Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. október 1971 TIMINN Verölaunuð -— fyrir snyrtilega um- gengni og garðrækt SJ—Reykjavík, miðvikudag. Bræðrafélag Bústaðasóknar hef tir reynt að hvetja til bættrar um gengni í sókn sinni og borgar- hluta. Á blaðamannaf. í Bústaða- kirkju í dag sagði Davíð Kr. Jens son formaður félagsins, að ekki hefði staðið á sóknarbörnunum að taka þessu vel og hefði öll um- gengni farið batnandi í sókninni samfara bættri gatna- og gang- stéttagerð. Bræðraf. veitir við- urkenningu fyrir snyrtilega um- gengni á lóð og húsi í hverfinu og^ hlaut hlisi'ð að Tunguvegi 3 liana Davíg Kr. Jensson afhendir hjónunum Unni Magnúsdóttur og Stefáni B. Kristmundssyni, Tunguvegi 3, viSur- að þessu sinni, en þar eru húseig |<ennjngars|<ja.| BræSrafélags BústaSasóknar, vegna snyriilegrar umgengni á lóS og húsi. Fegrunarnefndin er endur hjonm Unnur Magnusdottir og Stefán B. Kristmundsson. Að dómi nefndarinnar, sem kvað upp- þennan úrskurð, „fer saman frá- bær snyrtiinénnska, smekkleg um- gengni og góð ræktun“ að Tungu vegi 3. með þeim á myndinni, Oddrún Pátsdóttir, SigríSur Axelsdóttir og Óiafur B. GuSmundsson/ (Tímamynd GE) Þá vill nefndin taka það fraun, að þær 2 húseignir, sem viður kenningu hlutu í fyrra, að Soga vegi 82 og Bústaðavegi 93, eru sízt lakari nú en þá. Ennfremur vill nefndin benda á húseignimar að Langagerði 94, Litlagerði 4, Breiðagerði 15 og Steinagerði 11, sem allar eru til mikillar fyrir myndar. Margar aðrar húseignir komu einnig til greina, þar sem ræktun og öll umhirða voru með ógætum. Þá má einnig benda á að í nýju hverfunum í Fossvogi og , Breið holti eru víða að komast upp fal leg hús og garðar sem lofa góðu, svo sem við Bjarmaland, Haða- land, Helluland, Búland og Lamba stekk. Yfirleitt telur nefndin að um framför sé að ræða í umgengni og viðhaldi húsa og lóða. Erlent yfirlit Framhald af bls. 7. meira áberandi en áður. Það hefur Barzel notfært sér vel og á það vafalaust sinn þátt í því, að hann var nú kjörinn formaður flokksins. Á FLOKKSÞINGINU mælti Kiesinger með Barzel sem eftir manni sínum. Það er þó talið hafa ráðið mestu um úrslitin, að Josef Strauss studdi hann bak Við tjöldin. Fyrsta ræðan, sem Barzel flutti eftir að hann tók við flokksforustunni, var líka mjög í anda Strauss. — Barzel réðist harkalega á utan ríkisstefnu Brandts, bar hon- um. á brýn undanlátssemi við kommúnista og of lítinn stuðn- ing við vestræna samvinnu og þó einkum Bandaríkin. Ætlun þeirra Barzels og Strauss er bersýnilega að tryggja sér stuðning nýnazista, sem fengu nær 5% atkvæða í síðustu þing kosningum, og geta því orðið úrslitalóðið á vogarskálinni næst. Hættan fyrir þá er hins vegar sú, að þeir hræði frá sér ýmsa frjálslyndari kjósendur, sem áður hafa fylgt Kristilega flokknum að málum. Sagt er, að Brandt hafi he'.zt kosið Barzel sem keppinaut sinn í næstu kosningum. Þótt Barzel sé duglegur og mælsku maður, vekur málflutningur hans ekki traust að sama skapi. Hann er ckki nægílega sann- færandi. Á því sviði er Strauss slyngari. Eins og er, þá er hann maðurinn á bak við Bar- zel, og því má búast við því, að stjórnmálaátökin í Vestur- Þýzkalandi eigi eftir að fara mjög harðnandi. Þ Þ. Samkeppmshæfni rafmagns við upphitun ú íbúðahúsum Blaðinu barst í dag eftirfarandi frá stjórn Sambands íslenzkra raf veitna: í tilefni af skrifum, sem orðið hafa um húshitunarmál, telur stjórn Sambands íslenzkra raf- veitna nauðsynlegt að fraim koimi eftirfarandi: 1. Sú ályktun, að enginn orku- gjafi geti keppt Við jarðvarmann um húshitunanmarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu er að dómi stjórn ar SÍR ekki byggð á nægilega traustum forsendum. T. d. gæti raf hitun orðið ódýrari lausn en hita veita í eiribýlis- og raðhúsahverf byggð. 2. Verið er að vinna að athugun á því, á hvaða kjörum Landsvirkj un getur selt orku til húshitunar frá þeim stórvirkjunum, seim nú eru í smíðurn og fyrirhugaðar eru. Þá er verið að vinna að athugun um á húshitunarmálum Hafnfirð inga og ennfremur er nefnd á vegum Orkustofnunar að vinna að almiennum samanburði á raf hitun og hitaveitu. Niðurstöður framangreindra athugana liggja því miður enn ekki fyrir, en brýn nauðsyn er á að athugunum þess um verði hraðað svo sem kostur er. 3. Ef gera á þjóðhagslegan sam anburð á húshitun, annars vegar með raforku og hins vegar með heitu vatni, verða báðir orku- gjafar að búa við sömu kjör, hvað varðar skattlagningu. Raforkufram leiðendur greiða í Orkusjóð gjald, sem nefnt er verðjöfnunargjald. Samkvæmt lögum skal því varið til styrktar Rafimagnsveitum rík isins. Hitaveitur greiða engin slík gjöld. Ilins vegar hafa raforkuver verið undanþegiri aðflutningsgjöld ujn á. síðustu, árurp, en dreifikerfi rafvéitna og hitaveitumanrivirki bera full aðflutningsgjöld. 