Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 7
TÍMtWí 7 vQ&rms&Gsm 23. j«ií »71 ■mtmtr !£££Mm£J*~Ju JT&tE? Byífing og gagn byfting í Súdan: NIMEIRY ER AFTUR VIÐ VÖLD NTB-Beirut, fimmtudag. Omdurman-útvarpið skýrði frá því síðdegis í dag, að Jaafar El-Nimeiry, er var steypt af forsetastóli í Súdan s.l. mánu- dag, hefði nú tekið við völdum á ný, eftir gagnbyltingu. Gagnbyltingin brauzt út, er brezk farþegaflugvél með hinn nýja forseta Súdan, Babakr El- Nur, ofursta, innanborðs var neydd til að lenda í Bengazi í Líbyu. El-Nur og hægri hönd hans, Farouk Hamadallah, maj ór, yfirgáfu flugvélina mót- spyrnulaust og voru fluttir á brott. Áður höfðu yfirvöld í • k’. 14 Eiturski snúið aftur til Hollands NTB-Stornoway, Suðureyjum, fimmtudag. Hollenzka utanríkisráðuneytið tilkynnti í kvöld, að tank- skipinu Stella Maris hefði verið snúið til Hollands i kvöld, eftir samkomulag milli hollenzkra yfirvalda og eigenda eitur- efnanna um borð í Stella Maris. Hollenzka olíuskipið Stella Maris fékk í kvöld að leggjast að bryggju í hafnarbænum Stornoway á Suðureyjum, I morgun varð Stella Maris að hverfa frá Færeyjum án þess að fá olíu. Eins og fram hefur komið, komu Færeyingar í veg fyrir það í gærkvöldi,. að skipið gæti lagzt 3 leiðtogar íraks sprunguílofí NTB—Kairó, Bagdad, fimmtudag. Þrír framámenn í stjórnarflokki íraks létust í morgun í flugslysi skammt frá flugvellinum við Jedda í Saudi-Arabíu. í flugvélinni voru flestir af leiðtogum stjórnarflokksins, þ.á.m. forinaður flokksins, Saniir Abdel Aziz Al-Nja, er komst lífs af. Flugvélin var á leið til Ivartúm, höfuðborgar Súdan, þar sem hinir irönsku leiðtogar tetluðu að hitta hina nýju súdönsku leiðtoga að máli og ræöa við þá iim. ástandið í Arabalöndunum eftir hina nýafstöðnu byltingu í Súdan. Stjórn íraks er eina stjórnin, sem enn hefur viðurkennt byltingarstjórnina í Súdan. f dag héldu tvær sendinefndir frá frak til slysstaðarins. Önnur þeirra mun flytja heim lík þeirra, sem létust í slysinu,. en hin reyna að komast að orsök flugslyssins. Ekki er enn kunnugt um, hvort fleiri en þrír hafa farizt, en ír- anska útvarpið skýrði frá því, að formaður stjórnarflokksins hefði komizt lífs af. Víst er, að margir slösuðust lífshættulega og voru strax fluttir í sjúkrahúsið í Jedda. Orsök flugslyssins er ekki kunn. Flugmaðurinn hafð'i beðið um lend — Hér hefur verið sóað 20 dýr- mæturn árum sagði Jörgensen. — Hvað gæti ísland ekki verið búið að afla mikilla fjármuna, ef minka- rækt hefði hafizt hér eftir stríð, eins og í Danmörku? — Varla erum við þó 20 árum ' eftir Dönum í minkarækt. — Nei, fslendingar kcyptu 20 ára reynzlu með fyrstu minkun- um. Allt, sem hér hefur verið að bryggju, og neituðu á allan hátt að aðstoða það. Smábátum var siglt á milli skipsins og bryggj unnar, og á höfninni var stór hóp- ur manna, sem mótmælti eitur- skipinu. Þar sem skipið varð að taka olíu, hélt það í átt til Stornoway frá Þórshöfn í Færeyjum í morg- un. Talsmaður