Tíminn - 23.07.1971, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 23. júlí 1971
i TÍMFNN
LAUQARA8
Símar 32075 og 38150
Enginn er fullkominn
■ • • . ' ■
; ; ■ -. .-r S '\\\ . .
Bylting í Súdan
Fratnihald al.bls. 7.
Eibyu hótað"því, að Jiau ábyrgS
ust ekki öryggi hinna 105 far-
þega vélarinnar, ef herforingj
arnir gæfu sig ekki fram. í
kvöld var sá staður, þar sem
El-Nur og Hamadallah er hcflð'
ið föngum, ekki kurinur.
f dag tilkynnti Omdurman-
útvarpið, að hættuástand ríkti
í Súdan og útgöngubann værf
í gildi í öllu landinu. f dag
bárust fréttir um harða bar-
daga í Kartúm, höfuðborg Súd
an, og að ráðizt hafi verið á
aðalherbækistöðvar byltingar-
stjórnarinnar, m.a. varpað á
þær sprengjum.
El-Nimeiry, hershöfðingi
sagði í útvarpsávarpi í dag, að
hann vildi tryggja frið í Súdan,
en um leið varaði han við öll-
Ai nýjum byltingaráformum.
Nimeiry boðaði aðgerðir gegn
Kommúnistaflokknum í Súdan.
„Ég vona“, sagði hann m.a.,
„að allir, jafnt hermenn sem
’ aðrir borgarar, taki höndum
saman með stjóm landsins
Sgn svikurunum í Kommún-
aflokknum, taki þá höndum
eða láti lögregluna eða herinn
vita um dvalarstað þeirra. Þess
ir kommúnistar eru föðurlands
svikarar; sérhver sá, sem kem
* ur þeim til hjálpar, verður
f. skoðaður sem svikari.“ —
Nimeiry vísaði til þeirrar upp-
réisnar, er gerð var 25. maí
1969 og kom honum til valda,
og sagði: „Uppreisninni frá 25.
maí 1969 verður haldið áfram.“
Omdurman-útvarpið hafði
fyrr skýrt frá þvf, að mikill
mannfjöldi væri samankominn
á götum Kartúm og hyllti
Nimeiry ákaft. Þá hefði mann-
fjöldinn safnazt saman úti fyr-
ir útvarpsstöðinni og hrópað
vígorð til stuðnings Nimeiry,
hinum endurreista forseta.
Ályktun
Framhald af bls. 16
bann, sem aðeins nær til nýt-
ingar djúpvatnsins til húsahit-
unar, sé kák eitt .
Ef Náttúruverndarráð telur
málið svo alvarlegt, að ástæða
sé til þess að stöðva hitaveitu-
framkvæmdimar, telur fundur-
inn, að hið eina raunhæfa
hljóti að vera að loka borhol-
unum í Bjarnarflagi þegar í
stað, þar til vísindaleg niður-
staða sé fengin um það, hvort
djúpvatn þetta sé hættulegt
fyrir Mývatn. Hér er svo mikið
í húfi, að hagsmunir bæði hita-
veitu, rafstöðvar og kísiliðju
hljóta að víkja um sinn, ef um
verulega hættu er að ræða“.
Flugslys
Framhald af bls. 1
eins vel upp og ég gat, því að ef
ég hefði lent með nefið niðri,
var hætta á að vélin kollsteypt-
ist og kviknaði í henni. Ég vand-
aði mig eins vcl og ég gat og
lendingin tókst svo sæmilega, en
nefhjólið losnaði og annað hlið-
arhjólið undan vélinni, og eitt-
hvað skemmdist búkurinn að neð-
an, en að öðru leyti skemmdist
vélin ekki.
— Þið hafið svo látið fyrirber-
ast þarna um nóttina?
— Já þetta var löng nótt, og
hitamælirinn sýndi frostmark. Við
vorum sem betur fer vel klæddir,
og það bjargaði okkur. Ég lenti
þarna fimm mínútum fyrir tólf,
og þarna fann flugvél okkur svo
klukkan rétt fyrir tíu í morgun.
Ég var búinn að gefa þeim upp
hæðina, þar sem við lentum, og
þeir gátu því leitað með hliðsjón
af því, en staðurinn var um 600
metra yfir sjó.
