Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 8. olítóber 1971 t OO 09 ^[ItriFDGB ÍSTUTTU MALI Námsflokkar Hafnarf jarðar: Landspróf og gagnfræða- próf Alf—Reykjavík, þriSjudag. Me'ðal nýjunga, sem Náms- flokkar Ilafnarfjarðar beita sér fyrir á komandi vetri, eru undirbúningsdeildir fyrir þá, sem vilja ljúka gagnfræðaprófi og landsprófi. Verður kennslan I nánum tengslum við Flens borgarskólann og annast kenn apar skólans kennslu í þeim greinum, sem lesnar eru undir þessi próf. Meðal annarra nýjunga, sem Námsflokkar Hafnai-fjarðar beita sér fyrir, eru garð- og blómarækt, uppeldisfræði og ejnnig er fyrirhugað að hafa sérstaka tíma fyrir húsmæður um miðjan daginn, en að öðru leyti fer kcnnslan fram að kvöldlagi. Er kennslunni þann- ig háttað, að nemendur þurfa ekki að koma nema einu sinni í viku fyrir hverja grein. T.d. mæta þeir, sem læra ensku, spænsku eða einhver önnur tungumál, aðcins eitt kvöld, en taka þá 2—3 tíma í einu. Námsflokkar Hafnarfjarðar störfuðu í fyrsta sinn í fyrra — og þá í tilraunaskyni. Þótti tilraunin takast svo vel, en þátttakendur voru um 200 tals ins, að ábveðið var að halda þeim áfram og hafa í fastari skorðum. Forstöðumaður Náms flokka Hafnarfjarðar hefur ver ið ráðinn Einar G. Bollason. Þess má að lokum geta, að innritun í námsflokkana fer fram í Góðtemplarahúsinu 7., 8. og 0. október n. k. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Tryggvi Helga- son formaöur Sjávarútvegsráðuneytið hcf- ur skipað eftirtalda menn í Verðlagsráð sjávarútvegsins frá 1. okt. 1971 til 30. sept. 1973 samkvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila: Frá Sambandi ísl. samvinnu- félaga: Árna Benediktsson, framkv. stj. og Guðjón Bs. Ól- afsson til vara. Frá Félagi ald ar- og fiskmjölsverksmiðja á Suður- og Vesturlandi: Guð- mundur Kr. Jónsson, framkv. stj. og Ólafur Jónsson, fram- kv.stj. og til vara Gunnar Ólafs son, framkv.stj. og Jónas Jóns- son, framkv.stj. Frá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna: Eyjólf- ur ísfeld Eyjólfsson, forstj. og Marías Þ. Guðmundsson, fram- kv.stj. og Óskar Gíslason, skrifst.stj. og til vara Ólafur Jónsson, framkv.stj., Kjartan B. Kristjánsson, verkfræðingur og Hans Haraldsson, skrifst.stj. Frá T.andssambandi ísl. útvegs manna: Guðniundur Jörunds- son, útg.éi., Ingimar Einars- son, framkv.stj. og Kristján Ragnarsson, framkv.stj. og til vara Guðmundur Guðmunds- son, útg.m., Ólafur Tr. Einars- son, útg.m. og Sigurður H. Egilsson, framkv.stj. Frá Fé- lagi Síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi: Jón Þ. Áma- son, framkv.stj. og Halldór S. Magnússon, viðskiptafr. og til vara Hilmar Bjarnason, fram- kv.stj. og Einar G. Guðmunds- son, framkv.stj. Frá Alþýðu- sambandi íslands: Tryggvi Helgason, sjómaður og Krist- ján Jónsson, sjómaður til vara. Frá Síldan'erksmiðjusamtök- um Austur- og Noröurlands: Aðalsteinn Jónsson, framkv.