Tíminn - 01.10.1971, Síða 10

Tíminn - 01.10.1971, Síða 10
10 TIMINN FÖSTUDAGUR 1. október 1971 0 IÐUNNAR PEYSA... Iðunnarpeysur hafa alltaf þótt framúrskarandi vönduð framleiðsla. Á haustkaupstefnunni íslenzkur fatnaður voru nýju mynstrin mjög vinsæl og gerðu innkaupastjór- arnir stórar pantanir. Ef þér viljið kaupa góðar og vandaðar peysur á börnin, þá spyrjið kaup- manninn um Iðunnarpeysur. Barnsmeðlög Framhald af bls. 1 þúsund krónur með hverju barni ó mánuði. — Hvað á Reykjavíkurborg miklar fjárhæðir útistandandi í meðlagsskuftum? — Ég hef gizkað á, að öll sveit- arfélög á landinu eigi útistand- andi 300—350 milljónir kr. í ógreiddum barnsmeðlögum, og af þcirri upphæð á Reykjavíkurborg um 60%. Þessar skuldir fyrnast aldrei, og það getur því jafnt verið áttræður öldungur, sem tví- tugur piltur, sem skuldar. Hjá Reykjavíkurborg innheimtast venju m 2500 klukkustunda Iýsing við eSlilegar aðstæður (Einu venjuiegu perurnar framieiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sfmi 16995 lega CO—70% af þessum skuldum, en þegar verkföll og atvinnuleysi herja, versnar innheimtan um allan helming, því þá falla niður reglulegar greiðslur í mörgum til- fellum. — En nú er að verða breytt fyrirkomulag á þessari innheimtu? — Já. um næstu áramót á að taka til stofnun, sem sér um þessa innheimtu fyrir öll sveitarfélög á landinu, og er henni komið á fót fyrir tilstuðlan Sambands ísl. sveitarfélaga. Stjórn stofnunarinn ar skipa þeir Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri, Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytis stjóri og Alexander Stefánsson, sveitarstjóri í Ólafsvík. Starf for- stöðumanns þessa stofnunar hefur verið auglýst laust til umsóknar, og rennur umsóknarfrestur út á morgun að ég held. — Hvað verður þá um Kvía- bryggju? — Jú, þá verður Kvíabryggja jafnt til afnota fyrir öll sveitar félög, en ekki aðeins Reykjavík. Kvíabryggja er mikil svipa við inn heimtu ógreiddra meðlaga, og áreiðanlega 200—300 menn sem greiða gjöldin vegna þess að öðr- um kosti eiga þeir yfir sér að verða úrskurðaðir á Kviabryggju. Innheimta meðlaga gengur jafnt yfir alla, og þar skipta engu máli pólitísk sambönd, ættar eða vina- tengsli. Friðrik spáir með Petrosja og hann fór með þá Larsen og Tamainof. „Ég er stór fiskur, en Petrosjan lítill fiskur, segir Fischer, og eins og allir vita þá borða stórir fiskar litla, segir Fischer. Við báðum Friðrik Ólafsson, stórmeistara að spá um úrslitin í einvíginu. Friðrik sagði, að mjög erfitt væri að spá um úr- slitin að þessu sinni. Það færi sjálfsagt mikið eftir því, hvern- ig Fischer færi af stað, en ég gæti trúað, sagði Friðrik, að keppnin færi 7V2—iy2 Fischer í hag. Reyndar kæmi það manni á óvart ef það yrði mikið jafn- ara, ef miða á við árangur Fischers undanfarið. Vinnuveitendur Framhald af bls. 1 um samstarfsncfndir í fyrirtækj- um. 8. Endurnýjaðar verði sem fyrst „Leiðbeinir.gar um undirbúning og framkvæmd vinnurannsókna." 9. Flutningalínan í Reykjavík verði felld niður. 10. Kaup ckuli ekki greitt fyrstu 2—3 daga í "eikindatilfellum. Skattalögreglan Framhald af bls. 1 lögfræðimenntunar, eða þá stað- góðrar þekkingar og reynslu í bókhaldi, reikningsskilum og skatta miálum. Þá segir í auglýsingunni að endurskoðunarnám komi til greina. Umsóknarfrestur er til 29. október. Hafnargarðurinn Framhald af bls. 3. Alþingis ráðstöfunarvald í þeim tilfellum. Grímseyingar hafa enn ekki sótt um bætur úr sjóðnum vegna þeirra kostnaðarhluta af brim- varnargarðinum. Grímseyingum hefur verið af- hent einta’.; af uppgjöri hafnar- gerðarinnar, en engar athugasemd ir hafa borizt varðandi uppgjörið til okkar. Grímseyingum voru sendar allar teikningar og þeim kynntar áætl- anir um framkvæmdir, en engar ákveðnar óskir komu fram um breytingar.