Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 7
fðSTUBAGUK 8. október 1971 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedlktsson Ritstjórar: Þórartno Þótrarlnsaon (áb), Jón Helgason, IndriCl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýslngastjórl: Steingrimur Gislason Rit- •tjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrtf- •totur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýslngaalml: 10523. AöraT ■krlfstofur simi 18300. Askrlftargjald fcr 195,00 i mánuðl innanlanda. 1 lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. Edda hf. Verkaskipting þjóða Þær erlendar þjóðir, sem sækja afla á íslandsmið, styrkja áthaldið með margvíslegum hætti. Þessir styrk- ir eru greiddir úr ríkissjóðum þessara ríkja og þannig er það hinn almenni neytandi og skattborgari í þessum rfkjum, sem greiðir niður fiskverð þess afla, er þessir togarar afla. í Bretlandi t.d. eru veittir styrkir til út- halds togara á fjarlægum miðum. Til smíði nýrra skipa og endurbóta á eldri skipum eru þar veittir óafturkræf- ir styrkir, sem nema 40% af kostnaði. Hér er um feiknalegar fjárhæðir að ræða. Enn hefur hlaðinu ekki tekizt að afla sér nægilega glöggra upplýs- inga til að unnt sé að áætla, hversu mikið það kost- ar umræddar þjóðir raunverulega að sækja þennan afla á íslandsmið, þegar þessir styrkir eru reiknaðir inn í verðið. Þessar þjóðir taka helming heildaraflans á ís- landsmiðum á móti íslendingum og væri það því mild- vægt í þeim rökræðum, sem nú fara fram um efnahags- legar þarfir íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar við ísland og þá efnahagslegu hagsmuni, sem þær þjóðir, sem harðastar eru í andstöðu við þá ákvörðun okkar, telja sig neyddar til að verja, að þessi þáttur málsíns skýrðist nokkru nánar. Er hagkvæmara fyrir þessar þjóðir að sækja afla á íslandsmið með eigin togurum með margvíslegri styrkja- starfsemi en að kaupa fisk af íslendingum? Það má fullyrða, að íslendingar geti veitt og selt viðkom- andi þjóðum fisk á miklu rauniægra verði en þær þurfa raunverulega að greiða nú, þegar fullt tillit hefur verið tekið til stjrkja. Með minnkandi afla á sóknareiningu, eins og nú virðist óhjákvæmilega framundan að óbreyttu, hlytu þessir styrkir líka að þurfa að stórhækka, þótt ekki sé minnzt á að hún hefur jafnframt í för með sér hættu á gjöreyðingu fisMmiðanna. Þrengt að viðskipta- aðstöðu íslendinga En fyrir utan þessa styrM, sem þessar þjóðir greiða með úthafstogurum sínum, verða neytendur í þessum löndum einnig að greiða mun hærra verð fyrir þann fisk, sem þeir neyta, vegna þess að þessi ríki setja veru- legar skorður við innflutningi fiskafurða bæði með toll- um og innflutningskvótum. Þessir tollar og kvótar eru miMu óhagstæðari en á öðrum iðnaðarvörum, þannig að viðsMptahagsmunir íslendinga, sem hafa sérstaka aðstöðu til að framleiða góðar og ódýrar fiskafurðir og byggja afkomu sína að langstærstum hluta á fiskveið- um og fisMðnaði, eru stórlega skertir í viðskiptum við þessar þjóðir, miðað við þær þjóðir, sem byggja útflutn- ing sinn til þessara ríkja á almennum iðnaðarvörum. Þessir óheilbrigðu viðskiptahættir með fiskafurðir þjóna ekki hagsmunum þjóðanna, þegar ofan í kjölinn er skoðað. Þessir viðskiptahættir stríða einnig algjörlega gegn yfirlýsingum þessara þjóða um, að sem frjálsust viðskipti og eðlileg verkaskipting þjóða á milli leiði til hagsældar allra. Það eru m.a. þessir óheilbrigðu viðskiptahættir með fiskafurðir í Evrópu, sem leitt hafa til sívaxandi ásókn- ar erlendra skipa á fiskimiðin við ísland með stuðningi stórfeUdra styrkja úr ríkissjóðum þessara ríkja. Þessi þróun á rætur að rekja til þess að viðskiptaaðstaða ís- lendinga á mörkuðum þessara landa er óeðlilega þröng. Nauðvöm íslendinga með útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar f 50 mílur á næsta ári er afleiðing þessarar þróunar. TK TÍMINN ERLENT YFIRLIT Rainer Barzel - nýr keppinautur Brandts um kanslaraembættið? Stuðningur Strauss við hann réði úrslitum á flokksþinginu RAINHR BARZEL KRISTILEGIR demókratar í Vestur-Þýzkalandi héldu flokks þing sitt um síðustu helgi. Þingsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntíngu, en helzta verkefni þess var að velja Kristilega flokknum nýj- an formann í stað Kiesingers, fyrrv. kanslara. Kiesinger, sem