Tíminn - 11.08.1971, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR H. ágóst 1971
TÍMINN
ÍBV VANN
VAL1:0
Vestmannaeyingar unnu Val 1:0
í fjörleguim leik á Laugardalsvell-
Inum í gæTkvköldi. ÍBV er nú
efst í 1. deild með 14 stig.
Ellilaunahækkun
Framhald af bls. 16.
mikið, þar sem maður þarf að
borga húsaleigu. Ég gæti ekki
lifað á þessu einu, svo ég vinn
svolítið líka við að skúra gólf.
Ekki sagði María, að sér
fyndist það beint skemmtileg
atvinna, — en eitthvað verður
maður að gera, til að geta lif-
að mannsæmandi lífi.
— Ég er bara ósköp ánægð
með þetta og sé fram á aö lifa
enn betra lífi, sagði María að
endingu.
Ásmundur Árnason er 71 árs
gamall verzlunarmaður og var
að ná í ellistyrkinn fyrir sig
og eiginkonu gína, sem er
sjúklingur.
— Það er mikill munur fyrir
mig og'konuna að fá hækkun-
ina á ellistyrknum. Ég get að
vísu en unnið hálfan daginn,
en er að tapa sjón, svo að ég
verð bráðlega að hætta alveg
að stunda vinnu. Vegna veik-
inda konu minanr verðum við
að kaupa húshjálp og meðul,
og þetta kemur náttúrlega við
fjárhaginn.
En það er til talsverðra bóta
að fá hækkunina, sem áreiðan-
lega kemur sér vel fyrir allt
aldrað fðlk.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
var að sækja elljstyrkinn sinn
og mannsins sins og sagði, að
talsvert mundi muna um hækk
unina á því heimili.
— Áður fengum við saman-
lagt 8.600 krónur, en nú er
þetta 10.500 kr., eða þar um
bil og það munar oft um minna,
sagði Ragnheiður.
— Ég vinn ekkert sjálf, en
maðurinn minn vinnur svolítið.
Við þurfum að borga húsa-
leigu, ljós og hita og þar að
auki hefur ellistyrkurinn minn
að mestu farið fyrir læknis-
hjálp og meðul.
— Mér finnst muna mikið
um hækkunina, en hvort þetta
er svo nógu hátt, er annað mál,
sagði Ragnhciður Guðmunds-
dóttir að síðustu.
fþrótlir
Framhald af bls. 13
hlaupinu voru ekkert sérstakir, en
beztur var Wucherer, V.-Þýzkal. á
10,3 sek. Yfirleitt voru tímarnir
10,5 og 10,6, t.d. hljóp Rússinn
Borzow á 10,6 sek., en hann hefur
náð 10 sek. réttum. Þess má og
geta, að A.-Þjóðverjinn Kokot, sem
hlaupið hefur á 10 sek. í sumar
komst ekki í milliriðil.
I undanrásum 800 m hl. kvenna
náði Vera Nikolic, Júgóslafíu bezt-
um tíma 2:04,8 mín. 1 langstökki
stökk Lepik, Sovét lengst í undan-
keppninni eða 7,93 m og Davies
Englandi kom næstur með 7,90 m.
Þess má geta, að báðir Norðmenn-
imir komust í úrslitakeppnina,
Jan Lusis, Sovétr. kastaði lengst 1
undankeppni í spjótkasti eða 84,44
metra.
Slítur fjötra
Framhald af bls. 16.
út, en ég hef prófað að fara gegn-
um jámrimla og það gekk mjög
vel.
Vilt þú segja hvort þú ætlar að
brjótast út um dyr klefans eða
glugga, ef gluggi er á klefanum
á annað borð?
— Ég reikna með að sýna fram
á að ég geti farið út á þrjá vogu.
Það er farið út um dyr, glugga
og vegg. Ef ég fer gegnum vegg-
inn brýt ég hann niður innan frá.
Venjulegir menn skilja ekki
hvemig ég fer úr öllum þessum
fjötrum og gegnum veggi, án þess
að um sjónhverfingar sé að ræða.
En svo er ekki. Þetta eru ein-
igöngu kra'ftar.
Hefur þú þjálfað þig mikið til
að geta innt þessar þrekraunir af
hendi?
— Nei, þetta virðist vera með-
fætt. En þetta er að koma í ljós
núna. Ég hef ekki æft krafta mína
í 12 ár og það sem ég gerði í
sjónvarpinu var algjörlega fyrir-
varalaust. Þessi styrkur kemur yf-
ir mig. Ég verð að fara I þetta
þegar ég er upplagður og ég finn
greinilega hvenær það er.
