Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 23. Júlí 1971 TIMINN 9 ffijómaríkrtfstofur 1 Edduhúslnu, simar 18300 - 18306 Skrif »tofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusíml 12323 Auglýstngaslml 10523 Aðrar skrifstofur simi 18300. Askriftargjald kr 195.00 á mánuði Innanlands. t lausasölu kx 12,00 eint - Prentsm Edda hf. Pólitískt ofstæki Eins og ríkisstjórnin hafði boðað í málefnasamningi hafa nú verið gefin út bráðabirgðalög um stórbætt launa- kjör sjómanna. Þetta er gert með því að lækka þá pró- sentu af útflutningsverði fiskafurða, sem runnið hefur til Verðjöfnunarsjóðs, en auk þess kemur til viðbótar nokkur hækkun á fiskverði, þannig að í heild hækkar skiptaverð um 18—19%. Frá sama tíma er niður felld sú 11% skerðing á skiptaverði, sem tekin var af sjó- mönnum með lögum. Með þessum ráðstöfunum er rekstrargrundvöllur út- gerðar eða fiskiðnaðar í engu skertur. Þrátt fyrir þessa lækkun á greiðslum til Verðjöfnunarsjóðs munu tekjur hans á þessu ári verða í heild svipaðar og áætlað var að þær yrðu er viðmiðunarverð var ákveðið í maí s.l. og mun frystideild Verðjöfnunarsjóðs verða komin í 1000 milljónir um næstu áramót eins og reiknað var með. Viðmiðunarverðið hefur staðið óbreytt þrátt fyrir mikl- ar hækkanir á útflutningsverðinu. Skerðingin á útflutn- ingsverðinu vegna framlaga til Verðjöfnunarsjóðs hefði numið hátt á annað hundrað milljónum króna hærri upphæð en áætlað var og tekjur frystideildar sjóðsins numið á sjötta hundrað milljónir á þessu ári að óbreyttu. En áttum okkur dálítið á því, hvað gerzt hefði, ef ríkisstjómin hefði ekki gripið til þessara ráðstafana og bætt sjómannskjörin. Sjómenn una hag sínum illa- Erfið- lega hefur gengið að manna bátana og sjómenn hafa verið að ganga í land. Eftir kauphækkanir landverká-... fólks, sem allir gera sér greih fyrir að verða í haust, myndu sjómenn ganga í stórum flokkum í land, cn þeir hafa bundna samninga til áramóta. Ennfremur hefði komið upp hættulegt misræmi í fiskverðinu hér innan- lands og í nágrannalöndum, þar sem útflutningsverðið kemur allt til skipta, en það hefði þýtt auknar landanir erlendis, og ekki furða þar sem 17 krónur fengust fyrir kílóið í Færeyjum en 9 krónur hér. Þróun í þá átt hefði einnig þýtt minnkaðar tekjur Verðjöfnunarsjóðs ásamt hráefnaskorti hjá íslenzkum fiskiðnaðarfyrirtækjum og minni atvinnu verkafólks. Þegar þetta er haft í huga, ættu allir að mega vel við ráðstafanir ríkisstjórnarinnar una og víst er um það, að öll þjóðin er sammála um að nauðsyn beri til að hækka laun sjómanna. Eru útgerðarmenn ýmsir þar raunar fremstir í flokki, enda byggist rekstur þeirra á því, að hæfir sjómenn fáist á skipin. En viti menn. Nokkrir forystumenn 1 stjórn LÍÚ taka sér fyrir hendur við þessar aðstæður að knýja fram meirihlutasamþykkt í stjórn LÍÚ, þar sem þessum ráð- stöfunum, sem tryggja mannskap á bátana og skaðar í engu rekstrargrundvöll útgerðarinnar, er harðlega mót- mælt! Þeir hafa allt á hornum sér, tala um íhlutun í samningsrétt, þótt hér sé um breytingu á lögum að ræða, (11 prósentin) sem skapað hafa þeim mikla erfið- leika í samningum við sjómenn, telja þetta hættulegt fyr- ir framtíð sjávarútvegsins