Tíminn - 19.08.1971, Side 5

Tíminn - 19.08.1971, Side 5
JKMMTtTÐAGEFR 19. ágúst 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KÆFFIWU • — Hann sagði sitt fyrsta orð í dag: „VerSbólga" Á mengunarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna hér á dögunum, sem fræg er orðin, forfallaðist íslenzki forstöðumaðurinn í 2 sólarhringa. Eftir á gaf norski forstöðu- maðurinn þá skýringu á forföll- um þess íslenzka, um leið og hann hafði allt á hornum sér og kvartaði um sparsemi og nirf ilshátt hér: „Meira að segja mengaðist ís- lenzki forstöðumaðurinn." Læknir, verkfræðingur og hagfræðingur ræddu um það sín á milli, hv'er af sérgreinum þeirra mundi vera elzt. Læknir inn sagði:' ..Læknisfræðin hlýtur a/5 vera elzt þeirra, því í raun og veru hófst hún með sköpun fyrstu foreldra sögunnar.“ „En sköpun heimsins úr al- gjörum glundroða er eldri, og hún er verkfræðilegt afrek,“ sagði verkfræðingurinn. „En hverjir skópu glundroð- ann?“ spurði hagfræðingurinn og glotti drýgindalega. • 1 banka einum vann á sinni tíð ungur kaupmannssonur. Var heimili hans talið hið bezta, þar sem ekkert skorti. Fremur þótti þann grunnhygginn en starfsamur. Svo varð hann slapp ur og fór til læknis. Við kom- una til baka frá lækninum spurðu starfsfélagarnir hvað að honum gengi. „Það er skyrbjúg- ur“, svaraði hann. Þá urðu fé- lagarnir hissa og spurðu hvern- ig það mætti vera með hann. „Það er ekkert undarlegt", svar- aði kaupmannssonurinn, „því að við heima borðum feiknin öll af bjúgum og skyri.“ Þegar sá vinsæli yfirþjónn Hansen starfaði á Hótel Borg, bar það við, að þangað kom danskur fornvinur Hansens. —- Höfðu þeir ekkert frétt hvor af öðrum í fleiri ár. Gesturinn varð yfir sig glaður að sjá nú Hansen vin sinn, og gekk fagn- andi að honum með þessu á- varpi; „Hvordan er du kommet her min gode ven Hansen?‘“ Hansen svaraði á augabragði: „Gennem dören.‘ — Geturöu aldrei nvunaö, að það þýðir ekkert fyrir þig að skamma krakkana í vinnufötunum. DENNI DÆMALAUSI — Það er of miki'ö af kossum í bióinu þínu og ckki nógu mikið salt í popkorninu þinu! miiiiHimuiiiiiitHiiiiitMmiuMiiiiiiiiiiiiwMmmiiitmmitiiiiiimiintiuiiiMiiiiiiiiiitiiiiiittHirtfiMtiitiimmHMiiH Judith Reyes heitir hún, og hefur stundum verið kölluð Joan Baez Mexíkó. Hún varð að flýja frá Mexíkó vegna stjórnmálaskoðana sinna, og í 25 mínútna dagskrá, sem - gerð var um.hana fyrir dangkjCsjón- vai’pið, segir hún m. a.: — Ég veit, að fjögur þúsund pólitísk- ir fangar eru nú í Mexíkó, og ég veit, að þeim hefur verið misþyrmt. — En þessi orð eru einnig lína úr einum af söngv- um hennar. Eiginmaður Judith Reyes, sem er lögfræðingur, var handtekinn og settur í fang- elsi vegna þess að hann hafði með að gera mál áætlunarbíl- stjóra, sem stóðu í verkfalli í Mexíkóborg fyrir þremur árum. Bílstjórarnir höfðu farið í verk- fall til að knýja fram föst laun og betri vinnuaðstöðu. Judith segir frá því, að maður henn- ar, Adam Castillo, hafi verið dæmdur í