Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. október 1971
—T
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvœmdastjórl: Kristján Benediktsson Rttstjórar: Þórartnn
Þórarlnsaon (áb) Jón Helgason. Indriðl G. Þorstelnsson og
Tómas Karisson Auglýsingastjóri: StelngrimnT Gislason Rit.
etjórnarskrifstofur 1 Edduhúslnu. stmar 18300 — 18306 Skrif-
etofur Bamkastræti 7. — AfgreiOslustml 12323. Auglýsingasiml:
19523. AOrar slcrifstofur slmi 18300. AskrtftargjaW kT 193,00
á mánuSi lnnanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda bl.
Ræða Einars hjá S.Þ.
Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, ávarpaði Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna síðdegis á miðvikudag.
f ræðu sinni skýrði ráðherrann utanríkisstefnu hinnar
nýju ríkisstjórnar á íslandi og afstöðu hennar til stærstu
mála, en meginefni ræðu hans fjallaði um hafréttar-,
landhelgis- og fiskveiðimál. Einar minnti á þá þróun, sem
nú ætti Sér stað um lögsögu yfir fiskveiðum strandríkja.
í stað þess úrelta kerfis, sem búið hefði verið við og
miðaðist fyrst og fremst við hagsmuni þeirra ríkja,
sem stunda vilja fiskveiðar sem næst ströndum annarra
ríkja, hefðu nú raunhæfari sjónarmið rutt sér til rúms. í
ört vaxandi mæli væri það nú viðurkennt að fiskimiðin
undan ströndum sé hluti af auðlindum strandríkisins
innan sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum miðað við
aðstæður. Verkefnið væri nú að ganga úr skugga um
kröfur og þarfir hinna ýmsu ríkja á þessu sviði varð-
andi forgangssvæði, fiskveiðimörk og vemdarsvæði. í
framhaldi af þessu sagði Einar Ágústsson m.a.:
„Ríkisstjórn íslands er þess fullviss að þetta raunhæfa
kerfi njóti nú þegar stuðnings samfélags þjóðanna og
vinnur nú að ,útfærslu fiskveiðitakmarkanna við ísland
í samræmi við þessi sjónarmið, þannig að lögsagan mið-
ist við endimörk landgrunns íslands. Þau mörk eru í
samræmi við eðli málsins og mundu t.d. á 400 metra
dýpi miðast við 50—70 mílur frá ströndum. Landgrunn-
ið, eða stöpull sá, sem landið hvílir á, fylgir í útlínum
sínum lögun landsins sjálfs. Á þessum neðansjávarstöll-
um eru hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir hrygningar-
stöðvar og uppeldisstöðvar fyrir fiskistofnana og afkoma
íslenzku þjóðarinnar byggist á vemdun og hagnýtingu
þeirra. Þetta umhverfi er óaðskiljanlegur hluti af auð-
lindum landsins. Vissulega er það rétt, að efnahagsleg
afkoma íslenzku þjóðarinnar hefur alltaf byggzt á fisk-
veiðum. Landið sjálft er hrjóstrugt — þar em engir skóg-
ar né málmar í jörðu — og flytja verður inn flestar
lífsnauðsynjar og gjalda fyrir þær með útflutningi sjávar-
afurða, sem hafa verið um það bil 90% af heildarút-
flutningnum. Fiskimiðin em algjört skilyrði fyrir af-
komu landsmanna. Án þeirra mundi laridið ekki hafa
tr^rð byggilegt. Það er engu líkara en að forsjónin hafi
ætlað sér að bæta fyrir hrjóstmgleika landsins sjálfs
með því að umlykja það auðugum fiskimiðum. Að því
er ísland varðar er landgrunnshafið hinn eðlilegi mæli-
kvarði fyrir fiskveiðitakmörkin og ríkisstjóm íslands
hefur tilkynnt að hún muni gefa út nýjar reglur í sam-
ræmi við þessi sjónarmið fyrir 1. september 1972.
