Tíminn - 13.10.1971, Blaðsíða 5
M89VIKUDAGUR 13. október 1971
TIMINN
5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
— Hvaó gerið þér, þegar ekki
stSSua yðnr?
•7ðn Sfagnússon, venjulega
kallaður Ósmann, ferjumaður á
Héraðsvötnum, var orðlagt
hraustmenni og drykkfelldur
nokkuð.
Einu sinni var hann á gangi
á Sauðárkróki allmjög drukk-
inn. Hann sér þá mann, sem
hann þekkir, sem hafði drukkið
sig út úr, og tók Ósmann hann
undir hendina. Síðan gengur
hann um göturnar og talar við
menn, með manninn undir hend
inni.
Loks spyr einn kunningi hans:
— Hvað ertu með undir hend
inni?
— Almáttugur minn, segir þá
Ósmann. — Hef ég ekki gleymt
manninum.
— Nei, en fyndið. Nýi flóð-
íesturiiin í dýragarðinum lieitir
sama nafni og Þú.
— Sjáðu, Wilson! Vissirðu, að
það er huuangsverksmiðja í
runnunum þínum?
er flutningabíll nálægt til að
Skólapiltur í Latínuskólan-
um hafði framið drengskapar-
brot, sem skólabræður hans
voru mjög reiðir út af.
Þeir köll-uðu saman fund og
voru einhuga um að hýða skóla
sveininn.
Þá stendur upp einn skóla-
piltur, Jóhannes að nafni, og
segir, að þetta sé ekki ráðlegt,
það varði við lög og geti bakað ,
þeim ábyrgð. Hitt sé miklu ein-
faldara, að þeir ljúgi því allir,
að þeir hafi hýtt hann, og það
geri alveg sama gagn.
Óskar heitinn Halldórsson sat
í strætisvagni, og var vagninn
þéttsetinn, en margir stóðu.
Meðal þeirra, sem ekki höfðp
sæti, var fullorðin kona, en
gegnt Óskai'i sat stj'ákhjiokki. ,
— Stattu upp, strákur, svo
að frúin þarna geti setzt, sagði
Óskar.
— Stattu upp sjálfur, svo all-
ir geti setzt, svaraði pjakkur-
inn.
Kona kom inn í sölubúð og
spurði, hvort til væru perur.
— Nei, svaraði afgreiðslu-
maðurinn, — en við eigum
ágætar aprikósur.
— Jæja, sagði frúin. — Það
er bezt ég fái eina 50 kerta.
DENNI
DÆMALAU5!
Hjónin hér á myndinni hafa
verið gefin saman í hjónaband
níu sinnum um dagana. Aðspurð
segja Þau, að þau láti alltaf
gifta sig, þegar->*þau langi til
þess, 'þettá' sé ’ ”svó skelfing
.skemmtUegt. Síðasta giftingar-
athöfnin fór fram í hljóðfæra-
verzlun á sölutíma og voru við-
skiptavinir viðstaddir. Eitt sinn
létu þau gifta sig í litilli kap-
ellu uppi á fjallatoppi á Nýja
Sjálandi, í annað sinn í þyrlu
yfir New York borg og auk þess
einu sinni í skipi á Kyrrahafi.
Annars búa þessi margföldu
hjón í Essex í Englandi og heita
Harwey og Anna Matuzov. —
Gifting er dásamlegur hlutur,
þegar fólk elskast, segir Anna.
— Því skyldi fólk ekki gera
þetta aftur og aftur og 'aftur.
Frá Kaupmannahöfn berast
oss þær tízkufréttir, að nú
verði karlmenn að fara að ganga
með veski, eitthvað í líkingu við
kvenfólkið. Þetta kemur til af
því, að nú eiga karlmannafötin
að verða svo þröng á næstunni,
að það yrði vitavonlaust að fara
að troða vasana út með ein-
hverju drasli. Það verða þó lík-
lega bara Þeir útvöldu, sem
geta tollað í tízkunni, því eins
og í tízkuheimi kvenfólksins er
alltaf einhver, sem ekki hefur
vöxtinn til að tolla í tízkunni.
