Tíminn - 31.08.1971, Qupperneq 7
ÍRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1971
TIMINN
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
rramfcvœindastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Jón Helgason, IndriOi G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gislason Rit
stjómarskrifstofur i Edduhústnu, sirnar 18300 — 18306 Skrif-
etotur Bankastræti 7 — AígreiOslustmi 12323. Auglýsingasiml:
10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 196.00
á mánuði lnnanlands. 1 iausasölu fcr. 12,00 eint. — Prentsm
Edda hf.
Atvinnurekstur
og umhverfi
Á ráðstefnu, er Stjórnunarfélag íslands efndi til um
helgina, um markmið og umhverfi atvinnurekstrar, flutti
Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, erindi
Forsætisráðherra gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnar
sinnar í atvinnumálum. Markmiðið er, sagði forsætis-
ráðherra, að búa sem bezt í haginn og bæta afkomu vinn-
andi fólks og setja löggjöf um alhliða vinnuvemd og
löggjöf um hlutdeild starfsfólks í stjórn fyrirtækja, sem
líkleg er til að auka skilning þess á eðli og markmiði
fyrirtækisins. En ríkisstjómin hefur einnig sett sér það
markmið að stefna að því í nútíð og náinni framtíð, að
á íslandi verði hreint og ómengað umhverfi, og að
tryggja að þess verði gætt við hagnýtingu íslenzkra auð-
linda, að sjónarmið alhliða náttúmvemdar verði ríkj-
andi. Ennfremur sagði forsætisráðherra:
„í samræmi við þetta umhverfisverndarsjónarmið vinn-
ur iðnaðarr.h. nú að því, ásamt þar til skipaðri nefnd, að
undirbúa reglugerð, sem geri fyrirtækjum skylt að gera
nauðsynlegar varúðarráðstafanir til þess að draga úr og
helzt fjrirbyggja með öllu mengun lofts frá þeim. Þess-
ar reglur munu væntanlega gilda um öll iðjuver í land-
inu.
Það er mjög mikilvægt að verið sé á verði í þessum
efnum. Það þarf að samræma og sætta atvinnurekstrar-
markmiðið og umhverfisvemdina. Og það þarf að gera í
tæka tíð og áður en það er um seinan.
Umhverfisvernd er viðfangsefni, sem æ fleiri fjalla
nú um af stöðugt aukinni ábyrgðartilfinningu. Stórþjóð-
imar, sem milljónum saman búa í hinu mengaða and-
rúmslofti stórborganna og brælulofti iðnaðarhéraðanna,
gera sér það nú í æ ríkari mæli ljóst, hversu mikilvægt
það er fyrir framtíð hins lifandi lífs á jörðinni, að um-
hverfinu sé ekki spillt. Andrúmsloftið er þegar orðið
óhollt víða í stórborgum og iðnhéraðum; mörg fljót og
margar ár 1 námunda við iðjuver em þegar orðin dauð,
þar sem að þær hafa verið notaðar til þess að veita í
þær smádrepandi úrgangsefnum í skolpi og frá marg-
víslegum iðjuvemm; og sjórinn er víða hættulega meng-
aður vegna þess að hann hefur of oft og víða verið
notaður til þess að losa í hann olíuúrgang og margvís-
leg úrgangsefni, sem sum hver hafa verið meira og
minna eitruð. Má segja að hann hafi verið hafður fyrir
sorptunnu.
