lánum sem óhugs- andi er að greiðist hljóta að valda borgarsjóði greiðsluerfiðleikum, vegna þess að þær eru reiknaðar með tekjum í fjárhagsáætlun, en eru ímyndaðar tekjur er aldrei skila sér. Svipaða sögu má segja um skuldir íþróttasjóðs við borgarsjóð, en sú skuld nemur um 40 millj. kr. sem er færð í borg- arreikningum sem lán til skamms tíma og leggst því við ^veltufjár- muni og bætir greiðslustöðuna stórlega. í skýrslu endurskoðenda segir hins vegar, að óelilegt sé að færa þessa fjárupphæð til skuld ar hjá íþróttasjóði, þar sem að- eins sé um heimild í lögum að ræða til greiðslu, en ckki laga- lega skyldu. Skýrt dæmi Mér hefur helzt dottið í hug að líkja þessum færslum í reikingum borgarsjóðs við það, að ég ræki sjálfur fyrirtæki sem m.a. ætti jarðýtu. Fyrirtækið ræki jarðýt- una með gífurlegu tapi og tæki þá til bragðs að færa Sérstakan hliðarreikning fyrir jarðýtuna. íekstrartap jarðýtunnar, sem næmi t.d. 10 millj. kr. og gerði það að verkum að fyrirtækið væri nær gjaldþrota, væri í reikningum jarðýtunnar fært sem skuld við fyrirtækið. En í reikn. fyrirtæk- isins kæmi tapið fram sem inn- eign hjá jarðýtunni, þar væri inn- eignin síðan færð, sem lán til skamms tíma, legðist því við veltu fjármuni fyrirtækisins og stór- bætti greiðslustöðu þess. Allir hljóta að sjá að greiðslustaða fyr- irtækisins væri hrein blekking. Þannig er igreiðslustaða borgar- sjóðs fengin, en þessar færslur bæta ekki aðeins greiðslustöðuna, heldur blekkja þær líka að öðru leyti. Raunverulegur resktrarkostn aður er færður sem eign. Raunveruleg greiSsIu- staða borgarsjóðs er 1,3 Það er geysilegt verk að yfir- fara þessa reikninga í held, en reikningarnir eru yfir 370 bls. fyrir utan endurskoðunarskýrsl- ur og athugsemdir. Það er því ekki unnt til neinnar hlítar á svo stuttum tíma, utan venjulegrar vinnu. Ég hef þó gert það að gamni mínu, að reikna gróft út raunverulega greiðslustöðu borgar sjóðs og þá metið skekkjur í reikn- ingum mjög varlega. Veltuf jármun ir borgarsjóðs eru nú taldir um 771 millj. kr. Með lánum til skamms tíma tel é,g óraunhæft að reikna: Frá Pípugerð Reykja- víkur 20 millj. kr., Framkvæmda- sjóði 90 millj. kr., Korpúlfsstöð- um 10 millj. kr., ríkissjóði 50 millj. kr., íþróttasjóði 30 millj. kr. — eða samtals um 200 millj. kr. Greiðslustaðan verður þá 570: 435, sem er=l,3 en það er aldeil- is annað og alvarlegri staða, en reikningur borgarsjóðs gefur upp. Rétt er að geta þess, að við þessa reikninga er ekki nóg að endur- meta teljara brotsins, heldur þarf að skoða nefnarann líka. Þar hef ég fundið miklu minna athuga- vert. Auk alls þessa er alls ekki sam- ræmi í færslum borgarreiknings- ins t.d. er skuld Framkvæmda- sjóðs við borgarsjóð í reikningum borgarsjóðs, færð sem lán '„il skamms tíma og stórbætir þannig greiðslustöðu borgarsjóðs, en í reikningum Bæjarútgerðarinnar er skuld BÚR við Framkvæmda- sjóð, sem er sama skuldin, alls ekki færð sem skuld til skamms tíma og greiðslustaða BÚR þannig stórbætt með þessum misræmi. Þegar