Tíminn - 11.08.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.08.1971, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 1971. TIMINN 9 Útgefandi' FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framicvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Jón Helgason. IndriBi G. Þorsteinsson og rómas Karlsson Auglýsingastjórl: Steingrimur Gislason Rlt sriómanskrifstofur 1 Edduhúslnu. símar 18300 — 18306 Skrif vcorúr Bankastræti 7 - Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasimi li)523 AOraT skrifstofiir simi 18300 Askrtftargjald kT 195.00 á mánuSi Innanlands t lausasölu kr 12,00 eint — Prentsm Edda hf Eflum þekkingu okkar á lífinu í sjónum r....... ........ ■ . -1. | TAD SZULC: Bretar og Bandaríkjamenn efla hervarnir írans við Persaflóa Bretar leggja níður herstöðvar sínar við Persaflóa í lok þessa árs og íransher á að taka að sér hlutverk þeirra. Með útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur á næsta ári ætlum við ekki aðeins að vernda fiskistofnana og uppeldisstöðvar þeirra á landgrunni íslands, heldur ætl- um við einnig að tryggja sjálfsbjargarrétt okkar til menn- ingarlífs á íslandi með því að lögfesta eðlilegan forgang íslenzkra veiðiskipa til hagnýtingar þeirra auðæfa, sem eru á og yfir íslenzka landgrunninu. Þjóðarréttur virðist nú helga strandríkjum sérréttindi til hagnýtingar allra auðæfa sem á botni landgrunns þeirra eru svo langt út sem vinnslumöguleikar leyfa á hverjum tíma. Við segjum að hafið og lífið í sjónum yfir landgrunninu sé óaðskilj- anlegur hluti landgrunnsins. Fyrir þeirri skoðun munum við berjast til þrautar. Það skýrist alltaf betur og betur, að velmegun og efnalegt sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar veltur framvegis, sem fram að þessu, meira á því en nokkru öðru, að vel takist að hagnýta auðæfi hafsins og landgrunnsins. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir því, að hagnýting hafsins og landgrunnsins verður framvegis að byggjast á þekkingu í ríkara mæli en nokkru sinni íyrr. Menn verða að þekkja hafið, sem bezt má verða, og lífið í sjónum og á hafsbotninum. Skynsamlegar fiskveiðar og önnur hagnýting sjávar- gæðanna, samhliða nauðsynlegri verndun þeirra auðæfa, sem í hafinu er að finna, hljóta í vaxandi mæli að byggjast á þekkingu, sem hverjum einstaklingi verður alveg ofviða að afla sér á eigin spýtur og kostnað. Ekki má horfa í að leggja fram það fé, sem þarf til þess að rannsaka hafið og lífið í sjónum, og einnig verður í vaxandi mæli að veita fiskiflotanum þjónustu við fiskileit og öflun þeirrar þekkingar, sem þarf við nýtízku fiskveiðar, en einstakl- ingum er um megn að kosta- Margt hefur verið gert í þessa átt hér, en samt kemur alltaf betur og betur í ljós, að það nær skammt og því fer fjarri, að hæg hafi verið að kanna hafið og fiski- stofnana hér við land sem skyldi eða veita fiskiflotanum þá þjónustu, sem þörf er á. Þrátt fyrir það, að við höfum nú eignast fyrstu eiginlegu fiskirannsóknaskipin, er þörf nýrra stórátaka í þessum efnum. Vísindaleg rök eru okk- ur nauðsyn í baráttunni fyrir viðurkenningu á rétti ís- lendinga til landgrunnsins alls og hafsins yfir því. Okkur er lífsnauðsyn að vita, hvernig ástatt er um fiskistofnana og annað líf í sjónum, hvað má veiða, hvað þarf að vernda, og alltaf er að koma betur í ljós, að nýtízku fiskiskipafloti þarf að styðjast við margs konar þjónustu, svo sem fiskileit, veiðitilraunir, veiðarfæratil- raunir, tækjaþjónustu á miðunum og fl-, ef fullur árangur á að nást. Aðkallandi verkefni í þessum greinum eru óþrjótandi að kalla. Þess vegna þarf nú að gera úttekt á því, hvemig við erum á vegi stödd í þessum efnum, hvers við þórfnumst og hvað við höfum bolmagn til að gera á næstu árum á þessu sviði. Það þarf að kanna sem fyrst og gera síðan skipulega áætlun um að hrinda því nauðsynlegasta í framkvæmd. Slíka áætlun á að gera í sem nánustu sam- starfi sérfræðinga, sjómanna og útvegsmanna. Nú þegar og ennfrekar í framtíðinni eru viðhorf svo gerbreytt orðin varðandi fiskistofnana og annað, sem í sjónum býr, fiskveiðarnar og möguleikana til þess að fá vitneskju um hafið sjálft og hafsbotninn, að skoða verður þessi rannsóknarmál frá nýjum sjónarhóli og í nýju ljósi. — TK. | BRETAR og Bandaríkjamenn hafa samið og undirritað áætl un um að verja milljarði doll- ara til að efla vígbúnað írans, bæði á landi, í lofti og á sjó. Þetta er eitt af því, sem nauð- synlegt þykir að gera áður en úr því verður, að Bretar hverfi frá herstöðvum sínum við Persaflóa í lok þessa árs, eins og fyrirhugað er. Hlutur Bandarikjamanna í framkvæmd áætlunarinnar er einkum fólgin í framlagi nokk- urra sveita Phantom-þota, bæði orrustuflugvéla og sprengju- flugvéla. Bretar leggja aftur á móti fram nokkur hundruð skriðdreka og ýmsan flota- útbúnað. Háttsettir embættismenn í Washington hafa viðurkennt, að þessum herbúnaði sé ætlað að fylla það skarð, sem óneitan lega myndast !