Tíminn - 18.07.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 18.07.1971, Qupperneq 5
ÍUNNUÐAGUR 18. júlí 1971 TIMINN 17 Tilraunaskólinn til fyrri umræðu í borgarstjórn: Ein athyglisverðasta tilraun, sem gerð hefur verið í skólamálum síðari ár — sagði Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í fræðsluráði. EB-Rcykjavík, laugardag. Á fnndi í borgarstjórn s.l. fimmtudagskvöid, voru teknar til fyrri umræðu tillögnr fræðsluráðs Reykjavíkurborgar um stofnun tilrannaskóla á gagnfræða- og menntaskólastigi. Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, skýrði álit for- manns fræðsluráðs, Kristjáns J. Gunnarssonar, á tillögunum, en auk hans tók til máls Alfreð Þor- steinsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í fræðsluráði, og gerði grein fyrir afstöðu sinni til til- laganna. Fer hluti af ræðu Alfreðs Þorsteinssonar hér á eftir: Satt bezt að segja, leizt mér ekki sérlega vel á hugmyndina um tilraunaskóla í upphafi, taldi ekki hyggilegt að safna öllum nemendum á framhaldsskólastigi undir einn hatt til kennslu í ólík- um greinum. Hvort tveggja var, að ég taldi ýmsa annmarka á framkvæmd slíkrar kennslu, auk þess, sem ég óttaðist, að viss stétta skiptiHff gæti skapazt innan slíks skóla. Þannig myndu nemendur á háskólabraut hafa nokkra sér- stöðu og forréttindi umfram aðra nemendur skólans, t.d. þá, sem veldu sér iðnaðar- og iðjubraut, og þessar síðar nefndu braut- ir yrðu afskiptar. En eftir því, sem málið þróað- ist í inéðföííms fræðsluráðs,, varð mér æ betur-.ljóst, að. kenningÍH- um stéttaskiptingu innan skólans væri röng. Þvert á móti er ljóst, að lögð verður mikil áherzla á það, að gera námsbrautum jafn hátt undir höfði og dregið úr þvi vanmati og vanrækslu á tiltekn- um námsbrautum, sem skipting námsbrauta milli ólíkra og að- skildra skólagerða virðast jafnan hafa í för með sér, eins og getið er um í greinargerð með tillögu um skólann. Spyrja má, hvað sé unnið við að sameina almennt framhaldsnám í einni kennslustofnun. Kostimir em augljósir. Það er ekki ein- ungis stefnt að hagkvæmara ytra skipulagi heldur stefnt að því, að AlferS Þorsteinsson gera breytingar á innri starfsemi skólans — ekki breytingar breyt- inganna vegna — heldur lireyt- ingar í þá átt, að auka jafnrétti nemenda, gefa þeim frjálsari hendur um námsval — og um- fram allt, að sinria sérþörfum nem- enda. Þannig er það markmið skólans að laða það bezta fram hjá hverjum ein^pkJipgi í þeim •filgapgj að . þúa . hann sem bezt .upffjrfhagnýt.syjr^ í þjóðfélaginu. Mér finnst það ekki síát mikils- vert, að gert er ráð fyrir því, að við skólann starfi náms- og starfsráðgjafar í þeim tilgangi að leiðbeina nemendum um náms- lciðir með þarfir atvinnulífsins í huga. Þannig mun verða leitað til vinnuveitenda um samvinnu um atvinnukynningu, sem þátt af náms- og starfsráðgjöf skólans, þ. á.m. skipulagða vinnumiðlun í sumarleyfum, en auk þess er mjög líklegt, að starfsþjálfun á vinnu- stað verði hluti af náminu á sum- um námsbrautum. Þannig veröur stefnt að því að hafa lifandi tengsl milli skóla og atvinnulífsins, en nokkuð hefur skort á, að svo hafi verið. Er ein- mitt vikið að því í greinargerð- inni með tillögunni, að skólamir hafi dregizt aftur úr þróun at- vinnuveganna og að efling hvers konar starfsmenntunar, ekki sízt á framhaldsskólastiginu, sé