- stj. og Vilhjálmur Ingvarsson til vara. Frá Síldarverksmiðj- um rikisins: Jón Reynir Magnússön, framkv.stj. og Sveinn Benediktsson til vara. Frá Félagi síldarsaltenda á Suð-Vesturlandi: Ólafur Jóns- son, útg.m. og Margeir Jóns- son, útg.m. og til vara Tómas Þorvaldsson, útg.m. og Þor- steinn Arnalds, forstj. Frá Samlagi skreiðarframleiðenda: Huxley Ólafsson, framkv.stj. og Benedikt Jónsson, framkv- stj. til vara. Frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands: Ingólfur S. Ingólfsson, framkv- stj. og Ingólfur Stefánsson. framkv.stj. til vara. Frá Sölu- sambandi ísl. fiskframleið- enda: Helgi Þórarinsson, fram- kv.stj. og Margeir Jónsson, út- g.m. til vara. Frá Sjómánna- sambandi íslands: Jón Sigurðs- son, skrifst.stj. og Árni Ing- varsson, sjómaður til vara. Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins þann 1. þ.m. voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn ráðsins næsta starfsár: Tryggvi Helgason, formaður, Kristján Ragnarsson, varafor- maður, Guðmundur Kr. Jóns- son, ritari og Ólafur Jónsson, vararitari. Framkvæmdastjóri ráðsins er Sveinn Finnsson, lögfr. Reykjavík, 6. okt. 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Sinfóníuhljómsveitin: Fjölskyldu- tónleikar SJ—Rcykjavík, þriðjudag. Sinfóníuhljómsvelt íslands efnir til fjölskyldutónleika í Háskólabíói nú á sunnudaginn 10. október kl. 3 síðdcgis. Þetta eru þeir fyrri af tveim slíkum fjölskyldutónleikum, sem haldn ir vcrða í vetur, þeir síðari vcrða 19. marz 1972. Sinfóníuhljómsveit fslands hefur á undanförnum árum haldið tónleika, sem sérstaklcga eru ætlaðir börnum á aldrinum 6—12 ára. í upphafi voru þetta svokallaðir skólatónleikar, en á síðastl. ári var upptekinn sá'háttur að flytja í þess stað fjölskyldutónleika, þar sem börnin gátu komið í fylgd for eldra sinna, og voru þar flutt létt klassísk verk. Þessir tón- leikar nutu mikilla vinsælda, og verður því sami háttur hafð ur á í vctur. í bamaskólum borgarinnar og í bókabúðum Uárusar Blöndal og Eymunds sonar verða til sölu áskriftar- kort á kr. 100,— sem gilda að báðum tónleikunum. Bandaríski hljómsveitarstjór inn George Cleve stjórnar tón leikunum næstkomandi sunnu dag, en kynnir verður Þor steinn Hannesson. Á efnisskrá tónleikanna er: Forleikur, seherzo og brúðarmars úr „Draum á Jónsmessunótt“ eftir Mcndelssohn, Romeo og Júlía fantasía — eftir Tsjaikovský og forleikurinn að Leðurblök- unni eftir Strauss. TÍMINN Nokkrar myndanna á sýningu Listasafns ASÍ. (Tímamynd GE) Ný sýning hjá Listasafni ASÍ SJ—Reykjavík, fimmtudag. Á laugardaginn kl. 3 verður opn uð óvenjuleg málvcrkasýning í Listasafni Alþýðusambands fs- lands, Laugavegi 18, III. hæð. Það eru verk listamannsins Brynjólfs Þórðarsonar, sem þar verða til sýnis næstu vikur, cn hann væri nú 75 ára hefði liann lifað. Fæstir þekkja nokkuð til list- ar Brynjólfs,. en athyglisvert er hve myndirnar á yfirlitssýningu þessari eru fjölbreyttar og þokka- fullar. Þar eru bæði oliumálverk og vatnslitamyndir, allt í einka- eign. Brynjólfur hafði mætur á Öræfasveit og dvaldist þar tíðum og málaði, einnig gerði hann margar myndir frá Reykjavik. Brynjólfur Þórðarson var heilsu- lítill alla ævi og lézt 42 ára gam- all. Tvær síðustu