Tíminn - 31.08.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 31.08.1971, Qupperneq 6
6 TIMINN ÞRIBJUDAGUR 31. ágárt 1971 FALLNIR EIDTOGAR - HVAÐ HEFUR ORDIÐ UM ÞÁ? Rudólf Hess Það var einn af stórviðburðum síðari heimsstyrjaldarinnar, þeg ar Kudolf Iless, sem vera skyldi arftaki Hitlers ef eitthvað kæmi fyrir foringjann, stökk í fallhlíf út úr flugvél yfir Skotlandi 10. maí 1941. Hess var liandtekinn af hcimavarnarliðinu og lokaður inni í þvottahúsi liðsmanna í her búðum þeirra í Busby. ^jtájfur sagðist hann hafa komið til þess að semja frið milli Bretlands' og Þýzkalands, en bæði Bretar og Þjóðverjar voru sanunála um að liann hefði misst vitið. Læknar komust að þeirri nið urstöðn, að Hess væri haldin skiz- ófremíu eða geðklofa, en hann sagðist hafa gert sér það upp. í raun og veru var það brezka leyniþjónustan, sem lokkaði Hess í „friðarferð" sína til Bretlands, og heilinn á bak við þá aðgerð var Ian Fleming, sem er vel þekktur sem höfundur James Bondbókanna. Hann vissi, að Hess trúði blint á stjörnuspeki. Bretunum tókst, fyrir milligöngu starfsmanna sinna í Sviss, að koma falsaðri stjörnuspá fyrir Hess til hans, þar scm fram kom, að 10. maí væri einmitt óvenju legu heppilegur dagur til friðar tilrauna vegna stöðu plánetanna. Samtímis var þeim skilaboðum komið til Hess, að licrtoginn af Hamilton, sem var yfinnaður flugsveitar í Skotlandi og ná tengdur brezku konungsfjöl skyldunni, væri reiðubúinn að ræða við hann án vitundar Churc- hills. RUDOLF HESS Hess gleypti beituna, og það fyrsta sem liann sagði við lög reglu og heimavarnarlið í Bret landi var: „Færið mig til hertog ans af Hamilton“. f dag er Rudolf Iless bezt gleymdi og dýrasti fangi í heimin- um. Það kostar árlega um 15 milljónir króna að halda honum í fangelsi. Hermenn frá Bret iandi, Bandaríkjunum, Sovétríkj unum og Frakklandi gæta dag og nótt Spandaufangelsisins, þar sem Hess var lengst af í haldi sem fangi nr. 7, en Hess dvelur þó mestan tímann á brezku her sjúkrahúsi í Berlin-Charlotten burg. Hann er sjúkur maður og niðurbrotinn, og bíður þess að dauðinn komi í heimsókn. Hann er nú 76 ára. Það er yfirleitt venja, að menn, sem dæmdir eru í ævilangt fangelsi, sitji í hæsta lagi inni í 20 ár. Hess mun hins vegar dvelj ast í Spandau til dauðadags, ef að Iíkum lætur, vegna afstöðu stór veldanna, einkum Sovétríkjanna. Hess verður því síðasti og eini fanginn í Spandau. Löngu er ákveðið að hann skuli grafinn í fangelsisgarðinum. Kista hans er þegar til reiðu. Konstantín konungur Þegar Konstantín, þá 23 ára, tók við konungdómi í Grikklandi í marz 1964, spurði Politiken í Danmörku hann að því, hvort hann væri ánægður með stjórn málaástandið í Grikklandi. Kon ungur svaraði því til, að honum virtist innanríkisástandið al- veg eðlilegt. Er honum var sagt, að ýmsir í Danmörku teldu lýð ræðið fótum troðið í Grikklandi, svaraði hann með annarri spurn ingu: „Öfundist þið yfir því, að lýðræðið fæddist hér?