Þyrla Landhélgisgæzlunnar kom
svo og tók okkur um borð og flutti
okkur á flugbrautina við Þóris-
ós, þar sem vél Flugmálastjórnar
beið, og flutti hún okkur til
Reykjavíkur.
Vélin sem Jóhann flaug er Aero
Commander, í eigu Flugfélagsins
Þórs í Keflavík.
Mikil þátttaka
Framhald af bls. 16.
sóknarflokksins, þar setn nánari
upplýsingar verða gefnar.“
— Hvemig er þessum erðum
hagað, Kristinn?
— Þetta eru hálfsmánaðar ferð
ir. Farið verður af stað í fyrri
ferðina 28. júlí og komið heim
aftur 11. ágúst. í síðari ferðina
verður farið af stað 4. ágúst og
komið heim aftur 18. ágúst. Flog
ið verður með þotu — og í Kaup
mannahöfn hafa menn óbundnar
hendur um dvölina og ráða, hvort
þeir dvelja í Kaupmannahöfn eða
einhvers staðar annars staðar.
— Er eitthvað fleira á döfinni
en Kaupmannahafnarferðir?
— Já, þessa dagana erum við
að undirbúa ráðstefnu um bygg-
ingariðnaðinn. I-Iún verður haldin
í'Iteykjavík'í september. Auk full
trúa-frá-Reýkjavík verður fu'lltrú
um ffá Akui-eýri og Víðári'hð, sér
staklega boðið. Gefst fulltrúum
utan af landi kostur á að taka kon-
ur sínar með sér til Reykjavíkur
oa verður sérstök dagskrá fyrir
þær.
— Verður um einhverjar kynn-
ingarferðir að ræða í sambandi
við þessa ráðstefnu, Kristinn?
— Já, fultrúum mun gefast kost
ur á að skoða ýmis fyrirtæki, auk
þess, sem kaupstefnan í Laugar
dalshöll verður skoðuð.
— Og hvað um Vetrarstarfið.
Eruð þið farnir að hyggja að því?
— Um miðjan september hefj
ast framsóknarvistir — og upp iir
mánaðamótum sept. okt. hefst vetr
arstarfið af fullum krafti.
Á víðavangi
Framhald af bls. 3.
liðurinn í því að vinna gegn
verðbólgunni. í sambandi við
stofnlánasjóðina vil ég vekja
athygli á því, að það liefði ver-
ið hagstæðara fyrir lánasjóð-
ina að lánstími hefði verið
lengri og vextir lægri heldur
en þau gengistöp, sem þeir
hafa orðið fyrir af völdum verð
bólgunnar á undanförnum ár-
um.
Þá vil ég geta þess, að það
er stefnuyfirlýsirtg ríkisstjórn-
arinnar að hækka lán til jarða-
kaupa og íbúðabygginga í sveit
um, en hvort tveggja eru mikil
nauðsynjamál fyrir framtíð
sveitanna. Ennfremur er stefnt
að því að gera sveitarfélögum
kleift að kaupa jarðir svo þær
lendi ekki í braski. Þá verður
stuðlað að því, að nauðsynleg
endurnýjun og uppbygging
vinnslustöðva , landbúnaðarins
geti farið fram.
Ég vil taka það sérstaklega
fram, að ég mun sem landbnn-
aðarráðlierra kannkosta að
gefa félagssamtökum bænda,
Búnaðarfélagi íslands og Stét-
arsamtökum bænda, kost á að
taka virkan þátt í mótun nýrrar
landbúnaðarstefnu, enda eru
þar að verki hinar mikilhæf-
ustu forystumenn bændastéttar
innar og hygg ég vel til sam-
starfsins við þá.“ — TK
-■¥4
Sannleikanum
Framhaid af bls. 2.
sem stunda pólitíska ritskoðun eru
margir, og vinnubrögð þeirra eru
eins, hvort sem þeir eru við Aðal
stræti eða í Moskvuborg.
— EJ.
Skuttogarar
Framhald af bls. 3.
smíðastöðvum, þannig að áður-
greindur munur á lánum hald-
ist óskertur.