Heimurinn er að vakna til meðvitundar um nauðsyn
þess að snúa þessari mengunarþróun við. Menn gera
sér í æ ríkari mæli ljóst, að byggja verður atvinnu- og
iðnaðarreksturinn þannig upp, að hann verði starfrækt-
ur á arðbæran hátt án þess að spilla umhverfi manns-
ins til lands og sjávar. Þess vegna undirbúa Sameinuðu
þjóðimar nú ráðstefnu um umhverfi mannsins, sem
halda á í Stokkhólmi árið 1973. Við íslendingar tökum
virkan þátt í undirbúningi þeirrar ráðstefnu. Við mun-
um taka þátt í Stokkhólmsráðstefnunni um umhverfi
mannsins og láta einkum til okkar taka í sambandi við
mengun sjávar og samningu reglna til þess að fyrir-
byggja hana. Ég minni ennfremur á, að ríkisstjómin hef-
ur lýst því yfir, að hún muni setja reglur um 100 sjó-
mílna mengunarlögsögu. En að því er varðar íslenzkan
iðjurekstur þá er það stefna stjómarinnar að leitast við
að finna það jafnvægi sem þarf að vera á milli heil-
brigðs, heilsusamlegs og fagurs umhverfis og arðbærs
reksturs. — TK
C. L. SULZBERGER:
Sambúð grísku stjórnarinnar
við kommúnistaríkin er góð
Herforingjastjórninni er mikill ami að háværri gagnrýni vestrænna
manna, en kommúnistaríkin leika tveim skjöldum og halda stöðugu
sambandi við stjórnarandstæðinga í Grikklandi
PAPADOPOULOS fersætisráSherra
GRÍSKUR ráðherra sagði
við mig í umkvörtunartón:
„Við eigum aðeins í erfiðleik
um með vini okkar. Óvinir okk
ar halda að sér höndum og
gera sér vonir um að hagnast
að lokum.“
Hann átti einkum við brott-
rekstur Grikkja úr Evrópuráð-
inu, deilumar um framhald á
bandarískri hemaðaraðstoð við
Grikki og nagandi kurr á bak
“ við tjöldin innan Atlantshafs-
bandalagsins.
Valdhafamir í Aþenu hafa
sett sig í mjög óvenjulega að-
stöðu gagnvart samherjum sín-
um með því að leggja niður
þingræðisstjórn og stjóma í
þess stað eftir herlögum og
með einræði í meira en fjögur
ár. Portúgalir hafa meira að
segja nálgazt lýðveldið ofurlít-
ið á þessum árum og Tyrkir
láta þingið starfa, enda þótt
herinn hafi yfirumsjón á
hendi.
TRUMBUSLÁTTUR vest-
raenná andmælenda gegn
ástandinu í Grikklandi heldur
áfram að angra hina hörðu,
þunghöggu en hömndssáru
ríkisstjórn í landinu. Hún
stendur á því fastar en fótun-
um, að innanlandsmál Grikk-
lands komi Grikkjum einum
við og afskipti erlendra aðila
af þeim verði ekki liðin.
Ég spurði Papadopoulos
forsætisráðherra, — hinn raun-
verulega húsbónda á heimilinu
—, hvort Moskvumenn reyndu
að hvetja Grikki til hlutleysis,
og hann svaraði:
„Að mínu viti eru það Banda
ríkjamenn en ekki Rússar, sem
sýna viðleitni í þá átt. Rússar
hafa ekki gert minnstu tilraun
til þess enn sem komið er.
Þeir hafa aldrei Þorað að fara
fram á við okkur að breyta
um stefnu. Gríska ríkisstjóm-
in biður ekki um vopn frá
Bandaríkjunum til þess að
breiða út stjómmálaskoðanir
sínar, heldur aðeins til að vera
við því búin að standa við
skuldbindingar sínar gagnvart
Atlantshafsbandalaginu."
SOVÉTRÍKIN og kommún-
istaríkin í Austur-Evrópu hafa
kurteisleg og jafnvel vinsam-
leg samskipti við ríkisstjórn-
ina í Aþenu. Þau hafa hér
sendiherra, en það gera fæst
hinna vestrænu ríkja, og þau
láta sendinefndir sínar snúa
sér beint til ríkisstjórnarinnar,
en síður til Constantíns kon-
ungs.