vikurnar áður en hann dó var hann á Þingvöll- um og lá við í tjaldi, svo mikill var áhugi hans allt fram til síð- ustu stundar. Hann lézt fáum dög- um eftir að til Reykjavíkur kom. Harmaði hann mest að fá ekki að lifa fáein ár til viðbótar til að ljúka málverkum, sem hann hafði í huga. Brynjóifur Þórðarson fæddist í Bakkakoti á Seltjarnarnesi hinn 30. júlí 1896, sonur Halldóru Jóns dóttur frá Mýrarhúsum á Seltjarn arnesi og Þórðar bónda í Bakka- koti Jónssonar frá Efri-Tungu í Fróðárhreppi. Brynjólfur ólst upp hjá móður sinni og síðari manni hennar, Þórði Jónssyni frá Ráða- gcrði. Brynjólfur naut ungur teikni- kcnnslu Þórarins B. Þorlákssonar í Iðnskólanum í Reykjavík, en sigldi til Kaupmannahafnar og var nemandi á Konunglega aka- demíinu veturinn 1919—20. Hann gerðist teiknikennari við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði og síðan Iðnskólann í Reykjavík. 1925 sigldi hann til frekara náms í málaralist og dvaldist í París og fór hann kynnisferðir til Suður- Frakklands og ítalíu. Heim kom hann 1927, en sigldi enn utan haustið 1928 og stundaði um vet- urinn nám við École des Beaux- Arts í París, einkum í freskó- tækni. Eftir það málaði Brynjólfur hcima og tók þátt í nokkrum al- mennum listsýningum. ÞRJÁR NÝJAR AB-BÆKUR Það hefur jafnan þótt tíðindum sæta liér á landi, þegar út hefur komið nýtt og veigamikið rit um merkisatburði íslcnzkrar sögu. En ein slík bók er Kristnitakan á fs- landi, sem Almenna bókafélagið sendir frá sér þessa dagana, og er höfundur hennar Jón Hnefill Aðalsteinsson. Kristnitakan á íslaiuli, hið nýja sagnfræðirit hefur að geyma ár- angur margra ára rannsókn- arstarfs, sem beinzt hefur að því að bregða ljósi yfir innri sögu þessa afdrifaríka atburðar, er bjargaði íslenzka ríkinu frá klofningi og olli þáttaskilum í ævi þjóðarinnar. Vegna þekkingar sinnar á guðfræði og norrænum vísindum er höfundurinn vel bú- inn til þessa verks, enda rekur hann í bók sinni margar forvitni- legar slóðir að lausn hins tor- ráðna viðfangsefnis. í fyrstu köfl- unum er greint frá heiðnum átrún aði á íslandi, guðsdýrkun og ör- lagatrú og ennfremur fjallað um viðnám heiðninnar gegn kristnu trúboði og raktar sagnir um messu og mannblót á Þingvöllum. Er þá komið að undanfara þess, að sjálfur foringi hinna heiðnu manna, Þorgeir Ljósvetningagoði, kvað upp þann úrskurð eftir að hafa lcgið fullan sólarhring undir feldi, að allir íslendingar skyldu kirstnir vera og láta skírast. En hvcrnig mátti slíkt ske og hvað gorðist undir feldinum? Þgð eru b''ssar spurningar meðal annars, sem Jón Hnefill Aðalsteinsson loitast við að svara í bók sinni. Þannig er Kristnitakan á ís- landi í senn mikilsvert framlag til íslenzkrar sagnfræði og ákjósan- legt lestrarefni hverjum fróð- leiksfúsum og þjóðhollum íslend- ingi. — Bókin er prentuð i Odda h.f. og bundin í Sveinabókband- iriu. Torfi Jónsson teiknaði kápu og band. Almenna bókafélagið hcfur sent frá sér nýja skáldsögu, er nefn- ist ÓSKÖP, og cr höfundurinn úr hópi ungra lögfræðinga. Vekur það strax nokkra forvitni, því sannast