Tíminn - 19.08.1971, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971
TIMINN
9
Gtgefandi FRAMSÖKNARFLOKKURíNN
Framkva'mdastjóri K.rtstián Benediktsson Ritstjórar Þórarlnn
Þórarlnsson iáb) lón Helgason Indriði G Þorsteinsson oa
Tómas Karlsson Auglýsingastjóri- Steingrimur Gíslason Rit
•etjórnarskrifstofur 1 Edduhúsinu simar 18300 - 18306 Skrti
stoíur Bankastræt! 7 - Afgreiðslusimi 12323 Auglýsíngastmi
10523 ABrar skrifstofur simi 18300 AskHftargjald kr 195.00
á mánuði innanlands 1 lausasölu kT 12.00 etnt - Prentsm
Edda hf
Óvissuástand ríkir
í gjaldeyrismálum
heimsins
Mikil óvissa ríkir nú í gjaldeyrismálum heimsins eftir
efnahagsaðgerðir Nixons Bandaríkjaforseta.
Með '10% innflutningstollinum hyggst Nixon knýja
Japana, Vestur-Þjóðverja, Frakka, Hollendinga, Sviss-
lendinga og fleiri þjóðir, sem nú ráða „sterkum gjald-
miðli“ og hafa trausta greiðslustöðu, til að hækka gengi
gjaldmiðla sinna gagnvart dollar. Gagnvart innflutnings-
markaði í Bandaríkjunum verkar 10% innflutningstollur
með sama hætti og gengishækkun þessara þjóða, þ.e.
að samkeppnisstaða þeirra á Bandaríkjamarkaði versnar.
Þess vegna má telja víst, að þessi nýi innflutningstollur
verði notaður sem samningsatriði um gengisskráningu
þessara ríkja og ólíklegt að þær hækki gengi gjaldmiðla
sinna nema með samhliðá samningum um tilsvarandi
lækkun á hinum nýja innflutningstolli Nixons. Þess
vegna getur þessi gjaldeyriskreppa í heiminum staðið
all lengi eða þar til slíkir samningar hafa átt sér stað.
Efnahagsaðgerðir Nixons eru neyðarráðstöfun.
Greiðsluhalli Bandaríkjanna sló öll met á öðrum árs-
fjórðungi þessa árs. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er
gífurlegt, framleiðniaukning hefur minnkað og vinnu-
deilur magnazt. Verðbólga hefur farið ört vaxandi.
Þetta ástand í Bandaríkjunum má að nokkru rekja
til þróunar heimsviðskiptanna s.l. áratug. Með tilkomu
Efnahagsbandalags Evrópu og tollmúranna umhverfis
það, versnaði samkeppnisstaða bandarískra vara á
þeim stóra markaði. Bandaríkjamenn gripu þá til þess
ráðs að „skríða undir múrana“ með stórfelldri aukningu
á bandarískri fjárfestingu í Evrópu og yfirtöku á fjöl-
mörgum stórum fyrirtækjum í Efnahagsbandalagslönd-
unum og stofnun nýrra fyrirtækja í öllum greinum fram-
leiðslu og þjónustu. Þessi þróun varð enn örari fyrir það,
að bandarískt fjármagn skilaði lengstum mun meiri arði
í fyrirtækjum í Evrópu en í fyrirtækjum í Bandaríkjun-
um. í stað þess að hafa tekjur sínar af þessum stóra
markaði í Evrópu með útflutningi og sölu á vörum fram-
leiddum í Bandaríkiunum, eins og áður var, snerist dæm-
ið sívaxandi í þá átt að flytja arð af bandarísku fjár-
magni í Evrópu heim til Bandaríkjanna. En þessi arður
hefur einnig farið til nýrrar fiárfestingar í Evrópu. Gífur-
legt útstreymi og vaxandi hefur verið á f.iármagni frá
Bandaríkiunum. Þrátt fyrir þetta hefur greiðslujöfnuður
Bandaríkjanna verið viðunandi. þar til á þessu ári að
hættumerkin verða augljós.