Þetta eykur á sjálfstraust
hershöfðingjanna, sem virðast
ekk áfjá*:- í að kalla kon-
unginn heim. Greinilegt er, að
Moskvumenn em hlynntari
þessari ríkisstjórn en þeirri,
sem með völdin fór á undan
henni, og telja hana sj álfstæð-
ari í afstöðu. En þrátt fyrir
þetta em yfirlýstar kenningar
grísku ríkisstjómarinnar í ein-
dreginni andstöðu við komm-
únista.
Geonge Georgalas er eúm af
stjórnmálahugsuðum rikis-
stjómarinnar, en hann er fyrr-
verandi kommúnisti, sem sner-
ist heiftarlega gegn kenning-
um Marx. En þrátt fyrir yfir-
lýsta stefnu sína hefur gríska
ríkisstjómin snurðulaust og
áferðargott stjómmálasam-
band bæði við Sovétríkin og
fylgisríki þeirra og „villutrú-
arstjómimar" í Júgóslavíu,
Rúmenfu og Albaníu.
UTANRÍKISRÁÐHERRA
grísku stjómarinnar ræddi
um daginn við stjómmálamenn
frá Búlgaríu, Rúmenfu og Júgó
slavíu. Stjórnmálasamband hef
ur fyrir skömmu verið komið á
við Albaníu, en því var slitið
árið 1939. Grikkir era sam-
mála ráðamönnum allra þess-
ara ríkja um „að virða frið-
helgi landamæra" á Balkan-
skaga.
Moskvustjórnir. lætur hægri
hönd sína halda góðu stjóm-
málasambandi við ríkisstjórn-
ina í Aþenu. Hún stendur að
einu leyti betur að vígi en
stjórnir Vesturlanda, þar sem
hún þarf ekki að eiga í höggi
við hömlulaus viðhorf þings
eða þjóðar, sem torvelda
stjórnmálasambandið með því
að krefjast umbóta á grísku
stjórnarfari.
Hitt er svo annað mál, að
Moskvustjórnin lætur vinstri
hönd sína rækja eina af höfuð-
reglum stjórnmálasamskipt-
anna: Hafðu ávallt gott sam-
band við þá, sem em í stjóra-
arandstöðu. Bandarískum
stjómmálaerindrekum er
stundum legið á hálsi fyrir að
vanrækja þetta og hafa ófull-
nægjandi stjómmálasamband
við ofgnótt afdankaðra stjóm-
málamanna, bæði heima í
Grikklandi og í útlegð, sem all
ir vildu ná völdum að nýju.
Rússar gera sér þó ekki mikið
ómak á þessu sviði, heldur
seilast þeir lengra niður, allt
til neðanjarðarhreyfingarinnar
í Grikklandi.
STJÓRNIN í Kreml lætur
sendimenn sina ræða í kurt-
eisi og vinsemd við fulltrúa
grisku rikisstjómarinnar, en
75 kommúnistaflokkar annarra
landa fylgja boðum yfirlýsing-
ar, sem gefin var út í Moskvu
fyrir tveimur áram og nefn-
ist: „Yfirlýsing um samstöðu
með kommúnistum og lýðræð-
issinnum, sem berjast gegn
hemaðarstjóm fasista og ein-
ræðissinna í Grikklandi.“
Viðskipti milli Grikklands
og kommúnistaríkjanna hafa
aukizt síðan skjal þetta var
birt. Ráðstjómarríkin njóta
meira að segja beztu kjara í
Grikklandi. En 75 kommúnista
flokkar magna áróður sinn og
efla leynisamtökin.
Eins og sakir standa verða
fá hryðjuverk í Grikklandi
rakin til kommúnista. Þeir
telja hina réttu stund ekki
upp runna og láta því hinni ,
lýðræðissinnuðu stjórnarand- 9
stöðu eftir það umstang, sem
enn hefur engan árangur bor-
ið. Þeir einbeita sér hins veg-
ar að því að grafa niður í
undirstöðu þeirra samtaka
öfgasinnaðra vistrimanna, sem
Framhald á 11. síðu.
—