Tíminn - 18.07.1971, Side 7
StMNUÐAGtJR 18. JBH 1971
T5 árgangar af góðum
nemendum
Tíminn- NÖ hafa 1S HrgBBg-
ar brantskráðst frá skólanum.
Hvexnig þyfeir þér nú hafa tíl
trfrfat: meS flutning og skipnlag
skólans?
Sr. GnOmunönr: Ég tel, a3
vel hafi tíl tekizt um flutning
gfcólana, og aS hér hafi tekizt
aS byggja upp sérstætt mennta-
■cetnr Menntastofnun byggist
Bka að verulegu leyti á efni-
vöJnum, nemendunum ,og full-
jjQt mi, aS viS höfum fengiö
mjög góða nemendur. Lang
flestir hafa komið aS eigin ósk.
Ég held kannski, aS þaS sé
mesta gæfa skólans. AnnaS er,
46 pkólinn tekur tvo vetur.
XokatakmarkiS er því aldrei
langt nndan. Þetta er kostur,
því þá taka nemendur námiS
þegar föstum tökum. í þriðja
lagi skynja menn fljótt, að
miVlar kröfur eru til þeirra
gerSar, en finna jafnframt, að
þeir geta náð árangri. Sú vit-
tmd hefur orðið hvatning til
að leggja sig fram. Að sjá ár-
angur erfiðis sfns fyllir þau
áhuga og gerir þau fúsari til að
leggja sig fram. Fjórða atriðið
er svo félagslífið. Hér hefur
yfirleitt verið mjög mikið fé-
lagslíf og félagsandi, svo marg-
ir hafa furðað sig á, þar sem
svo miklar námskröfur eru
gerðar. En hvort tveggja er, að
nemendur hafa fengið góða
hjálp við skipulagningu félags-
lífs og að hingað hefur yfir-
leitt komið mjög félagslynt
fólk. Við höfum verið með
fólk á öllum aldri. Meðalaldur
er yfirleitt hár og hefur verið
að hækka. Það er áberandi, að
margt af þessu fólki hefur
starfað að félagsmáium, áður
en það kemur hingað. Loks tel
ég, að góður félagsandi hafi
legið í loftinu hér, og það vil
ég þakka fyrstu árgöngunum,
sem gerðu sér grein fyrir, hve
mikilvægt félagslífið er og hag
nýting tómstundanna — þótt
alltaf séu áraskipti að því eins
og öðrum árangri.
Hvort svarið er þar með
tæmt skal ég ekki segja. Ég
held, að orðstír skólans út í
frá hafi meira að segja en
fullyrðingar okkar, sem störf-
um hér, og ég tel óhætt að
segja, að almenningsálitið álíti
nemendur héðan þroskað fólk,
sem farið hefur í gegn um
kröfuhart nám, fólk, sem hefur
lært að vinna og laga sig eftir
kröfum vinnu, félagslifs og
samfélags. Sá dómur er óljúg-
fróðastur um hvernig til tókst
með breytingu skólans, og sá
árangur hefur fengizt fyrir sam
starf þeirra sem vinna hér og
þeirra, sem hingað sækja til
mennta.
Vantar löggjöf um
verzlunarmenntun
Síminn: En hvert stefnir nú?
Sr. Guðmundur: Inn í þjóð-
félag, þar sem menn gera kröfu
til þess að eiga kost á meiri
menntun en verið hefur. Sumir
segja: Til menntunarsamfélags.
Þess hlýtur að gæta, líka á
sviði verzlunarmenntunar, sem
annarrar menntunar í landinu.
Ég held, að ekki fari hjá því,
að löggjafinn hljóti að álíta
verzlunarmenntunina þess eðlis,
að um hana þurfi að setja
ramma löggjöf. Nú lítur út fyr-
ir, að menntun verði í þessum
stigum: Grunnskólastigi, mennta
skóla og sérskólastigi, og loks
háskólastigi, en það gæti orð-
ið tvískift. Með hliðsjón af
þessu mætti ætla, að ekki sé
þess ólíklega til getið. ^ð hvað
verzlunarmenntun varðar mun-
um við styðjast við fordæmi
-*«**•-
TÍMINN
AHi Freyr Guðmundsson, formaSur Nemendasambands Samvinnuskólans, afhendir sr. Guðmundi vandað raf-
magnsorgel aS gjöf frá Nemendasambandmo.
