Tíminn - 13.10.1971, Blaðsíða 7
■> 'rrii'mi'i'iiMftr':1' -... f ? i f r > .ty
MIÐVIKUDAGIJR 13. oktober 1971
> »■ :
V > *■;••■••> I I *.
TIMINN
Hirohito mótmælt í Vestur-Þýzkalandi:
Logreglan með vatns
byssur til varnar
NTB-Bonn, þriðjudag.
Vestur-þýzka lögreglan gTeip í
dag til vatnsfallbyssa, hvað sem
þatf nn er, til að dreifa hópi ung-
linga, sem mótmælti lieimsókn
Hirohito Japanskeisara til Vestur-
Þýzkalands. Unglingarnir hrópuðu
slagorð og báru spjöld með „móðg
andi" áletrunum.
„Hiro-Hitler“ og „Hirohito er
fasisti“ var hrópað og lögreglan
gekk um að þreif hin „móðgandi“
skilti af mótmælendunum. Marg-
ir þeirra voru handteknir, en í
hópnum voru um 300 manns.
Þetta var annar dagur heim-
sóknar keisarans í Vestur-Þýzka-
landi. Hann hefur m.a. heimsótt
dómkirkjuna í Köln, og það var
hinn 84 ára kardínáli, Jósef
Frings, sem var leiðsögumaður.
Mikill mannfjöldi hafði safnazt
saman við götur Kölnar til að sjá
keisarann, en þar kom\ekki til
neinna mótmæla. Eftir heimsókn
ina í Köln, sigldi keisarinn upp
Rínarfljót og var meiningin að
skoða Lorelei-klettinn á leiðinni
til Bonn.
Stríð um koparnámur í Chile:
Fluttu gróðann úr landi
engar skaðabætur
Cerro-námafélagið er sagt
skuldlaust og fær því 18 millj.
dollara í skaðabætur.
Bandarísku námafélögin telja
að námurnar séu minnst 800
milljón dollara virði. Frétta-
skýrendur telja, að þessi yfir-
lýsing yfirvaldanna í Chile
kunni að draga dilk á eftir sér
og jafnvel er talað um efna-
hagslegar refsiaðgerðir af
hendi Bandaríkjanna í þvx sam
bandi.
NTB-Santiago, þriðjudag.
Yfirvöld í Chile tilkynntu í gær
kvöldi, að eigendur bandarísku
koparnámamia, sem þjóðnýttar
voru í júlí s.L, ættu enga heimt
ingu á bótum, heldur skuldi
námafélögin Chile í rauninni
388 milljónir dollara fyrir
þann gróða, sem þau hafi flutt
úr landi.
Það eru þó aðeins Anaconda
og Kennecott-námafélögin, sem
Chile telur að skuldi sér, en
\ Sovézki og bandaríski flotinn:
Semja um aö hætta
árekstrum á hafinu
NTB-Moskvu, þriðjudag.
Samningaviðræður hófust í dag
í Moskvu milli bandarískra og
sovézkra yfirmanna flota land-
anna, um hvernig bezt megi forð-
ast árckstra skipa þessara aðila
á alþjóða siglingaleiðum. Þetta
er í fyrsta sinn á friðartímum,
sem slíkar viðræður fara fram.
Leiðtogi bandarísku sendinefnd
arinnar, aðstoðarflotamálaráð-
herra, John W. Warner, sagði að
aðilarnir vildu gjarnan, að komizt
yrði að niðurstöðu um þetta mál
og kanna því, hvað hægt sé að
gera til að foi'ðast slys og árekstr-
arhættu.
Áreiðanlegar heimildir segja,
að einhverskonar óhöpp hafi átt
sér stað milli sovézkra og banda-
rískra herskipa í hverjum mán-
uði á seinni árum.
Leiðtogi sovézku nefndarinnar
er Kasatanov, aðmiráll, en hann
er næstæðsti maður sovézka flot-
ans. Fyrsti fundur nefndanna var
í dag, en búizt er við að viðræður
standi í eina 10 daga.