Þröngt, stutt vesti fyrir herra,
er það nýjasta, þröngar buxur
og jakkar, peysur og •yfirleit.t
hvað sem er, er níðþröngt,
nema hálsbindin, og kannski
skórnir. En þeir herrar, sem
vilja tolla í tízkunni en hafa of
mörg kíló á kroppnum til þess,
hafa svo sem allan veturinn til
að koma línunum í lag, því
þetta verður vor- og sumartízk-
an 1972.
Það gleður líka ættingja og
vini, þegar þeim er boðið til
brúðkaupsveizlu. Þetta gerist
ósköp venjulega, segir Harvey.
- - Það er að segja, aðdragand-
inh. Ég’ báira brosi'tií Önnu og
segii. ~. A.sliii..mýi,.yiltu giftast
mer. Og svo förúm við að undir
búa brúðkaupið. Myndin af ný-
giftu hjónunum er tekin við ní-
unda brúðkaupið nýlega, í hljóð
færaverzluninni-
Lloyds í London e’r alþjóð-
legt tryggingafélag, sem hef-
ur orðið frægt vegna þess, að
það hefur tryggt ýmislegt, sem
önnur slík félög hafa harðneit-
að að tryggja. Nokkrum sinn-
um hefur Llovds tryggt fræga
fótleggi, ennfremur brjóst nokk
urra fagurra kvenna, en nú
hefur félagið í fyrsta sinn
tryggt nafla. Nafli þessi er á
Sonju nokkurri Benjamin, sem
fyrir fáum árum kom fljúgandi
frá Persíu (ekki þó á teppi) og
hefur síðan verið í því að raka
inn peningum i London. Á dag-
ínn afgreiðir hún í sinni eigin
ilmvatnsverzlun, en á kvöldin
er hún magadansmær í Kens-
ington. Þetta hlýtur að vera á-
hættusamt starf fyrir naflann
á henni, því hún hefur gengið
á milli tryggingafélaga í Lond-
on undanfarið, til að fá hann
tryggðan. Að minnsta kosti er
það svo, að ef eitthvað kemur
fyrir naflann á Soniu, er hún
búin að vera sem magadans-
mær. Lloyds tryggði loks nafl-
ann fyrir 800 þúsund kr. (ísl.).
— ★— ★—
Ef einhver skyldi spyrja gor-
illuapa, hvað honum finnist
mest gaman, er nokkuð víst, að
apinn nefnir ekki sund, því
flestar gorillur eru afar vatns-
liræddar. En endurtekningar
eru frá öllu og Aruna, 7. ára gor
illuapi, sem er í dýragarði í
Nígeríu, er undantekningin hér.
Honum finnst ekkert eins
.skemmtiregí.Qg^,ð busla í vatni.
Gæzlumaður hans hefur látið
byggia-sundíáug“og þar fá þeir
sér báð saman, apinn og maður
inn. Aruna hermir eftir gæzlu-
manninum og hefur þegar til-
einkað sér sundtökin.
-★ —★-
Fyrir skömmu birtum við frá
sögn af tveggja ára ítalskri
stúlku, sem var að éta foreldra
sína og systkini út á gaddinn.
Nú höfum við komizt yfir mynd
af Lydiu litlu, þar sem hún er
að taka til matar síns, Hún verð
ur að borða minnst tvö kíló af
bgnönum á dag, og bananar eru
dýrir á ítalíu. Auk þess, eins
og menn muna kannski, þarf
Lydia að borða tvö ldló af kjöti
daglega, auk mjólkur, vatns og
mikilla ávaxta. Ástæðan fyrir
þessu er sú, að barnið er haldið
sjaldgæfum efnaskiptasjúk-
dómi og er enn of ungt til að
verða skorið upp, og sjúkdóm-
inn er ekki hægt að lækna með
lyfjum. Ríkið hefur fram til
þessa neitað að styrkja fjölskyld
una til matarkaupanna, en ef
Lydia fær ekki matinn, deyr
hún fl.iótlega. íbúðin er nú að
verða húsgagnalaus, því mest
hcfur verið selt fyrir mat. Og
hér er sú litla að taka til við
bananana.
iimiimuiiiiiiiHiimiiiiiuiimiiiiimiimiiiiuiiiiiiiuiiiiiituuuiiiiuitMHiiiuiiMiiiiiiiHiiiitiiiiiiiuiiiiiiiHHiiittiiiii