og fleira í. þeim dúr. Má af þvi gagnálykta, að þessir menn, sem tekið hafa að sér að gæta hagsmuna útgerðarmanna, hafi heldur viljað, að útgerðin bæri ein og óstudd nauðsynlegar kjarabæt- ur til handa sjómönnum. Er hæpið að útgerðarmenn í landinu vilji allir samþykkja slíkan málatilbúnað for- ystumanna sinna. Það voru heldur ekki allir stjórnarmenn í LÍÚ sam- þykkir þessum mótmælum og létu bóka stuðning við þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Auðvitað er vendi- lega um það þagað í fréttatilkynningu LÍÚ, enda eru þessi mótmæli ekkert annað en pólitískt ofstæki þeirra, sem láta Mbl. ráða gerðum sínum og orðum- — TK JAMES P. STERBA: Hagur Indóuesíu þykir heldur hafa vænkazt hin síðustu ár Ríkið skuldar gífurlegar fjárhæðir og draga margir í efa, að það fái risið undir vöxt- um og afborgunum af þeim skuldum. Erlent fjármagn hefur streymt til landsins tvö undangengin ár og vonir standa til, að arður af námum og olíulindum taki von bráð- ar að létta róðurinn. ENDA þótt efnalegar fram- farir séu greinilegar eru óánægjuraddir ýmsra stjórn- málamanna allháværar. And- stæðingar ríkisstjórnarinnar halda til dæmis fram, að kosn- ingarnar í ár séu lítið annað en skollaleikur til að slá ryki í augu erlendra þjóða og fá þær til að fallast á áframhald- andi stjórn hersins í þeirri trú, að stefnt sé að auknu lýðræði. Einn af stjórnarfulltrúum Vesturlandaþjóðanna sagði til dæmis um kosningarnar: „Þessar kosningar fara fram samkvæmt hinni kunnu lýð- ræðishefð á Formósu og Suður- Vietnam“. Háttsettur embættismaður ríkisstjórnarinnar var á öðru máli: „Kosningarnar eru tilraun, stutt skref stigið af varúð. Enginn getur ætlast til, að við hverfum frá hernaðarstjórn til fullkomins lýðræðis á einni nóttu.“ jc Suharto lagði einkennisbún- ing sinn á hilluha fýrir löngu ' Og gengurá-borgaralegum klæð um. Hann hefur heitið því að minnka herinn og draga úr valdi hans. Árið sem leið setti hann rúmlega 60 hershöfðingja á eftirlaun, en þrátt fyrir það er einkennisbúningur talinn tákn um góða stöðu og frama og er þess til dæmis krafizt, að Adam Malik, einn kunnasti maður í Indónesíu utan hers- ins, heilsi með hernaðarkveðju áður en hann tekur í hendina á embættismannL Forustumenn hersins halda fram, að þeir séu einu menn- irnir í landinu, sem hafi til að bera nægilegar gáfur og skipu- lagshæfileika til að stjórna landinu og efla framfarirnar. STÖÐU GLEIKINN í efna- hagsmálum landsins byggist á gífurlegri skuldasöfnun. Indó- nesía skuldar öðrum þjóðum um fjóra milljarða dollara í höfuðstól og vöxtum. Þeir kapp kostuðu að hamla gegn kröfum lánadrottna sinna fram á ár- ið sem leið, en gert er ráð fyr- ir, að þeir hefji endurgreiðslu lána á yfirstandandi ári. Sukarno fyrrverandi forseti safnaði meirihluta skuldanna eða um hálfum þriðja milljarði dollara. Indónesar skulda Sovét mönnum um einn milljarð dollara og er meginhluti þess andvirði hernaðarflugvéla. Nú eru bæði skip og flugvélar í lamasessi vegna skorts á vara- hlutum. sem Rússar neita að láta af hendi nema gegn stað- "reiðslu. Vestrænir lánadrottnar féll- ust í apríl 1970 á að breyta greiðsluskilmálum á þann vag, gð Indónesar endurgreiði þeim skuldirnar