AFMÆLISSPJALL VIÐ
«•>
SR. GUÐMUND SVEINSSON,
SKÓLASTJÓRA BIFRÖST
frænda okkar á Norðurlöndum,
og þá er um þrenns konar mögu
leika að ræða: Fordæmi Svía,
þar sem verzlunarmenntunin er
felld inn í menntaskóla og þeir
gerðir að • ejningarskóla allrar
menntunar eftir grunnskólastig-
ið. I Svíþjóð eru 23 deildir í
menntaskólastiginu, þar á með-
al til dæmis iðnfræðsla, verzl-
unarfræðsla og búfræði, svo
nokkuð sé nefnt. í öðru lagi
fordæmi Dana, en þar er verzl-
unarfræðslan í menntaskóla-
stiginu, en verzlunarskólarnir
sjálfseignarstofnanir undir
verndarvæng verzlunaraðilanna.
Ríkið greiðir þar allan
reæstrarkostnaði og % hluta
stofnkostnaðar, en aðstandend-
ur skólanna sjálfra tryggja Ve
hluta. Ekki er þó líklegt, að til
þessara tveggja þjóða verði leit
að, heldur til Norðmanna, en
þar er um að ræða bæði ríkis-
rekna skóla og einkaskóla —
þar eru 100 ríkisverzlunar-
skólar en 70 einkaskólar. ROds-
skólamir hljóta styrk í beinu
hlutfalli við framlag sitt til
lögbundinnar fræðslu, þannig
að ef kennsluskrá viðkomandi
skóla er löggilt af hálfu ríkis-
valdsins, er kostnaðurinn full-
greiddur. Ég tel ekki ólíklegt,
að við förum að fyrirmynd Norð
manna, en þessi mál eru nú á
umræðustigi í tveimur nefnd-
um. Sú fyrri var valin á al-
mennri ráðstefnu um verzlunar
fræðslu, sem haldin var haust-
ið 1969, og hefur því starfað á
annað ár, en hin síðari var
stjórnskipuð af Menntamálaráðu
neytinu nú í vetur.
Tíminn: Þýðir þetta breyt-
ingu á Samvinnuskólanum í
sinni núverandi mynd?
Sr. Guðmundur: Þess þarf
ekki. Hins vegar er alveg ljóst,
að Samvinnufélögin þurfa að
koma á námskeiðahaldi,. þótt
ekki sé nema til endurmennt-
unar starfsmanna sinna, sem
væri mjög eðlileg í námskeiða-
formi. Það er aðkallandi fyrir
samvinnuhreyfinguna að hefja
slíka starfsemi og þá skipulega.
Þar koma ýmsir möguleikar til
greina. Það mætti hugsa sér,
að sjálfstæð menntastofnun sæi
um námskeiðin — kannski víða
um land — eða að það tengdist
Samvinnuskólanum hér, en það
mætti hugsa sér, ef húsakostur
yrði aukinn hér að Bifröst, ann-
að hvort beint eða í sambandi
yið , orlofsheiniiji, sém hér
kunna að rísa. Þriðji möguíeik-
inn hefur aðeins verið ræddur:
Sameiginlegur félagsmálaskóli
samvinnuhreyfingarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar, sem
sæi um námskeið, ráðstefnur,
og aðra félagsmála- og fræðslu-
starfsemi, svo sem leshringa og
slikt
Háskóli íslands er lokaðri
en háskólarnir á öðrum
Norðuriöndunr
Tíminn: Nú hefur Handel-
sk0jskolen í Kaupmannahöfn
tekið við nemendum brautskráð
um frá Samvinnuskólanum og
viðurkennt próf þeirra fyllilega.
