Tíminn - 19.08.1971, Qupperneq 14

Tíminn - 19.08.1971, Qupperneq 14
14 tIminn FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971 NÝTT! FASRLINE ELDHÚSIÐ TRÉVERK FYRIR HÚS OG ÍBÚÐIR Seljum FAIRLINE eldhús með og án tækja, ennfremur fataskápa, inni og útihurðir. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Gerum teikningar og skipuleggjum eldhús og fataskápa, og gerum fast. bindandi verðtilboð ^ Komum í heimahús ef óskað er. VERZLUNIN ÓÐINSTORG H.F. BANKASTRÆTl 9 - SÍMl 1-42-75. I ____________________________________________ Yið velium PllltSsð það borgctr sig - OFNAR H/F. t: : 4 Síðumúla 27 * Reykjavík •Símar '3-55-55' og 3-42-00 Frændur og vinir. Kærar þakkir fyrir ánægjulega heimsókn 7. ágúst. Gjafir, blóm og heillaskeyti eru hér með þökkuð. Lifið heil. Haraldur Magnússon, Eyjum. Mínar beztu þakkir vil ég færa ykkur börnum mín- um, systkinum, barnabörnum og öðrum ættingjum og kunningjum, fyrir gjafir, blóm, skeyti og vinarkveðjur á 70 ára afmæli mínu, 11. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Guðmundsdóttir, Starfsmannahúsi Kópavogshælis. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúS vlS andlát og útför Jakobs Benadiktssonar, VopnafirSI. Börn, tengdabörn og aSrir vandamenn Fribrik efstur eftir 4. umferb Úrslitin í fjórðu umferð Norð- urlandamótsins í skák, sem tefld var í gærkvöldi í Norræna hús- inu, voru á þessa leið: Friðrik Ólafsson vann Sviann Seje Holm og Jón Kristinsson vann Svíann Johnny Ivarsson. Báðir þessir sigr ar eru öruggir mjög. En Frey- steinn á biðskák við Finnann Mikael Nykopp, og hefur Frey- steinn peði minna. Þá er biðskák á milli Björns Þorsteinssonar og Ingmars Barda, þar hefur Björn peði yfir. Sama er að segja um Hákon Ákvist, hann hefur peði yfir Kenneth Josefsson. Síðasta skákin sem fór í bið'í gærkvöldi var skák þeirra Jensens, Dan- mörku við Helge Gunters, Noregi. Eftir þessa fjórðu umferð er Friðrik Ólafsson efstur með þrjá og hálfan vinning. Staðan er nokk uð óglögg að öðru leyti vegna margra biðskáka. Fimmta umferð verður tefld kl. 6 í kvöld i Norræna Húsinu. íbróttir Framhald af bls 13 varð Leiknir Jónsson í fjórða sæti og var það slakari árangur hjá honum en búizt var við fyrir fram. Guðmundur Gíslason sigr- aði í 100 m. flúgsundi og Salóme Þórisdóttir vann 100 m. baksund. Þá unnu fsiendingar tvöfaldan sig ur í 400 m. fjórsundi karla,.Guðm. Gíslason vann og Hafþór B. Guð- mundsson varð annar. Á morgun verður nánar sagt frá L ídskeppninni og birt viðtöl við nokkra úr hóni dönsku keppend- anna um mótið. Chou En-Lai Framhatd aí bls. 9 þjóðunum og stofna „sjálfstætt ríki á Formósu“. Ég innti hann cftir, hvort hann teldi möguleika á því í framtíðinni, að Kínverjar, Banda ríkjamenn, Sovétmenn og Jap- anir gerðu með sér ekki-árásar- sáttmála. Sýnilegt var, að hann taldi mikið vatn þurfa að renna til sjávar áður en unnt yrði að koma við slíkri framvindu í stjórnmálum, en hann sagði þó, að þetta kynni að bera á góma í viðræðunum við Nixon forseta þegar að þeim kæmi. Norrænar fóstrur þinga Fyrir nokkru komu hingað til lands fulltrúar frá norrænum fóstr um, til fundar við stjórn Fóstru- félags íslands. Er þegar hafinn undirbúning- ur að norrænu fóstrumóti, sem ákveðið er að halda í Reykjavík dagana 31. júlí til 5. ágúst sum- arið 1972. Hafa íslenzkar fóstrur tekið þátt í norrænum fóstrumótum síð an árið 1956. Eru mót þessi haldin á fjögurra ára fresti og er nú röðin komin að íslandi að halda slíkt mót. Hefur þegar að mestu leyti ver- ið gengið frá dagskrá fóstrumóts- ins 1972, þar sem fjallað verður För utanríkisráðherra Framhald af bls. 1 Einar Ágústsson bauð síðan við- stadda velkomna, og þakkaði þeim fyrir að koma á fundinn, og að orðum hans loknum, báru blaða- mennirnir fram spurningar sínar. Páll Heiðar Jónsson, sem var einn íslendinganna á blaðamannafund- inum, sagði Tínanum í kvöld, að spurningar