Hvemig má það vera, að jafn-
vel þótt þú hafir vöðvastyrk til
að slíta sundur keðjur og brjóta
stál, að stálið skuli láta undan,
en ekki þitt eigið hold og bein?
Það er út af styrk sem ég fæ
annars staðar frá. Það er ekkert
vafamál að mér er gefinn þessi
styrkur, ég veit ekki hvort ég á
að segja úr öðrum heimi, en ann-
ars staðar frá Það er ábyggilegt
að þetta er ekki eingöngu minn
vöðvastyrkur, því þetta er svo
tugfalt sinnum meira afl en
nokkrir venjulegir menn ráða
yfir. Ég get ekki fram-
kvæmt þessar aflraunir nema þeg
ar þessi styrkur kemur yfir mig.
Annars er ég eins og aðrir venju-
legir menn.
Stendur afl þitt lengi yfir hverju
sinni?
Það gelur gert það, kannski
nokkra klukkutíma. Þess á milli
er ég alveg eðlilegur og rólegur.
Ég er að vísu rólegur meðan ég
er að framkvæma aflraunir. Ég get
orðið nokkuð skapmikill. En það
veit enginn neitt um það nema
ég sjálfur og það kemur aldrei
til að það bitni á neinum öðrum.
Hafa menn ekki stundum verið
að bjóða þér út til að reyna við
þig aflrauflir?
— Jú, það kemur oft fyrir, en
ég tek því aldrei nokkum tíma.
Eg vil alls ekki reyna afl mitt
við menn. Það sem ég hef áhuga
á, er að sýna hvað ég get og ég vil
gjaman gera það að atvinnu minni
til að sjá fyrir mér og minni fjöl-
skyldu. Ég er búinn að selja vöm-
bílinn og hyggst leggja aflraun-
ir fyrir mig.
Getur þú treyst á það þér til lífs
viðurværis ef kraftamir koma ekki
yftr þig nema öðm hverju?
— Já. Ég fæ afl alltaf þegar
ég þarf á því að halda og get þá
byggt mig upp með stuttum fyr-
irvara.
Veizt þú hvaðan þessi styrkur
kemur þegar þú þarft á honum
að halda?
— Já. Ég fór til spákonu í
Reykjavík nýlega og hún vissi ekki
hver ég var. Hún sagði að það
væri mér nátengdur maður, sem
fylgdi mér, hefði gert og myndi
alla tíð fylgja mér. Það em einnig
tveir aðilar aðrir einnig dán-
ir, sem fylgja mér. Lýsti hún
þeim nákvæmlega og kemur þetta
alveg heim og saman við það sem
ég hélt, eða raunar vissi sjálfur,
en hef aldrei þorað að segja nokkr
um manni áður. En það var á sl.
laugardag sem ég fór til spákon-
unnar. Gegnum þessa þrjá aðila
fæ ég þennan styrk.
Þegar mér er gefið aflið finnst
mér ekkert vera mér ofvaxið, og
enginn kvíði er í mér um að ekki
takist að leysa þau verkefni sem
ég tekst á hendur.
Ilverfur þér allur styrkur þeg-
ar þú ert búinn að brjótast úr
hlekkjunum?
— Nei, ekki segi ég það, en ég
verð dálítið sálarlega þreyttur. Þá
vil ég fá að vera í ró og næði.
Reynir Léóson er 32 ára gam-
all og er búsettur í Ynnri-Njarð-
vík. Ilann stundaði vömbifreiða-
akstur, en hefur nú lagt þann
starfa á hilluna, eins og fram er
komið, og ætlar að gera aflraun-
ir að atvinnu sinni. Hann hefur sótt
um styrk frá því opinbera til að
láta gera sjónvarpskvikmynd af
afrekum sínum. Er haft í huga að
myndin verði til útflutnings.
Bílaumferð
Framhald af bls. 1
sem vegurinn á að liggja. Verður
þá vegurinn um Vellina og yfir
Flosagjá lagður niður fyrir bíla-
umfeflð. Ákvað Þingvallanefnd
að friða alla göimlu þinghelgina
fyrir umferð ökutækja.
Ekki er hugmyndin að leggja
niður brúng yfir Flosgjá, né veg
úm að henni, heldur verður þar
gangvegur. Aætlað er að ljúka
þessum framkvæmdum fyrir haust
ið.