Væri ekki eðlilegt, að Háskóli
íslands gerði það lfka?
Sr. Guðmundur: Það ber að
harma, hve Háskóli Islands er
lokaður, og ég ætla að meiri
víðsýni ríki hjá flestum háskól-
um á Norðurlöndum en hjá
okkur. Við höldum fast við á-
kveðin próf ' og viljum ekki
veita mönnum tækifæri til að
nema við háskóla, nema þeir
hafi þessi sérstöku próf. Háskól
ar á hinum Norðurlöndunum
hafa að þessu leyti farið aðrar
leiðir og veitt mönnum rétt til
háskólasetu, án stúdentsprófs,
ef viðkomandi hefur sýnt sér-
staka hæfni og allar líkur benda
til, að sá hinn sami geti ráðið
við námið í ákveðnum deild-
um kannski ekki lakar en sum-
ir aðrir, sem hafa þetta tiltölu-
lega þrönga stúdentspróf. Sví-
ar hafa til dæmis opnað háskóla
sína til muna frá því sem áður
var, og Danir hafa opnað vissar
deildir fyrir þeim, sem hafa
svokallað „höjere handelsek-
samen“, svo sem eins og þeir,
sem numið hafa hjá Niels
Broek, samsvarandi Samvinnu-
skólaprófi, og geta þeir inn-
ritast í laga- og hagfræðideildir
viðkomandi háskóla.
Ef þessu yrði svarað með því
að námsbraut í Samvinnuskólan-
um er töluvert styttri en í
menntaskóla, má svara því til,
að allmargir nemendur, sem hér
stunda nám, hafa eftir gagn-
fræðapróf eða landspróf stund-
að nám, kannsld einn tij, tvo
vetur í menntaskóla, aðrir í
erlendum skólum, sem orðið er
mjög algengt, og þegar þeir
brautskrást héðan, eru flestir
um tvítugt, sem er samsvar-
andi aldur og við stúdentspróf,
og sumir eldri.
Nú eru allar horfur á, að
háskólinn skiftist í tvær stofn-
anir. I fyrsta lagi embættis- og
starfsgreinaskóla, tiltölulega
opinn, þar sem menn myndu
stunda nám fremur fá ár og
búa sig undir ákveðin störf í
þjóðfélaginu. Vísi að slíkum há-
skólum er þegar að finna í
Noregi, og mætti segja, að þar
væri um að ræða það stig, sem
í engilsaxneskri menntun er
kallað „College“ stig. 1 öðru
lagi yrði hin háskólastofnunin,
sem væri frekar vísinda- og
rannsóknarstofnun, og þangað
leituðu flestir elcki fyrr en þeir
hefðu hagnýtt sér hina fyrri
menntun og sýnt í námi og
starfi, að þeir hefðu náð veru-
legum árangri og því eðlilegt,
að þeir héldu áfram í hinni síð-
ari stofnuninni. En hún yrði
trúlega mun fámennari, enda
ætlað annað hlutverk.
Tíminn: Nú standa fyrir dyr-
um miklar breytingar í skóla-
málum almennt. Hverjar eru
helstu stefnur í fræðslumálum
um þessar mundir?
Sr. Guðmundur: Sú stefna,
sem lengst hefur verið við líði
er sú, að hafa uppi á úrvalinu
og koma því eins langt og hægt
er, en þá um leið að víkja þeim
til hliðar, sem ekki hafa sams
konar hæfileika, elita-stefna
Þessi hugsun hlýtur að leiða til
sldla í þjóðfélaginu milli þessa
úrvals með langa menntun að
baki — langskólamannanna —
og hinna, sem þjóðfélagið telur
sig ekki hafa svipaðar skuld-
bindingar við, því þeir hafa
ekki þá hæfni að miklu sé fyr-
ir þá fómandi. Þessa hugmynd
má réttlæta á ýmsan máta, frá
____________________________19
stjómmálum, eins og Kínvei*jar
með mandarínana, eða út frá
þeirri tækni, sem nú ríkir, að
viðkomandi hafi vit og hæfi-
leika til að stjóma og hagnýta
þá tækni, sem til er.
