Tíminn - 31.08.1971, Síða 2
2
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1971
Sjávarafurðir
78,27o
útflutningsins
EJ—Reykjavík, mánudag.
Á síðasta ári námu sjávaraf-
urðir 78.2% af útflutningi ís-
lendinga. Landbúnaðarefurðir
námu 3.4%, íslenzkar iðnaðar-
vörur 17.2% (álframleiðslan þar
af 13,2%) og ýmsar vörur námu
L2%. _ |
Fyrstu þrjá mánuði ársins í!
fyrra námu sjávarafurðir 73.7% j
útflutningsins, en fyrstu þrjá \
mánuði þessa árs 78.3%, eða j
4.5% meira. }
Þetta kemur fram í nýútkomn \
um Hagtíðindum Hagstofu ís-}
lands, þar sem birt er yfirlit}
yfir útfluttar vörur eftir vinnslu
greinum.
Af útflutningi sjávarafurða í
fyrra námu afurðir hraðfrysting
ar rúmum hclming, eða 40.4%
heildarútflutnings. Næst komu
afurðir saltfiskverkunar, 10.2%.
Af iðnaðarvörunum var ál-
framleiðslan lang stærsti þátt-
urinn, eða 13,2% af 17.2%. Næst
komu afurðir sútunar og vinnslu
Framhald á 11. síðu.
VEIFUÐU FÁNUM OG
VILDU FÁ SKÝRINGU
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Um kl. 4 aðfaranótt föstudags
s.l., var lögreglunni tilkynnt að
verið væri að mála Alþingishúsið
rautt. Brugðu lögreglumenn skjótt
við og var þá búið að mála stór-
um stöfuim á húsið USA GO
HOME. Var þessu verki lokið, þeg
ar lögreglumennirnir komu á vett-
vang, en hins vegar voru tvær
stúlkur rétt við húsið. Héldu þær
á dósum, sem í var rauð málning
og á pensluim, sem voru votir af
málningu. Einnig voru rauðar
málningarslettur á stúlkunum.
Voru þær handteknar og settar í
varðhald, þrátt fyrir að þær neit-
uðu staðfastlega að hafa málað
stafina á Alþingishúsið.
Nokkrir menn frá hreinsunar-
deild Reykjavíkurborgar voru
sendir um nóttina til að má máln-
ingunni af húsinu, og voru þeir
í nokkrar klukkustundir og fengu
sérfræðing frá húsameistara rík-
isins sér til aðstoðar. Var öll máln
ing af húsinu urn morgunin þegar
borgarbúar fóru á stjá.
Rannsókn í máli stúlknanna
hófst á föstudag, en þær sátu
fastar við sinn keip og neituðu
að hafa komið nærri þvílíkum
verknaði sem slíkum að mála sjálft
Alþingishúsið. Voru þær úrskurð
aðar í allt að viku gæzluvarðhald
meðan rannsókn á máli þeirra fer
fram.
Stúlkur þessar hafa oft staðið
framarlega í mótmælaðgerðum
alls konar og hefur talsvert borið
á þcim á þessu sviði þjóðlífsins.
í gærkvöldi safnaðist saman hóp-
ur félaga úr Fylkingunni við heim
ili dóimsmálaraðherra. Voru þar
samankomnir um 15 manns sem
veifuðu rauðum fánurn. Var er-
indi hópsins að fá skýringu á
því, hvers vegna stúlkunum væri
haldið í fangelsi. Ekki kom til
neinna óláta þarna og hélt hóp-
urinn brátt burtu.
700 BAHA ’IAR ÞINGA HER
IGÞ—Reykjavík, mánudag.
Næstkomandi fimmtudag hefst
hér í Reykjavik fjölmer.nt þing
Bahái-trúarmanna, en því lýkur
á sunnudaginn. Talið er að 6—700
fulltrúar sitji þetta þing, einkum
frá Norður-Ameríku og Evrópu.
Trú þessi, sem kveðst vinna að
sameinuðum heimi, og byggir á
spámanni, sem var uppi seint á
Skortir skyndikonur
og gott atlæti
Fram að þessu hafa vamarliðsmál-
in, og ákvæðið í samstarfssamningi
ríkisstjórnarinnar þar að lútandi,
einkum verið til umræðu í dagblöð-
um og vafalaust í þeim stjórnarskrif-
stofum, sem láta sig málið einhverju
skipta. Það var því ekki óeðlilegt, að
einhver af þeim fréttamönnum, sem
hér hafa verið að undanförnu til að
fjalla um þetta mál, skyldi bregða sér
suður á Keflavikurvöll til að kynna
sér viðhorf þeirra varnarliðsmanna,
sem þar eru staðsettir. Arangur
þeirrar heimsóknar birtist nýlega í
Parísarútgáfu Herald Tribune, og
kemur þar á daginn, að vamarliðs-
menn eru ekki ý(kja hrifnir af dvöl-
inni hér, og tala m.a, um að hér vanti
gott atlæti og skyndikonur. Sikýrt er
frá þvi, að á Islandi séu engln vænd-
ishús, og mjög lítið sé um stúlkur,
sem starfi sjálfstætt. Um annað at-
læti hafa þeir það að segja, að ís-
lendingar séu viðmótsþurrir og jafn
óáreiðanlegir og veðráttan, sem er
töluvert upp í sig tekið, þegar haft
er í huga, að veðráttan hér er með
þvi óstöðugasta sem þekkist.