Afleiðingar byltingartilraunarinnar í Argentínu:
Fyrrum forseti og upp-
reisnarseggir handteknir
NTB-Buenos Aires, þriðjudag.
Staðfest var í Bucnos Aires í
dag, að Levingstone, fyrrverandi
Argentínuforseti, liefði verið hand
tekinn, jafnframt því hélt lierinn
áfram hreinsunum sínuni á hægri
sinnuðum herforingjum, fyrir að
liafa staðið að hinni misheppnuðu
uppreisn fyrir helgina.
Talsmaðv.r hersins tilkynnti að
exnn af uppi'eisnai'foringjunum,
Baldrich, hefði tekizt að flýja frá
Azux a laugardaginn, þegar her-
menn forsetans komu á vettvang
til að bæla niður uppreisnina.
Levingston forseta var steypt
af stóli í marz, þegar núverandi
foi'seti, Lanusse, tók völdin í bylt-
ingu. Samkvæmt fréttastofufrétt-
um sagði Levingston á laugardag-
inn, að bylting ætti nú að binda
endi á valdatíö Lanusses.
Að minnsta kosti 46 byltingar-
menn hafa nú verið handteknir
og sitja þeii' í fangelsi hersins.
Lanusse hefur lofað að koma á
lýði-æði í Argentínu og efna til
kosninga í marz 1973. Það var
þessi ætlan hans, sem varð til
þess, að byltingartilraunin var
gerð.
■
Séð yfir tjaldborgina í Persepolis.
„Veizla aldarinnar" hófst
i dag í Persepolis í íran
NTB-Persepolis, þriðjudag.
Hátíðaliöldin vegna 2500 ára
afinælis' persneska keisaradæmis-
ins hófust í dag í Pcrscpolis, með
því að Reza Palevi, íranskcisari,
lagði blómsveig á leiði Kýrosar,
fyi-sta persneska keisarans. Há-
tíðaliöldin munu standa yfir í
viku. Til þessarar veizlu aldar-
innar er boðið um 60 þjóðhöfð-
ingjum og stjórnarfulltrúum.
Þjóðhöfðingjarnir búa í tjöld-
um meðan þeir dvelja í Perse-
polis. En þetta ei'u engin venju-
leg tjöld. í þeim er loftræsting
og baðherbergi úr marmara,
ásamt beinni simalínu heim til
viðkomandi lands. Þar enx einnig
tvö svefnherbergi, setustofa og
cldhúskompa. Húsgögnin eru í
rokoko-stíl og persnesk teppi á
gólfum.
Ekkert hefur verið til sparað
að ger-a þessa veizlu sem vegleg-
asta. Matsveinar. þjónustulið og
maturinn, kemur allt beint fi'á
Maxim’s í París. Einhver hafði
orð á því við blaðafulltrúa veizl-
unnar, að þetta væri óhóf, en sá
spurði á móti: „Ætlizt þið kannski
til að gestunum verði boðið upp
á hamborgai-a?"
1200 blaðamönnum hefur verið
boðið að taka þátt í veizlunni, en
athygli hefur vakið, að blaðamönn
um þeirra blaða, sem hafa skrifað
um fátæktina í íran, samhliða
óhófinu í veizluhöldunum, er ekki
boðið.
Enginn hefur viljað segja, hvað
veizlan kemur til með að kosta,
en haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að fyrir þá upphæð
myndi sennilega vera hægt að
byggja meirihluta þeiri'a 2500
skóla, sem sagt er að vanti í land
inu.
Miklar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar til að ekkert geti
komið fyrir alla þá þjóðhöfðingja,
sem hafast við í tjaldborginni.
Umhverfis svæðið er þrefaldut
hringur öryggissveita, og sagt er
að þar séu líka jarðspi'engjur. Úr
lofti fylgjast þyrlur með öllu.
Á matseðlinum eru m.a. fylltir
fasanar og páfuglar, og 25000
flöskur af borðvíni og 12000 flösk
ur af viský eiga að hjálpa til að
slökkva þorsta veizlugesta.
