Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 8
TIMINN FÖSTUDAGUR 23. júlí 19 9 1 jj ■ 9 3 m i i i 9 a 3 3 3 9 1 a ■ É •31 á a 3 3 a i a i i m % a a 9 M' M 9 .9 m a i 9 I 1 J 9 a 9 1 9 ■ 9 I 9 a ■ 9 J a 3 1 Islenzk kvöldvaka í enskum búningi Ferðaleikhúsið: Leikstjóri: John Fernald Leikendur: Kristín Magnús Guðbjartsdóttir og Ævar Kvaran Söngvarar: Moody Magnússon, Helgi Bragason og Jón Árni Þórisson Á kvöldvöku Ferðaleikhúss- ins í Glaumbæ við Fríkirkju- veg, gefst útlendingum, sem skilja ensku, tækifæri til að fá nasasjón af þjóðsögum ís- lendinga og munnmælasögum, lýsingum erlendra ferðalanga á siðháttum þeirra Og siðmenn ingu, bókmenntum þeirra og listsköpun frá fjarlægri fortíð til náinnar, orðheppni og meinfyndni fornkappa á bana- stund og ýmsu fleira. Enda þótt sumt hafi verið fellt niður og kjarnbetra efni og áþeyrilegra yfirleitt, valið í þess stað, eru samt flestir dagskrárliðir kvöldvökunnar þeir sömu og í fyrra. Mjög er það til lofsverðra bóta, að sleppa kaflanum úr Bósasögu og flytja í hennar stað þátt- inn af Hreiðari heimska. Atrið- ið úr Lénharði fógeta eftir Einar H. Kvaran hefði hins vegar gjarnan mátt missa sig jafn rýrt og tilþrifalítið sem það var. Orðum skáldsins eru ekki léðir jafn styrkir vængir sem skyldi. Reið, Ólafs lilju- rósar með björgum fram hefði líka betur verið óriðin, þar sem fákur hans fer þar hvergi á kostum. Heldur þykir mér það bera vott um andlega ófeiti og skort á fjölbreytni í efnisvali, að ein- skorða sig við lýsingar enskra ferðabókahöfunda á landi og þjóð. Að Diiff-m lávarði, Hen- derson og inoo.-: >r ólöstuðum, hefði það áreiðanirga • ul bragðbætis að láta fui'ðusögur og bábiljur ýmissa annarra höf unda fljóta með. Mér fljúga í hug nöfn eins og La Martin- iére, Blefken, danski sagnarit- arinn Saxi, Andrew Boorde, Miinster, Krantz og Olaus Magnus, svo nokkrir séu nefnd ir. Svo hefði áreiðanlega ekki verið úr vegi að kynna skoð- anir annarra erlendra manna, sem reyndari eru af sann- sögli og nákvæmni heldur en hinir fyrrnefndu — höfunda á borð við Baumgartner, D. Bruun og jafnvel Albert Eng- ström. Til þess að eiga það ekki á hættu að vera sakaður um að leggja ekki neitt jákvætt til málanna, þykir mér rétt að birta hér smáglefsur úr ís- landslýsingu ofangreindra ýkju höfunda. Þjóðverjinn Krantz lýsir íslendingum á þessa leið; „Þeir hafa allt í félagi nema konurnar. Þeir meta syni sína og hvolpa jafn mikils“ o.s.frv. Englendingurinn Andrew Boorde fer ekki beinlínis fögr- um orðum um íslendinga, en hann segir á einum stað: „Þeir eru dýrslegar skepnur, ósiðað- ir og fákunnandi. Hús hafa þeir engin, en liggja í hell- um saman eins og svín. Þeir selja íslenzka hunda og gefa burt börn sín. Þeir eta tólgar- kerti og kertisstubba og gamla feiti, þráa tólg og annan óþverra. Þeir ganga klæddir villidýraskinnum. Þeir hafa enga peninga', en látá einn hlut í skiptum fyrir ann an. Þar eru nokkrir prestar, sem eru blásnauðir, en hafa þó frillur" o.s.frv. Þjóðverjinn Gories Peerse segir frá líferni landsmanna