Tíminn - 26.10.1971, Síða 6

Tíminn - 26.10.1971, Síða 6
6 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 26. október 1971 yiODSiKKy® GAGNRÝNI DANSANDI DOKKAlfAfi Þjóðleikhúsið: Þjóðballett Senegals í skammdeginu í fyrra kom hingað til lands glæsilegur hóp- ur lífsglaðra ljósálfa frá sól- heitum suðurhöfum og færði okkur blóðkaldari eyjarskeggj- um við nyrzta haf sól og yl og fagurskreyttan bikar barmafull- an af birtu, lífsgleði og fram- andi fegurð. Með svofelldum orðum, eða því sem næst, fagn- aði sá, sem þetta ritar, kærkom inni heimsókn Filippseyinga. Nú er hér á ferð föngulegur flokkur dansandi dökkálfa frá öðrum álíka heitum ef ekki heit- ari, heimshluta og kemur hann ekki síður færandi hendi en Filippseyingarnir í fyrra. Þrátt fyrir óskipta aðdáun og ósvikinn fögnuð, get ég ekki fyllilega fellt mig við orðið „þjóðballett" og skal nú gerð tilraun til að skýra það lítillega. Senegalskt dansfólk virðist ekki þurfa að ganga í strangan skóla, Þar sem nákvæmustu reglum er skilyrð- islaust hlýtt og hnitmiðuðustu aðferðir eru í heiðri hafðar, eins og tíðkast meðal iðkenda vestræns listdans, sem mega ekki víxlspor sitt vita á virkum vettvangi listar sinnar. Senegal- ar hafa því áreiðanlega frjáls- ari hendur og fætur, ef svo gapalega má að orði kveða, heldur en þeir langskólagengnu og þrautþjálfuðu dansendur, sem eru okkur kunnugri úr hefð gróinni dansmenningu og eldri. Að minni hyggju sver senegalski „þjóðballettinn“ sig þar af leiðandi meira í ætt við þjóð- dansa en háþróaðan og full- komin listdans. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr list þeirra, það er mér skapi fjærst, heldur til hins, að undirstrika eðlismun á listdansi annars veg ar og þjóðdönsum hins vegar. Hvort, tveggja á rétt á sér og hvors tveggja má njóta ,eins og sérhverjum stendur hugur til. „Dökkálfar" á svlðl ÞjóSleikhússins. Sviðsmynd frá sýningu Senegal-ballettslns. Hvoru hæfir sitt form og tján- ing. Á þessu er sams konar mun ur og á óperusöng og þjóðlaga- söng. Senegalar stunda ýmsar at- vinnugreinar eins og gengur. ’ Sumir rækta bómull og kaffi- baunir, aðrir róa til fiskjar, enn aðrir fást við kaupmennsku eða kennslu o. s. frv. Svo skemmti- lega vill til, að næstum hver þjóðfélagsstétt virðist eiga sinn ífulltrúa meðal- þessa yndislega listafólks, sem hefur enn .einu ^inni lagt; upp í langan leiðang- ur til að véita lífsleiðum Vestur landabúum ríkulega hlutdeild í óspilltri gleði. Lífsbarátta Senegala er ef- laust býsna hörð. Þeir erfiða og njóta á víxl. Dansinn er at- hvarf þeirra og yndi. Honum fylgir fögnuður og lífsnautn frjó. Þessi óspilltu og hrekk- lausu náttúruböm eru eflaust í nánari og farsælli tengslum við móður Jörð en t. d. þeir, sem á eyrinni eða malbikinu búa. Dansendur ganga gjarnan álútir. Stundum líða Þeir og læðast um sviðið með ísmeygi- legum þokka, stundum hoppa þeir og stökkva, hrópa og öskra, stundum leika þeir slikar listir með líkamanum og limum hans, að ólíkindum sætir. Örmum er sveiflað og fótum stappað með leifturhraða í takt við trylltan bumbuslátt. Blóðið ólgar, dans- inn dunar, hraðinn vex, svitinn rennur, trumbuslátturinn magn- ast og ósjálfrátt verða áhorf- endur fyrir slíku seiðmagni, að þeir slást í leikinn, áður en þeir vita af því sjálfir. Slíkt gerist vitanlega ekki í líkamlegum skilningi heldur aðeins í andleg um, enda fæstir menn til ann- ars. Sjaldan hef ég lifað jafnal- menna hrifningarstund í Þjóð- leikhúsinu og frumsýningar- kvöldið í síðustu viku. Brugðið er upp dýrlegum myndum af þjóðháttum Sene- gala og siðvenjum frá ýmsum tímum, fjölbreytilegri menning- ararfleifð ólíkustu þjóðfél.stétta úr mörgum landshlutum. Átak listafólksins alls er mjög sam- stillt, enda árangurinn eftir því. Hér verður ekki farið í mann- greinarálit né einstaka menn dregnir í dilka. Listafólkinu skal aðeins þakkað fyrir veitta ánægju og Þjóðleikhúsinu fyrir að hafa ósvikna vöru á boðstól- unj. Halldór Þorsteinsson Sýning á verkum Brynjéifs „Þat hygg ek at þú kveðir betur en páfiíin“. Brynjólfur Þórðarson — hver er það? Þannig spyr unga kyn- slóðin, ef minnzt er á hann. En hver er Picasso? Það vita allir. Þannig er nú því miður fálæti íslendinga gagnvart beztu son- um Jíóðarinnar. Menntamála- völdin hafa ekki haft vit á að sýna minningu og starfi Bryn- jólfs þann sóma sem skylt væri. Það er staðreynd að hvert unnið verk, hverrar tegundar sem er, lýsir höfundi sínum — hans innra manni. Við skul- um nú athuga þessi fíngerðu, fáguðu verk Brynjólfs, þar sem hvert pensilstrik, hvert lít- brigði er hnitmiðað af fullri alúð. Allur myndflöturinn jafn fullkominn — allt í fyllsta sam ræmi. Eins og málverkin ern, þann ig var Brynjólfur. Hann var hispurslaus og prúður, ævin- lega hreinn og vel klæddur sem hver annar góðborgari, gerði ekkert tn að vekja á sér eftirtekt, því allur uppskafn- ingsháttur var honum eins víðs fjarri og yztu sólir vetrarbraut- arinnar. Brynjólfur var ekki aðeins gáfaður, hámenntaður listamað ur, því þar við bættist skap- gerðin sem var höfuð-styrkur- inn í starfi hans. Frá mínum bæjardyrum séð eru verk Brynjólfs tvímæla- laust það hæsta sem íslenzk málaralist hefur náð. Líkt og Manet tileinkar hann sér allt það bezta úr impressionisman- um, án þess þó að ganga hon- um á hönd. Velur sér heldur Sryggi þess hefðbundna. Hann var jafnvígur á vatnsliti og olíu, jafnvígur á mannamynd- ir og landslag, öruggur teikn- ari og hárnæmur á lit. Sýningin á Laugaveg 18 er aðeins brot af verkum Bryn- jófs og hefði átt skilið að vera í betri salarkynnum. Hér með vil ég skjóta því til menntamálaráðuneytisins, að efnt verði til heildarsýning- ar á verkum Brynjólfs í virðu legum sölum, svo sem þeim ber. Sú sýning yrði vafalaust meira virði en stumpasirs massaframleiðslan hans Nolde, sem sótt var til Þýzkalands með ærnum kostnaði, svo mað ur nú ekki tali um „herleg- heitin“, sem hún Selma fann í djúpa kjallaranum í París. Ásgeir Bjarnþórsson. Á þessari mynd sjást nokkur verka Brynjólfs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.