Forsetinn
Framhald af bls 16.
var farið heim til Petru Sveins-
dóttur og skoðað mikið steina-
safn, sem hún á. Um 1.20 var
síðan lagt af stað til Breiðc’/ls-
víkur og fylgdi hreppsnefnd
forsetahjónunum þangað. Á
iandamerkjum Breiðdnlsvíkur
og Stöðvarfjarðar tók hrepps-
íefnd ag hreppstjóri Breiðdals-
vikur á móti forsetahjónunum,
en Stöðvfirðingar héldu heim.
Þegar heilsast hafði verið var
ekið sem leið liggur að Staðar-
borg, og var þar allmargt fólk
samankomið, var haldið beint
inn í húsið, og sezt að kaffi-
drykkju. Þar flutti séra Krist-
inn Hóseasson ræðu og var hann
jafnframt veizlustjóri, þá ávarp
aði Valtýr Guðmundsson sýslu-
maður forsetahjónin, en síðan
tók Guðjón Jónsson kennari til
máls og mælti hann til forseta,
en Anna Þorsteinsdóttir til for-
setafrú*rinnar. Seinastur tók
til máls Sigurður Lárusson og
afhennti forsetanum málverk
að gjöf. Þetta málverk er 150
ára gamalt og það voru skyld-
menni forsetans á Breiðdalsvík,
sem gáfu myndina. Að lokum
tók forsetinn til máls og þakk-
aði fyrir þau hjónin. Forseta-
hjónin gistu í Staðarborg í nótt
en í morgun lögðu þau af stað
til Djúpavogs, áttu þau að fara
þaðan um kl. 18 í dag til Horna-
fjarðar. En þar lýkur h}nni
opinberu heimsókn.
Hörpudiskur
Framhald af bls. 1
Einár Guðmundsson var að sjálf
sögðu með £ þessari veiðiferð.
Hann kvaðst vera mjög ánægður
með árangurinn og sagði að það
væri von sín að þetta veiðitæki
ylli breytingu í hörpudisksveiðum
hér við land.
Aðspurður kvaðst Einar láta
sitt nýja skip, Guðmund Þór HU-
17 hefja skelfiskveiðar með nýju
veiðarfærunum næstu daga, en það
skip er annað af tveim, sem af-
hent voru sl. vor frá Skipasmíða-
stöð Guðmundar Lárussonar á
Ilöfðakaupstað.
Einar bað Tímann um að skila
sínum persónul. þökkum til Ólafs
Jóhannessonar, forsætisráðherra,
fyrir sérstaklega góða og fljóta
afgreiðslu mála í sambandi við
kaup á þessum veiðarfærum til
landsins.
Á víðavangi
handhægara að fylgjast með
ferðum kafbála frá Murniansk
frá flugvelli í Norður-Norcgi en
flugvelli á fslandi. Þess vegna
er rétt að liugleiða það, hvort
þeir Norðmenn, sem hafa ver-
ið að skrifa um hernaðarmál-
efni og varnir á Norður-Atlants
hafi og deila á íslenzk stjórn-
völd séu svo ýkja rökfastir í
liugsun, þar sem þeir minnast
aldrei á þann möguleika, að
Norðmenn veiti Nato aukna að-
stöðu í Noregi vegna vaxandi
athafna sovézka flotans xiti fyr-
ir ströndum Noregs. En livers
vegna hugleiða þeir ekki þann
möguleika? Það er vegna þess
að Norðmcnn munu aldrei sam-
þykkja erlendar herstöðvar í
Noregi á friðartímum.
Stjórn Tryggve Bratteli þyk-
ir nokkuð róttæk í utanríkis-
málum. Það er Mbl. hins vegar
alls ekki. Mbl. hefur ekki vilj-
að taka undir öll sjónarmið
norskra jafnaðarmanna í utan-
ríkismálum og meira að segja
fordæmt sum þeirra liarðlega,
þótt formaður norskra jafnað-
armanna sé nú hins vegar orð-
inn ein aðalstoð og stytta
þeirra Mbl.-manna við ádeilur
á ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar. Er ekkert í ummælum
Tryggve Brattelis að finna, þar
sém á ísland er minnzt í þessu
sambandi. En norska stjórnin
hefur lýst því yfir, að hún
stefni að því að viðurkenna
stjórnina í Hanoi. Kannski
verður næsti lciðari Mbl. byggð
ur á stuðningi við þá skoðun ^
norskra jafnaðarmanna? Senni-!
legra er þó, að á því verði j
nokkur bið. — TK |
íbróttir
Fratnhald af bls. 12
ir við að Fram tæki nú rækilega
af skarið og kafsigldi Kópavogs-
búana. Það fór samt á annan veg,
því að fanman af síðari hálfleik
sótti Breiðablik öllu meira og átti
mun hættulegri marktækifæri.
