Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 1
IWÍDW
BLAÐ II
— Þriðjudagur 2. nóvember 1971
Sprengja þeir
þinghúsið næst?
NTB—London, mánudag.
Yfirvöld í London óttast, a<5
þeir, sem stóðu að sprcnging-
nnum í London um helgina,
hafi ekki sagt sitt síðasta orð,
og hafa víðtækar varúðarráð-
stafanir verið gerðar fyrir morg
undaginn, en þá mun Elísabet
drottning opna þingið. Lögregl
an í London fékk í gær nafn-
lansa upphringingu, þar sem
sagt var, að Viktoríuturninn á
þinghúsinu væri næsta
sprengimark.
f morgun sprakk sprengja í
nágrenni Lambeth-brúarinnar
um 200 metra frá aðalstöðvum
Scotland Yard og 400 metra
frá þingliúsinu. Tæpum sólar-
hring áður var Póstturninn,
hæsta bygging borgarinnar,
stórskemmdur með sprengju.
Vegna upphringingarinnar í
gær munu sérfræðingar frá
lögreglunni rannsaka völundar
hús það, sem er undir þing-
húsinu, ásamt varðmönnum
þeim, sem á hverju ári ganga
þar um fyrir opnun þingsins.
Þessi árlega rannsókn er gerð
í minningu þess, að kaþólikkar
hótuðu að sprengja þinghúsið
5. nóvember 1906.
Mikill fjöldi óeinkennis-
klæddra lögreglumanna mun
verða meðal áhorfenda, þegar
drottningin ekur gegn um mið-
borgina í vagni sínum. Öll
byggingarvinna og gatnalag-
færingar í grennd þinghússins
voru af öryggisástæðum stöðv-
aðar í dag og verður ekki hald
ið áfram fyrr en að athöfninni
í þinghúsinu lokinni.
Yfirvöldin í London telja,
að samhengi sé milli þessara
sprenginga og óeirðanna í N.-
írlandi, þar sem írski lýðveld-
isherinn hefur haft uppi svip-
aðar framkvæmdir, en tals-
menn IRA í Dublin neita þó,
að herinn standi að baki
sprengingunum um helgina.
113 manns fallnir
á Norður-lrlandi
NTB—Belfast, mánudag.
Nú hafa 113 manns látið líf-
ið í óeirðunum á N-írlandi, þar
af 9 lögreglumemn. Tveir lög-
reglumenn voru skotnir til
bana með vélbyssum óþekktra
árásarmanna í 'dág" í Belfast.
í bænum Armagh særðust sex
manns í dag, er sprengja sprakk
í verzlun. Þrír þeirra eru tald
ir í lífshættu.
Bruni í tveimur skipum
NTB—Osló, mánudag.
Sprenging varð í norska flutn
ingaskipinu „Utstein“ í nótt, er
það var statt út af 1 Biskaya-
flóa. Skipið var hlaðið pappír
og varð fljótlega alelda stafna
á milli. Áhöfninni var bjargað
um borð í danskt skip, sem
var skammt frá. „Utstein" er
900 lestir.
Þá kviknaði í morgun í 20
þúsund lesta olíuskipi frá Lí-
beríu, er það rakst á brezkt
strandgæzluskip.
Stríð yfirvofandi?
NTB—New York og London,
mánudag.
Yahya Khan, forseti Pakist-
ans segir í dag í viðtali við
brezka vikuritið Newsweek, að
styrjöld sé nú í aðsigi milli Ind-
lands og Pakistan. Hann sagði
og, að ef ráðizt yrði á Pakist
an, myndi Kína senda vopn og
birgðir til landsi.ns.
I viðtali við fréttamenn í
London sagði Indira Gandhi
í dag, að Indland hefði ekki í
hyggju að fara í stríð við Pak
istan, en væri vel á verði gegn
árás.
í viðtalinu í Newsweek seg-
ir Yahya Khan m.a.: — Ég hef
enga ástæðu til að draga dul á,
að styrjöld er yfirvofandi. Ind-
verjar hafa þegar sagt okkur
^stríð á hendur ,en eina ástæð-
T^n til þess, að ckki licfur kom
' ið til bardaga, er sú, að við
sláum ekki á móti. Ef Indland
hættir ekki árásarstarfsemi
sinni, skellur styrjöldin á.
í London lýsti Indira Gandhi
því yfir, að stjónn hennar
myndi aldrei samþykkja, að að-
eins Indland drægi til baka her-
sveitir sínar af landamærun-
um. — Við ætlum ekki í stríð,
en neyðumst til að vera á verði,
sagði hún. -i- Ástandið nú er
bein afleiðing af stefnu Pak-
istanstjórnar, sem hefur ógnað
öryggi Indlands. Pakistanska
stjórnin verður sjálf að bera
alla ábyrgð á því hörmungar-
ástandi, sem orðið er vegna
flóttamannastraumsins frá Aust
ur-Pakistan.