ástæðan fyrir greiðsluhallanum er athuguð Ástæðan fyrir hinum mikla greiðsluhalla borgarsjóðs 32,3 miilj. kr. er sögð verð- og launa- hækkanir, sem urðu á árinu 1970. Vissulega væri ástæða til að rann- saka þetta nánar, en málið er bæðí flókið og erfitt og tími lít- ill, ég hef þó að gamni mínu reynt að meta nokkra liði. T.d. var til skólabygginga áætlað fé 97 millj. framkvæmdir námu hins vegar 120,6 milljónum. Byggingarvísi- tala var við gerð fjárhagsáætl- unar í árslok 1969 428 stig. Á miðju ári 1970 var hún 480 stig. Ef gert er ráð fyrir að byggingar framkvæmdir hafi dreifzt nokkuð jafnt á árið, hefðu framkvæmd- ir sem námu 97 millj. kr. á áætl- un, átt að verða 109 millj. kr. í reynd. Eftir standa því 11 millj. kr., sem ekki verða skýrðar með verð- og launahækkunum. Þannig hef ég reiknað hinar ýmsu bygg- ingarframkvæmdir og sýna frávik frá áætlun þá, að framkvæmdir verða að vera bundnar í flestum tilfellum við byggingarvisitölu um 600 stig, til þess að vera skýran- legar með verð- o<r launahækkun- um eingöngu. Byggingarvísitalan er hins vegar í dag ekki nema 535 stig. Af þessu sést að ekki er mikið hald í orðum borgarstjóra um að hækkunum hafi verði mætt með auknum sparnaði. Launahækk anir er hins vegar miklu erfiðara að meta í öðrum þáttum vegna þess að vísitölukerfið breytist á árinu, og launahækkanir hinna einstöku stétta eru mismunandi. Óeðlilegar fserslur tekna Færsla tekna í borgarreikning- um er óeðlileg þar sem útsvör meðlög o.fl. er fært til tekna jafn- óðum og greitt er, en skuldir koma fram sem ótekjufærðar eftirstöðv ar. Reikningurinn gefur því eng- an veginn nægilega glögga yfirsýn, en hann er nú færður eftir 10—11 ára gömlu kerfi, og er í ráði að breyta tekjufærslu með hinu nýja bókhaldskerfi. Sérstaklega þarf að athuga og bæta innheimtur borgarsjóðs í heild, þ.e.a.s. þær innheimtur sem fara fram utan Gjaldheimtunnar, svo sem meðlög, húsaleigu, lóðaleigu, afborganir af- lánum o.fl. Hér virðist vera um geysimiklar fjárhæðir að ræða og segir í skýrslu endurskoðenda að útistandandi leiga nema um 136 millj. kr. Listi yfir meðlagaskuld ara virðist ekki hafa verið til, og sýnir það bezt að ekki er von á góðu. Óeðlilegur kostnaður o.fl. Eins og ég hef áður sagt eru reikningarnir svo gífurlega yfir- gripsmiklir að þeir verða ekki ræddi hér til neinnar hlítar. Mig langar þó til að stinga hér á aðeins örfáum punktum til við- bótar. Oft er rætt um betri vinnunýt- ingu hjá vinnuflokkum borgarinn- ar, með tilliti til þess hve lang- ur tími fari í matartíma og heim- keyrslur. Mér segir svo hugur um að laun verkamannanna séu ekki aðalatriðið i oessu sambandi, heldur hin lélega nýting leigu- tækja og vörubifreiða. Kostnaður við bifreiðir löggæzl unnar er óeðlilegur, en algengt er að rckstrarkostnaður bifreiða þar, sé yfir hálfa milljón og jafn vel á sjöunda hundrað þúsund kr. rekstur einnar bifreiðar. Ljóst er að bifroiðir iögreglunnar eru mik- Framhald á bls. 16.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.