“ íþróttir Framhald af bls. 8. sagt farið í taugarnar á Sdór, vegna þess að ég tala þar mest um Akranes, sem hann er veik ur fyrir. Hugmynd mín var samt ekki sú, að níðast á þessu ágæta liði, sem það er á okk- ar mælikvarða, heldur að benda á, bve við værum orðn- ir lélegir í knattspyrnu, þegar lið frá Möltu væru farin að sigra okkar beztu lið með 3:0 og 4:0. En það er mín skoðun, að ef Fram og Akranes hefðu leikið annan leikinn hér heima, hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að þau yrðu slegin út. Fram sigraði í síðari leik sínum ytra 2:0 og vantaði því lítið upp á að komast í 2. umferð, og Skagamenn gerðu jafntefli við mótherja sína í síðari leikn um, og hefðu sjálfsagt borið sigur úr býtum, ef þeir hefðu leikið hér „í kuldanum" síðari leikinn. Og læt ég þessi dæmi nægja. Það, hver heiðurinn eigi af því að gagnrýna fyrstur manna hér á landi, að íslenzk lið, sem taka þátt í Evrópu- keppni, skuli leika báða leiki sína erlendis, skiptir ekki mestu máli. Hann má Sdór eiga mín vegna (og sjálfsagt Alfreðs líka). Það gera aftur þeir, sem lcoma í veg fyrir að það verði gert í náinni framtíð. Að lokum vil ég þakka Sdór fyrir þá „hugulsemi“ að titla mig í grein sinni ritstjóra íþróttasíðunnar. Þann titil hef ég hingað til ekki borið og hef ekki hugsað mér að taka hann upp eins og þessum ágæta starfsbróður mínum er kunnugt um. — klp. S.Í.B.S. Framhald af bls. 2. meta þetta starf og tilhögun þess. Því að ávallt hefur félagið skipað sér í þau skörð sem opnazt hafa í vegg heilsuvernda lands- manna og engin þreytumerki sjá- anleg á þessu aldna félagi. Það væri því ekki nema maklegt að þjóðin veiti SÍBS traustsyfirlýs- ingu með því að kaupa merki og blöð berklavarnardagsins á sunnudaginn kémur. Síðastliðin tvö ár hafa verið annasöm mjög í Reykjalundi. Víð- tækar stórframkvæmdir hafa ver- ið á döfinni. Unnið er að mikilli stækkun á aðalbyggingum, þannig að rúm fyrir 40 sjúklinga bætast við þau 150 sem fyrir eru. Endurliæfingastöðin verður stór aukin og ný og stór sundlaug leysir hina gömlu af hólmi. Tvær götur þorpsins hafa verið lagðar olíumöl og ríkulega séð fyrir götu lýsingu. Nýtt vörugeymslurými lagt, og ræktun landsins stór- aukin. Ekki fer milli mála að þjóðin er hreykin af Reykjalundi og vill efla gengi hans, svo sem efni frekast leyfa, og svo mun verða í framtíðinni meðan SÍBS er köll- un sinni trútt. Tímarit félagsins er eins og áður hið vandaðasta rit, 64 síður og merki dagsins eru tölusett og fylgir vinningur merkjunum, sem er Útsýnisferð til Costa del sol á Spáni. Við óskum SÍBS gæfu og gengis í framtíðarstarfi þess og væntum góðs árangurs á söfnun Berkla- varnardagsins 1971. Á víðavangi Framhald af bls. 3. sér höndum lengur, — nú, þeg ar dimmasti tími ársins fer í hönd, eykst slysaliættan geig- vænlega. Hafa þeir menn, sem dauf- heyrzt hafa við öllum bænum hingað til, séð hvernig ástand- ið er rétt fyrir kl. eitt á dag- inn á Ilamrahlíðinni? Yngstu börnin, sex ára gömul, standa ráðvillt; skylduræknin og að- vörunarorð togast á í þeim. Um ferðin er svo þétt, að varla virðist tækifæri til að skjótast yfir götuna til að vera komin á réttum tíma í skólann. Einnig hefur verið óskað eft- ir götuverði á skólatímanum á Ilamralilíð, en því var svarað neitandi, — engin þörf. Nú vil ég spyrja, þarf að bíða cftir slysi, til þess að eitthvað raun- hæft verði gert? Er það sann- gjarnt svar, þegar óskað er eft ir sem allra minnstri um- ferð eftir þessari miklu skóla- götu, að gera ráðstafanir, sem stórauka umferðina og þar með slysahættuna? Ég vona að svarið standi ekki í þeim, sem ábyrgir eru fyrir þessu.