Tíminn - 11.08.1971, Blaðsíða 3
MTOVIKUDAGUR 11. ágúst 1971.
3
TIMINN
i
30 tonna jarSýta rann aftur af flutningavagni í brekkunni á sunnanverSu Arnarnesi í dag. Rann ýtan um 50 metra spöl niður brekkuna þvert yfir veg-
inn, lenti þar á Ijósastaur og braut harm og stöðvaðist ekki fyrr en á veginum, sem liggur út á Arnarneslð. Talsverð umferð var um Hafnarfjarðar-
veginn, en ökumenn gátu forðast stjórnlaust ferlíkið og urðu engin slys af, nema hvað staurirm kubbaðist sundur, og lagðist yfir ýtuna. Rafmagns-
línurnar slitnuðu, en straumurinn fór sjálfkrafa af þeim, þegar þær fóru sundur. Voru þær bráðlega tengdar saman aftur og er þar ærið langt mllli
■staura. Ekki er vitað hvað olli þvf að ýtan rann aftur af vagninum, en tryggrlega átti að vera búið «m hana þar (Tímamynd Róbert)
FÁIR BÁTAR Á HÖRPUDISKS-
VEIÐUM EN AFLA VEL SAMT
ÞÖ—Reykjavík, þriðjudag.
Fáir bátar eru nú á hörpudisks-
veiðum, en þeir sem stunda veiðarn
ar munu allir fiska vel. Aðeins
er vitað um 4 báta, sem stunda
hörpudisksveiðar í sumar og eru
tveir gerðir út frá Stykkishólmi,
einn frá Bolungarvík og einn frá
ísafirði.
I Stykkishólmi var okkur tjáð,
að þaðan yáru gerðir út tveir bát-
ar á hörpudisk, en ekki er aflinn
nýttur í Hólminum heldur er hon-
um ekið langar vegal. og unninn
annars staðar. Afla ananrs báts-
ins er ekið til Hvammstanga, en
hins til Borgarness. Kristinn Gísla-
son fréttaritari Tímans í Stykkis-
hólmi, tjáði blaðinu að afli bát-
anna hcfði verið góður í sumar
og hefðu þeir alltaf fyllt upp í
kvótann, en bátarnir hafa leyfi til
að veiða milli 5 og 6 tonn á dag.
Sagði Kristinn að frystihúsin þar
tækju ekki á móti hörpudiski á
meðan svona mikil 'færafiskur bær-
ist að landi og v^eri því aflanum
ekið til annarra staða. En þegar
færi að hausta, mætti búast við
því að flciri bátar færu á hörpu-
disksveiðar.
í frystihúsinu á Hvammstanga
hefur verið unninn hörpudiskur í
sumar og hefur aflanum verið ekið
alla leið frá Stykkishólmi, og að
sögn Brynjúlfs Sveinssonar frétta-
ritara blaðsins þar, hefur þessi
vinnsla skapað mikla atvinnu í
þorpinu, en við þessa vinnslu eru
3Ö paanns. En þegar fer að hausta
fara bátar að búa sig á raékjuveið-
ar, og' era umír, nú‘ égar famir
að hugsa seir til hreyfíiigs. Bryn-!
júlfur sagði, að búið væri að flytja
út hörpudisk fyrir 700 þús. í sumar.
Einn bátur hefur verið gerður
út á hörpudisksveiðar frá Bolung-
arvík í sumar að sögn Kristjáns
Júlíussonar. Hefur afli bátsins yf-
irleitt verið góður, en hann hefur
verið að veiðum í Jökulfjörðum,
nánar tiltekið undan Stafareyrum.
Annar bátur hefur verið gerður út
frá Isafirði í sömu veiðar og hefur
afli hans einnig verið góður. Þess-
ir tveir bátar, sem veiða hörpu-
disk á Vestfjörðum hafa yfirleitt
veítt upp í kvótánn, en hann er 5
tonn.
Kornhlaðan
Framhald af bis. 1
verðlag, sem og að öll fóðurblönd-
un og verzlun með fóðurvörur geti
í framtíðinni verið algerlega í ís-
lenzkum höndum.