átta ára fangelsi fyr- ir hlutdeild hans í þessu verk- falli, en ásakanirnar voru allar upplognar. Mótmælasöngkonan sjálf var handtekin árið 1969, — ★ — Nýtt heilsuhæli fyrir 500 gesti mun brátt rísa í nágrenni höfuðborgar sovézka Mið-Asíu- lýðveldisins Túrkmenistan. í hlíðum fjallsins Kópet Daga hafa jarðfræðingar uppgötvað ölkelduvatn, sem reynzt hefur árangursríkt gegn ýmsum sjúk- dómum. í Túrkmenistan eru margar ölkeldur. Sérfræðingar frá rann sóknarstofnunum rannsaka lækn ingarmátt þeirra. Með hverju árinu fer notkun þeirra vaxandi. eftir því sem heilsuhælum og hvíldarheimilum fjölgar. Fram- tíðaráform verkalýðssambands Túrkmenistans, en því tilheyra flest heilsuhæli lýðvgldisins, eru að byggja enn nokkur hvíldar- heimili fyrir verkamenn og op- inbera starfsmenn. Dvöl á heilsu- eða hvíldarheimili láta stéttarfélögin í té ókeypis eða fyrir 30 prósent af kostnaði. sökuð um að hafa átt hlutdeild í morði á þrem lögregluþjón- um. Hún varð fyrir miklum pyntingum vegna þessa. Ef til vill eigum við hér eftir að fá tækifæri til þéss að sjá og heyra þessa Joan Baez Mexíkó í íslenzká ’sjóiiváfþiriúj þar sem það hefur nokkra samvinnu við danska sjónvarpið um efni sitt. Tollverðir í Kaupmannahöfn fundu nýverið tvö kg af hassi í fjórum niðursuðudósum, sem komu frá Pakistan. Á dósunum stóð að í þeim væri eplamauk og að þetta væri prufusending. Tollvörðunum þótti grunsam- legt, að hvergi var getið um sendanda eplamauksins og opn- uðu því dósirnar, og þá kom innihaldið náttúrlega- í ljós. - * - * - Það var heldur óþægilegt að þurfa að bíða tímum saman eft- ir flugvélum í flugstöðinni á Kastrup-flugvelli, fyrstu dag- ana í ágúst, en þá var mjög mik- ill hiti í Kaupmannahöfn. Frétt- ir herma, að flugstöðin hafi ver- ið einna líkust heljarstóru Sauna-baði, og svo illa fór, að einn farþegi dó úr hita. tveir urðu alvarlega veikir og tveir starfsmenn flugstöðvarinnar voru fluttir á sjúkrahús vegna þessa ægilega hita. Yfirmenn flugstöðvarinnar sáu, að eitt- hvað varð að gera til að koma í veg fyrir svona óhöpp í fram- tíðinni, og nú er búið að koma upp átta blásurum, sem eiga að reyna að kæla ofurlítið loftið, þegar heitast er. Það voru starfs menn Sterling Airways, sem fyrstir höfðu samband við flug- stöðvarstjórnina, þegar þeir tóku eftir því, að hitinn var að komast upp í 40 stig. Daginn sem einn dó og þrír voru flutt- ir á sjúkrahús, var hitinn hvorki meiri né minni en 42—43 stig. Kom það í ljós, þegar menn komu með hitamæli og kvika- * 'silfurss&lán spreng<Ji’ utan af sér glerhulstrið, þegar hún var komin upp í 40 stig, en hærra átti hún ekki að geta komizt. — ★ — Þessi óhugnaður er hauskúpa af mannveru, sem á að hafa lif- að fyrir 200.000 árum. Hauskúp- an fannst, þegar rannsóknai’leið- angur var að kanna hclla í Frakklandi nú fyrir nokkrum dögum. Fyrir einu ári fannst kjálkabein á þessum sama stað, og passaði það við þessa haus- kúpu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.