Tíminn - 19.08.1971, Side 2
2
TIMINN
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971
Eskfirðingar
halda upp á
afmælið
með vinnu
ÞÓ—Reykjavík, mi'ðvikudag.
Sigmar Hjelm, fréttaritari
Tímans á Eskifirði, sagði í við-
tali við blaðið í dag, að Esk-
firðingar héldu 185 ára afmæli
stðarins hátíðlegt. Fólk hefði
dregið fána að húni í morgun
og síðan haldið til vinnu sinnar.
— Enda er kannski bezt að
halda þannig upp á afmælið,
sagði Sigmar. — Hér er mikið
að gera, t. d. var skuttogarinn
Hólmatindur inni í gær með 90
lestir, og er því mikið að gcra
f fiski.
— Ekki er hægt að segja ann-
að en að veðurguðirnir hafi
fagnað afmæli Eskifjarðar, því
hér er sól og blíða. Saga Eski-
fjarðar, Eskja, er seld í dag í
félagsheimilinu okkar, Valhöll.
Kona og þrjár telpur
slösuðust í árekstri
OÓ-Rejkjavík, miðvikudag.
Kona og þrjár ungar telpur
slösuðust er bíll, sem þær voru
i, lenti á ljósastaur við Skipholt,
milli Hjálmholts og Vatnsholts.
Konan ók bílnum, og voru fjórar
stúlkur á aldrinum 7 til 9 ára
í bílnum, sem var af Volkswagen-
gerð. Tvær stúlknanna voru dæt-
ur konunnar sem ók, en hinar
voru vinkonur þeirra. Ein stúlkan
slapp lítið slösuð. Ekki reyndist
unnt í kvöld að fá nákvæmar upp
lýsingar um meiðsli telpnanna og
konunnar, en verið var að rann-
saka þau á slysadeild Borgarspítal
ans.
Ekki er með fullu Ijóst hvernig
á því stóð að konan missti stjórn
á bílnum, sem lenti upp á gang-
stétt og á steinsteyptum Ijósa-
staur. Var höggið svo mikið, að
staurinn haggaðist, og bíllinn er
örugglega talinn algjörlega ónýt-
ur.
Játuðu nær
40 innbrot
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Fjórir piltar á aldrinum þrettán
til fimimtán ára hafa viðurkennt
að hafa framið nær fjörutíu inn-
brot og þjófnaði. Ekki virðist vera
um skipulagða glæpastarfsemi hjá
piltunum, og þeir hafa ekki ávallt
verið allir saman við að fremja
afbrotin. En þessir strákar hittast
oft og fara þá í þjófnaðarleið-
angra, tveir, þrír eða fjórir saman.
Elztu afbrotin sem þeir hafa
viðurkennt að hafa framið, voru
framin síðari hluta vetrar, og síð
an allar götur fram að þessum
tíma, að þeir voru teknir. Yfir-
leitt hefur piltunum ekki tekizt
að ná miklu þýfi, en oft hafa þeir
unnið talsverðar skemmdir á inn
brotsstöðunum.
A MALÞINGI
Að finna mann
í miðri villu
Þegar menn lentu í villum hér áður
fyrr á öræfum eða óbyggðaleiðum,
kom stundum fyrir, að þeir sáu
menn ganga á undan sér í hríðinni.
Hertu þeir þá ganginn mjög til að
ná tali af ferðamanninum, en end-
uðu ýmist á því að ganga fyrir björg,
eða stanza yfir einhverju hengiflug-
inu fjöri fegnir eftir langan eltinga-
leik. Fjölmargar sagnir eru skráðar
af sLíkum atburðum, og verða ekki
véfengdar hér.
Stundum gerist það um bjartan
dag og fyrir augum manna, og
kannski daglega, að einhver, sem tal-
inn er með fullum sönsum,
fer að eltast við ferðamenn með
sama hætti og skýrt er frá í þjóð-
sögunum um villta menn í hríðum.
Eitt gleggsta dæmið um slíka endur-
tekningu villusagnanna má finna í
Morgunblaðinu þessa daga. Þar virð-
ist ekki örla á stjórnmálalegu átta-
skyni, en í staðinn er leitazt við að
fylgja sem fastast bandarískum blaða
manni, sem rétt rak nefið hér inn,
ferrtr cokkrum vikum, alls ókunnug-
ur íslenzkum stjómmálum og ís-
lenzkum hugsanagangi, en hefur tek-
ið að sér hlutverk hinna afturgengnu
að leiða villuráfandi útigöngumenn
í áttina að einhverju hengifluginu.
Satt er það að moldviðrið er mikið
í heiminum, og oft erfitt að átta sig
á hlutunum en þeir ættu ekki að
þurfa að villast, sem hafa íslenzkan
málstað að áttavita, og því síður að
reisa pólitískar röksemdir sínar á
þeim, sem þeir sjá aðeins óljóst í
hríðinni.
