Tíminn - 26.10.1971, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. október 1971
TIMINN
Otgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
rramkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Rttstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb). Jón Hetgason, tndriðl G. Þorstelngson oC
Tómas KarLsson Auglýslngastjóri: Stelngrtmnr Glslason EUt-
utjómarskrilstofur I Eddubúslnu, simar 18300 — 18306 Skrif-
stoíur Bankastræti 7. — Afgreiðslustml 12323. Auglýslngastml:
10923. AOrar skrifstofur stml 18300. Askriftargjald kr 193,00
á mánuðt lnnanlands. 1 tausasðlu fcr. 12,00 etnt — Prentam.
Edda hf.
Blekkingar í bókhaldi
í síðustu viku birtist hér í blaðinu grein eftir Guð-
mund G. Þórarinsson borgarfulltrúa, þar sem hann
sýndi fram á, hvernig reikningum Reykjavíkurborgar er
hagað á þann veg, að þeir sýna stöðu borgarinnar miklu
hagstæðari en hún raunverulega er.
í grein Guðmundar segir m.a. um þá blekkingarað-
ferð, sem er fylgt við uppbyggingu borgarreikninganna;
„Uppbygging reikningsins er þannig, að sérstakur
reikningur er færður fyrir borgarsjóð, en sjálfstæðir
hliðarreikningar fyrir ýmis fyrirtæki borgarinnar.
Þessi uppbygging gefur ýmsa möguleika til þess að
fela raunverulegan rekstrarkostnað og gefa stöðu
borgarsjóðs upp miklu betri en hún raunverulega er,
og dæmin eru mörg. T.d. er færður sérstakur reikn-
ingur fyrir Korpúlfsstaði, og það fé, sem þar tapast
í rekstrarkostnaði og viðhaldi, taka Korpúlfsstaðir
til láns hjá borgarsjóði. f reikningum borgarsjóðs er
þetta fé síðan fært sem inneign hjá Korpúlfsstöðum.
Skuldin eykst síðan ár frá ári og er nú rúmlega 10
millj. kr. Vextir skuldarinnar eru jafnframt reikn-
aðir borgarsjóði til tekna og nema á s.l. ári um 870
þús. kr., eða eru nær jafn háir og heildartekjur'
Korpúlfsstaða. Það er því óhugsandi að Korpúlfs-
staðir geti greitt þessa skuld. Hagræðið af slíkri
færslu er hins vegar ótvírætt. Raunverulegur rekstr-
arkostnaður borgarsjóðs er metinn sem eignaaukn-
ing, en jafnframt er færslan notuð til þess að bæta
greiðsiustöðu borgarsjóðs ....
Frægasta dæmið er sennilega skuld Framkvæmda-
sjóðs við borgarsjóð, sem nemur rúmlega 93 millj.
kr. Þar er fé, sem tapazt hefur í Bæjarútgerðinni,
fært borgarsjóði til eignar og metið sem veltufjár-
munir. í reikningum Bæjarútgerðarinnar kemur
hins vegar misræmið berlega fram. Þar er skuld
hennar við Framkvæmdasjóð, þ.e. rúml. 93 millj.
kr., metin sem skuld til langs tíma, og greiðslustaða
Bæjarútgerðarinnar þannig stórbætt á pappírunum
líka."
Guðmundur benti á, hve alvarlegt það væri, ef borg-
aramir fæm hér inn á sömu braut og borgarstjórinn.
Hann sagði:
„Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða og þetta
gefur mönnum jafnframt vísbendingu um, hvernig
þeir geta sjálfir hagað reikningum fyrirtækis síns í
samræmi við hið opinbera.
Þannig gæti einstaklingur, sem ræki t.d. jarð*
vinnslufyrirtæki með gífurlegum halla, sýnt ágæta
stöðu fyrirtækisins á pappírunum.
Með því að færa sérstaka hliðarreikninga fyrir hin
ýmsu tæki, væri unnt að færa rekstrartap þeirra
sem eign fyrirtækisins, meta síðan þessa eign til
veltufjármuna og stórbæta þannig greiðslustöðu fyr-
irtækisins. Rekstrartap einnar jarðýtu, sem næmi
t.d. 10 millj. kr., mætti þannig í hliðarreikningi jarð-
ýtunnar færa sem skuld við fyrirtækið. í reikningum
fyrirtækisins kæmi síðan fram ágæt staða, sem
grundvallaðist á 10 millj. kr. inneign hjá jarðýtunni."