blaðanna hefðu ver- ið mjög hagstæðar málstað ís- lands, því í framhaldi af þeim hefði ráðherrann og Hans G. And ersen komið fram þeim sjónar- miðum og þeim skýringum, sem nauðsynlegt er að komizt á fram færi í Bretlandi. Margvíslegar spurningar Spurt var t.d. um hvort íslend- ingar óskuðu eftir nýju þorska- stríði, sem auðvitað var svarað neitandi. Hvers vegna ekki væri farið til alþjóðadómstólsins í Haag, og hvort við myndum ekki heimta meira síðar, ef við fengj- um 50 mílurnar i gegn, sem svar- að var neitandi. Af íslendinganna hálfu var lögð mikil áherzla á að hér væri um fiskveiðitakmarkan- ir að ræða, en ekki útfærslu á landhelgi íslands, en sumir við- staddra virtust standa í þeirri meiningu að um væri að ræða útfærslu á landhelginni. Einar Ágústsson lagði á það áherlzu í svörum sínum, að Is- lendingar væru með útfærslunni að vernda fiskistofna við íslands- strendur. til hagsbóta fyrir allar fiskveiðiþjóðir, en þó einkum með hagsmuni fslendinga fyrir augum. Vel heppnaður fundur Að áliti íslendinganna, sem við- staddir voru blaðamannafundinn, hélt Einar Agústsson utanríkisráð- herra vel á málstað Islendinga og með sanngirni, en á morgun, sézt hvernig brezkir ^ blaðamenn hafa tekið boðskap fslendinganna. Fundurinn var tekinn upp á mynd- segulband, en óvíst er, hvort hon- um verður sjónvarpað. í kvöld er ráðherra í viðtalsþætti í BBC í sérstökum þætti. Þá höfðu brezku blöðin The Guardian og The Daily Telegraph beðið um einkaviðtal við utanríkisráðherra, og áttu þau viðtöl að fara fram í kvöld, og birtast e. t. v. í blöðunum á morgun. Á morgun fer utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði áleiðis til Bonn, og mun eiga viðræður við full- trúa vestur-þýzku stjórnarinnar, og er m. a. ráðgert, að hann hitti Scheel utanríkisráðherra að máli á föstudaginn. tJR OG SKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÚLAVÖROUSTÍG 8 BANKASTRÆTI6 ^•18588*18600 um hina uppeldislegu hlið starfs- ins. Aðalumræðuefni mótsins verð- ur að þessu sinni: Fóstran sem uppalandi — nám bama á for- skólaaldri: (0—7 ára). Er búizt við því að mót þetta sæki um fimm til sex hundruð fóstrur. Frétt frá Fóstrufélagi íslands. ÁRNAÐ HEILLA Valdimar Eyjólfsson, fyrrverandi vegaverkstjóri á Akranesi er 80 ára í dag. Hann er fæddur á Akra- nesi 19. ágúst 1891 og þar hefur hann alið allan sinn aldur. Hann var fram eftir árum sjómaður og skipstjóri á eigin bátum. Tæplega fimmtugur gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins og því starfi gegndi hann í aldarfjórðung. Valdi- mar hefur ætíð verið mikill félags- málamaður, og meðal annars tekið virkan þátt í störfum Framsóknar- flokksins á Akranesi. — Valdimar verður að heiman í dag. Á víðavangi Framhald af bls. 3. „Enn er of snemmt að segja neitt um áhrif þessara tíðinda á hag okkar íslendinga, en þau verða án efa einhver og lík- lega ekki góð. Kann svo að fara, að þessi blákaldi raun- veruleiki kasti nokkrum skugga á þá sæludaga, sem liin nýja ríkisstjórn hefur veitt þjóðinni undanfarið í efnahags málum.“ Það leynir sér ekki umhyggj an fyrir þjóðarhag í þessum orðum. Óskhyggjan stefnir greinilega að því marki, að hin nýja ríkisstjórn lendi í erfið- leikum vegna gjaldeyriskrepp- unnar í heiminum, þannig, að það falli skuggi í þá „sælu- daga, sem hin nýja ríkistjórn hefur veitt þjóðinni undanfar- ið í efnaliagsmálum“. Umliyggj an fyrir þjóðsrhag er engin, en áhuginn á því að ríkisstjórn in lendi i erfiðleikum tak- markalaus. — TIÍ IVHðkvíslarmálið Framhald af bls 16. inn, en þeim dómi var vísað til Hæstaréttar, og hefur ekki hlot- ið afgreiðslu þar. Heyrzt hefur að lausn Laxár- deilunnar, sem er tengd Miðkvísl- armálinu, sé ekki langt undan, og vera má að á eins árs afmæli sprengingarinnar, verði hægt af sjá fyrir endaiin á þessari lang vinno og margumtöluðu deilu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.