þjóð- inni efnahagsleg nauðsyn. Er þetta sizt of sterkt að orði kveðið. Að mínu viti er hér á döfinni ein athyglisverðasta til- raun, sem gerð hefur verið á skólamálum á íslandi hin síðari ár — og á Jóhann S. Hannesson vissulega þakkjr skildar fyrir þá miklu undirbúningsvinnu, sem hann- hefur lagt að mörkum við tillögugerð um skólann. Hann hef ur starfað eins og myndhöggvari, sem fær óunninn stein til úr- vinnslu. í meðförum hans hefur skapazt heilleg og skýr mynd af þeim skóla, sem liklegur er til að leysa af hólmi hina gömlu og hefðbúndnu skólJk sem marka nemendutn sina alvcðnu bása í upphafi raunverulegs framhalds- náms, og gefa þeim örsjaldan tækifæri til að leiðrétta stefnuna, ef ljóst var að hún er röng, nema með ærinni fyrirhöfn. Hinn nýi tilraunaskóli leysir þetta vanda- mál. Honum er ætlað að binda enda á það, að nemendum sé við ákveð- inn aldur skipað í skóla, þar sem þeir eru í eitt skipti fyrir öll útilokaðir frá tilteknum náms- brautum. — Honum er ætlað að gefa nemendum tækifæri til að fresta endanlegu námsbrautavali og jafna þannig aðstöðu þeirra til að velja sér námsbraut í sem fyllstu samræmi við þann áhuga og þá getu, sem vaxandi þroski þeirra kann að leiða í ljós. Ég vil að endingu koma á framfæri þeirri hugmynd, að kalla skólann framvegis sam- skóla í stað tilraunaskóla. í greinargerð með tillögunni er nafngiftinni tilraunaskóli hafnað, enda þótt búast megi við því, að fyrst um sinn veröi skólinn nokk- urs konar tilraunaskóli. Talað hef- ur verið um sameinaðan fram- haldsskóla, en miklu einfaldara og eðlilegra er að tala um samskóla — skóla, sem sameinar margar oc ólíkar námsbrautir — og er í mótvægi við sérskóla. í tillögunum er gert ráð fyrir, að um nafn skólans verði farið eftir tíðkanlegum venjum og hann kenndur við umhverfi sitt en ekki markruið, en ég vil halda því fram, að þessi sjónarmið megi samræma á einfaldan hátt með því að tala um samskóla í þessu og þessu hverfi. Þannig myndi nýi skólinn í Bi-eiðholtsliverfi verða nefndur samskólinn í Breið holti eða Breiðholtshverfí á sama hátt og við tölum um menntaskól- ann við Tjörnina eða mennta- skólann í Hamrahlíð. Orðsending til opinberra starfsmanna Fjárlaga- og liagsýslustofnun fjármálaraðuneytis- ins á þess kost, eins og á undanfömum árum, að senda ríkisstarfsmann til þjálfunar í opinberum rekstri á námskeið, sem haldið verður í Osló á vegum norska ríkisins. Er námstíminn 12 mánuðir og hefst 20. september n.k. Til þátttöku á námskeiði þessu er ætlað að velja ríkisstarfsmann með staðgóða reynslu á sviði opin- bers rekstrar, og er háskólamenntun í viðskipta- fræði, hagfræði, verkfræði eða skyldum greinum æskileg. Skólagjöld verða engin, og er gert ráð •fyrir, að þátttakandi haldi óskertum launum meðan á námskeiðinu stendur, fái greidd fargjöld og auk þess venjulega námsmannayfirfærslu gegn skuldbindingu um að starfa a.m.k. eitt ár hjá ríkinu, eftir að námi er lokið. Umsóknir um þáttöku ásamt umsögn yfirmanns eftir því sem við á, þurfa að berast fjárlaga- og hagsýslustofnun í síðasta lagi 7. ágúst n.k., og eru þar gefnar nánari upplýsingar. F j ármálaráðuneyHð, f járlaga- og bagsýstustofnun. ■ «9 Við höfum flutt útibúokkar fiá Grensásvegi 12 íhús Silla ogValda aö Álfheimum 74. ÚTVE GS BAJN KI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.