Þessar upplýsingar eru um margt
fróðlegar. Þær benda m.a. til þess,
að varnarliðsmenn telja sig hafa frá
litlu að hverfa. Þeir ræða sýnilega
Htið hin æðri markmið vamarstöðvar
innar við hinn erlenda fréttamann,
og láta í það skína, að þeim vœri það
jafnvel feginsmál að mega kveðja
staðinn. Það stafar kannski af þvi, að
þeir vita að ekki verður leitað tii
þeirra um svör við því hvort þeir
eiga að fara eða vera, þegar þar að
kemur. Þá ræða þeir minniháttar erf-
iðleika við fréttamanninn, eins og
þann að þurfa að greiða vegatoli, ef
þeir aka til Reykjavíkur. Þessi banda-
riska uppfinning kemur þeim spánskt
fyrir sjónir. Það stafar kannski af
þvi, að heima hjá sér fari þeir aldrei
öðmvísi en í áætlunarbílum um brýr
og undirgöng, þar sem rútubílstjór-
inn verður að borga „dime” fyrir
ferðina.
Langvarandi skortur á skyndikon-
um virðist þeim þungur í skauti.
Samt bjargast þetta nú stundum um
helgar. A.mik. hafa sérleyfishafar,
sem aka leiðina Reykjavík — Hvera-
gerði, töluvert að gera á laugardög-
um við að flytja Filipseyinga og lags-
konur þeirra til gistingar fyrir aust-
an heiði. Þeir sem ekki eiga þess
kost að lenda í huggulegri rútuferð
hafa margt til að una sér við á vell-
inum sjálfum, Fáeinar konur stunda
að jafnaði klúbbana. Kvikmyndasýn-
ingar eru þrisvar á dag, auk sjón-
varpsins, sem enn er i fullum gangi
langt út fyrir tilskilið svæði. Og þeir
fara í ágætar skoðunarferðir og
veiðiferðir á sumrin — kvenmanns-
lausir að vísu. Hingað til hefur verið
álitið að þeir nytu yfirleitt betra
atlætis en margir innlendir eiga við
að búa. Og það hljómar undarlega,
að þeir skuli ekki telja sig eiga nein-
um vinum að mæta á íslandi. Nauð-
synlegar reglur geta ekki túlkast sem
vottur óvináttu. Um hin persónulegu
vináttusambönd er það að segja, að
þar verður hver og einn að ráða sín-
um næturstað, eins og segir í þjóð-
sögunum. Hvernig væri að þeir
reyndu að fletta upp á Agnari Boga-
syni í símaskránni. Hann hefur verið
í Texas, — auk þess hefur hann haft
gaman af varnarliðssjónvarpinu, og
málefnaiega séð lifað á herstöðinni
í blaði sinu.
Svarthöfðl.
átjándu öld, hefur eignazt fáa
áhangendur hér á landi, þangað
til nú upp á síðkastið, að þeir
munu vera orðnir um tvö hundruð
og fimmtíu.
ísland hefur að þessu sinni orð
ið fyrir valinu, sem þingstaður,
bæði vegna landfræðilegrar legu
sinnar, og einnig vegna vaxandi
meðlimafjölda í landinu. Hefur
heyrzt, að nái trúflokkurinn ákveð
inni tölu meðlima, þannig að um
sjálfstæðan söfnuð geti orðið að
ræða, verði reist hér bænahús á
þeirra vegum ,en ákvörðun um
það atriði mun m.a. liggja fyrir
þessu þingi.
Aðalstöðvar Bahái-safnaðanna
eru í nánd við Haifa í fsrael.
Þar situr yfirstjóm þeirra, sem
litið er á sem einskonar heims-
ríkisstjórn, og þar hefur verið
byggt súlnahof yfir ritverk spá-
mannsins. Söfnuðurinn á fulltrúa
hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er
stofnun mjög í anda trúarstefnu
þeirra.
Fulltrúamir, sem sækja þetta
þing, eru af ýmsum þjóðum og
þjóðflokkum. Þar sitja Eskimóar
og Persar hlið við hlið, og fólk
af öllum litarháttum. Þessi stóri
hópur gesta býr á Sögu, Loftleið-
Framhald á 11. síðu.
Jan Boye WoII sölustjóri hjá Simrad t.h. og umboSsmaður Simrad á
íslandi við hliðina á hinu nýja botnfiskiieitartæki.
Simrad kynnir nýtt botnsfiskileitartækk
Bylting á leitarmöguleikum
ÞÓ—Reykjavík.