“ — TK Hjúkrunarkonur Framhald af bls. 2. Sama máli gegnir um atriði, sem "arða menntun og forráð til áhrifa á sviði heilsugæzlu og hjúkrunar. Hjúkrunarkonur á Norðurlönd- um fá sífellt ný og aukin verkefni við hjúkrun, kennsh’ og stjórnun. Samvinnn hjúkrunai’kvenna á Norðurlöndum — SSN — gerir því kröfur til þess, að hvorki nýjar né auknar starfsskyldur séu lagðar á hjúkrunarkonur, án þess að samn- ingar milli hlutaðeigandi hjúkrun arfélags og vinnuveitanda hafi átt sér stað. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum gerir einnig kröfu til þess, að hjúkrunarkonur geti aflað sér þeirrar framhaldsmennt- unar, sem krafizt er, til þess að þær geti fylgzt með framförum f sinni grein og haldi launum sín- um á meðan. Með tilliti til hins ríkjandi stjórnmálaástands, sem felur í sér sameiginlegan vinnumarkað í Evrópu, m.a. fyrir hjúkrunarkon- ur, heitir Samvinna hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum — SSN — hjúkrunarfélögum innan Efna- hagsbandlags Evrópu fullum stuðn ingi í kröfum þeirra um hækkun þeirra lágmarkskrafna til hjúkr- unnarmenntunar, sem eru ákveðn- ar í reglugerðartillögum Evrópu- nefndarinnar. Þessar lágmarks- kröfur geta ekki talizt tryggja fullnægjandi menntun með tilliti til starfa hjúkrunarkvenna. Samvinna lijúkrunarkvenna á Norðurlöndum — SSN — telur að hjúkrunarkonur frá löndum utan Norðurlanda verði framveg- is að fá möguleika til þeirrar menntunar og kynningar, að þær geti starfað jafnfætis innlendum hj úkrunarkonum. Frlent yfirlit Framhald af bls. 6. fremst til þess að láta afplána þá refsidóma þeirra ungmenna, sem vaða um borg og bæi til inn brota, þjófnaðar og eyðilegging- ar á verðmætum samborgara sinna? Ég held, að þessi fjár- festing væri ekki verri en stein kassar austur á Eyrarbakka eða uppi í Mosfellssveit. Þessir ung- lingar, sem í þessum innbrotum standa, eru oftast töluverð mannsefni og því verðmæti fyr- ir þjóðfélagið. Þeir þurfa fyrst og fremst aga og starf, vinnu, og Þennan aga og þetta starf er hvergi betra né auðveldara að veita en einmitt á sjó. Þar kemur líka menntun samhliða, þótt ekki sé hún á skólabekk. Að prófa þetta er ekkert hættu- spil, því gott skip heldur alltaf verðmæti sínu og er því auð- seljanlegt. Ég hef kannski orðið nokkuð margorður um þetta, en ástæða mín er einfaldlega sú, að ég hef kynnzt ýmsum atvinnugrein- um og atvinnuháttum og er því nú við ævikvöld að líta til lið- innar ævi. Ég er fæddur og uppalinn í sveit og var þar einnig nokkuð á fullorðinsárum mínum. Ég hef ennfremur verið sjómaður og ég hef unnið alls konar verka- mannavinnu í borg og bæ. Ég hef unnið að verzlunarstörfum, svo og ýmsum opinberum störf- um, og þegar ég svo lít yfir far- inn veg, finnst mér björtustu og beztu minningarnar vera frá sjómennsku minni. Ég mun því sjá eftir að hún varð ekki stærri og meiri hluti af ævistarfi mínu en raun er á. Ef til vill spyr ein hver, hvers vegna svo hafi ekki verið. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli. Ég fór ekki á sjó upphaflega af neinum áhuga, ég fór þangað af nauðsyn. Þá var ekki spurt: Hvað vilt þú vera, eða hvaða starfi hefur þú áhuga á? Maður varð ýmist að gera þetta eða hitt, til þess að hafa í sig og á. Það hafa því kannski verið forlög, að ég starfaði í svo mörgu. Kjaftæði, segir ein- hver. Ekki er ég nú viss um það. Allt hefur sitt baksvið og þar er tilvera og líf mannsins engin undantekning. J.S

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.