Það hættulegasta var, þegar Guð-
mundur Þórðarson fékk boltann
fyrir opnu marki en sendi hann
beint í fang Þorbergs markvarðar.
í annað skipti bjargaði Marteinn
Geirsson á línu eftir skot frá Þór.
Loks komst Þór einn inn fyrir, en
skaut í þetta sinn yfir markið.
í síðari hluta seinni hálfleiks
sóttu Framarar í sig veðrið og
þjörmuðu mjög að Breiðabliks-
markinu. Síendurteknum tilraun-
um þeirra til að skora var alltaf
bægt frá, þar til á 38. mín. Þá
loks tókst Ágúst Guðmundssyni að
renna boltanum í netið úr mik-
illi þvögu frammi fyrir Breiða-
bliksmarkinu. — Þær sjö minút-
ur, sem eftir voru af leiknum,
sóttu Framarar látlaust, en höfðu
ekki erindi sem erfiði. Lokatöl-
urnar urðu því 2:1, Breiðablik í
vil.
í heild var leikurinn fremur
þófkenndur og bæði liðin sýndu
yfirleitt lélega knattspyrnu. —
Beztu menn Brciðabliks £ 'þessum
leik voru án efa varnarmennirnir.
Þór Hreiðarsson og Haraldur Er-
lendsson sýndu einnig skemmtileg
tilþrif. — Framarar voru flestir
lélegir og komst Baldur Scheving
einna bezt frá leiknum.
Dómari var Valur Benediktsson
og leið hann lcikmönnum allt of
mikla hörku, en linka hans kom
þó hvorugu liðinu til góða.
Bændaþing -
Framhald af bls. 8.
skilyrði eru allra bezt. Og svo
er ég ekki í vafa um að margir
bændur bera of mikinn köfnun
arefnisáburð á. Ég hefi fundið
það út úr búreikningum bænda
á Austurlandi, að þeir sem að
mest bera á fá minni uppskeru
af flatareiningu, þegar til lengd
ar lætur, heldur en hinir sem
hóflega bera á.
— Hver er orsökin fyrír
þessu?
— í fyrsta lagi var rekinn
áróður af hálfu leiðbeiningar-
þjónustunnar fyrir aukinni
köfnunarefnisnotkun. ' Þetta
reyndist vel meðan tíð var hag-
stæð, en þegar uppskera tók að
rýrria og fyrirsjáanlegt að hey-
skapur yrði ekki nógur juku
menn við áburðarskammtinn.
Þeir sem gengu lengst í þessu
stóðu á endanum uppi með
tún, sem vaxin voru eingöngu
arfa og varpasveifgrasi.
— Hvað á bóndinn með kal-
túnið að gera? Á hann að end-
urrækta eða bíða?
— Yfirlcitt hefur enginn
ávinningur orðið af því að vinna
þessi tún upp og sá í þau á ný.
Sáðgrasið hefur strax dáið út.
Bezt hefur reynzt að geyma
þau og bera ekkert á þau i
nokkur ár, þá fara íslenzku grös-
in aftur að nema land. Ef byrj-
að er að bera á þau hóflega
skammta af húsdýraáburði og
tilbúnum áburði geta þau náð
sér að fullu og þola þá vond ár
mun betur en áður.
— En séu nú öll tún niður
nídd?
— Þá cr ckkert annað ráð en
að rækta grænfóður.
Það er í sambandi við túnræki
ina, sem ég vildi leggja áherzlu
á eftirfarandi:
Ég held, að ekki sé unnt að
halda túni í rækt til lengdar
með tilbúnum áburði eingöngu,
og að nauðsynlegt sé að bera
húsdýraáburð á annað veifið til
að viðhalda eðlilegri gerlastarf-
semi 1 jarðveginum.
MaSurlnn mlnn.
Kjartan Thors,
Smáragöhi 13,
verSur jarSsunglnn frá Dómklrkionni flmmtudaginn 12. ágúst
klukkan 2 síSdegls.
Þelr, sem vK|a mlnnast hlns látna, eru vinsamlegast beSnir aS
láta llknarstofnantr n|6ta þess.
Ágústa B, Thors.
Inntlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúS viS andlát og útför
Guðbjargar Jónsdóttur
frá Snartartungu.
ASstandendur.
Innilegt þakklætl til allra er sýndu samúS og hlutteknlngu viS andlát
og útför
Guðrúnar Guðmundsdóttur
frá SvarSbæli.
Björn G. Bergmann GuSmundur R. Jóhannsson
Jón D. GuSmundsson.