Þessi bandaríski blaðamaður heitir
C. L. Sulzberger og starfar við New
York Times, sem er virt blað. Hann
miklar mjög fyrir sér fyrirheit ríkis-
stjórnarinnar, sem svo sannarlega
hefur tekið til hendinni undanfarið.
Hefur hún þó enn ekki lifað sína
hundrað daga, sem þeir Kennedy og
Wilson töldu sig þurfa til að sýna
breytingu á stjórnarfarinu. Allt, sem
þessi Sulzberger hefur fram að færa
í efasemdum um athafnir núverandi
ríkisstjórnar, þykir slík góð og gild
latina í Morgunblaðinu, að þar linn-
ir ekki tilvitnunum í manninn.
Vonandi er stjórnarandstaðan ekki
orðin svo villt á göngu sinni síðan
í júlí, að hún stanzi ekki við þegar
„leiðtoginn” hverfur í sortann í eitt-
hvert gilið. Hún ætti því að komast
, til byggða með góðra manna hjálp.
I Einkenni er það á viUtum mönnum,
að oft er erfitt að koma vitinu fyrir
þá. Þeir telja ár renna upp £ móti og
vindáttir öfugar við það sem þær
eru. Við þessu eru ráð eins og það
að láta þá stíga í straumvatnið. Von-
andi hefur villan ekki náð svo sterk-
um tökum á stjórnarandstöðunni að
nauðsynlegt reynist að beita slíkum
vatnslækningum.
Svarthöfði
Konan kastaðist fram á stýri
blísins, sem brotnaði við högg-
ið og lenti konan síðan
með höfuðið á framrúðu bílsins,
svo og telpa, sem sat fram í. Skár
ust þær báðar á höfði, auk ann-
arra meiðsla. Ein telpan sem sat
aftur í bílnum, meiddist óveru-
lega, en hinar tvær meira, en
eins og áður er sagt reyndist ekki
mögulegt að fá nánari upplýs-
ingar um meiðslin í kvöld.
EINMUNATIÐ
ER Á HÉRAÐI
JK-Egilsstöðum.
Einmuna veðurblíða hefur ver-
ið á Héraði undanfarið. Vart er
hægt að segja, að dropi hafi kom-
ið úr lofti síðan í júlíbyrjun. Hey-
skapur er víðast hvar langt kom-
inn og sums staðar lokið. Bændur
muna vart annað eins sumar, a.m.
k. hin seinni ár. Heyfengur er
með mesta móti og er hey vel
verkað. Þótt svo sé, er ekki útlit
fyrir háarsprettu. Gras hefur
sprottið mjög hægt undanfarið
vegna þurrka.
Ferðamannastraumur hefur ver
ið mjög mikill hér um slóðir, hef-
ur hann aldrei verið meiri en á
þessu sumri. Heldur er þó farið
að draga úr honum, en eftir upp-
lýsingum, sem ég fékk á hótel-
unum á Hallormsstað og í Vala-
skjálf, þá er ennþá mikið um út-
lendinga á þeim og verða t. d. út-
lendingar á hótqlinu á Hallorms-
stað fram„eftir .tpánuðinnrp.i Vggir
hér um slóðir eru mjög harðir,
þurrir og rykugir, enda umferð
verið geysimikil.
Byggingaframkvæmdir hafa
gengið mjög vel hér í sumar og
er byggt mikið. Það sem helzt
hefur tafið byggingarframkvæmd-
ir er skortur á byggingameistur-
um.
Á Héraði er útlit fyrir góða
berjasprettu. Reyndar komu hér
næturfrost um daginn, en ekki
munu þau hafa skemmt lyngið,
aftur á móti skemmdist kartöflu-
gras í frostunum.
Tímanum hefur borizt bréf,
sem Sverrir Runólfsson hefur
skrifað samgöngumálaráðherra.
Segir þar m. a. að bréfritari
telji það skyldu sína, sem fag-
manns í vegagerð, að gera allt
sem í hans valdi standi í fram-
ygijvpi, tii .að tryggja að skatt-
greiðendur fái peninga sinna
virði í vegaframkvæmdum sem
framkvæmdar verði. — Bendir
hann í þessu sambandi sérstak-
lega á bls. 9-2-4 í reglum fyrir
bæði Suðurlandsveg og Vestur-
landsveg, þar sem skilgreint er,
að mishæðir megi ekki vera
nema 4 mm. á 4ra m. svæði.
Einnig bendir hann á bls. 9-13-9
í sömu reglum, þar sem segir,
að finnist mishæðir, verði að
lagfæra verkið strax, ríkinu að
kostnaðarlausu.
