Tíminn - 01.10.1971, Síða 6
6
TIMINN
FÖSTUDAGUR L október 1971
„Gaman er a<5 börnunum, þeg-
ar þau fara að sjá.“ Svo er sagt,
að kerling nokkur hafi sagt fyr-
ir löngu. Mér hafa stund-
um dottið þessi ummæli í hug,
síðan rílcisstj órnaskiptin urðu.
Það hefur oft verið gaman að
stjómarandstöðublöðunum, og
þó einkum Morgunblaðinu, síð-
«n Ólafur Jóhannesson myndaði
ríkisstjórn sína. Samkvæmt lýs-
ingum Morgunblaðsins á allt að
vera ómögulegt hjá ríkisstjórn
hans. Þar eT allt gert annað
hvort of eða van og er þar eng-,
inn millivegur. Þar er ekkert
gert rétt eða eins og það ætti
að vera. Samkvæmt kenningum
Morgunblaðsins er Sjfcftstæðis-
flokkurinn, með Alþýðuflokkinn
sér til aðstoðar, sá eini, sem
hæfur er til ríkisstjómarstarfa
hér á landi. Sjálfstæðismenn
vita allt, þeir gera allt rétt, Þeir
hafa alltaf gert allt rétt og þeir
munu alltaf gera allt rétt. Þetta
er tónninn hjá Morgunblaðinu,
og hjá Alþýðublaðinu er hann
svipaður, þótt þar sé ekki allt-
af jafnsterkt að orði kveðið og
eru það skiljanlegar ástæður.
Morgunblaðið hefur vemlega
sctt niður við fráfall Bjama
heitins Benediktssonar og brott-
för Sigurðar Bjarnasonar. Báð-
ir voru þeir lífsreyndir og vel
menntaðir hæfileikamenn. Bezt
menntaði maðurinn, sem þar
ræðjur ríkjum nú, er án efa
Matthías Johannessen. Hann er
skáld og fagurkeri, en mun
hafa mjög takm. áhuga á póli-
tík. Hinn ritstj., Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson, hefur ekki ennþá
unnið sér neitt sérstakt álit í
ritstjórastarfi. Hvernig á því
stendur, skal ósagt látið. En
maður kemur í manns stað og
nú er kominn þriðji ritstjórinn.
Hann er kallaður aðstoðarrit-
stjóri. Það mun eiga að skiljast
svo, að hann eigi að stjóraast
af öðram. Hann er mikill á lofti
í skrifum sínum og virðist svo,
sem hann eigi heiminn og sé
alvitur. Já, hann geltir stundum
feiknin öll og virðist ætla að
snúa öllu við á blaðinu og það
svo, að maður getur ekki annað
en reiknar með að hann ætli
sér ekki til lengdar að vera að-
eins til aðstoðar.
„ólafía" er núverandi rlkis-
stjómv kölluð af stjórnarand-
stöðublöðum. Það nafn voru
þau búin að gefa henni áður en
taýn var mótuð og fullmynduð.
Þetta er aðeins eitt dæmi um
rithátt og virðingarleysi stjóra-
arandstöðunnar fyrir núverandi
rfkisstjórn. Ég læt þetta eina
dæmi nægja um rithátt stjóm-
arandstöðublaðanna, en þar er
vissulega af nógu að taka. En
af hverju varf stjóra Jóhanns
Hafsteins ekki kölluð Jóhafma
eða bara Jóka, sem er nafn á
gömlum draug? Ekki var það
svo fráleitt. Var það ekki ein-
mitt í stjórnartíð hans, sem
sundrung mikil upphófst manna
á meðal í stóru byggðarlagi?
Og það var nú einmitt aðalverk
drauga í gamla daga, að því er
sagt er, að gera mönnum glett-
ur og jafnvel skaða, svo og að
sundra rtnáttu og samstarfi.
Ég heid, að stjórnarandstað-
an ætti að láta af þeirri blaða-
mennskú, sem hún hefur haldið
uppi nú um skeið. Það er henni
ekki á nokkurn hátt til fram-
dráttar, heldur miklu fremur
hið gagnstæða.
Innan skamms eiga þingmenn
allir að koma saman til þing-
starfa. Þar eiga þeir að vinna
í sameiningu að þjóðarheill og
þjóðarsóma. Hvernig má vera,
NÝJA RÍKISSTJÖRNIN
STJÚRNARANDSTAOAN
að slíkt geti farið vel úr hendi,
sé verið með uppnefni, skamm-
aryrði og ósannindi í ræðu og
riti? Hvers vegna geta menn
ekki sýnt hverjum öðmm fulla
kurteisi og virðingu, þótt þeir
séu pólitískir andstæðingar?