Japan er svo sérstakt vandamál. Iðnaðarvöxturinn
hefur orðið stórkostlegur í Japan, og Japanir hafa flutt
inn á Bandaríkjamarkað fullkomnar og háþróaðar iðnaðar
vörur á mjög lágu verði, vegna lágs vinnulaunakostnað-
ar og við mjög hagstæð tollakjör, þrátt fyrir þá stað-
rejmd, að Japanar hafa sjálfir verndað sinn eigin markað
með háum innflutningstollum. Hér varð eitthvað að láta
undan og nú hefur Nixon gripið til verndaraðgerða, sem
þó eru greinilega fyrst og fremst hugsaðar til að knýja
þessar þjóðir til að hækka gengi gjaldmiðils síns gagn-
vart Bandaríkjadollar, þannig að komið verði í veg fyrir
að skráningu dollarans verði breytt, jafnframt því, sem
Nixon hyggst koma fram umbótum á reglum alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, en aðalfundur hans verður haldinn í
næsta mánuði. — TK.
JAMES RESTON:
Við gerum ekki ráð fyrir lausn
aftra vandamála á augabragði
Þannig fórust Chou En-lai forsætisráðherra Kína orð í viðtali
við James Reston, sem rakið er að nokkru hér á eftir
CHOU EN-LAI forsætisráð-
herra Alþýðulýðveldisins Kína
er reiðubúinn að ræða vanda-
mál heimsins vítt og breitt við
Nixon forseta þegar hann kemur
til Kína einhvern tíma á fyrri-
hluta næsta árs.
Forsætisráðherrann, sem er
orðinn 73 ára, ræddi við mig í
fjórar klukkustundir og viðtal
okkar var skráð. Hann las við-
talið yfir og samþykkti birtingu
þess.
Hann lagði sérstaka áherzlu
á, að honum væri ekki fyrst og
fremst áfram um að leysa hinn
bráða vanda, eins og að binda
endi á styrjöldina í Víetnam,
skera úr ágreiningnum um For-
mósu (Taiwan) og aðild Kína
að Sameinuðu þjóðunum. Hann
kvaðst einnig vilja ræða breytt
hlutverk Bandaríkjamanna, Jap-
ana og Sovétmanna í Asíu og á
Kyrrahafi.
FORSÆTISRÁÐHERRANN
Lét í ljós áhyggjur vegna vax-
andi hérnaðarstefnu í' Japan,
■ásælni Japana á Formósu og í
Kóreu, svo og síaukins búnaðar
vaxandi Sovéthers á norður-
landamærum Kína. Hann vék
einnig æsingalaust að þeim
möguleika, að Sovétríkin hæfu
árás á Kína.
„Við Kínverjar óttumst ekki
kjarnorkusprengjur," sagði
hann. „Við erum undir það bún-
ir, að þeir hefji fyrirvaralaust
árás á okkur. Þess vegna erum
við að grafa neðanjarðargöng.
Þér hafið sennilega heyrt frá
því sagt.“
Ég hafði veitt athygli mikl-
um malarhaugum og furðuleg-
um gryfjum víðs vegar um höf-
uðborgina og sagði því, að mér
skildist, að um Peking lægi net
loftvarnabyrgja. „Ekki aðeins í
Peking,“ sagði forsætisráðherr-
ann. „í flestum stórborga okkar
og miðlungsstórra borga eru
grafin neðanjarðargöng þvert og
endilangt."
Þessi heldur óhugnanlega at-
hugasemd spillti anda samtals-
ins, sem staðið hafði lengi
kvölds.
CHOU EN-LAI bar oft fram
gagnrýni á Bandaríkin, Sovétrík-
in og sér í lagi Japan, en hann
var aldrei herskár í tali, heitur
eða bitur vegna hins liðna.
„Bandaríkjamenn hafa haldið
Kína í samgöngubanni í rúma
tvo áratugi,“ sagði hann afar
lágri röddu og veifaði blævæng
sínum hægt. „Nú vilja þeir
koma og líta á Kína og þá er
ekkert því til fyrirstöðu. Vilji
þeir ræða málin erum við ckki
síður reiðubúnir til þess.
Auðvitað þarf ekki að taka
fram, að við erum á öndverðum
meiði .. Eigi að draga úr spenn
unni verða báðir aðilar að óska
þess. Mörg atriði þarf því að at-
huga og öll kunna þau að verða
tekin til umræðu.