Keisarinn, Reza Palevi, var
klæddur hvítum einkennisbúningi,
öllum gullsnúi-uðum og orðulögð-
um, þgg^.þann lagði blómsveig-
inn í dag. Frú hans, Farah Diba,
var klædd sfðum hvítum kjól og
skartgripir hennar og kóróna glitr
uðu og skinu eins og haustsólin,
að þvi er segir í fréttum. Leiði
Kýrosar stendur langt úti á eyði-
•mei'kui'sléttunni, til að keisar-
inn fengi ekki sand í skóna sína,
var lagður þangað út nokkur hundr
uð metra langur blár renningur.
Almenningur í íran er sagður
vita heldur lítið af þessari þjóð-
hátíð, sem er mjög svo gagnrýnd
víða um heim. Veizlan virðist
vera meira fyrir kóngafólk heims-
ins en fyi’ir landsmenn í íran.
Nixon til Moskvu í maí
NTB-Washington, þriðjudag.
Nixon Bandaríkjaforseti til-
kynnti í dag, að hann muni í lok
maímánaðar n.k. fara í heimsóku
til Moskvu til viðræðna við sov-
ézka ráðamenn. Forsetinn benti
á, að ekkert samband væri milli
þessarar heimsóknar og fyrirliug-
aðrar heimsóknar hans til Kína.
Nixon, sem vei-ður búinn að
heimsækja Peking, áður en hann
fer til Sovétríkjanna, sagði, að
hann hefði ekki hugsað sér að
notfæra sér þanr. ágreining, sem
vera kynni milli Sovétríkjanna
og Kína, í þessum heimsóknum
sínum, sem hann tók skýrt fram,
að kæmu h\'or annarri ekkert við.
Það var Andrej Gromyko, utan
ríkisráðheiTa Sovétríkjanna, sem
flutti Nixon boðið. Þá hélt forset-
inn fund með fréttamönnum og
sagði, að ákveðið hefði verið, að
hann færi til Moskvu í maílok.
til að ræða mikilvæg málefni,
skapa betra samband og stuðla að
friði í hchninum.
Þetta verður fyrsti fundur sov-
ézks og bandarísks þjóðhöfðingja,
síðan þeir Kennedy og Krustjoff
hittust.
Ekki sagði Nixon, hvenær hann
færi til Peking, en að það myndi
verða áður en hann færi til Sovét
ríkjanna. Margir spá því, að Nixon
fari til Peking þegar í næsta
mánuði.
Tilkynningunni um Moskvuför
Nixons hefur verið vel tekið í
!
dag í London, París, Bonn og hjá
Nato í Brussel. Fullti-úar brezku
stjórnarinnar sögðu í dag, að
stjórnin hefði vitað þetta áður en
tilkynningin kom. Þetta virtist
heldur ekki koma fulltrúum
frönsku stjórnarinnar á óvart, því
fulltrúar sovézku stjórnarinnar,
sem voru á ferð í París fyrir
skemmstu, höfðu sagt frá þessu.
Kona og barn létu lífið, er
herþota hrapaði á bóndahæ
NTB Hoistebro, þriðjudag.
Brezk Phantom-herflugvél hrap
aði í inorgun niður á íbúðarhús
bóndabæjar á Jótlandi, méð þeim
aflciðingum að húsmóðirin á
bænuin og fiinm ára sonur hemi-
ar lctu lífið.
Flugvélin var
Kastrup-flugvelli,
rétt farin frá
þegar fiugmað
urinn tilkynnti, að citthvað væri
að vélinni. í þvi hrapaði liún og
eldsneyti hennar skvettist um
stórt svæði, bæinn og nágrennið
og innan stundar stóð allt í björtu
báli. Flugmaðurinn og aðstoðar-
maður hans björguðu sér í faii-
hlífum, og sluppu ómeiddir. Bónd
inn á bænum var rétt farinn út,
þegar slysið varð.