Það er mannl. að deila um mál
efni, framgang þeirra og leiðir,
þeim til framgangs. En það á
að gera með rökum og fullri
virðingu fyrir andstæðingnum,
en ekki með stóryrðum. Sá það
ekki hægt, er heldur ekki hægt
að búast við jákvæðum y»
horfum til eigin málefna og
skoðana.
„Litla þjóð, sem átt í vök að
verjast, vertu ei við sjálfa þig
að berjast.“ Þessa góðu áminn-
ingu okkar góða skálds mætt-
um við oftar hafa í huga og
halda máli okkar meira við tak-
mörk en oft er raunin á. Við,
sem allir til samans erum ekki
stærri né meiri en eitt stórt
þorp eða smáborg á meginlandi
Evrópu.
Allir vita, sem vilja vita, að
í röðum allra stjórnmálafl. eru
hæfir og vel menntaðir menn,
til að geta setið og starfað í
ríkisstjórn. Þar verðuf ekki
gert upp á milli flokka, a. m. k.
ekki fyrr en á reynir /og annað
hefur sýnt sig. Það er t. d. út í
loftið að telja menn óhæfa til
þeirra starfa fremur en annarra,
Þótt þeir hafi ekki átt þar sæti
áður.
Allir hafa einhvern tíma ver-
ið byrjendur, bæði 1 þeim störf
um og öðrum. Það era engir
unglingar né viðvaningar, sem
skipa núverandi ríkisstjórn, og
það hélt ég að öUum mætti vera
ljóst. AUt eru það líísreyndir
og velmenntaðir menn. AUir
hafa þeir setið á Alþ. að einum
undanskildum, og sumir þeirra
alllengi. Tveir þeirra hafa áður
setið í ríkisstjóm og getið sér
góðan orðstír og almennt traust.
Það verða því alger vindhögg
að níða og ófrægja þessa menn
í byrjun starfs þeirra í núver-
andi ríkisstjórn. Ættum við
ekki heldur að láta það bíða þar
til reynsla kemur á störf þeirra
og spara okkur óp og illyrði um
þá? Óp og öskur hæfa raunar
aldrei menntun og menningu, og
þá sízt hjá framámönnum þjóð-
arinnar.
Eitthvað voru stjórnarand-
stöðublöðin að æsa sig út af
skólastjóraveitingu í Ólafsvík.
Þá hefði þeim vissulega verið
sæmra að Þegja. Það hefur
aldrei verið talið heillavænlegt
að kasta grjóti úr glerhúsi, og
glerhús stjórnarandstöðunnar er
ákaflega þunnt og brothætt.
Engin ríkisstjórn hefur verið
jafnhlutdræg í starfsmanna- og
embættisveitingum og fyrrver-
andi ríkisstjórn ,og enginn ráð-
herra þar var verri en einmitt
fyrrverandi menntamálaráð-
herra. Það situr því sízt á Al-
þýðublaðinu að öskra. Það rifj-
ar aðeins frekar upp stjóraar-
feril þessa manns.
Alþýðublaðið og Alþýðu-
flokkurinn ættu nú að faTa að
átta sig á því, að það er eitt-
hvað meira en lítið bogið við
hina pólitísku stefnu hjá þeim
nú hin seinni árin. Er það ekki
undir formennsku Gylfa Þ.
Gfslasonar í flokknum, sem þing
mannatala hans hefur lækkað
úr 10 þingmönnum niður í 5?
Og hver ætli eigi hér stærsta
sök?
En nú breytum við um stefnu,
segir Gröndal. Nú erum við eng-
um háðir og nú er það vinstri
stefna hjá okkur. Betur færi að
svo yrði, en óneitanlega læðist
að manni grunur um, að kippt
verði í spottann.