Ríkisstjórn íslands er þeirrar skoðunar að nauðsyn-
legt sé að vemda þessa lífshagsmuni án tafar. Það er
ljóst að hvenær sem er getur hátæknivæddum fiskiflota
þjóða, sem fiskveiðar stunda á fjarlægum miðuin, orðið
beint í vaxandi mæli á íslandsmið. Þessir flotar hafa nú
um skeið haft uppgripa afla í Barentshafi. Fiskveiðar þar
eru nú ekki eins arðvænlegar og áður og nú beinist at-
hyglin að íslandsmiðum. Og háþróuð fiskveiðitækni og
aflaafköst risavaxinna verksmiðjutogara með rafeinda-
útbúnaði gæti gert óbætanlegt tjón á íslandsmiðum.
Þess má geta í þessu sambandi, að þær þrjár þjóðir sem
méstra hagsmuna hafa að gæta á Barentshafi hafa nú
um skeið reynt að koma á eins konar kvótakerfi á því
svæði, en eftir því sem bezt er vitað hefur sú viðleitni
ekki borið árangur. Hvað sem því líður höfum við ekki
efni á að láta reka á reiðanum og það er einlæg von
okkar að sendinefndir annarra þjóða hér á þingi muni
skoða aðgerðir okkar í því ljósi.“ — TK
TIMINN
f
ERLENT YFIRLIT
Sænska velferðarríkið glímir
við atvinnuleysi og samdrátt
— en verzlunarjöfnuðurinn hefur sjaldan verið hagstæðari
ÉF LITIÐ ER á tölur uin
verzlunarviSskipti SvíþjóSar
við önnur lönd, myndu senni-
lega ýmsir freistast til að
álykta, að efnahagsástandið
væri þar í betra lagi. Verzlun-
arjöfnuðurinn hefur um langt
skeið ekki verið hagstæðari en
á þessu ári. Útflutningurinn
hefur stórlega aukizt og inn-
flutningurinn minnkað tals-
vert. Einkum hefur útflutning-
urinn til Bandaríkjanna aukizt
og t.d. hlutfallslega miklu
meira en til Efta-landanna.
En segja má, að þetta sé
eina bjarta hliðin á efnahags-
málum Svía um þessar mund-
ir. f reynd býr sænskt efna-
hagslíf nú við meira kreppu-
ástand en dæmi eru um síðan
fyrir síðari heimsstyrjöldina.
Viðskipti innanlands hafa dreg
izt saman og á það þátt í því,
að innflutningurinn hefur far-
ið minnkandi eins og áður er
sagt. Mörg fyrirtæki, sem
framleiða fyrir innlendan
markað, hafa orðið að draga
saman seglin, ýmist að fækka
við sig fólH eða hætta ái’veg.
Þetta hefur leitt til meira at-
vinnuleysis en Svíar hafa búið
við um langt skeið. í síðastl.
mánuði voru skráðir 107 þús.
atvinnuleysingjar f Svíþjóð.
SAMDRÁTTURINN, sem
hefur orðið í viðskiptum og er
helzta undirrót atvinnuleysis-
ins, stafar af mörgum ástæð-
um. Verðlagið hefur hækkað
meira en kaupgjaldið og hafa
þó orðið mjög verulegar kaup-
hækkanir á undanförnum miss-
erum. Skattar hafa hækkað
verulega og dregið úr kaup-
mætti hjá almenningi. Á árun-
um 1967—69 varð mikill halli
á greiðslujöfnuðinum við út-
lönd, einkum á árinu 1969, og
greip ríkisstjórnin því til
ýtmissa víðtækra samdráttarráð
stafana. Þær hafa borið þann
árangur, að hagstæður greiðslu
jöfnuður við útlönd hefur
náðst, en hins vegar hafa þær
ótvírætt orðið til að lama iðn-
aðinn, einkum þann hluta
hans, sem framleiðir fyrir inn-
lenda markaðinn og samdrátt
ur kaupgetunnar hefur eink-
nm bitnað á.
RÍKISSTJÓRNIN hefur nú
ákveðið rð mæta þessum vanda
með því m.a. að veita auknu
fjármagni til iðnaðarins og
ýmissa framkvæmda, eða sem
nemur um þremur milljörðum
sænskra króna samanlagt.