er orðinn 67 ára gamall, hafði gjaman viljað halda for- mennskunni áfram, en vax- andi kröfur um formannsskiptí höfðu neytt hann til að segja af sér. Kiesinger hafði reynzt ósnjall sem leiðtogi stjómar- andstöðunnar og þóttt þvf ósigurvænlegur sem kanslara- efni í næstu kosningum. Sú krafa átti líka aukinn hljóm- grunn, að nýr formaður yrði að vera úr hópi hinna yngri leiðtoga. Allir fyrri leiðtogar Kristilega flokksins höfðu ver- ið komnir yfir sextugt, þegar þeir tóku við forustunni, eða þeir Adenauer, Erhard og Kiesinger. Nú þótti hyggilegt að reyna yngri leiðtoga . NIÐURSTAÐAN varð því sú, að formannsvalið stóð milli tveggja miklu yngri manna, eða þeirra Rainers Barzel, íor- manns þingflokksins, sem er 47 ára gamall, og Helmut Kohls, forsætisráðherra f Rein- land-Pfalz, sem er 41 árs. Sá var hins vegar munurinn á framboði þeirra, að Kohl lýsti yfir því, að hann yrði ekki kanslaraefni flokksins, ef hann yrði kosinn formaður, því að hann teldi að aðskilja bæri kanslaraembættið og formanns stöðuna. Barzel fór hins vegar ekki dult með það, að hann stefndi einnig að þvi að vera kanslari og yrði hinni gömlu skipan því haldið, að sami mað ur gegndi báðum störfunum. Það þóttí nokkum veginn ljóst, að yrði Kohl kosinn for- maður, myndi hann styðja Gerhard Schröder, fyrrverandi utanríkisráðherra sem kanslara efni. Niðurstaðan á flokksþinginu varð sú, að Barzel var kjörinn formaður með 344 atkvæðum, en Kohl fékk 174 atkv. Full- víst þykir því, að Barzel verði kanslaraefni flokksins í næstu kosningum, og því eftirmaður Willy Brandts, ef Kristilegir demókratar vinna kosningam- ar. HINN nýi leiðtogi Kristi- legra demókrata, Rainer Candi dus Barzel, er fæddur 20. júní 1924 í Braunsberg í Austur- Prússlandi, en sá hluti Prúss- lands var innlimaður í Pól- land í striðslokin. Nafn Brauns berg er nú Braniewo. Faðir hans var kennari og flutti hann með fjölskyldu sína til Berlín- ar 1931. Fjölskyldan var ka- þólsk og gekk Barsel yngri aldrei í æskulýðssamtök naz- ista, heldur starfaði í æsku- lýðssamtökum kaþólsku kirkj- nnnar. Hann gerðist sjálfboða liði í hemum 1941, þá 17 ára, og gekk síðar í flugherinn. Þegar styrjöldinni lauk var hann orðinn liðsforingi £ þeirri deild flughersins, sem annað- ist sérstaklega eftírlitsflug með siglingum. Barzel settist að í Köln árið 1945 og hóf laganám við há- skólann þar. Hann lauk doktors prófi þaðan 1949. Ástæðan til þess að hann settíst að í Köln mun ekki sízt sú, að væntan- legt konuefni hans bjó þar. Þau giftust 1948 og eignuðust dóttur ári síðar. Fleiri börn hafa þau ekki átt. Að námi loknu gekk Barzel í þjónustu stjórnarinnar í Nordrhein-Westfalen og varð þar handgenginn einum af eldri leiðtogum Kristilega flokksins, Carl Spiecker, en hann hafði verið í gamla Mið- flokknum fyrir styrjöldina og var nú einn af leiðtogum vinstra arms Kristilega flokksins. BARZEL gekk ekki í Kristi- lega flokkinn fyrr en 1953. Hann vann sér fljótt ovðstír fyrir mælsku og dugnað og náði þvf kosningu á sambands- þingið f Bonn 1957. Hann hef- ur átt þar sæti síðan. Þar kynnt ist hann fljótt Franz Josef Strauss, sem var þá þegar orð inn aðalleiðtogi systurflokks kristilega demókrata í Bæjara- | landi. Árið 1959 stofnuðu þeir ■ Strauss, Barzel og fleiri nefnd, B sem var ætlað það hlutverk 8 að standa vörð um frelsið, eink H um þó á þann hátt að afhjúpa I leynikommúnista. Helzta verk f þessarar nefndar var að birta nöfn 453 stjórnmálamanna og menningarfrömuða í Vestur- Þýzkalandi, sem voru stímplað ir fylgisveinar kommúnista. Meðal þeirra voru ýmsir áhrifa menn í Kristilega flokknum, sem mótmæltu harðlega, og átti það sinn þátt í því, að nefndin lognaðist út af. Þetta varð þó ekki Barzel til verulegs áfalls, sökum dugn aðar hans. Árið 1960 var hann kominn í stjórn þingflokksins, og á árunum 1962—63 var hann ráðherra þýzkra samríkis mála og er hann yngstl maður sem gegnt hefur ráðherraem- bætti í sambandsstjórninni í Bonn. Árið 1963 var hann kos inn varaformaður þingflokKs- ins og svo formaður hans eftir lát Brentonos tveimur árum siðar. Því starfi hefur hann gegnt síðan. Eftir að kristileg- ir demókratar lentu I stjómar andstöðu, hefur formannsstarf ið í þingflokknum orðið miklu Framhald á bls. 3 S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.