á eftirfarandi hátt: „íslending- ar eta hráan fisk og hákarl. en sjálfdauðar skepnur og hrátt selspik súpa þeir sér til sælgætis. Þegar þeir fá áfengi, drekka þeir meðan eitthvað er til oLv sitja svo fast við drykk- inn, að þeir gefa sér engan tíma til að ganga örna sinna, og húsfreyjan vorður aö standa viðbúin með næturgagn, ef ein hver þurfti á því að halda, en yfir drykkjunni urra þeir eins og bimív eða hundar. Þcir gv ‘ i liúsin í jörð, og þar er tkki hægt að verja sig fyrir lúsum. Þetta tíu manns eða fleiri sofa saman í hrúgu, bæði karlmenn og kvenfólk. Hafa þeir eitt næturgagn oc þvo höfuðið og munninn upp úr því á morgnana. Á veturna verður vinnufólkið að færa hús bændunum mat og drykk í rúmið, því að þá liggja þeir tímunum saman og tefla kotru og skák, enda er þá ófært út fyrir snjó. Þó verða vinnu- mennirnir að fara út, til þess að leita að dauðum kindum og úldnum fiskum í rnatinn". Rit Gories Peerses var gefið út í Haxnborg 1561. Þó má heita, að allar íslands- lýsingar blikni við hliðina á þeim vitnisburði, sem Ditmar Blefken gefur íslendingum í riti sínu, sem kom út í Leid- en árið 1607 og heitir: „ís- land eða nákvæm lýsing á þjóðum og undrum á þeirri ey“. Hann telur íslendinga m. a. ákaflega drambsama og montna, einkum af kröftum sínum-.“ Ég hef séð þá“, segir hann, „taka upp fulla tunnu af Hamborgarbjór, setja hana á munn sér og drekka úr henni, eins og hún væri bolli“. Á öðr- um stað segir hann: „íslending- ar eru allir mjög hjátrúarfull- ir og hafa púka, sem þjóna þeim eins og hjú. Þeir einir eru heppnir fiskimenn, sem hafa þessa púka til. að yjekja sig til róðra. — Fjandinn hef- Kristín Magnús og Ævar Kvaran. flutningi. Hann kærir sig koll- óttan um kaldan bókstaf og sérfræðilega staðreynd, en kýs heldur að skálda £ eyðum- ar og frumskapa bráðsmellnar ýkju- og lygasögur, sem eng- um glöggskyggnum og ó- hneykslunargjörnum manni dettur í hug að taka alvarlega. Úr slíkum lýsingum og sög- um gæti hugkvæmur maður og -ritfæf'gert sé^ matLiflS Þ»ð 1«"VeMwmafc^HöDmdur itföMVök unnar er hér með vinsamlega gefa'bngan 'gaum' ací heilö’gúin kenningum og prestamir standa hreint ráðalausir með þennan ósóma“. Svo segir liann, að íslendingar selji byr fyrir peninga með fulltingi djöfulsins. Sjálfur kveðst hann þó hafa fengið byr gefins hjá kunningja sínum, þegar hann fór, og gafst vel. Blefken seg- ir, að stúlkur hér séu mjög lauslátar og það þyki svo fínt að eiga vingott við þjóðverja, að hún sé í hávegum höfð á eftir og piltarnir sláist um hana. Ég tala nú ekki um ósköpin, ef hún hefur átt barn með þýzkara. Fyrir u.