Vafalaust mun þetta örva at-
vinnulífið. Þó telja ýmsir að
þetta muni vart reynast full-
nægjandi til að vinna bug á
atvinnuleysinu. Þeir byggja
þetta m.a. á því, að ýms fyrir-
tæki séu orðin rög við að
leggja út í stórframkvæmdir
og því verði fjárfesting þeirra
ekki eins mikil á næsta ári og
vera þyrfti til þess að sigrast
Vinmir Palme bug 6 erflðlelkwmnn?
á samdrættinum, sem orðið hef
ur síðustu misserin. Þá hefur
samdrátturinn haft þau áhrif,
að mörg fyrirtæki kappkosta
nú aukna hagræðingu og
fækka við sig starfsfólki á
þann hátt. Þannig vofir nú yfir
mörgu iðnverkafólki að missa
atvinnuna af þessum ástæðum.
ATVINNUHORFUR eru því
allt annað en góðar í Svíþjóð
um þessar mundir. Þó eru þær
taldar langverstar hjá háskóla-
gengnu fólki. Talið er að nú
sé háskólalært fólk um 115
þús. i Svíþjóð og er atvinnu-
leysi sagt hlutfallslega meira
hjá því en öðrum stéttum. En
horfur eru ískyggilegar vegna
þess, að þessu fólki fjölgar nú
ört. Reiknað er með því. að
tala þess verði orðin yfir 280
þús. í lok áratugsins eða um
1980. Árið 1980 er jafnframt
reiknað með því, samkvæmt
þeirri þróun, sem nú er, að
um helmingur háskólalærðra
manna hefur hlotið menntun
sína £ hugvísindalegum grein-
um, en að óbreyttum ástæðum
muni ekki verða nein tilsvar-
andi aukning á starfsmöguleik-
um fyrir fólk með þessa mennt
un. Þetta er talið með örðugri
verkefnum, sem Svíar þurfa að
glíma við á hinum nýbyrjaða
áratug.
AF HÁLFU ríkisstjórnar-
innar og stuðningsmanna henn
ar er því haldið fram, að beir
efnahagserfiðleikar, sem nú er
fengizt við, séu aðeins stundar-
fyrirbrigði og ástandið muni
strax lagast á næsta ári. Þegar
sjáist ýms batamerki. Aðrir eru
svartsýnni. Sennilega mun það
sjást strax á fyrra helmingi
næsta árs, hvorir hafa rétt
fyrir sér.
. Það hálfgerða kreppuástand,
sem hefur rikt í Svíþjóð síð
ustu misserin, hefur ótvírætt
leitt í ljós, að svokölluð vel-
ferðarþjóðfélög hafa sínar
veiku hliðar. T.d. hafa átök á
vinnumarkaðinum orðið mikil
síðustu misseri, en góður
vinnufriður hafði þá haldizt
um áratugi. Óánægja hefur auk
izt vegna þess hve háir skatt-
amir eru orðnir, en talið er að
skattar og tryggingagjöld nemi
orðið 43% af þjóðartekjunum.
Meira þykir bera á lífsleiða og
almennu áhugaleysi en oft
áður. Þrátt fyrir þetta, er
áreiðanlega hverfandi lítill
áhugi á því í Svíþjóð að
hverfa frá velferðarríkinu,
heldur meiningarmunur um
það, hvort stefnt skuli að hrað
ari eða hægari þróun í þeim
efnum. Þeir útlendingar, sem
hafa fylgzt með Svíum á und-
anförnum áratugum, trúa því
yfirleitt, iað sænska þjóðin
muni sigrast á þeim vandamál-
um, sem nú er glfmt við.
Vafalftið verður því veitt at-
hygli víða um heim, hvemig
Svfar bregðast við vandanum,
þvf að eftir síðari heimsstyrj-
öldina hafa fá smáríki dregið
að sér meiri athygli en Sví-
þjóð, og margir leiðtogar ný-
frjálsu þjóðanna hafa litið til
Svíþjóðar sem sérstakrar fyrir-
myndar. Þ.Þ.
Baútœs