á næstu þrjátíu ár- um. Sovétríkin og flestir lána- SUHARTO, forseti Indonesíu. drottnar Indónesa í Austur- Evrópu hafa nú fallizt á svip- aða skilmála. <40 .... -ÍNDÓNESAR hafa fengið að láni hálfan annan milljarð doll ara á Vesturlöndum síðan 1966, og hefur það fé einkum runnið til greiðslu eldri skulda, efl- ingar stöðugleikans á efnahags málum og aukningar framfara í landinu. Gert er ráð fyrir, að vextir og afborganir erlendra skulda nemi um fimmtungi af Síðari grein útflutningstekjum landsins ár- ið 1980, en almennt er talið, að fimmtán prósent sé hámark þess, sem áhættulaust sé í þessu efni. Auk hins erlenda lánsfjár njóta Indónesar mjög mikillar og vaxandi efnahagsaðstoðar er lendis frá og rennur mest af því fé til framfara í landinu. Hin erlenda efnahagsaðstoð lýt- ur eftirliti nefndar, sem lána- drottnar landsins skipuðu ár- ið 1967, en þeir eru Ástralíu- menn, Belgir, Frakkar, Vestur- Þjóðverjar, ítalir, Japanir, Hol- lendingar, Bretar og Banda- ríkjamenn auk nokkurra fleiri þjóða, svo og Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Þróunarbanki Ásíu. Bandaríkjamenn eru stór- tækastir í framförum og nam framlag þeirra 232,7 milljón- um dollara árið sem leið, en af því runnu nálega 102 millj- ónir dollara til matvörukaupa. FRÆÐSLUKERFIÐ i Indó- nesíu er afar ófullkomið og alls ófullnægjandi. Kennslan er sérlega léleg, enda ná almenn kennaralaun ekki tíu dollurum á mánuði, og það er allt of lít- ið til lífsframfæris, jafnvel 1 Indónesíu. Fræðslumálastjórn- in í landinu gerir ráð fyrir, að rúmlega sex milljónir barna á aldrinum sjö til fimmtán ára fari á mis við alla kennslu vegna skorts á skólum og kenn urum. Heilsugæzla er litlu sem engu betur á vegi stödd. Dja- karta er nýtízkulegasta borgin í landinu og íbúar hennar eru um fimm milljónir, en í borg- inni eru þá 1200 íbúar um hvert sjúkrarúm í sjúkrahús- unum. ÞETTA ber greinilega vott um offjölgun fólks, en hún er sá vandi, sem er einna erfið- astur viðfangs. Sérfræðingar halda fram, að hún kunni að bera hina ágætustu framfara- viðleitni ofurliði, en samt sem áður er ekki lögð höfuðáherzla á getnaðarvarnir og raunar ekki hafizt handa um út- breiðslu þeirra fyrri en nú fyr- ir skömmu. Áætlunum um fólksfjöldann í landinu ber ekki saman, en hann er talinn nema 115—123 milljónum manna. Um 1000 af 13667 eyjum landsins eru byggðar ,og enda þótt fólksfæð sé til verulegs baga á hinum fjarlægari eyjum búa hvorki meira né minna en 73 milljón- ir manna á Jövu einni, en hún er ekki nema 49 þús. fermílur að stærð, eða aðeins á stærð við fylkið New York í Banda- ríkjunum. STÖÐUGLEIKINN og fram- farirnar í efnahagsmálum hafa lítil áhrif haft á daglegt líf Indónesa yfirleitt. Margir er- lendir menn, sem fylgjast með framvindunni í landinu, óttast mjög, að bráðlega dragi til kommúnistauppreisnar í land- inu ef ekki tekst að bæta lífs- kjör landsmanna til muna og varanlega. Framhald á bls. 14 Útgefandl: FRAMSÓKNARFt-OKKURiNN Framkvæmdastjórl' Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb) Jón Helgason. tndriði G. Þorsteinsson og i’ómas Karlsson Auglýsingastjóri: Stetngrimur Gislason Rit

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.