sagna hefur þessi stétt menntamanna vorra gefið sig lítt eða ekki að skáldsagnagerð, ef frá er talinn Jón Thoroddsen sýslumaður, scm lagði frá sér pennan fyrir 103 árum. En stór- um fréttnæmari er þó hin nýja skáldsaga fyrir þær vonir, sem hún óneitanlega vekur. Höfundur þessa skáldverks er þrítugur Reykvíkingur, Guðjón Albertsson. Hann varð stúdent 1961 og lauk lögfræðiprófi frá Há-' skóla íslands í ársbyrjun 1968. Hann gaf sig strax á menntaskóla- árunum að blaðamcnnsku, sem hann stundaði síðan öðru hverju jafnhliða náminu og einnig vann hann um skeið sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann hefur lengi fengizt við skáldlegar iðkan- ir, en lítt hirt um að halda þeim á lofti þar til nú, að hann gefur út fyrstu skáldsögu sína Ósköp. Sagan hefst þar sem ungur di-engur stendur yfir moldum eldri bróð'ur síns, sem farizt hef- ur af voðaskoti. Frá sömu stund er það „andlit eða öllu hcldur mynd að andliti“ hins látna, sem gerist örlagavaldur í lífi drengs- ins, tekur ráðin af tilfinningum hans og vilja og dæmir hann til þeirrar einangrunar, sem leiðir ævi hans hratt og hættulega til lykta. Og þó var þetta í raun ósköp venjulegur drengur, dug- andi og samvizkusamur, jafnt við nám sem önnur störf og „honum stóð stuggur af öllu illu, yfirnátt- úrlegu og óeðlilogu." En hér sem oftar er það hið innra með mann- inum. að saga hans gerist, og þar fara örlögin sínu fram í lífi hinn- ar ungu söguhetju, sem loks hreppir umbun harmkvæla sinna fyrir dramatíska þversögn dau8- ans. Þannig geyma Ósköp í hnitmið- uðu formi mjög áhrifaríka sögo og kunnáttusamlega, þar sem hver setning að heita má stefnir rökvíslega að því, sem verða vill. Bókin er prentuð í Víkings- prenti, en bundin í Bókfelli h.f. Torfi Jónsson teiknaði kápuna. Nýlega er komin út hjá Al- mcnna bókafélaginn skáldsagan Ættarsverðið eftir norska rithöf- undinn Sigurd Hoel, og hefur Arnheiður Sigurðardóttir þýtt hana á íslenzku. Sigurd Hoel er tvímælalaust eitt áf merkustu sagnaskáldum Norðurlanda á þessari öld. Ættarsverðið gerist um og eft- ir 1820 á Þelamörk, þar sem mönnum var „ljúfara að sinna ætt arerjum, árlegum stefnum, veizl- um með tilheyrandi áflogum og manndrápum heldur en að ástunda dyggðugt lífemi.“ Þá rikja enn dimmar miðaldir yfir þröng- um dölum og afskekktum byggð- um Noregs, hugarheimur fólksins er allur á valdi ættgengrar hjátrú ar og spásagna, atgervi og mann- kostir boka fyrir fornum venjum og erfðagripir verða voveifleg tákn, sem skapa mönnum örlög frá einni kynslóð til annarrar. Eitt þeirra tákna er ættarsverðið sem verður bani eiganda sins, sé því „höggvið í heimareit." Ættarsverðið er mikil saga og eftirminnileg, róleg á yfirborði, en undir niðri er þungur straum- ur mikilla örlaga. Hinar mörgu og ,ólíku persónur eru allar dregnar skýrum dráttum, svo að stundum minna þær að stórbrotnum ein- faldleika á fornan tréskurð. Bók- in er prentuð og bundin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar. Torfi Jóns- son teiknaði kápu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.