í •'hferfrafiiif v á þéssu svæði, *' pegar ' "Brefar hverfa frá herstöðvum sínum. Ennfremur sé verið að mynda mótvægi gegn auknum áhrifum Sovétmanna og aðgerðum Araba við Persaflóa, sem sé afar mikilvægur hernaðarlega. í strandríkjunum við flóann og á eyjum í honum er til dæmis unninn úr jörðu megin- hluti þeirrar olíu, sem Banda- ríkjamenn, Vestur-Evrópumenn og Japanir nota. MOHAMED Reza Pahlevi, Persakeisari hefur tekið á sig ábyrgðina á vörnum við Persa- flóa þegar Bretar hverfa með vemdarsveitir sínar frá Ba- hrein, Qater og fustadæmun- um sjö. Betar og Bandaríkja- menn hafa samþykkt þessa ráð stöfun. Bandarískir ráðamenn halda fram, að íran búi þegar yfir „allverulegum“ vamarmætti í lofti og á sjó, að minsta kosti í samanburði við nágrannaríkið frak, sem Sovétríkin hafa her- vætt ríkulega, en íranar líta á sem óvinaríki. Herbúnaður frana var orðinn úreltur, en Bretar og Banda- ríkjamenn hafa selt þeim það mikið af nýjum hergögnum sið an á árinu 1969, að her þeirra er orðinn allvel búinn að vopn um ,en í honum eru 155 þúsund manns. Vopnasendingamar hafa verið auknar mjög veru- lega að undanfömu og ætlunin er að fjölga í hemum til sam- ræmis við aukinn vígbúnað. GERT er ráð fyrir að búi5 verði að afhenda umsaminn herbúnað árið 1975 og æfa heimamenn í notkun hans. íran á að vera orðið allöflugt herveldi og þess umkomið, að halda uppi kyrrð og reglu við 'í’ersaflóa að því er Bandaríkja menn halda fram. franar eiga nokkrar sveitir flugvéla af gerðunum F-3 og F-86, en árið 1975 á að vera búið að afhenda þeim 135 Phantom-þotur. Láni, sem Bandaríkjamenn leggja fram, á einnig að verja til þess að bæta flugvelli frans við Persa- flóa og flotahafnir þeirra. Ennfremur er ætlunin að koma upp allmikilli verksmiðju fyrir sunnan höfuðborgina Teheran. Þar á að endurbæta um 850 bandaríska skriðdreka, sem íranir eiga að hafa lengi átt. Ætlunin er, að setja í þá mun aflmeiri vélar en áður og einnig betri byssur. RÍKISSTJÓRN Nixons hefur ekki sagt opinberlega hve fjár- framlag Bandaríkjanna er mik ið til eflingar hervarna írana, samkvæmt samningnum við Breta. Ekki var farið fram á við þingið nema 950 þús. doll- ara fjárveitingu á árinu 1972, til hemaðaraðstoðar við fran og kostnaður við uppihald 250 bandarískra hemaðarráðgjafa í landinu. Fyrstu bandarísku Phantom- þotumar vom afhentar í fyrra og þar var um að ræða 100 milljónir dollara lán samkvæmt áætlunum um sölu hergagna til annarra landa. Ekki hefur þó verið sagt frá því opinberlega, hve lánsupphæðin var há. Ex- port-Import bankinn lánar helming þess fjár, sem til þarf, en útvegar hinn helminginn að láni frá bönkum í einkaeign. ' Sagt er, að írans-keisari líti svo á, að nauðsynlegt sé að hafa yfir ,að ráða afar hreyfan- legum herafla til varna við Persaflóa. Ríkisstjóm landsins hefur því keypt mikið af nýj- um, langfleygum Hovercraft- í’.ugvélum og þyr'um, svo og hundruð skriðdreka, sem henta vel í fjalllendi og á eyðimörk- um, eins og mikið er um í fran og nágrannalöndum þess. Gerður hefur verið flugvöll- ur fyrir Hovercraft-vélamar á eynni Kharg úti fyrir strönd frans í norðanverðum Persa- flóa. ÆTLUNIN er að kaupa nokkuð á þriðja hundrað þyrl- ur, sem eiga að verða land- hemum og Hovercraft-vélunum til aðstoðar. Þyrlumar era flestar keypt- ar frá ítölskum flugvélaverk- smiðum, sem framleiða þær samkvæmt samningi við banda rískar verksmiðjur. Sextán meðalstórar flutningaþyrlur af Chinook-gerð voru afhentar snemma á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að íranar fái afhent- ar fyrir lok ársins 1972 55 léttbyggðar flutningaþyrlur, auk 155 þyrla, sem ætlaðar em til ýmiskonar nota. Nokkur vandkvæði era á um aðstöðu til eðlilegrar dreifing- ar heraflans meðfram norðan- verðum Persaflóa. Export- Im- port bankinn hefur lagt fram fé til bættrar aðstöðu við Bandar Abbas, en þar hefur þegar verið komið upp allmynd arlegri, nýrri flotastöð og gerð ur flugvöllur. Frá Bandar Abbas er auðvelt að ná til Hornum-sunds, en það tengir Persaflóa við Oman- flóa í austri. Þá er einnig verið að gera nýjan flugvöll við Jask á norð urströnd Omanflóa. Annar flug völlur hefur verið gerður við Bushehr, nálega andspænis eynni Khar„. Ennfremur er verið að stækka til muna fP»ta- stöðina £ Khurramshahr, nyrzt í Persaflóanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.