þ.b. 15—16 árum var gefin út, f París, bók. undir heitinu La glace est rompue (ísinn er brotinn). Höfundur- inn, Jacques Lanzmann, er ann álaður fyrir stílsnilld, andagift og allfi-jálsa aðferð í frétta- bent á þennan efnivið til úr- vinnslu, fágunar og fullvinnslu. Þeir gætu vitanlega líka leitað fanga á öðrum miðum en þeim, sem hér hafa verið lítil- lega rædd. Þar sem túlkun leikenda hef ur tekið hverfandi litlum breyt ingum frá fyrra ári, ætla ég að taka mér það bessaleyfi, að birta ummæli mín um frammi- stöðu þeirra frá sama tíma: „Þótt Ævar Kvaran hafi ár- áttu til að skjóta yfir markið, tekst honum samt að hemja leikgleði sína á stöku stað eins og t. d. í Jón goes to Copen- hagen 1905. Á öðrum stððum hættir honum til að fara full- geyst í sakirnar eins og smjatt- flutningurinn á Ég bið að heilsa ber heldur ófagurt vitni“. Rétt er að bæta því við, að leikaranum tekst að flytja þáttinn af Hreiðari heimska blessunarlega, stilli- lega og ýkjulaust. Enn skal vitnað í ummæli mín frá september 1970: „Leik- ur Kristínar Magnús Guðbjarts dóttur og upplestur einkennist af öryggi, sjálfsaga og hnitmið- uði|n. Henni skeikar hvergi. Húh les t.d. upp Sálina hans Jóns míns, eftir Davíð Stef- ánsson, með sönnum glæsibrag, en engu gerir hún jafn töfr- andi skil og Djáknanum á Myrká. Þar fer hún sannarlega á kostum. Það má kynlegt kall- ast, að forvígismenn íslenzkra leiklistarmála skuli ekki hafa komið auga á hæfileika þess- arar listakonu, jafnauðsæir og ótvíræðir, sem þeir í rauninni eru. Eitthvað hlýtur að glepja þeim sýn“. Við þetta hef ég engu að bæta. Rétt er að taka það fram þegar í stað, að undirritaður er reiðubúinn að kveða upp nýjan dóm um frammistöðu leikenda jafn- skjótt og breytt verður um kvöldvökuliði. Um raddmenn- ina ungu er því miður fátt lof- samlegt að segja og er það leitt. Að lokum sakar ekki að geta þess, að Ferðaleikhúsið vinnur hér allþarft og þakkarvert menningarstarf í þágu títt- nefndrar landkynningar. Halldór Þorsteinsson. aiQKaiyia! OG GARÐAR Hafið gát á kartöflubjöllunni Ein kartöflubjalla fannst ný- lega í ítalskri kartöflusendingu hjá Kaupfélagi Rangæingg á Hvolsvelli og var send Gejri Crfnin skordvrafræðingi til ákvöi'Cuiur, og gerði hann Grænmetisverzlun iandþúnaðar- ins þegar aðvart. ítölsku kart- öflurnar eru ný uppskera og hafa komið af þeim smásend- ingar, er dreift hefur verið, að venju, víða út um land. Vonandi hafa ekki fleiri kartöflubjöUur borizt hingað, en allur er var- inn góður og er mönnum bent á að sýna aðgæzlu og láta strax Rannsóknarstofnun landbúnað- arins eða Búnaðarfélag íslands vjta, ef vart verður við kart- öflubjöllu. Sjá mynd. Um mánaðamótin júní-júlí, sumarið 1966. fundust allmars- ar kartöflubjöllur í kartöflu- farmi frá Portúgal. Þegar þær fundust, var skipið látið sigla burt með leifar farmsins, en það, sem búið var að skipa upp, sótthreinsað. Sömu aðferð var beitt er vart varð við kartöflu- bjöllu sumarið 1968. Virðast þær aðferðir hafa dugað og aldrei hafa kartöflubjöllur fund izt í íslenzkum kartöflugörðum. Kartöflubjallan er á stærð við kaffibaun (um 10 mm löng), slétt og gljáandi með svörtum og gulum röndum eftir endi- löngu. Um aðrar gul- og svart- langröndóttar bjöllur er ekki um að ræða, svo hún er auð- þekkt. Kartöflubjallan er er- lendis venjulega kölluð Kólo- radó-bjalla, því heimkynni henn ar er Kóloradó í Bandaríkjun- um. Þar lifði hún upprunalega Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.