Síðan er til önnur stefna, sem
litur öðru vísi á málin. Hún
kennir, að hver einasti ein-
staklingur búi fyrir svo mikl-
um hæfileikum, að vonlaust sé,
að þeir hagnýtist til fulls. Þetta
mætti kalla „egal“-skóla, þar
sem öllum er gert jafn hátt und-
ir höfði. Tilgangur menntunar-
innar sé að gera hverjum þegni
Ijóst, að hann búi yfir hæfileik-
nm — að allir búi yfir hæfi-
leikum, aðeins, að þurfi að
finna þá. Það hljóti að verBa
sameiginlegt keppikefli ein-
staklinganna og þjóðfélagsins
að áhersla hvíli á að gera ÖU-
um ljóst, hvað þeir getí, ekki,
hvað þeir geti eldd.
Stefnan verði sú, aS gera alla
heilbrigða einstaklinga sem hæf
asta. Þetta verði tímafrekt, geti
jafnvel tekið alla ævina.
Þeir, sem aðhyllast þessa
skoðun, telja mikilvægt að
halda nemendum f samskonar
skólum eða eins hliðstæðum og
unnt er, að skólinn skilji efcki
milli kunnandi og fákunnandi, !
og taliS er vafasamt aS leggja )
áherzlu á samanburð, leggja i
ekki upp úr mismiklum hæfi-
leikum heldur mismunandi.
Talið er vafasamt að leggja upp
úr prófum eins og nú er gert,
en það er erfitt að komast und-
an úrvalshugmyndinni, elítahug-
myndinnL
Þessi síðari kenning sækir á,
og það mjög verulega. Persónu-
lega tel ég, að það beri aS
harma, hversu litlar umræður
hafa farið fram í skólamálum
okkar um þessi grundvallaratr-
iði, hvort beri að Jifdla sér að
egalskóla eða búa tiJ elítaskóla-
stefnu er segi: í þessu eru gáf-
ur fólgnar ekki öðru. Hæfileik-
ar þeirra, sem ekld falla inn í
þetta kerfi eru einskis virði og
ekki ómaksins vert að þroska
Þá.
Hverfur sfúdenfsprófíS?
Tíminn: Samkvæmt elftahug-
myndinni eru allir mældir í
prófum. Til dæmis geta stúlkur
ekki orðið sjónvarpsþulir, sem
þurfa lftið annað að gera en
brosa og lesa,upp nokkrar setn-
ingar við og við, nema hafa
stúdentspróf. HvaS kæmi í stað
slíkrar mælistiku í egalstefnn?
Sr. Guðmundur: Talað er um,
að allt eins viturlegt sé að
fara eftír aldri. Svíar leyfa
mönnum nú að setjast í háskóla,
ef þeir hafa náð 25 ára alðri.
Þá er svo til ætlazt, aS menn
séu orðnir svo þroskaðir, að
þeim sé velkomið að reyna við
það sem þá langar að læra.
Egalstefna hvetur til hópvinnu,
og þá er spuming, hvort ekki
er eins rökrétt að gefa hópum
umsögn, rétt eins og tíðkast
með einstaklinga f elítastefnu.
Forsendan er sú, að þegar út í
lífið kemur, þurfa menn ekki
síður að vinna í hóp og leysa
verkefni í hóp en einir sér sem
einstaklingar.
Sem dæmi um áhrif hinnar
nýju stefnu má benda á fordæmi
Svíanna, sem gerðu menntaskól-
ana að einingarstigi. Á sama
hátt hverfur stúdentsprófið,
enda opnar ekkert eitt próf all-
ar leiðir, heldur þurfa menn á
þessu skólastigi að gera upp
við sig, hvaða leið þeir ætla
að halda. Einnig má benda á
Comprehenisive Schools í Bret-
landi, sem byggja á sömu ein-
ingarhugmyndinni.
Tíminn þakkar sr. Guðmundi
fyrir viðtalið og óskar honum
velfarnaðar á komandi árum.