Á föstudag var opnuð sýning á
nýju botnfiskileitartæki frá Sim-
rad verksmiðjunum norsku. Það
er umboðsmaður Simrad á íslandi,
Friðrik A. Jónsson, sem fyrir
sýningunni stendur. Á fundi með
blaðamönnum kynnti hann og Jan
Boye Woll, sölustjóri hjá Simrad
hið nýja tæki.
Þeir Friðrik og Woll sögðu, að
þetta nýja fiskileitartæki bæri af
eldri útgáfum líkra tækja, og er
það svo nákvæmt að greina má
fiska í sundur, sem eru í 25 cm
fjarlægð hver frá öðrum á 170
metra dýpi. Botnfiskileitartæki
þetta, er sjálfstæð mælitækjasam-
stæða, sem samanstendur af botn-
leitarsendi ásamt móttökutæki,
sem hefur mikla greiningarhæfni,
einnig fylgir myndlampi og svo
nefndur minniheili, en hann er
hafður til að nýta hæfni sendis og
móttökutækis, ásamt myndlampan-
um. Er myndlampanum deilt niður
í mælieiningar, þannig a j allur
floturinn á lampanum sýnir 3, 6
eða 12 metra, og er sú viðmiðun
frá botni. Einnig er hægt að stilla
myndlampann á 35 metra og er
sú mælieining hreyfanleg niður yf-
ir 1000 metra dýpi. Þá er og hægt
að lesa af skrifara senditækisins
hvar þessir 35 metrar eru, miðað
við botn, upp yfir yfirborð eða
einhversstaðar þar á milli. Hæfi-
leiki þessara tækja liggur mikið
í því, að myndin er stöðug og
birtu mismunur mjög lítill þegar
ný sending frá tækinu kemur
fram, en þetta er mjög mikilvægt
í sambandi við augun. Eins og
fyrr segir þá liggur hin mikla
hæfni þessa tækis í því að hægt
er að greina einn fisk, á 170
metra dýpi, sem er aðeins 60 cm á
lengd og 2 fiska er hægt að greina
á sama dýpi ef 25 cm eru á milli
þeirra.
Þeir Friðrik og Woll sögðu, að
tæki þetta hefði fyrst verið fram-
eitt fyrir rannsóknarskipin norsku,
er. um leið og sjómenn hefði feng-
ið að kynnast því, fóru þeir fram
á að fjöldaframleiðsla færi fram
á því, slíka yfirburði töldu þeir
tækið hafa. Tæki þetta, sem nefn-
ist Simrad Trál Skop CB 2, er
talið henta bezt til línu og troll-
veiða og verð þess er í 800 þús.
ísl. kr. Af öðrum nýjungum frá Sim
rad má nefna þráðlausan vörpu-
mælir, en hann er þannig útbúinn
að sérstökum sendi er komið fyr-
ir í vörpunni og á botni skipsins
er síðan móttakari, sem sendir til
ritarans í brúnni, Þessi mælir hef
ur það fram yfir gömlu vörpu-
mælanna, að enginn kapall þarf
að liggja í vörpuna og er auk
þess mun ódýrari.
Sýningin á Simrad fiskileitar-
tækjunum mun standa fram til
15. september og má búast við,
að mikill fjöldi útgerðarmanna og
skipstjóra kynni sér hin nýju
tæki.
iESHB
2040 laxar komnir
úr Norðurá
Veiðihópurinn sem var við veið
ar í Norðurá um helgina og hélt
heim í gær, veiddi alls 76 laxa
og eru þá alls 2040 laxar veiddir
á sumrinu á veiðsvæðum Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur í Norð-
urá.
Að sögn ráðskonu í veiðhúsinu
við Norðurá, veiðist mest á efri
svæðunum.
2100 laxar úr Þverá
Samkvæmt upplýsingum er við
fengum í gær frá Pétri Kjartans
syni á Guðnabakka, hafa nú veiðzt
um 2100 laxar í Þverá í Borgar-
firði, en alls veiddust 2020 laxar
í ánni í fyrra. — Pétur sagði, að
mest væri ni veitt á maðk í ánni
og í fyrradag hefði 20 punda lax
veiðzt á maðk. Af því magni sem
veiðzt hefur í.Þverá í sumar, hafa
1300 laxar verið veiddir á efra
svæðinu, en 800 á því neðra.
Langá á Mýrum
Hjördís Smith á Ánabrekku
sagði í viðtali við okkur í gær,
að nú væri búið að veiða tæp-
lega 900 laxa á þriðja veiðisvæði
Langár á Mýrum.
Einar Jóhannesson á Jarðlang-
stöðum, veitti okkur þær upplýs-
ingar í gær að 760 laxar væru nú
komnir á land á öðru veiðsvæði
árinnar.
1200 laxar úr Laxá
í Suður-Þingeyjarsýslu
Að lokum fengum við þær upp-
lýsingar í veiðihúsinu að Laxa-
mýri, að alls væru um 1200 lax-
ar veiddir á veiðisvæðum Laxár-
félagsins í Laxá í Suður-Þingeyjar
sýslu. Hefur í sumar veiðzt minna
á þessum veiðisvæðum heldur en
í fyrra. —EB.