“ Frá því að herforingjarnir tóku völdin í landinu 21. apríl 1967 hefur lýðræðið vissulega ekki átt upp á pallborðið þar í landi. Erf itt er að svara þeirri spurningu, hvort konungurinn hefði getað bjargað lýðræðinu í Grikklandi, hefði hann farið öðru vísi að. Hins vegar segir gamalt grískt máltæki: „Vinsældir einar sér eru ekki nóg fyrir konung í þessu landi“. í dag er Konstantín, sem býr KONSTANTIN konungur í Rómaborg, að mcstu gleymdur maður, sem sjaldan er minnzt á. Enginn man lengur, að eftir að hann hafði tekið við konungdómi sagði hann: „Ég mun ávalit standa vörð um frjálsar stofnan ir lýðræðisríkis okkar. Vald mitt liggur í ást fólksins“. Ást fólksins á Konstantín varð ekki langvinn. Vonin varð að efa, og efinn að biturð. Þær miklu vinsældir, sem hann vann þegar hann vann fyrstu gullverð launin, sem Grikkir hafa fengið í 62 ár, á Olympíuleikjunum á ftalíu 1960, og sem jukust þegar hann kvæntist Önnu Maríu Dana prinsessu í september 1964, urðu að engu, þegar konungurinn fylgdi ekki þeirri hefð grískra konunga, að vera liafinn yfir stjórnmál. KWAME NKRUMAH „Valdið er eins og egg. Það fellur og brotnar ef maður held ur einungis á því í annarri hendi“, segir máltæki í Ghana. Kvvame Nkrumah, einræðisherra Ghana á árunum 1957 til 1966, sannaði réttmæti þess, þegar hon um var steypt af valdastóli á með an hann var í lieimsókn í Pek ing í febrúar 1966. Nkrumaix var fyrsti afríski stjórnmálamaður okkar tíma, sem leysti land sitt undan oki nýlendu stefnunnar og samtímis náði hann valdastöðu, sem í raun þýddi alræðisvald þegar hann var á hátindi ferils síns. En Nkrumali bar ekki gæfu til að fara vel með völdin. Fall hans kom ekki til vegna hugmynda fræði né kalda stríðsins. Orsökin var sú víðtæka spilling og kúgun, sem þróaðist í stjórnartíð hans. Nkrumah var ekki nóg að vera einræðisherra, hann vildi vera nýr Messías, guðleg vera, sem all ir hylltu. Kwame Nkrumah taldi valda KWAME NKRUMAH stöðu sína það sterka, að honum væri óhætt að fara í friðarheim sókn til Kína og Norður-Víetnam. Það var hans síðasta verk sem leiðtogi lands síns. Nkrumah flutti ásamt konu sinni og þrem börnum í hús eitt við Nílarfljót í Egyptalandi, en það hús hafði hann keypt til ör yggis ef á þyrfti að halda. Síðan varð hann að leita hælis sem póli tískur flóttamaður í Guineu, og þar býr hann nú ásamt fjöl skyldu sinni, 61 árs að aldri, und ir verndarvæng vinar síns, Sekou Toure forseta. Ekkert útlit er fyrir upprisu „Jesú“ Nkrumah. ALI ZULFICAR SABRY Margir töldu, að liann myndi taka við af Nasser sem forseti Egyptalands, en í dag situr Aly Zulficar Sabry, 51 árs, í fangelsi. 1. maí síðastliðinn sat Sabri við hlið Anwar el Sadat, forseta, þeg ar hann flutti 1. maí ávarp. í þessari ræðu sagði Sadat: „Eng- inn maður eða hópur manna í Egyptalandi hefur rétt til að neyða sjónarmiðum sínum upp á þjóð- ina“. ALI ZULFICAR SABRY Daginn eftir var Aly Sabry sett- ur af sem varaforseti. Hann var sakaður um að hafa stjórnað bylt- ingartilraun gegn Sadat og var dæmdur í lífstíðarfangelsi. 155 menn aðrir voru handteknir í sambandi við samsæri þetta og eru flestir enn í haldi. Aly Sabry var einn þeirra liðs- foringja, sem tóku þátt í því 23. júlí 1952 að steypa Farouk kon- ungi af stóli. Hann vakti fljótlega athygli sem góður skipuleggjari og stjórnandi. En þótt Sabry væri bæði framkvæmdastjóri hins eina löglega flokks landsins, Arabiska sósialistasambandsins, og for- sætisráðherra, þá vann hann aldrei hylli meðal fólksins. Enn er margt óljóst um fall Sabrys úr valdastóli, en þó er tal- ið, að fyrsti naglinn í iiina póli- tísku líkkistu hans hafi verið ferð, sem Sabry fór til Moskvu í júní 1969. Sabry hafði að yfir- skyni að hann