Núverandi ríkisstjórn verður
hlutdræg og vond í sínum starfs-
og embættaveitingum, ef hún
nokkura tíma kemst með tæm-
ar nálægt hælum fyrirrennara
síns. Og sízt hef ég trú á að
núverandi menntamálaráðherra
verði þar ógnvaldur. Ég trúi ein-
mitt og tel að þekking hans og
dómgreind, samfara trúnaði
hans við starf sitt, sé á Þann
vég, áð þann geri ætið það,
sem sannast er og réttast, og.
láti þar enga pólitík villa um
fyrir sér. Hitt er svó annað mál,
að Alþýðublaðið og Morgunblað-
ið munu ætíð reka upp skræk
mikinn, ef hlutirnir eru þeim
ekki hápólitískt í hag.
Einhver var að tala eða skrifa
um, að létta þurfi sköttum af
sjómönnum, til þess að gera sjó-
mennskuna eftirsóttari en hún
er nú. Þessu er ég mótfallinn.
Sjómenn hafa þegar og hafa
haft mörg undanfarin ár, sér-
stakan frádrátt umfram aðrar
stéttir þjóðfélagsins. Sá frá-
dráttur er eðlilegur og sann-
gjam, en svo á það heldur ekki
að vera meira. Sjómenn eiga
ekki að verða bónbjargarmenn.
Kjör þeirra þurfa að verða það
góð, að þeir greiði skatta sína
með stolti.
Sjómennskan er heillandi starf
og það ekki sfzt fyrir unga og
kraftmikla menn. Hún hefur
hættur, erfiði og ævintýri í för
með sér. Hvaða starf nú til dags
hefur ekki hættur í för með
sér? Bara að fara yfir götu get-
ur verið hættulegt, og það jafn-
vel þótt maður sé í fullum rétti.
Sjómennskan gefur oft góðar
tekjur og með köflum góða
hvíld og frjálsræði. Að takast á
við náttúruöflin er heillandi,
jafnvel rómantískt. En svo get-
ur Það á vissum augnablikum
orðið alvarlegt. Þá þarf hver og
einn á öllu sínu að halda. Þá
þurfa allir að standa saman og
þá stendur heldur enginn einn.
Þetta reynir manninn, styrkir
hann og stælir, gefur honum
þroska, menntun og menningu,
og hver þarf ekki á þeim hlut-
um að halda nú til dags?
Hvemig væri, að ríkið ætti
og gerði út stórt og gott fiski-
skip, og notaði það fyrst og
Framhald á bls. 10
Nýjungar - Belgía
Þrjár útgáfur eru nú fram-
undan hjá belgísku póststjóra-
inni. Hinn 13. september kemur
út samstæða til að minna á ferða
mannastaði og eru það tvö
merki.
2,50 frankar. Mynd frá Alost,
með mynd af kirkju heilags
Marteins. Merkið er marglitt,
grafið af M. Spinoy.
2,50 frankar. Mynd frá Mons,
af ráðhúsinu og klukkuturni.
Fleirlit. Grafið af M. de Vos.
Sama dag kemur ennfremur út
samstæða merkja í tegundinni
„menning“. Þessi merki eru gef-
in út til að minnast tónlistar-
hátfða Vallóna og Flæmingja.
3,50+1,50 frankar er gefið út
til að minnast tónlistarhátíðar
Flæmingja, en 7,00+3,00 frank-
ar til að minnast tónlistarhátíð-
ar Vallóua.
Bæði merkin eru teiknuð af
M. A. Pasture, prentuð í helio-
gravure af Ets. J. Malvaux í
örkum með 30 stk.
Þriðja útgáfan þennan sama
dag er svo til að minnast 50 ára
afmælis Fjölskyldusambandsins.
Teiknari er M. W. De Hollander.
Verðgildið 1,50 frankar. Pirentað
í heliogravure af sama og áður.
Að lokum smáathugasemd. —
Prentunaraðferðin HELIOGRA-
VURE er heitin eftir Ifelio Cour
voiser, sem fann hana upp, al-
veg eins og De La Rue kallar
sína aðferð DELACRULE. Þetta
hefti á því ekkert skylt við
griska orðið Helio = Sól, nema
hvað einhver spekingur á ís-
landi hefir tekið eftir að þau
voru stöfuð eins. Sá hinn sami
hefur svo talið íslenzkri póst-
stjórn trú um að speki hans sé
rétt, svo að í tilkynningum und-
anfarinna ára hefir þessi prent-
unaraðferð verið kynnt sem SÓL
PRENTUN. Minna má nú gagn
gera, en er ekki mál að ljnni?
Flestir aðrir nefna prentunar-
aðferðina sínu rétta nafni,
Photogravure = Ljósprentun.
Sigurður H. Þoi-steinsson