4. Álag til rafhitunar er jafn ara en álag almennrar rafmagns notkunar. Kostnaðarverö raforku til hitunar er því lægra en til almennra nota. Meginhluti þeirr ar orku, sem seld er til almenn ingsrafveitna, fer til almennra nota, og er meðalverð orku frá raforkuverum því ekki sambæri legt við orkuverð hitaveitna. 5. Á síðastliðnum áratug hefur verð á raforku lil húshitunar, t. d. í Hafnarfirði hækkað minna en verð á olíu og verð á lieitu vatni frá Hitaveiu Reykjavíkur. Sjórn SÍR. um, þótt svo reynist ekki í þéttari Alþjóöasiglingamálastofnuti- in heldur þing í London OÓ-Reykjavík, þriðjud. — í dag, þriðjud., var sett í London 7. þing Alþjóðasiglingamálastofnunarinn- ar, IMCO. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, hefur verið for seti þess undanfarin tvö ár. Setti hann þingið og stjórnar því þar til nýr forseti hefur verið kosinn til tveggja ára. Á dagskrá þingsins eru 37 mál. Verður þar rætt um og teknar ákvarðanir um ýms mál ér varða alþjóðasiglingar, öryggi á hafinu, mengun hafsvæða af olíu og eit- urefnum, aðstoð við þröunarlönd varðandi skipasmíðar og siglingar, auðveldun opinberrar afgreiðslu skipa í höfnum, fjárhagsáætlun næstu tveggja ára, alþjóðanáð- stefnur árin 1972 og 1973, skýrsla yfir störf stofnunarinnar s. 1. 2 ár og áætlanir fyrir næstu 2 ár og kosning í stjórn IMCO. GRÆNAR HEILBAUNIR GULAR HÁLFBAUNIR mmtm H.W "'rÞ' W 12 D £>6'' AVIÐA Húsnæðisskorturinn í Reykjavík og skjótvirkustu úrræðin Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokks- ins, Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna fluttu á borgarstjórnar- fundi í gær samciginlcga til- lögu um byggingu leiguíbúða í Reykjavík. í tiliögunni segir að með til- liti til þess ncyðarástands, sem skortur á leiguhiisnæðis valdi nú hjá mörgu fólki í borginni, samþykki borgar- stjórn að koma upp 300 leigu- íbúðum á árunum 1972—1975 auk þeirra 110 íbúða, sem eftir eru af hluta Reykjavíkurborg- ar í byggingaráætlun Fram- kvæmdanefndar í Breiðholti. Skal stefnt að því að hægt verði að taka 75—80 af þessum leiguíbúðum í notkun á árinu 1973. Þá lá fyrir borgarstjórnar- fundi í gærkvöldi tillaga frá Guðmundi G. Þórarinssyni, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, um að jafnan verði til staðar í borginni næg- ar byggingalóðir i samræmi við þarfir borgarbúa. Skuli haga áætlanagerð í samræmi við þá stcfnu og hið bráð- asta verði bætt úr þeim skorti, sem undanfarið hafi verið á byggingalóðum undir fjölbýlis- hús. 200 kr. í stað 400 í viðtali, sem Tíminn átti við Hannibal Valdimarsson, fé- lagsmálaráðherra, fyrir skömmu, þar sem m.a. var drepið á húsnæðisvandræðin í Reykjavík, sagði hann m.a.: „Ef sveitarfélag ákveður framlag sitt til byggingar verkamannabústaða í lágmarki, eða 200 krónur á mann, þá ákveðst ríkisframlagið á móti í sann lágmarki eða jafn há upphæð lögum samkvæmt. Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið sín framlög til verkamannabústaða í lágmarki. Ef þau hefðu ákveðið þau í hámarki, hefði komið tvöfalt meira fjármagn frá ríkinu til að byggja verkamannabústaði. Hámarkið er 400 krónur á mann og geta menn séð hvaða upphæðir þarna er um að ræða í Reykjavík, þar sem búa 80 þúsund manns. En þarna er um hagkvæmustu lánin að ræða, sem hægt er að fá til að koma upp húsnæði fyrir fá- tækt fólk og það veitir ekkert af, að þetta kerfi sé í fullum gangi. Hér er um að ræða lengstan lánstíma og lægstu vexti, sem fáanlegir eru til húsbygginga. Á ntigildandi fjár lögum var búizt við, að fram- lag ríkisins á móti framlögum sveitarfélaganna yrði ekki minna en 63 milljónir til þess- ara þarfa, en sannleikurinn er sá, að þetta er enn að sáralitlu lcyti notað. Vegna þess verð- ur sama upphæð á fjárlögum næsta árs, en sveitarfélögin eru aðeins örfá, sem enn hafa tekið við sér í þessu efni, og þannig hefur bókstaflega verið Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.