Frú Gandhi bcnti á, að Pak-
istanar hefðu tvisvar ráðizt á
Indland og þess vegna væri
ástæða til að vera á verði. Þá
kvaðst hún fús til að hitta
Yahya Khan að máli og ræða
við hann ,en ekki um ástandiö
í Austur-Pakistan. — Við erum
fús til að rétta fram höndina,
sagði frú Gandhi, — en við vilj
um ekki fá hnefa í andlitið.
Brésnef
erfarínn
heim
NTB—Moskvu, mánudag.
Sovézki flokksleiðtoginn, Leon-
íd Brésnef, kom heim til Moskvu
í dag eftir tvcggja daga fundahöld
með austur-þýzkum leiðtogum í
Austur-Berlín. Talið er ,að Brés-
nef hafi lagt áherzlu á það við
austur-þýzka flokksleiðtogann Er-
ich Honecker, að hann reyndi að
flýta samningaviðræðum milli
Austur- og Vestur-Þýzkalands um
fjórveldasáttmálann um Berlín.
Vestrænir fréttamenn í Moskvu
sögðu í kvöld, að nú myndi lifna
á ný yfir viðræðunum.
Til Berlínar kom Brésnef frá
París, þar sem hann dvaldi í 6
daga í góðu yfirlæti og átti við-
ræður við franska leiðtoga.
Vesturveldin hafa sagt Sovét-
ríkjunum frá því sjónarmiði sfnu,
að Öryggisráðstefna Evrópu sé
undir því komin, að Berlínarsátt-
málinn komist í örugga höfn.
Þess vegna er talið, að samninga-
viðræðumar hafi verið aðalum-
ræðuefni leiðtoganna á fundunum
í A-Berlín.
Eins
og sjá má, fór einkar vel á meS Brésnef og Pompidou
Pa rís.
Áður en Brésnef yfirgaf Berlín,
sagði hann í veizlu, að nú væri
séð fram á, að öryggisráðstefna
Evrópu yrði haldin, áður en mjög
langt liði.
HISUNDIR MANNA FORUST
í NÁTTÚRUHAMFÖRUM Á INDLANDI
NTB—Nýju Dehli, mánudag.
Að minnsta kosti 5000 manns
létu lífið, þegair öflugur fellif-
bylur og flóðbylgja skullu á aust-
urstnönd Indlands um helgina.
Yfirvöld óttast þó, að tala látinna
sé allt að helmingi hærri. Verst
er ástandið í Cuttack-héraðinu,
um 300 km. sunnan við Calcutta.
Á þessu svæði eru fellibyljir
og veðurofsi með algengasta móti
í heiminum. Forsætisráðherra
fylkisins segir, að að minnsta kosti
fjórar milljónir manna eigi um
sárt að binda vegna hamfaranna
um helgina. Skotið var á auka
stjórnarfundi í morgun og ákveð-
ið að setja alla starfsemi í styrj
aldarástand, til að lijálparstarf
gengi sem bezt.
Stærsti bær í fylkinu, Cuttack,
einangraðist algjörlega frá um-
heiminum, allar línur slitnuðu og
því bárust ekki fréttirnar um
hamfarirnar út, fyrr en seint og
síðar meir.
Yfirvöldin telja, að um 100
þúsund manns séu ófærir um að
koma sér burt af flóðasvæðinu,
þar sem vatn er að jafnaði um
hálfur annar metri á dýpt.
Fellibylurinn gekk yfir, bæði
á föstudag og laugardag, með allt
að 150 km. vindhraða á klst. Öll
umferð járnbrauta á austurströnd | unarstarf og brottflutning nauð
inni stöðvaðist, og gerir það björg | stadds fólks mjög erfiðan.
Danskir útvarpsnotendur
græða á verkfallinu
SB—Reykjavík, mánudag.
Fréttaútsendingar í danska sjón-
og útvarpinu hófust á ný á föstu-
dagskvöldið, eftir að fréttamenn
þar höfðu verið í verkfalli frá 1.
október.
Verkfall þetta hefur kostað
danska blaðamannasambandið 12
—13 milljónir króna, en danska Ú1
varpið hefur hins vegar sparað þá
upphæð í verkfallinu. Á þvl
græða hlustendur, því ákveðif
hefur verið að nota peningana i
það, sem annars hefði verið greitl
með hækkun á afnotagjöldum og
hækka þau því ekki næsta hálfa
annað árið.
Flaggað fyrir Kína
NTB—New York, mánudag.
Fáni Alþýðulýðveldisins Kína
var í dag dreginn að húni í fyrsta
sinn við hús S.Þ. í New York.
Ekki var nein athöfn við reisn
fánans, sem er á sömu stöng og
fáni Formósu var áður á. Pek-
ing-stjórnin kaus sér í gær nafnið
Kína (China) sem opinbert nafn í
S.Þ. og verður það númer 22 f
röð aöildarlandanna, sem er rað-
að eftir stafrófsröð, milli Chile og
Colombíu.