Við gerum ekki ráð fyrir
lausn allra vandamála á auga-
Af þessum uppdrætti má Ijóst vera, a8 Kínverjar hafa ástæðu til að
. óttast aukinn vígbúnað Sovétmanna meðfram öllum norðurlandamær-
um ríkisins. Eðlilegt er og, að þeim þætti þrengjast fyrir dyrum ef
Japanir næðu fótfestu í Kóreu og á Formósu.
bragði. Það væri hvorki mögu-
legt né framkvæmanlegt. En ef
við höldum sambandi okkar í
milli getur svo farið, að við
komumst að raun um. hvar við
eigum að hefjast handa um
lausn þessara vandamála.“
ÞETTA var líkara venjulegri
framsögn hans og anda en at-
hugasemdin um jarðgöngin.
Hann taldi nokkurn vanda að
Fyrri hluti
koma heim og saman Guam-
kenningu Nixons forseta, um
örvun annarra þjóða til að taka
á sínar herðar aukinn hluta
þungans af hervörnum í Kyrra-
hafi og vilja hans til að bæta
sambúðina við Kínverja.
Forsætisráðherrann kvaðst
líta svo á, að þessi kenning for-
setans ýtti undir hernaðarsinn-
ana í Japan — sem hann taldi
þegar valda síauknum vanda —
til að reyna að fylgja efnahags-
framsókn Japana eftir með hern
aðarútfærslu. Chou En-lai taldi
raunar eins konar lögmál, að
herveldi fylgdi í kjölfar efna-
hagslegs valds.
Honum lá vel orð til japönsku
þjóðarinnar yfirleitt, — „iðið
og hraust fólk og mikil þjóð“,
sagði hann. En hann fullyrti, að
Bandaríkjamenn hlæðu undir
efnahagsveldi Japana og hern-
aðarmátt, og ef valdhafarnir í
Washington hefðu ekki á sér-
staka varúð á Formósu og í Kó-
reu, þá kæmu Japanir að vörmu
spori þegar Bandaríkjamenn
færu á braut. Vinda yrði bráðan
bug að því að stemma stigu við
hreyfingu hernaðarsinna.
ÉG SPURÐI að því, hvers
vegna hann væri jafnáfjáður í
að losna við varnarsamning
Bandaríkjamanna og Japana og
hann léti, úr því að hann óttað-
ist svo mjög að Japanir yrðu
óviðráðanlegir. Þessi samningur
hefði þó mjög hamlað gegn her-
væðingu Japana, einkum að því
er kjarnorku varðaði.
Forsætisráðherrann hafnaði
þessari spurningu sem áleitinni
og „ótímabærri“. Þrátt fyrir
þennan samning væru „Japanir
mjög vel færir um að framleiða
allan búnað, sem þeir óskuðu
eftir, eins og iðnaðargetu þeirra
er háttað. Þeir geta framleitt
eldflaugar, sem skotið er af
jörðu á ákveðinn stað í lofti,
af jörðu til ákveðins staðar á
jörðu niðri og úr sjó á ákveðinn
stað á þurru landi. Þá eru þeir
ekki síður færir um að fram-
leiða sprengjuflugvélar. — Þá
vantar ekkert annað en kjarna-
oddinn.
Kjarnorkuvinnsla Japana
eykst með hverjum deginum,
sem líður,“ sagði hann. „Uraní-
um það, sem Bandaríkjamenn
lóta þeim I té, hrekkur ekki
lengur til daglegra þarfa og þeir
eru því farnir að kaupa það
annars staðar frá. Þeir eiga því
auðvelt með að framleiða sjálf-
ir sín eigin kjarnorkuvopn."
FORSÆTISRAÐHERRANN
taldi hugsanlegt, að Japanir og
Kínverjar gerðu með sér gagn-
kvæman ekki-árásar-samning, ef
Japanir hyrfu frá asnelni sinni á
Formósu og í Kóreu. En Japan-
ir hefðu gert þegj:-ndi snmkomu
lag við bandanska afturhalds-
sinna um að meina Alþýðulýð-
veldi Kína aðild að Sameinuðu
Framhaid a bls. 14.