Bygging kornt'jrnanna
Kornhlaðan hf. er stofnuð 4.
sept. 1969 og var lóð við Sunda-
höfn úthlutuð félaginu skömmu síð
ar, eða í nóvember sama ár. Gröft-
ur á ^grunni hófst 13. maí 1970 og
var undirstöðum og kjallara lokið
í ágúst. Teiknistofa SÍS annaðist
það verk og sá Öskar Eyjólfsson
húsasmíðameistari um framkvæmd
irnar. Verkið við að steypa geym-
ana og ganga frá þeim var boðið
út og tekið lægsta tilboði, en það
var frá Brún h.f. Þessar fram-
kvæmdir hófust í ágústlok, og voru
turnarnir steyptir í skriðmótum.
Var steypuvinnu lokið 16. okt. og
hafði tekið 18 daga. Rafver hf.
sá um allar raflangir.
45.3 m. á hæS
Fyrsti áfangi af kornturnunum,
sem nú hefur verið steyptur upp,
er 45,3 m á hæð. Skiptast geymarn
ir í 14 hólf, sem taka hvert um
2100 tonn af korni og 8 hólf,
sem taka hvert um 122 tonn. 1
hólf tekur um 215 tonn af korni,
þarinig að samanlagt taka hólfin
5110 tonn af korni.
Sem dæmi um hve efnismiklir
þessir kornturnar eru má nefna
að sementið, sem notað var í
þennan áfanga var um 610 tonn,
járn í þennan áfanga var um 265
tonn og raflagnir eru ca. 7 km.
á lengd. Áætlaður kostnaður við
byggingu fyrsta áfanga er 58—60
milljónir. Kom fram á fundinum
með fréttamönnum . að hann er
meiri en ráðgert var í fyrstu. Þá
skal þess getið að löndunartæki
Kornhlöðunnar geta dælt úr skipi
með hámarksafköstum um 100
tonn á klukkutíma.
Geymslurýmið verSur
12 þúsund tonn
Annar áfangi kornturnanna, sem
byggður verður síðar, stækkar
geymslurýmið í ca. 12 þúsund
tonn .Hólfin í þeim geymum verða
20 sem taka taka 280 tonn hvert
og 10 sem taka 122 tonn hvert.
Allar frumáætlanir og sérteikn-
ingar voru unnar af verkfræði-
firmanu Nordisk Brow Boveri A/S
í Kaupmannahöfn, og er aðalráðu-
nautur stjómar Komhlöðunnar A.
Roesen yfirverkfræðingur firm-
ans.
Vélar og löndunartæki voru boð-
in út á alþjóðamarkaði, og bár-
ust tilboð frá Sviss, Frakklandi og
Þýzkalandi. Lægsta tilboð var frá
Bebriider Buhler Maschinenfa-
briken í Uzwil og var því tekið.
Teiknistofa SÍS hefur gert allar
byggingateikningar og útlitsteikn-
ingar. Verkfræðistofa Braga Þor-
steinssonar og Eyvindar Valdi-
marssonar hefur séð um verk-
fræðilegar ráðleggingar. Sindra-
smiðjan í Reykjavík smíðaði ýmsa
vélahluti, sem kosta um 2.5 millj.
kr., og aðstoðaði auk þess við nið-
ursetningu véla.
Sem fyrr segir, voru komturn-
arnir vígðir með maís frá Ame-
ríku, en Kornhlaðan h.f. mun aðal-
lega flytja inn bygg, maís og
hveitikorn.
Þá hefur Sambandinu nú verið
úthlutað lóð við Sundahöfn og er
fyrirhugað að reisa á henni fóð-
urblöndunarstöð, ennfremur er
áhugi fyrir því að reisa þar hveiti-
myllu. x
Við vígsluathöfnina í dag fluttu
ræður: Hjalti Pálsson, form.
stjórnar Kornhlöðunnar h.f., Hall-
dór E. Sigurðsson, landbúnaðar-
ráðherra, Gunnlaugur Pétursson,
borgarritari og Ásgeir Bjarnason,
formaður Búnaðarfélags íslands.