hollenzku verksmiðj unnar sagði í sjónvarpsviðtali í Hollandi, að skipinu hefði verið snúið við, þrátt fyrir að ekki væri sannað að eiturefnin, sem sökkva átti í sjó suður af íslandi, væru hættuleg. Vísindamenn á íslandi og öðrum löndum sem mótmælt hafa eiturskipinu, halda því hins vegar fram, að eiturefnin séu stórhættuleg þótt þeim sé sökkt í sjóinn. Fimm ríki hafa nú mótmælt því, að eitrinu verði dælt í hafið, en það eru, auk íslendinga, ír- land, Bretland, Noregur og Dan- mörk. Hafa þessi ríki mótmælt þeirri mengun hafsins, sem hol- lenzka fyrirtækið stefnir að. frski ambassadorinn í Haag hef ur tjáð hollenzku ríkistjórninni, að ef Stella Maris færi inn á yfir- ráðasvæði írlands, muni írsk her- skip sigla með skipinu. Fréttir herma, að ætlunin sé að dæla eitr inu í hafið um 1000 kílómetra vest ur af írlandi. Lúoý æðir á 175 km. hraða inn yfir Kína NTB—Hong Kong, fimmtud. Fellibylurinn, „Lucy“, hélt innreið sfna í Suður-Kína í dag, eftir að hafa ætt yfir Hong Kong, þar sem a.m.k. 31 maé ur slasaðist af völdum hans. Ekki var vitað um neinn, er hafði látizt af völdum fellibyls ins, en hann er sá mesti, sem hefur gengið yfir Suðaustur- Asíu nú í ár, vindhraðinn u.þ.b. 17S km/klst. Fimm skip slitnuðu upp frá festum í höfninni í Hong Kong, en þeim tókst að bjarga, tn.a. með hjálp dráttarbáta. Felli- bylurinn olli skriðum, reif heil tré upp með rótum og flóð- bylgjur, er fylgdu. bylnum, gengu á land og flæddu yfir lágsveitir. Allar samgöngur á eynni lömuðust við þessar nátt úruhamfarir, þ.á.m. lá allt flug niðri í langan tíma. ingarleyfi í Jedda til að taka elds neyti. Rétt áður en hann ætlaði að lenda, í u.þ.b. 5 km. fjarlægð frá flugvellinum, féll flugvélin til jarðar og þegar blossaði upp mik ill eldur í henni. Þeir þrír, sem fórust, voru: Mo- hammed Suleiman, er var fjórði æðsti maður flokksins 0« sérfræð- ingur í alþjóðamálum, Salah Sal- eh, sem átti m.a. sæti í herráði flokksins, og loks Hammoudi El- Izzawi, er var í miðstjórn stjórn- arflokksins, Baath-flokksins. Framleiöslukostnaður minkaskinna: Hérlendis 300 krónur en 450 kr. í Danmörku SB—Reykjavík, fimmtudag Undanfarna viku hefur dvalið hér á landi Gunnar Jörgensen, til- raunastjóri í loðdýradeild landbúnaðarrannsóknarstofnunar Dana. Hann kom hiugað á vegurn minkabúanna á landinu og hcfur skoðað þau, haldið fundi með minkabændum og gefið þeim góð ráð. Tíminn hitti Jörgensen að máli í dag, skömrnu áður en hann fór áleiðis til Kaupmannahafnar og ræddi stuttlega við hann um minkarækt íslendinga. gert í sambandi við minkarækt, er fyllilega jafnfætist því sem nú er á hinum Norðurlöndunum og sumt stendur jafnvel framar. — Eins og hvað? — Til dæmis fóðrið. Minkafóðr ið hér er mun betra, en hjá okkur í Danm., þar sem í það er notaöur ferskur fiskur. Auk þess er það um 309ó ódýrara, þar sem ekki Framhald á bls. 14. Athygti véhur velktædduv Öerio góð haup í GEFJUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.