Bréfritari kveðst helzt vilja
sjá öll þau verk, sem ekki hafa
staðizt reglur hingað til, end-
urgerð, skattgreiðendum að
kostnaðarlausu.
Að síðustu kveðst bréfritara
langa til að spyrja um álit ráð-
herrans á því, hver sé (þar á
meðal mórölsk) skylda verktaka
um endingu verksins, innan
þeirra reglna, sem settar eru.
Skrifa börnin
bók um áhrif
manna á umhverfið?
Reykjavík, föstudag.
Fegrunarnefnd Reykjavíkur
efndi til ritgerðasamkeppni á sl.
vetri í öllum 12 ára bekkjum barna
skólanna í Reykjavík.
Ritgcrðarefnið var: „Ahrif manna
á umhverfið". Dómnefnd var skip-
uð þeim Eiríki Hreini Finnboga-
syni, borgarbókaverði; Birni Jóns-
syni, skólastjóra og Hafliða Jóns-
syni, garðyrkjustjóra, og hafa þeir
nú skilað áliti sínu, sem er á þá
leið, að
1. verðlaun hlýtur Guðlaug Vil-
bogadóttir, Njörvasundi 10, nem
andi í Langholtsskóla.
2. verðlaun Friðrik Sigurðsson, Sig
túni 31, nemandi í Laugarnes-
skóla.
3. verðlaun Helgi K. Grímsson,
Kambsvegi 23, nemandi í Lang-
holtsskóla.
Á fundi fegrunarnefndar í dag,
var ákveðið að kanna möguleika á
útgáfu sérstakrar barnabókar, er
byggist á þessari ritgerðarsam-
keppni og var því máli vísað til
athugunar fræðslustjóra borgarinn-
ar.
Ragnari
vel tekið í
tónleikaför
um Þýzkaland
SJ—Reykjavík, ihiðvikudag.
Ragnar Björnsson dómorganisti
er fyrir skömmu kominn úr tón-
leikaferð um Þýzkaland. Þýzkur
orgelleikari, sem hingað kom í
fyrra, stóð fyrir því, að Ragnari
var boðið í þetta tónleikaferðalag.
Ragnar lék í sjö borgum í Þýzka-
landi, en þar svo sem víða í Þýzka-
landi, eru haldnir reglubundnir tón-
leikar þýzkra og erlendra orgel-
leikara, allt árið um kring.
Ragnar lék Introduktion og Pas-
sagalíu eftir Pál ísólfsson, Prelu-
dium, kóral og fúgu eftir Jón Þór-
arinsson, Exsultate eftir Finnann
Erik Bergman, Þrísónötu í Es-dúr
eftir J. S. Bach og Dieu parmi nous
eftir Oliver Messiaen.
Ragnar hlaut mjög lofsamlega
dóma fyrir leik sinn í þýzkum blöð-
um. Tónlistagagnrýnandi Lindauer
Zeitung sagði m. a., að furðu
gegndi, hve miklu Ragnar hefði
getað náð út úr orgeli St. Stefáns-
kirkjunnar. „En snilldarleg túlkun
hans á kammermúsíkinni tók því
langt fram. Óskandi væri að honum
yrði boðið aftur að leika hér.“ —
Gagnrýnendur tala um Ragnar sem
fjölhæfan listamann og fagna því,
að gefizt hafi tækifæri til að kynn-
ast norrænni nútímatónlist.
Ötsvör og aö-
stöðugjöld á
Höfn 20 millj.
HH—Hornafirði, mánudag.
Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld
er komin út á Höfn. Álögð útsvör
nema 16.356 þús. og aðstöðugjöldin
eru 3.711 þús. Alls var lagt á 285
einstaklinga og 21 félag.
Af einstaklingum ber hæst út-
svar og aðstöðugjald Sigurður Lár-
usson útgerðarmaður. Er hann með
354.680 kr. í útsvar og 40.500 kr.
í aðstöðugjald. Þá kemur Kjartan
Arnason héraðslæknir með 262.400
kr. í útsvar og 13.600 kr. í aðstöðu-
gjald. Þriðji í röðinni er Guðmund-
ur Jónsson byggingameistari með
92.760 kr. í útsvar og 148.660 kr.
í aðstöðugjald.
Af félögum er Kaupfélag A-Skaft
fellinga með langhæst Utsvar og
aðstöðugjald. Er kaupfélagið með
2.520 þús. kr. í útsvar og 2.212 þús.
kr. í aðstöðugjald. Næst kemur
Borgey með 400 þús. í útsvar og
48.700 kr. í aðstöðugjald. Síðan
kemur Gissur hvíti með 140 þús.
í útsvar og 142 þús. í aðstöðugjald.