Mjög brýnt er að hraða af-
greiðslu málsins, enda standa nú
fyrir dyrum samningar um smíði
fjölmargra skuttogara og nær öll
eftirspurn stálfiskiskipa hér á
landi beinist nú að þeirri gerð
skipa. Sú hætta er því yfirvof-
andi, að innan fárra mánaða verði
eiristaka skipasmíðastöðvar verk-
efnalausar, ef ekki verða þegar í
stað gerðar ráðstafanir til að beina
smíði skuttogara inn í landið með
hagstæðari lánum eins og verið
hefur á undanförnum árum.“
(Fréttatilkynning).
Framleiðslukostnaður
Framhald af bls. 7.
þarf að borga flutningskostnað á
fiskinum né frystingarkostnað.
Við í Danmörku fáum um 30%
þess fisks, sem fer til minkaeldis
frá íslandi eða Kanada, og því
fylgir mikill kostnaður. Annað,
sem ísland hefur fram yfir, er
það, að í íslenzkum lögum er kveð
ið á um, hvað minkabú skuli vera
stór, en um það getur enginn mað
ur sagt í Danmörku.
— Eru íslendingar samkeppnis-
færir í framleiðslu minkaskinna?
— Ég skoðaði 5 af þeim 7
minkabúum, sem hér eru risin,
og ég verð að segja það, að ég
hef bér séð hvað beztan mink. Ég
held, að íslendingar geti orðið
hættulegir keppinautar hinum
Norðurlöndunum bráðlega.
— Nokkuð, sem mætti betur
fara?
— Já, almenningur virðist ekki
hafa rétta afstöðu til aliminks.
Það er alltaf litið á mink, sem
skaðvald. Fólk verður að gera sér
grein fyrir því, að þetta eru verð-
mæti, þá mun allt fara vel. Eins
er með yfirvöldin, þau verða að
trúa á minkinn. Svo er annað.
Minkabændur þurfa sem allra
fyrst að fá sinn ráðunaut, eins
og svo margar aðrar greinar land-
búnaðar hafa. Að vísu er góð sam-
vinna milli minkabúanna hér, en
hún er ekki kerfisbundin, en þeg-
ar þessir menn eru að miðla hver
öðrum að reynzlu sinni, veit eng-
inn, hver hefur á réttu að standa.
Þá þarf ráðunaut.
— Að lokum. Hvað kostar
minkaskinn í framleiðslu á ís-
landi og í Danmörku?
— f Danmörku kostar um 450
fsl. krónur, að framleiða eitt
skinn, en íslendingar geta gert
það fyrir 300 krónur, vegna minni
fóðurkostnaðar.
índónesía
Framhald af bls. 9.
ÁRIÐ 1968 komst upp um
nýjan samblástur kommúnista
á miðri Jövu, og var þeim sam
tökum umsvifalaust sundrað.
Yfirleitt ber ekki á starfsemi
kommúnista í landinu, en eigi
að siður talið, að flokkurinn sé
tekinn til starfa að nýju á
laun. Ríkisstjórnin lætur
einskis ófreistað til að komast
fyrir samtök kommúnista.
Indónesíumenn hafa mikinn
og einlægan hug á að komast
til álits og valda meðal for-
ustuþjóð heimsins. Margir
hinna yngri leiðtoga þjóðarinn
ar halda fram, að þjóðinni
beri það hlutskipti vegna mann
fjöldans eins. Óljóst er með
öllu, hvort þeim og henni verð-
ur að ósk sinni í þessu efni
eða ekki. Hitt er þó víst, að
þjóðin er risin úr rekkju, far-
in að rjátla um og líta í kring
um sig. Læknarnir, sem hafa
stundað hana, fagna innilega,
en þeir eru mjög uggandi um,
að henni kunni að slá niður.
Hey til sölu
Upplýsingar í síma (99)5852.
••*• »■
RArKERTI
GLÓÐAR-
KERTI
OTVARPS- )
ÞÉTTAR
ALLSK
SW YRILL
Armúla 7
Siml S4450.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
Katrín Sigurðardóttir,
Eskihlið 23,
verður |arðsungln frá Dómkirkjunni, iaugardaginn 24. júlí kl. 10,30.
Blóm og kransar vlnsamiegast afbeðnir. Þeir sem vilja minnast
hennar eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess.
Gunnar Loftsson, Maggý Jónsdóttir
Ingi Loftsson, Anna Lára Þorsteinsdóttir,
Máifriður Loftsdóttir, Kristján Sigurðsson
og barnabörn.