Þetta dæmi sýnir bezt, hve gallað og varhugavert það
bókhaldskerfi eí, sem fylgt er hjá Reykjavíkurborg og
hve ranga mynd það veitir af raunverulegri fjárhags-
stöðu borgarinnar. Þess verður því eindregið að krefj-
ast, að bókhald borgarinnar verði fært í það form, að það
komi glöggt í ljós, hver hin raunverulega fjárhagsstaða
borgarinnar er. Þ.Þ.
Ingvar Gíslason, alþm.
Á 60 ára afmæli
Háskóla Islands
Það gerist nú tvennt í senn
um þessa helgi, að mér berast
til eyrna á öldum ljósvakans
töluð orð og tónlist frá há-
skólahátíð í Reykjavík og fyr-
ir sjónir ber viðamikið blaða-
viðtal við fyrrverandl formann
Læknafélags fslands í Tíman-
um nm læknaskortinn í land-
inu.
Háskólinn hélt hátiðlegt 60
ára starfsafmæli sitt, og það
var ánægjulegt að verða vitni
að því og fá að njóta þess I
hnotsknm að þessi æ ðsta
menntastofnun þjóðarinnar
hefur á 60 áram vaxið frá því
að vera samruni þriggja fá-
mennra embættismannaskóla
til þess að verða f jölbreytt vís-
inda- og kennslustofnnn, sera
varia lætur sér nokknð mann-
legt óviðkomandi. Getur eng-
um dulizt, að Háskóli fslands er
nú eitthvert umfangsmesta
„fyrirtæki", sem rekið er á fs-
landi, allavega lang fjölmenn-
asti skóli Iandsins og sá, sem
hefur innan sinna vébanda
flesta starfsmenn. Starfsemi
Háskóla fslands er ótrúlega
mikil og verksvið hans víð-
tækt, —- í rauninni ekki miklu
þrengra en háskóla eriendis, —
þó að enn skorti verulcga á,
að háskóli okkar fylli út í
það rúm, sem hann hefur mark
að sér, — og er það sízt að
undra. Þó að eðlilegt sé að
gera miklar kröfur til Háskóla
íslands og þó að ráðamenn
hans setji markið hátt, þá er
hvorki raunsætt né réttlátt að
ætlast til, að hann þræði allar
koppagötur vísinda og fræða
og ástundi nákvæma lúsaleit í
þéttofnu mynzturverki vísind-
anna. Sem betur fer gerist
slíks ekki þörf. Þó að Háskóli
fslands eflist og auki starf-
semi sína, þá getur það aldrei
orðið keppikefli, að allt há-
skólanám verði stundað hér-
lendis. Eftir sem áðnr er
óhjákvæmilegt, að stúdentar i
ýmsum greinnm sæki menntun
sína að meira eða minna leyti
til erlendra háskóla.
HVERT ER MARKMIÐ
HÁSKÓLANS?
Hins vegar verður að gera
strangar kröfur til háskólans
nm ýmis önnur atriði. Það er
m.a. hugleiðingarefni á 60 ára
afmæli Háskóla fslands, hvert
sé í rauninni markmið skólans.
Hvers vegna leggur þjóðin á
sig þá fjárhagslegu byrði að
reka háskóla, sem gnæfir yfir
flestar stofnanir landsins og er
a. m. k. stærsti skóli landsins
að nemendafjölda og kennara-
tölu? Lög um Háskóla íslands
leitast við að svara þessu, því
að þar segir, að háskólinn skuli
vera vísindaleg RANNSÓKN-
ARSTOFNUN og vísindaleg
FRÆÐSLUSTOFNUN, er veiti
nemendum sínum menntun til
þess að gegna ýmsum embætt-
um og störfum í ÞJÓÐFÉLAG-
INU og til þess að sinna sjálf-
stætt vísindalegum verkefn-
um. Allt er þetta auðskilið mál,
og þarf ekki langra útskýr-
Ingvar Gíslason
inga. Þetta þýðir einfaidlega,
að háskólinn er menntastofn-
un, sem á að sinna rannsókn-
um að hluta, en ekki síður hag
nýtri kennslu og starfsundir-
búningi í tilteknum greinum.
Háskóla íslands er ætlað að
þjálfa fólk til ákveðinna nauð-
synjaverka, sem inna þarf af
hendi í almcnnings þágu á fs-
landi. Mörg þessarra nauð-
synjaverka eru alkunn og aug-
ljós.
LÆKNADEILD OG
LÆKNASKORTUR
Það er, meðal annars, eitt
markmiðið með þvi að halda
nppi háskóla á íslandi að full-
nægja með viðunandi hætti
þjóðfélagslegri nauðsyn á heil-
brigðisþjónustu í landinu.