Að lokum skal þess getið, að
Sigurður Gunarsson, vélstjóri, er
eini starfsmaður Kornhlöðunnar.
Rjómaís
milli steikar og
O | f I O Á eftir safarikri steik og velheppnaðri
E vKfl^fl fl I sósu er friskandi að fá sér isrétt, Ijúf-
fengan og syalandi. Á hverjum pakka áf Emmess is er fjöldi uppskrifta.
eEmm 1 frl
ess| LfciJ
Varnarmálin og Mbl.
Mbl. heldur áfram að ræða
varnarmálin. í gær er Tryggve
Bratteli leiddur fram til vitnis
um það „ábyrgðarleysi" hinnai
nýju ríkisstjórnar á íslandi
að leita eftir endurskoðun á
varnarsamningnum við Banda-
ríkin skv. ákvæðum þess samn
ings sjálfs með það fyrir aug-
um, að bandaríska herliðið
hverfi úr landi í áföngum.
En Tryggve Bratteli, forsæt-
isráðherra Noregs, minnist
hvergi á ísland í hinum tilvitn-
uðu ummælum Mbl. Hann seg-
ir hins vegar m.a.:
„Það er augljóst, að nppbygg
ing herafla Sovétríkjanna
skammt frá landamærum Nor-
egs er ekki mál, sem aðeins
varðar tvíhliða samskipti Nor-
egs og Sovétríkjanna, heldur er
hér um að ræða lið f heildar-
hernaðaráætlun Sovétríkjanna
um allan heim.“
í grein eftir Lars Ranggaard,
sem Mbl. birti s.l. sunnudag og
tekin er upp úr danska blaðinu
„Kristeligt dagblad“, eru marg-
ar undarlegar ályktanir dregn-
ar af stöðu íslands í vamarkerf
inu á Norður-Atlantshafi og fyr
irætlun íslenzku stjómarinnar.
Þar virðist liöfundur lpggja það
alveg að jöfnu og setja raunar
undir einn og sama hatt, að
bandaríska herliðið hverfi úr
landi og ísland segi sig úr Nato
og Keflavíkurflugvöllur og þan
mannvirki, sem þar em, verði
jöfnuð við jörðn. Þankagangnr
hans er algerlega á því byggð-
ur. íslenzka ríkisstjórnin hefur
lýst því yfir, að ísland muni
verða áfram í Nato og standa
við allar þær skuldbindingar,
sem hún gekkst undir, er fs-
land gerðist aðili að Nato. fs-
land skuldbatt sig þá til að
láta bandalaginu í té land og
aðstöðu, ef til óf /ðar kæmi.
Keflavíkurflugvöllur verður
ekki lagður niður, og það er frá
leitt að útiloka þann mögu-
leika, að mikilvægustu þættirn-
ir í eftirlitskerfinu sem hér er,
verði reknir áfram af fslend-
ingum og flugvöllurinn verði
jafnan til taks fyrir eftirlits-
flug bandalagsþjóðanna.
Keflavík —
Norður-Noregur —
Murmansk
En af hverju beinist það
eftirlitsflug, sem héðan er rek-
ið frá Keflavíkurflugvelli? Það
beinist að því fyrst og fremst
að fylgjast með ferðum kaf-
báta, sem leggja úr flotahöfn
Rússa í Murmansk. Eftir að
þcir eru komnir í kaf í Atlants
liafinu er erfiðara að fylgjast
með ferðuin þeirra, þótt það sé
reynt frá bandarískum flug-
móðurskipum á Norður-Atlants-
hafi. En sé það rétt, sem undir-
ritaður telur sig hafa frá góð-
um hcimildum, að þctta sé
meginviðfangsefni eftirlitsflug.
véla héðan, þ.e. að fylgjast með
kafbátaferðum út úr höfninni
í Múrmansk, er skynsamlegast
að hugleiða þá staðreynd vel,
að Murmansk er steinsnar frá
landamærum Noregs og Sovét-
ríkjanna og miklu ódýrara og
Framhald á bls. 14.