færi til lækninga, en í raun og veru var hann kom- inn til Moskvu til að eiga leyni- legar viðræður við sovézka ráða- menn um ýmis vandamál varð- andi arftaka Nassers, sem þá þeg- ar var heilsutæpur. Þegar Sabry kom heim til Kairó, var liann sakaður um að hafa reynt að smygla teppum og öðr- um sovézkum vörum inn í land- ið án þess að greiða lögmætan toll. Nasser vildi koma í veg fyrir hneyksli og átök við Sovétmenn, og því endaði málið á þann hátt, að nokkrir aðstoðarmenn Sabrys voru sakfelldir í hans stað. Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, kom til Kairó tU að vei’a við útför Nass- ers og átti þá marga fundi með Sabry, suma leynilega. Aleksander Sjelepin, sem á sæti í forsætis- nefnd sovézka kommúnistaflokks- ins og var áður yfirmaður leyni- þjónustunnar KGB, hætti í miðju kafi opinberri heimsókn í Finn- landi, flýtti sér til Moskvu og setti leyniþjónustunnar í gang til að vinna Sabry fylgi. Margir sovézk- ir njósnarar héldu til Kairó, ým- ist sem tæknimenn eða blaða- menn, og reyndu að hafa áhrif á þróun mála Sabry í vU. Það kom honum þó ekki til góða, og við út- för Nassers fékk hann vægt hjarta- slag. Sadat hlaut síðan forsetaemb- ættið, og heillastjama Sabrys virt- ist brátt af himni horfin. Nú á dögunum var liann ákærður fyrir landráð, en þyngsta refsing fyrir þann glæp er dauðadómur. LIU SHAO-CHI Á tímum menningarbyltingar- innar var hann kaUaður „Krúst- joff Kína“ í kínverksum fjölmiðl- um. Hann var sakaður um að vilja fara hinn kapitalistíska veg, fyrir að vera endurskoðunarsinni, leppur heimsvaldasinna og svik- ari, sem vildi leiða fólkið á rang- ar brautir. Þegar nokkuð var lið- ið á menningarbyltinguna fékk xunheimurinn svo að vita, að „Krústjoff Kína“ væri Liu Shao- chi, sem verið hafði forseti lands- ins frá 1959, og höfundur met- sölubókarinnar „Hvernig maður verður góður kommúnisti". (Bók- in hefur komið út á íslenzku). í nóvember 1968 var Liu Shao- chi sviptur öllum embættum sín- um og störfum, en nýr forseti var ekki kjörinn, þar sem þjóð- þing landsins var ekki kallað sam an til fundar. í maí 1968 fullyrtn málgögn rauðu varðliðanna, að Liu hefði verið dæmdur til dauða í ársbyrjun 1967. Þótt enginn hafi séð hann síðan, eru vestrænir diplómatar þó ekki í vafa um, að hann er enn búsettur í Peking, og þá sennilega í hinum opinbera bústað forsetans í Chung Nan Hai í Iiinni bönnuðu borg í Peking, þar sem hann bjó á meðan hann var forseti. Þeir segja þó, að hann sé í eins konar stofufangelsi, og fylgi honum verðir í hvert sinn sem liann fer út fyrir hússins dyr. Liu Shao-chi, sem er 73 ára, kom síðast fram opinberlega í nóvem- ber 1966. Lítil takmörk eru sett þeim ásökunum, sem á hann hafa verið bornar frá þeim tíma, og eiga syndir hans og glæpir að eiga sér a.m.k. 30 ára sögu. Shao-chi var oftsinnis hvattur til að játa syndir sínar og mis- tök, en í hvert sinn voru játn- ingar hans taldar ófullnægjandi. Fjölskyida hans var auðmýkt af rauðu varðliðunum á fjölmenn- um fundum, en Shao-chi slapp sjálfur við slíkt. í apríl síðastliðnum spurði bandarískur blaðamaður, John Roderick, er hann var í heimsókn í Peking, kínverska embættis- menn að því hvað orðið hefði af Shao-chi. Ilann fékk svarið: „Hann lifir, en andi hans er dauð- ur!“ LIU SHAO-CHI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.