Þeirri kröfu verður ekki full-
nægt nema háskólinn geri sitt
til þess að þjálfa svo í störf-
um væntanlega höfuðstarfsmenn
heilbrigðisþjónustunnar að þeir
telji sig menn til þess að starfa
í íslenzku þjóðfélagi meðal
íslenzks almennings eftir 8—
10 ára óslitið nám á vegum
háskólans. Gáfaður menntamað
nr Iét nýlega svo nm mælt í
sambandi við læknaskortinn í
landinu, að ekki væri von á
úrhótum í því efni að sinni,
þvi að sjálft læknanámið í Há-
skóla íslands væri „á villi-
götum“, kennsluhættir og við-
horf til starfsundirbúnings
læknaefnanna væri þess eðlis,
að ekki þyrfti að búast við, að
brautskráðir kandidatar legðu
fyrir sig að þjóna landi sínu
og þjóð sem héraðs- og heim-
ilislæknar, því að þeir væru
ekki siðferðilega undir það
búnir!
Ég hef ekki skilyrði til þess.
að dæma um réttmæti slíkra
ummæla og sel þau að sjálf-
sögðu ekki dýrara en ég keypti ;
þau. En þó ekki væri nema dá-
lítið brot af réttdæmi fólgið í
þessum ummælum, þá væri
eigi að síður um alvarlega mis-
fellu að ræða í kennslufyrir-
komulagi í háskólanum. Slíkt
er verðugt hugleiðingarefni á
60 ára afmæli hans. Að því má
spyrja, hvort nægilega vel sé
búið að læknadeildinni sem
fræðslu- og vísindastofnun og,
hver viðhorf ríki á þeim stað
nm ætlunarvcrk deildarinnar.
Til hvers er verið að kcnna
læknum á íslandi? Ég þykist
verða þess áskynja eftir lest-
ur viðtalsins við Arinbjöra
Kolþeinsson, fyrrverandi for-
mann Læknafélags íslands, að
læknar sjálfir ali ugg í brjósti
um það, að ýmsu kunni að
vera ábótavant f sambandi við
starfsþjálfun lækna. Sú þjálf-
un er á vegum háskólans.
Læknirinn bendir á, að ekki sé
síður nauðsynlegt að leggja
áherzlu á kennslu og þjálfun
til undirbúnings á starfssviði
hins almenna læknis eins og
það er að endurskipuleggja
heilbrigðisþjónustuna, sem
mjög er til umræðn. Það er
áreiðanlegt rétt, sem Arin-
björn Kolbeinsson bendir á, að
þetta þurfi að fara saman,
enda má öllum vera ljóst, að
skipulagsbreytingar einar sér
nægja ekki, ef væntanlega
starfsmenn brestnr siðferðis-
þrek og vilja til þcss að vinna
undir skipulaginu, hvort sem
það er.
KRÖFUR TIL HÁSKÓLANS
Það hefur verið rifjað upp
á afmæli háskólans, að hann
ætti npphaf sitt að rekja til
samruna þriggja akademiskra
stofnana, sem þá störfuðu í
landinu, þ.e.a.s. Prestaskólans,
Læknaskólans og Lagaskólans.
Það er oft gagnlegt að leita til
npphafsins. Það auðveldar
mönnum yfirleitt að gera sér
grein fyrir kjarna hvers máls.
Fyrirrennarar háskólans, em-
bættismannaskólarnir, voru
settir á stofn á sínum tíma
vegna baráttu framfaramanna
innan Alþingis og utan í þeim
ilgangi aðallega að tryggja ís-
enzku þjóðinni nægilegt fram-
boð hæfra starfsmanna á sviði
kirkjulegs starfs, heilbrigðis-
þjónnstu og dómgæzlu. Þetta
kann að vísu að þykjá nokkuð
frumstætt og einhæft ætlunar-
verk heils háskóla, en þrátt
fyrir allt er það cnn einn aðal-
tilgangurinn með starfræksiu
háskólans að þjálfa menn TIL
STARFA á þessum sviðum og
öðrum. Háskólinn er vissulega
kennslustofnun, skóli, sem
kennir mönnum tiltekin verk
og þjálfar menn til ákveðinna
starfa. Háskólinn er ekki til
vegna sjálfs sín. Hann er þátt-
ur í þjóðfélaginu. Hann er
þjóðfélagsstofnun. Út frá því
verða kröfur gerðar til háskól-
ans. Sú krafa verður m.a. gerð,
að háskóíinn einangrist ekki
frá öðrum þáttum þjóðlífsins.
Sú lýðræðislega krafa verður
gerð til háskólans, að hann ger
ist aldrei hreiður sérgæðings-
háttar né útungunarstöð sér-
réttindafólks. Sú menningar-
lega krafa verður gerð til há-
Frambald a 11 síðu.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
asESsau